Dagur - 30.07.1919, Blaðsíða 2
DAGUR.
70
Ringmenn Eyfirðinga flytja tillögu um að Silfra-
staðasíminn verði framlengdur yfir 0xnadalsheiði til
Akureyrar með hliðarálmu frá Silfrastöðum að Vatns-
leysu og annari úr Glæsibæjarhreppi í Skriðuhrepp.
Sömuleiðis komi lína frá Akureyri inn að Saurbæ
rneð hliðarálmu í 0ngu!staðahrepp.
Fjárhagsnefnd Neðri deildar flytur írumvarp um
aðflutningsgjald af salti. Á samkvæmt því að greiða
12 kr. gjald í ríkissjóð af hverri smálest, sem fiutt
er til landsins.
Björn Stefánsson og P. Ottesen flytja frumv. um
gjald af innlendri vindlagerð og tilbúningi á konfekt
og brjóstsykri.
Pingm. Eyfirðinga flytja frumvarp um breytingar
á bæjarstjórnarlögum Siglufjarðar. Aðalbreytingin sú,
að lögreglustjórinn á Siglufirði skuli jafnframt vera
bæjarfógeti í kaupstaðnum með fullkomnu dómsvaldi.
Pingmenn Norðmýlinga hafa flutt tillögu til þings-
ályktunar um að sett verði á stofn á Vopnafirði út-
bú frá Landsbankanum. Pjetur Jónsson hefir komið
með breytingartillögu um að hafa útbúið á Húsavík.
Lækf'alaunin.
Kennarafjelagið á Akureyri
heldur fund í Gagnfræðaskólanum sunnudaginn 17. ágúst næstkomandi kl. 4 síðdegis.
Ftindarefni:
1. Skólaskylda og heimafræðsla.
2. Utgáfa bóka til sjálfmentunar.
Sigurður Nordal prófessor verður á fundinum. Fjelagsmenn sjálfsagðir, aðrir vel-
komnir á fundinn.
Stjórnin.
Slgurður Hordal
prófessor
heldur fyrirlestra á Akureyri laugard. 16. og sunnud. 17. ágúst næstkomandi.
Nánara auglýst síðar.
Eins og Iaunalagafrumvarp stjórnarinnar ber með
sjer, leggur hún til að launakjör starfsmanna ríkisins
verði bætt að miklum mun. Er sú tillaga bæði eðli
leg og sanngjörn. Pó er ætlast til að ein stjett em
bættismanna sitji nokkurn vegin við sömu kjör og
áður, að því er föstu launin snertir. Pað eru lækn-
arnir. Ráðgerð Iaunahækkun þeirra — úr 1500 kr.
upp í 1800 kr. — er ekki teljandi. En kjör þeirra
á að bæta á annan hátt, þann, að borguti fyrir störi
þeirra verði ákveðin svo há, að þeir beri ekki
skarðan hlut frá borði. Peir menn, sem eru svo ó-
gæfusamir að þurfa að leita til læknanna, sjúklingarnir
sjálfir, eiga aðallega að launa læknunum. Borgun sú,
er ríkið leggur fram, er aðeins lítilfjörleg þóknun.
Petta er öfugt við það sem ætti að vera. Aldrei
er meiri ástæða fyrir heildina að rjelta fram sfna
styrku hjálparhönd, en þegar sjúkdómar og heilsu-
leysi herja á einstaklingana. Nógu þung er sjúk-
dómsbyrðín, þó að fjárhagsleg neyð standi ekki einn-
ig fyrir dyrum. Miklu nær sýnist hafa verið að fara
þessa leið með prestana, ætla þeim hærri borgun
fyrir verk sín, en nú á sjer stað, það hefði venju-
lega ekki komið eins illa við hagsmuni manna eins
og hækkandi borgun fyrir Iæknishjálp.
Auðvitað hefir þetta ráð verið tekið til þess að
spara landsfjeð. En sá sparnaður hefði helst átt að
vera í einhverja aðra átt.
Við ættum að stefna að því marki, að öll læknis-
hjálp og spítalavist yrði sjúklingunum ókeypis, alt
slíkt að borgast af almanna fje; okkur hefir lengi
verið kent, að við ættum að bera hver annars byrð-
ar. Peir heilbrigðu, sem ekki þurfa læknis við, eiga
að ljetta ok hinna sjúku, að svo miklu leyti sem það
er hægt. Pað verður öllum fyrir bestu, læknunum
líka. Geta má nærri, að margir þeirra muni veigra
sjer við að ganga hart að fátækum mönnum með
borgun fyrir læknishjálp, þó að þeir hafi fulla þörf
fyrir peningana.
Gerh. Jacobsen & Go. ÁS
Bergen, Norge.
