Dagur - 13.08.1919, Blaðsíða 1

Dagur - 13.08.1919, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út einusinni í vihu. Árgangurinn kostar 3 kr. Gjalddagi 1. iúli. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 1i2 Ritstjóri: Ingimar Eydal. SM5 II. ár. Akureyri, 13. ágást 1919. 32. blað. Þvottaduftið - Read Seal Lye kaupa allir, sem einusinni hafa reynt það. Verslun P. Pjeturssonar. Landbúnaðurinn. Búnaðarþingið síðasta gerði margfalt hærri kröfur um viðreisn landbúnaðarins en nokkru sinni fyr. Þær kröfur koma Ijóst fram í áætlun um útgjöld Búnað- arfjelags íslands næsta fjárhagstímabil. Sú áætlun er á þessa leið: 1. Stjórnarkostnaður: a. Laun forseta 1920 kr. 5000 1921 kr. 5000 b. Ferðakostnaður .... 500 500 c. Til meðstjórnenda tveggja . 1000 1000 d. Skrifstofukostnaður . . . 5000 5000 2. Búnaðarþingskostnaður . . . « 4500 3. Til verkfæra: a. Laun verkfæraráðunauts . . 4000 4000 b. Ferðakostnaður .... 8000 4000 c. Til verkfærakaupa, sýningar og reynslu 20000 40000 d. Til styrktar og verðlauna fyrir ný verkfæri eða breytingar á verkfærum 5000 5000 4. Til vatnsveitinga: a. Laun áveitufræðings . . . 5000 5000 b. Aðstoð og ferðakostnaður . 4000 4000 d. Mælingartæki og handbækur 2000 » 5. Til fóðurræ^tunartilrauna: a. Laun tilraunastjóra . . . 4000 4000 b. Ferðakostnaður alt að . . 1500 1500 c. Starfsfje 5000 5000 6. Tii garðyrkjutilrauna: a. Laun garðfræðings . . . 4000 4000 b. Starfsfje 5000 5000 7. Til ýmiskonar ræktunarfyrirtækja 12000 12000 8. Til búfjárræktunar: a. Laun þriggja ráðunauta . . 12000 12000 b. Ferðakostnaður og aðstoð . 7000 5500 c. Til framkvæmda í búfjárrækt 20500 20500 9. Til efnarannsókna .... 3000 3000 10. Til búnaðarrita 8000 8000 ,11. Til búnaðarsambanda: a. Ræktunarfjelag Norðurlands 25000 25000 b. Búnaðarsamband Austurl. . 13500 13500 c. Búnaðarsamband Vestfjarða 9000 9000 d. Búnaðarsamband Suðurlands 8000 8000 e. Bún.s.b. Dala- og Snæfellsn. 2000 2000 f. Búnaðarsamb. Borgarfjarðar 2000 2000 g. Búnaðarsamb. Kjalarnesþings 1000 1000 12. Til mjólkurmeðferðarkenslu 4500 4500 13. Til utanfara 6000 6000 14. Til búnaðarfræðslu .... 6000* 6000 15. Vinnuhjúaverðlaun .... Kostnaður af fjelagshúsinu . . 500 500 16. 500 500 17. Ymisleg gjöld 2500 2500 18. Lagt í sjóð 1500 1500 Tekjur búnaðarfjelagsins, aðrar en ríkissjóðstillagið, eru sáralitlar, ekki nema örfá þúsund á ári. Búnað- arþingið krefst þá þess, að ríkissjóður leggi því nokk- uð yfir 200 þús. kr. á ári til viðreisnar og eflingar aðalatvinnuvegi íslendinga, Iandbúnaðinum. Pessi krafa er svo sanngjörn og sjálfsögð, að Alþingi er siðferðislega skyldugt að verða við henni. Peir þing- menn, sem ekki vilja íinna henni eru blindir Ieiðtogar. Fjórði hluti úr miljón á ári. Einhverjum úr aftur- haldsliðinu kann að vaxa sú upphæð í augum. Það er svipuð upphæð og sagt er að tiltölulega fámenn stjett þessa lands, kaupmenn, hafi lagt fram nú ný- lega til blaðafyrirtækis í þeim vændum að skara eld að sinni eigin köku, og nærri má geta, að ekki er sú upphæð nema lítilfjörleg fjöður af fati þeirra. Ætti þá landinu í heild að vaxa það augum að leggja aðra eins upphæð fram árlega til viðreisnar og stuðn- ings þeim atvinnuveginum, sem meginþorri Íslend- inga stundar? Pess verður vel að gæta, að það er ekki eingöngu gert vegna þeirrar stjettar, er landbúnað stundar, bændalýðsins, að reisa þann atvinnuveg