Dagur - 30.07.1919, Blaðsíða 1

Dagur - 30.07.1919, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út einusinní i viku. Árgangurinn kostar 3 kr. Gjaiddagi 1. júli. Ritstjóri: Ingirriar Eydal. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. II. ár. Akureyrí, 30. jdlí. 1919. 30. blað. Þvottaduftið Read Seal Lye kaupa allir, sem einusinni hafa reynt það. Verslun P. Pjeturssonar. Meiri tekjur. Pað er áreiðanlegt, að mikill meiri hluti þjóðar- innar krefst þess eindregið, að nú verði hafist handa fyrir aivöru um stórstígar framfarir á öllutn sviðum. Menn !áta sjer ekki lengur nægja ao þokast áfram mjög hægum skrefum, og þaðan af síður gera rnenn sjer það að góðu að hjakka altaf í sama farinu. Það er síður en svo, að þessar kröfur um vaxandi framfarir sjeu hrygðarefni. Pær sýii'a- það, að þjóðin vill áfram, af því hún finnur krafíinn í sjálfri sjer. Starfsmenn ríkisins una því ekki lengur að búa við sultarlaun. Peir vilja lifa við sæmileg kjör. Það má líka treysta því, að alþýða manna sje hætt því að telja eftir laun embættismanna, eins og áður hefur átt sjer stað. Það er í fullu samræmi við- framfara- hug fólksins að vilja launa opinberutn siarfsmönnum vel, en heimta auðvitað um leið, að þeir leysi störf sín, sem þeim er trúað fyrir, vel af hendi. En til þess að þingið og stjórnin geti stutt fram- farirnar eins og krafist er og vera ber, þarf meiri peninga í ríkissjóðinn. Pað verða menn að gera sjer vel ljóst. Tekjur ríkisfjárhirslunnar verða að marg- faldast, frá því sem nú er. Landsstjórnin ber nú fram fjögur tekjuaukafrum- vörp á þessu þingi, sem nú stendur yfir, og ætlast til þess að með þvf aukist tekjurnar um rúmlega 750 þúsund krónur á ári. Stjórnin ætlast til að tollar sjeu hækkaðir á áfengum drykkjum og vínum, tóbaki og brjóstsykri, að útflutningsgjald af sjáfarafurðum hækki um 100°/o, að útflutningstollur hækki upp í 3 kr. af hverri útfluttri tunnu síldar frá næstu áramóíum, og að ábúðarskatturinn tvöfaldist. En þó að áðurnefnd uþphæð vinnist á þennan hátt, þá nær sá tekjuauki of skamt tií, þess að hægt verði að fullnægja öllum sanngjörnum kröfum, en minna mega menn ekki gera sjer að góðu. f*að er hverju orði sanuara, sem stjórnin tekur fram í athugasemdum við fjárlagafrumvarp sitt, »að full þörf sje á að endurskoða alla skattalöggjöfina og koma meira satnræmi í hana.« En því verki verð- ur að minsta kosti ekki lokið í bráð. Glöggskygn- ustu menn stórþjóðanna beita nú öllu sínu viti til þess að koma skattamálum þeirra í hagkvæmt horf og leita uppi ráð til þess að safna fje í hinar gal- tómu fjárhirslur ríkjanna. Vafalaust ættum við ekki að ráða skattamálunum til Iykta án þess að gefa glöggvar gætur að því, hvernig aðrar þjóðir fara að Að sjálfsögðu gætum við fært okkur þeirra ráð í nyt og þurfum margt af þeim að læra. Heppilegast mundi vera að senda hæfan mann út af örkinni til þess að kynna sjer rækilega skattaleiðir þær, sem helstu fjármálaþjóðir fara nú eftir, og gæti svo þing og stjórn haft þann mann sem skattamálaráðunaut sinn, á meðan verið væri að koma því máli í fast horf. En það dugar ekki að bíða eftir því og hafast ekki að. Það tekur að líkindum nokkuð langan tíma að ná góðri lendingu með skattamálin og koma þeim í trygg3 höfn, en á meðan kalla kröfurnar og verða æ háværari. í bráðina verðum við því að fara gömlu leiðirnar að mestu Ieyti, afla rikissjóðnum óspart tekna raeð óbeinnm sköttum, (tollum), bæði á útfluttum Og inrxfluttum vörum, þá skatta borga bæði ríkir og fátækir, og herða á beinu sköttunum, einkura tekju- •g gróðaskatti. Pað hefir löngum kveðið við að almenningi væri ekki eins illa við neitt, eins og skatta og tolla. Hann liti á þá eins og hvert annað böl, sem hann væri neyddur til að bera. Víst er um það, að hvar sem þéssi skoðun lætur á sjer bera, ber hún vott um raunalegt þroskaleysi í þegnfjelagslega ált. Það er því vonandi að hún hverfi nú með öllu úr söguuni, og að mönnum Iærist að leggja með glöðu geði fram fje, til þess að leysa þau hlutverk af hendi, sem sanngjarnar kröfur almennings heinita að unnin sjeu, en einstaldingunum er um megn að vinna. Hitt er jafn sjálfsagt, að menn ekki vilji láta bruðla fje sínu í ráðleysu til einhvers, er emga þjóðbætandi þýðingu hefir. En hvað sem öðru líður, þá verður nú að opna allar leyfilegar tekjulyndir, Iáta þær streyma í ríkis- sjóðinn og þaðan aftur til ræktunar öllum hrjóstur- blettum íslensks þjóðlífs. Stjórnarfrumvörpin. Fjárlögin. Árin 1920 og 1921 er áætlað að tekjur ríkisins verði: Skattar og tollar kr. 6478,000,oo Tekjur af fasteignum og skipum ríkissjóðskr. 