Dagur


Dagur - 23.07.1919, Qupperneq 1

Dagur - 23.07.1919, Qupperneq 1
DAGUR kemur út einusinni í viku. Argangurinn kostar 3 kr. Gjaiddagi 1. júli. II. ár. Ritstjóri: íngimar Eydal. Akureyrl, 23. júlí. 1919. AFGREIÐSLA og innheimta hjá jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. 29. blað. Þvottaduftið Read Seal Lye kauj^a allir, sem einusinni hafa reynt það. Verslun P. Pjeturssonar Á PingvöIIum. Sigurður Nordal prófessor gat þess í Lögbergs- ræðu sinni, sem getið var í síðasta blaði, að þegar komið væri á Pingvöll, væri sem einhver innri rödd hvíslaði: Drag slcó þína að fótum þjer, því stað- ur sá, er þú stendur á, er heilagur. Einhver mátt- ur væri yfir þeim stað, er jafnan tnundi seiða menn til þess að koma þar saman, þegar þeir vildu hugsa rjett og ráða djarft. Pingvellir hafa stundum verið nefndir »hjarta landsins®. Því miður sjást þess þó ekki verkleg merki, að hugur hafi fylgt því máli; í svo mikilli vanrækslu er sá »heilagi staður«, að þjóðinni er ekki sæmandi. En þrátt fyrir vanræksiusyndir þjóðarinnar gagn- vart þessum stað, hafa menn þó á vissum tímum sýnt það, að instu hjartataugar þjóðarinnar eru bundnar við Þýigvelli við Öxará. Þetta hefir kom- ið í Ijós á þann hátt, að þegar mönnum hefir fund- ist mest við liggja að koma einhverri þjóðarhugsjón eða þjóðnytjamáli í framkvæmd, hefir viðkvæði á- hugamannanna verið: Við verðum að hafa Þing- vallafund um málið. Ósjálfrátt hafa menn hneigst til þeirrar trúar, að þjóðarheill sprytti af því að ráða málum sínum á Þingvöllum. A síðustu áratugum hafa nokkrir fundir verið haldnir á Þingvöllum 3em kunnugt er. Síðasti fund- urinn þar er nýskeð um garð genginn. Sá fundur er alveg sjerstæður og bendir á tímamót í sögu þjóðarinnar. Þetta er ofur eðlilegt og auðskilið. Einum þættinum í stjórnmálasögu landsins er nú lokið og sá næsti að hefjast. íslendingar hafa nú náð þjóðfrelsismarki sínu og hafa fengið viðurkenn- ingu ríKis-fullveldis síns. Áður hafa menn komið saman á Þingvöllum, til þess að ræða um þjóð- frelsismálin út á við og til þess að fylkja liði í bar- áttunni við Dani. Nú er sú barátta til lykta leidd. Þáttaskiftin standa yfir. Á Þingvallafundinunr 25.-27. júní í sumar ræða menn ekki um það hvernig hægt sje að sigra Dani; þess gerðist engin þörf. Allar umræður og álykt- anir fundarins snúast um það eitt, hvernig hægt sje að sigrast á menningar- og framfaraleysi sjálfra vor. I fyrsta skifti koma menn saman úr öllum sveitum Iandsins, ýmsra stjetta meirn, lærðir og Ieikir, tii þess að taka ráð sín sanran um það, hvernig bæta megi úr stærstu þjóðlífsmeinsemdum vorum: rnent- unarskortinunr, fátæktinni, niðurlæging atvinnuveg- anna, óhagkvæmum lánstofnunum, öfugstreymi í versl- un, illum samgöngum, óreiðu skattamála, óviðunandi íbúðarhúsunr, vanrækslu heilbrigðismála, ósæmilega lágum launum starfsmanna landsins o. s. frv. í tám orðum sagt, andlegt og efnalegi sjálfstœði þjóðar- innar i öllum greinum, það var þetta, sem fundur- inn lagði áherslu á, Að vísu var fundartíminn of stuttur tilfþess að nokkur tök væru á því að taka fyrir öll sameiginleg áhugamál fundarmanna og varð því að velja þau stórmál úr, er brýnust nauðsyn er á að tekin sjeu föstunr tökunr af þingi og þjóð í nánustu framtíð. Verkefni fundarins var og gat ekki annað verið en að sýna aðalstefnu í aðalmálum, og því verður naumast neitað, að þetta hafi tekist furðu vel, þegar þess er gætt hvað tíminn var stuttur til stefrxu og að þarna voru menn saman komnir úr öllum áttum,; hver öðrum meira og minna ókunnir. Engum, sem les ályktanir fundarins, mun dyljast það, hvaða andi sveimar yfir þeim. að það er andi hagnýírar, þjóð- hollrar framsóknar. Það var þessi andi, sem batt alla fundarmann sam- an á Pingvöllum, þó að þeir hefðu aldrei sjest áð- ur. Og þó að mikils sje um vert hinar skráðu á- lyktanir fundarins, þá liggur þó aðalþýðing hans á öðru sviði, og hún er í þessu fólgin: að menn koma saman, kynnast hver öðrum, finna að þeir eru and- lega slcyldir og eiga því samleið, þó að dreifðir sjeu um land alt; finna að þeir eru tengdir ósýni- iegum böndutn, þó að firðir og víkur skilji þá í sundur, og að sambandstaugin er sameiginlegur, ein- lægur áhugi og vilji til þess að styðja að því eftir megni, að ljós menningarinnar nái að skína í fullri biriu yfir þetta