Telegrafadresse: €ierco«
Moííar íil forhandling alle soríer Islandske produkter, besörger
indkjöpt og avsendt tönder og salt m.m. mod rimelig provision.
Referance Bergens Kreditbank.
TrjáyiíSarfarnmr
nýkominn til
Eggerts St. Melstaðs
Sími 115.
Hafnarstræíi 93.
Símnefni: Melstað.
Nýtt stríð.
Styrjöldinni miklu er nú lokið. Það lítur út fyrir
að annað heimsstríð sje að skella á, þó að í breyttri
mynd sje. Pað er baráttan milli verkalýðsins og vinnu-
veitenda, auðsins og fátæktarinnar. Hvaðanæfa berast
nú að fregnir um gífurleg verkföll utan úr heiminum,
Pað er bardagaaðferð annars stríðsaðilja. Hvernig
síendur á þessum verkföllum? Hvernig víkur þvi við
að almenningur víða um lönd, sem þó í raun og
veru þráir frið, skuli stofna til nýs stríðs eftir hörm-
ungar ófriðaráranna. Pað má gera sjer grein fyrir
því á þessa leið:
Vitanlega voru það ekki þjóðirnar í heild, heldur
einstaktr menn, sem hrundu heimsófriðnum af stað.
Undantekningarlaust þóttust þeir vera að berjast fyrir
hugsjónum og almenningur trúði þeim, trúði því,
að þegar ófriðarhörmungunum slotaði, mundi ný
gullöld renna upp, nýtt skipulag myndast, er hefði
það í för með sjer, að lífið yrði ánægjulegra en áð-
ur. Nú sjá menn að alt þetta muni bregðast. Menn
eru að komast að raun um, að stríðið hafi ekki verið
hugsjónastríð heldur eigin hagsmuna barátta, sprott-
in af taumlausri samkepni og valdagirnd. Hugsjóna-
hjalið hefir verið fals. Miskunarleysi og sjerdrægni
sigurvegaranna gengur úr hófi fram. Drepandi sam-
kepnin og aðstöðuhagræði einstakra manna til óhemju-
auðsöfnunar á að halda áfram. Svo er nýtt sfríð hafið
með verkföllum. Með þeim á að knýja fram nýtt og
betra skipulag. Hvort þetta tekst er vansjeð. Pað er
undir því komið, hvort skipulag sjálfra verkfallsmanna
er í góðu lagi eða óreiðu.
í, Verkföllin eru í sjálfu sjer megnasta neyðarúrræði,
örþrifavopn og átakanlegur vottur um vanmætti þéss,
er því beitir. Væri nógur samhugur og samtök með-
al almennings, ekki síst þar sem kosningarjettur er
almennur, ætti að vera hægt að koma nauðsynlegum
breytingum í framkvæmd á friðsamlegan hátt, þegj-
andi og hljóðalaust án jafn óheilbrigðra ráða og
verkföllin eru. Nægilega þroskuð alþýða getur tekið
ráð og völd í sínar hendur og skipað málum eftir
vild, ef hún er þeim vanda vaxin, án verkfalla.
Nú er eftir að vita, hvort verkfallshreyfingin getur
þrátt fyrir alt fætt það af sjer, sem henni er ætlað:
nýja og betri mannfjelagsskipun, eða að afieiðingar
hennar verða aðeins þær, að auka enn meira á eymd
og hörmungar þjóðanna. Og það gerir hún að^
minsta kosti í bráðina, ef hún magnast og breiðist út.
Bretar
hafa bannað kolaútflutning úr landi sínu. Astæðan
námuverkföll og spellvirkiS!í námum.
Furkur
ágætur hefir verið síðustu daga. Bændur eru í
þann veginn að hirða töður sínar, hafa þær fengið
góða verkun.
Bannlagabrot.
Enskt skip kom til Siglufjarðar fyrir síðustu helgi
og hafði meðferðis 400 potta »Whisky« og 4 kassa
með öðrum vínföngum í; átti þessi »f!jótandi vara«
að fara til Akureyrar, viðtakendur Havsteen, Gottfred-
sen & Co. Lögreglustjórinn á Siglufirði tók vínföng
þessi til varðveitslu.
Hestar tapaði'r.
3 ungir hestar, jarpur, mógrár og rauður, aljárn-
aðir, ómarkaðir, brennimerktir: Brim á hægra fram-
fæti, hafa tapasí frá Mosfelli í Grímsnesi norður yfir
Hvítá. Sá, sem kynni að verða þeirra var, géri svo
vel og geri undirrituðum aðvart sem fyrst.
Saurbæ í Eyjafirði 23. Júlí 1919.
Helgi Ágústarson.
VíkingskilYindan
góða ög alþekta — 3 stærðir —
á kr. 110—250
fæst hjá
Pjetri Pjeturssyni.
Prentsmiðja Björns Jónssonar.