736,400,oo Tekjur af bönkum. Ræktunarsjóði, verðbrjefum o. fl..............— 542,000,oo Óvissar tékjur.........................— 47,000,oo Tekjuhalli, sem greiðist úr sjóði, er áætiaður....................... — 347,910,02 Samtals eru þá tekjur áætlaðar kr. 8,151,510,oo En til útgjalda árin 1920 og 1921 er veitt: Greiðslur af lánum ríkissjóðs og franilag til Landsbankans . . kr. 2068,743,37 Borðfje konungs....................— 100,000,oo Til alþingiskostnaðar og ríkisreikninga- yfirskoðunar................ — 246,000, oo Til ráðuneytiíins o. fl..........— 302,000,oo Til útg. við dómgæsluna og Iögreglu- stjórnina o. fl................— 493,000,oo Til útgjalda við iæknaskipunina . — 595,270,00 Til samgöngumála.....................— 2447,300,oo Til kirkju og kenslumála ... — 906,946,15 Til vísinda bókmenta og iista . . — 223,680,oo Til verklegra fyrirtækja .... — 493,080,oo Til skyndilána handa embættismönnum — 6,200,oo Til eftiriauna og styrktarfjár . . — 229,290,50 Til óvissra útgjalda.................— 40,000,oo Verða þá útgjöldin samtals kr. 8151,510,02 Um einstaka liði fjárlagafrumvarpsins skal þetta tekið fram: Tekjuskattur er áætlaður 250 þús. kr. á ári, dýrtíðar og gróðaskattur 75 þús., vörutoliur 500 þús., stimpilgjald 400 þús., símatekjur 500 þús., útflutningsgjald 150 þús., tóbakstollur 300 þús., kaffi- og sykurtollur 525 þús., tekjur af skipum 350 þús. hvort árið. Væntanlegum sendiherra í Khöfn ætlar stjórnin alls 28 þús. kr. á ári, þar af 12 þús. kr. til skrifstofu- hsldti. Til meðferðar Htanríkismála eru ætlaðar 12 þús, kr. á ári. Til brúar 6 Eyjafjarðará er ætlað að komi 105 þús. kr. fyrra árið og 65 þús. kr. síðara árið, til brúar á Jökulsá á Sólheimasandi 125 þús.kr. Til lagninga nýrra símaálma er ætlað: Egilsstaðir —Borgarfjörður 60 þús. kr.; Akureyri — Grenivík 28,400 kr.; Borgarnes —Hjarðarfell 102,400 kr.; Fá- skrúðsfjörður —Reyðarfjörður —Eigilsstaðir 66 þús.kr. Til bygginga nýrra vita er lagt til að veitt verði 76,300 kr. f. á. og 94,300 kr. s. á. Til strandferða eru ætlaðar 50 þús. kr. árlega. Laun embættis og sýslunarmanna eru í frv. Iátin halda sjer eins og þau eru nú, þó að stjórnin leggi nýtt launafrumvarp fyrir þingið. Barnakensla. Frumvarp til laga um skipun barnakennara og laun þeirra hefir stjórnin lagt fyrir þingið. Er frumvarpið hið sama sern af Iandsstjórnar hálfu var lagt fyrir Alþingi 1918, en þá náði ekki fram að ganga. Eina breytingin er sú, að sett er ákvæði um bráðabirgð- aruppbót handa barnakennurum á líkan hátt, sem bráðabirgðauppbót starfsmanna ríkisins. Lífeyrir. Frumvarpið fer fram á að stofna sjerstakan sjóð til að tryggja embættismönnum, er láta af embætti sakir elli eða vanheilsu, geymdan lifeyri. Ríkissjóður legg- ur sjóði þessum stofnfje 50 þús. kr., í eitt skifti fyrir öll. Hver émbættismaður, er laun tekur eftir hinum almennu launalögum, skal kaupa geymdan lífeyri í sjóðnum, skal embættismaðurinn verja 5°/o af árs- launum sínum til þess. Nemi árslaunin meiru en 5000 kr. greiðist ekkert gjald af því, sem er fram yfir þá fjárhæð. Regar embættismaður fær lausn frá embætti vegna elli eða vanheilsu, skal hann fá greiddan úr sjóðnum Iifeyri, sem nemur 27°/oo af launum þeim samanlögöum, sem hann hefir greitt iðgjöld af í sjóð- inn. Nú er embættismaður orðinn 70 ára að aldri, eða samanlagður aldur hans og þjónustutími er 95 ár, og á hann þá rjett á að fá lausn frá embætti og lífeyri. Alþingi. Bjarni Jónsson flytur frumvarp um atvinnufrelsi. í því er mælt svo fyrir, að maður, sein flutst hefir hingað til lands og fengið atvinnurjett, og kann þó ekki íslenska tungu í lok fyrsta dvalarárs, skuli hafa fyrirgert atvinnurjetti sínum. Frv. um bann gegn refarækt flytja 5 þingmenn í Neðri deild. 12 þingmenn í Neðri deild flytja þá breytingu við stjórnarskrárfrumvarpið, að reglulegt Alþingi skuli koma saman 15. febrúar. Matthfas Ólafsson flytur frumvarp um skoðun á síld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.