land og yfir þessa þjóð. En nú er mest um það vert að þjóðin skilji það, að hún lifir á tímamótum, að nú eru þáttaskifti í lífi hennar, og að það er undir henni sjálfri komið hvort næsti þátturinn verður gleði- eða sorgarleikur. Stjórnarfrumvörpin. i. Stjórnarskrárfrum varpið er í 78 greinum. Ýmsar breytingar á stjórnar- skipunarlögunum, sem leiða af því að ísland er orðið fullvalda konungsríki, eru sjálfsagðar. Hjer skal getið nokkurra greina frumvarpsins: 11, grein mælir svo fyrir, að konungur ákveði tölu ráðherra og skifti störfum með þeim. Sam- kvæmt því verður tala ráðherra ekki fastákveðin með lögum eins og nú. 12. grein er svohljóðandi: »Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skulu born- ar upp fyrir konungi í ríkisráði. Ríkisráðið skipa allir ráðherrarnir, og á ríkisarfi sæti í þvf. Konung- ur er forseti ríkisráðsins. Ríkisráðsfund getur kon- ungur haldið með einum ráðherra utan íslands.« 17. gr. »Konungur stefnir saman reglulegu Al- þingi ár hvert, og ákveður hvenær því skuli slitið. Þinginu má eigi slíta, fyr en fjárlög eru sámþykt.* 27. gr. »Þingfnenn kosnir óhlutbundnum kosn- ingum skulu kosnir til 4 ára, en þingmenn kosnir hlutbundnum kosningutn til 8 ára, og fer helming- ur þeirra frá fjórða hvert ár.« Samkvæmt 29. gr. er kosningarjettur til Alþingis enn rýmkaður að því leyti, að kosningarrjett við ó- hlutbundnar kosningar hafa ailir, karlar og konur, sem eru 25 ára eða eidri, sje hinum almennu skil- yrðum fullnægt. Með sömu skilyrðum hafa karlar og konur, sem eru 35 ára eöa eldri, kosningarrjett til hlutbundinna kosninga. Aftur er kosningarjettur- inn þrengdur að því leyti, að hann er látinn vera bundinn við íslenskan ríkisborgararjett. Þar sem gert er ráð fyrir að reglulegt þing verði haldið árlega, þá leiðir af því, að fjárhagstímabilið verður aðeins eitt ár (38. gr.). 64. gr. er þannig: »Enginn útlendingut getur fengið ríkisborgararjett nema með lögura. Um rjett útlendinga til að eiga fasteign hjer á landi skal farið eftir því, sem lög ákveða.« II. Launahækkun. í frumv. til laga um laun embættismanna, er farið fram á, að þau hækki yfirleitt frá því sem nú er, þannig, að fyrst sjeu byrjunarlaun, er síðan fari hækkandi á vissu árabili. Þó eru laun hjeraðslækna undanskilin slíkri hækkun eftir þjónustualdrí. Auk hinna föstu launa fá embættismenn dýrtíðaruppbót miðað við verðhækkun á helstu lífsnauðsynjum. Upp- bótin reiknast þó ekki nema af 2/b launanna og al- drei at hærri fjárhæð en 3000 kr. á ári. Launa- uppbót sveitapresta má þó eigi nema meiru en 500 kr. á ári. Kostnaður við starfrækslu sýslumanna- og bæjar- fóg.-embætta greiðist sjerstaklega úr ríkissjóði, en ail- ar aukatekjur, sem þessir embættismenn hafa notið hingað til, falla til ríkissjóðs. Um borgun fyrir störf hjeraðslækna og ferðir þeirra fer eftir gjaldskrá, er ráðherra semur með ráði landlæknis. »Aðalbótin á launakjörum lækna á eftir frumv. að vera fólgin í því, að borgun fyrir störf þeirra verði ákveðin hæfileg í samanburði við borgun fyrir störf manna alment, en ekki haldið niðri með óeðlilegum lagaákvæðum,« segir í at- hugasemdunum. Hjer skal nú getið launa ýmsra embættismanna og sýslunarmanna, eins og þau eru ætluð eftir frumv. stjórnarinnar, og er fyrri talan byrjunarlaun, en sú síðari-hæstu laun: Skrifstofustjórar í stjórnarráðinu, hagstofustjóri, 1. og 2. yfirdómari, lögreglustjórinn í Rvík og bæjar- fógetinn þar, landlæknir, vegamálastjóri, vitamála- stjóri, 5000 — 6000. Ennfremur þefir landlæknir 1000 kr. í ritfje. Háyfirdómari, biskup, 6000 — 7000. Sýslumennirnir í ísafj., Eyjafj. og Norðurm.sýsl- um, 4600-5600. Sýslum. í Barðastr.sýslu, Skaftafells-, Rangárv.- og Vestm.eyjas., 3800—4800. Sýslum. í táðrum sýslum, 4200 — 5200. Hjeraðslæknirinn í Rvík, (Einnig læknir og for- stöðum. holdsveikraspítalans), heilsluhælislæknirinn, geðveikralæknirinn, 4000 — 5000. Hjeraðslæknar og dýralæknar, 1800 kr. Póstmeistari, landsímastjóri, 5000 — 6500. Póstafgreiðslumenn á ísafirði og Akureyri, 3000 -4000. Póstafgr.m. á Seyðisf., 2000 — 3000. Stöðvarstjórinn í Rvík, 3500—4400. Stöðvarstjórar á ísafirði, Borðeyri og Akureyri, 2600-3600. Skógræktarstjóri og skógarvöröur í Rvík, 3200 — 4400. Fiskiyfirmatsmaður í Reykjavík 3000, Fiskiyfir-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.