Dagur - 13.08.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 13.08.1919, Blaðsíða 2
DAGUR. 74 Stjórnarskifti í vændum. Rvik. 13. ágúst. Ráðuneyti íslands símaði konungi lausn- arbeiðni á sunnudaginn var. Telur það hlut- skifti sínu Iokið með ófriðarráðstafanirnar. Hinsvegar glundroði í flokkum, er nú fá tækifæri til að skifta um stjórn. Fjármálaráðherra kvað hafa tilburði um stjórnarmyndun með »þversum« og »langs- um«, flokksleysingjum og liðhlaupurum. Eru margir óttalausir um að það takist. Spáð er, að næst reyni Vog-Bjarni, þá Einar Arnórss., þá Magnús Guðmundsson, þá Magnús síldar- kaupmaður. Bagar síst valdalistarleysi. (Frjetlaritari Dags, Rvik.) Símfregnir. Heyskapartíð sunnanlands er hin versta; sífeld- ir óþurkar, svo að til stórvandræða horfir. Nálega öll hey úti um alt Suðurland. Tíminn flytur stórmerkilega grein um þjóðernis- varnir. Sig. Nordal g "] prófessor er væntanlegur til Akureyrar á föstu- daginn kemur. Ætlar hann að halda hjer fyrirlestra á laugardags- og sunnudagskvöldið, eins og áður hefir verið auglýst. Líklega verður þetta eina skiftið, sem Akureyrar- búar og menn í grendinni eiga kost á að hlusta á andríkan og mentaðan aðkomumann á þessu sumri. Skrifstofa bæjarstjórans á Akureyri verður fyrst um sinn á Hótel Akureyri. Opin alla virka daga frá kl. 1V2 til 4 e. h. Bil-flutningar. Ef nægur flutningur fæst verður flutningabifreið »A-4.« fyrst um sinn látin fara reglubundnar ferðir frá Akureyri að Saurbæ, eða svo langt sem vegurinn leyfir, hvern föstudag og laugardag, þegar veður er sæmilegt. — Vagninn fer jafnan tvær ferðir hvorn daginn, og Ieggur af stað frá Akureyri (Kaupfjelaginu) um kl. 10 f. h. og kl. 4 e. h. Vagninn skilar og tekur flutning við veginn, þar sem þess verður óskað, og geta menn stansað hann með því að standa fyrir honum og rjetta upp hendina. — Flutn- ingsgjaldið greiðist vagnstjóranum um leið og verður það miðað við 20 aur. fyrir 100 kg. (hestburð) flutt hverja enska míiu. (Ensk míla er rúml. 1,6 kilom.) Minsta gjald 50 aur. Bændurl sparið ykkur tíma og kostnað. Notið þennan þægi- lega og ódýra flutning. Bifreiðin er besta og ódýrasta flutnings- tækið, einnig t. d. til heyflutninga. H. f. Bifreiðarfjelag Akureyrar. AB7ÖRUN. Að gefnu tilefni hefur bæjarstjórnin ákveðið að taka skyldi mjög hart á því framvegis, ef einstakir menn í leyfisleysi gerðu skemdir og jarðspjöll á jarðeignum og munum bæjarins. Petta birtist hjer með til aðvörunar fyrir almenning. Bæjarstjórinn á Akureyri, 10. ágúst 1919. Jón SVeinsson. H. 1 Bifreiðarfélag Ákareyrar hefir til sölu tóma bensíndunka á 2 kr. hvern. Dunkarnir eru t. d. ágætir undir steinolíu. Jón S. Espolin. Knattspyrnuflokkurlnn danski kom til Rvíkur með Gullfossi. Hinn 5. þ. m. sigraði hann landann (úrval úr Víkingi og Val) með 7 : 0. Síðar kepti hann við Knattspyrnufjel. Rvíkur og sigraði þar með 11:2. Þar næst keptu Danir við »Fram« og sigruðu með 4 : 0, en í gær- kvöld sigraði varaliðið Dani með 4:1. Kvikmyndaflokkurinn danski kom einnig með GuIIfossi. Gunnar skáld er með í förinni. Ætlar flokkurinn að leika fyrir kvikmyndavjel mikinn hluta úr sögu Borgarættar- innar. Kennarafjel.fundur í Gagnfræðaskólanum á sunnudaginn kem- ur, kl. 4 síðdegis. Dagskrá áður auglýst. Rensla. Frá 15. ágústtil 15. október kenni eg börnum, yngri en 10 ára, lestur, 1 tíma daglega kl. 9 —10 árdegis. Kenslugjald 10 kr. fyrir tímabilið. — Oreiðist fyrirfram. Halldóra Bfarnadóttír. . Gaddavír fæst í Kaupfjelagi Eyfirðinga. Víkingskilvindan góða ög alþekta — 3 stærðir — á kr. 110—250 fæst hjá Pjetri Pjeturssyni. Kaupendur Dags mega borga blaðið til þessara manna: í í s a f j a r ð a r s ý s I u, til hr. verslunarstj. Bjarna Halldórssonar, Arngerðareyri. í Ringeyjarsýslum til Sigurðar Sigfússonar kaupfjelagsstjóra á Húsavík og Björns Kristjánssonar kaupfjelagsstjóra á Kópaskeri. í N o r ð u r m ú I a s ý s I u, til bóksala Pjeturs Jóhannessonar Seyðisfirði. í Suðurmúlasýslu, til herra Guðna Pjeturs- sonar, Reyðarfirði. Kaupfjelagsmenn í Eyjafjarðarsýslu og Höfðahverfi borgi blaðið í verslun Kaupfjelags Eyfirðinga. Prentsmiðla Bjöms Jónssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.