úlniðurlæg- ingu. Velfarnan, sjálfstæði og líf þjóðarinnar bj'ggist að miklu leyti á því, að þessi atvinnuvegur geti tek- ið framförum og blómgast. Leggist hann niður, er þjóðerni vort og þjóðarsjálfstæði í voða. Pað eru þvf ekki aðeins fulltrúar bænda á búnaðarþingi, sem koma fram með ofangreindar kröfur, öll þjóðin verður að standa á bak við þær. Valinn maður er nú kjörinn formaður Búnaðarfje- lags íslands. Meðstjórnendur hans eru þjóðkunnir áhugamenn. Fað er ætlast til að fjelagið hafi forystu Iand6únaðarmálanna á hendi. Ennfremur er, ætlast til að í hverri grein landbúnaðarins sje á að skipa vel hæfum manni, er beiti starfskröftum sínum þar. Aætl- unin hjer að framan ber þetta með sjer. Enginn vafi mun á því, að góðir starfskraftar sjeu fáanlegir. En góðir starfskraftar kosta nokkurt fje. Það verður þing- ið að leggja fram tregðulaust. Heill þjóðarinnar krefst þess. Of mikill sparnaður í þessa átt er sama og hættuleg eyðslusemi og hefnir sín grimmilegai Samtals 223500 240500 Alþingi. Bjarni Jónsson og Einar Arnórsson flytja frumv. til laga um vatnastjórn, er skipuð sje þrem mönn- um. Á einn þeirra að vera formaður og fram- kvæmdarstjóri vatna- og raforkumála og hafa að Iaunum 8000 kr. á ári, en hinir tveir meðstjórnend- ur og hafa að árslaunum 1500 kr. Maguús Torfason flytur frumv. um hækkun á elli- styrktarsjóðsgjaldinu, þannig að hver gjaldskyldur karlmaður greiði 4 kr. á ári, en kvenmaður tvær kr. og að ríkissjóður greiði árlega 2 kr. fyrir hvern mann gjaldskyldan. Frá þingmönnum Árnesinga er komið frumv. um fjölgun dýralækna. Skulu þeir vera 7 á landinu, einn þeirra í Rvik og nefnast Iandsdýralæknir, skal hann jafnframt vera aðalráðunautur stjórnarráðsins í heilbrigðismálum búpenings og hafa eftiriit með em- bættisfærslu annara dýralækna. í greinagerð frum- .varpsins segir: »Laun dýralæknisins borgast með því, að hann bjargl 1—2 stórgripum frá bana eða langvinnum krankleik, með því verði, sem nú er á fjenaði.* Matth. Ólafsson og Sig. Stefánsson vildu koma á útflutningsgjaldi sem hjer segir: Af hverri tunnu kjöts 60 au. Af hverju kg. hvítri vorull 2 au. Af allri annari ull 1 eyrir á kg. Af söltuðum sauðargærum 1 eyrir á kg. Af hverri lifandi sauðkind 15 au. Af hverju hrossi, er nær vissri stærð 5 kr. Af minni hrossum 2 kr. Af hverju kg. af æðardún 15 au. Af hverju selskinni 10 au. Af hverju tófuskinni 50 au. . Pessi viðaukatillaga við frumvarp um útflutn- ingsgjald tjell í Neðri deild með 16 atkv. gegn 8. Þessir 8 voru: Einar Arn., Jón Magn., Hákon, Björn Kr., Björn St., Sig. Stef., Matth. Ól., PjeturáGautl. Framlei^endum hefði ekki munað mikið um þetta gjald, en ríkissjóði veitti ekki af því. Neðri deild samþykti 4 kr. útflutningsgjald á hverja síldartunnu frá 1. jan. næstk. Efri deild hef- ir nú hækkað gjald þetta upp í 2 kr. á þessu ári, en lækkað það úr 4 kr. í 3 kr. á næsta ári. Efri deild hefir felt bifreiðaskattinn. Hákon og Sig. Sigurðsson vilja láta breyta ullar- matslögunum og flytja frumv. þess efnis. Gera þeir það eftir bendingum og í satnráði vtð Björn í Graf- arholti, er þeir segja að sje manna fróöastur um þessa hluti, Aðaltilgangur frumv. er sá að fá meira samræmi í ullarmatið. Flutningsmenn viljæ því, að einn yfirullarmatsmaður sje skipaður yfir alt landið, og skal hann sanna, að hann hafi þekkingu á ullar- mati og meðferð ullar. Hann skal ferðast um með- al ullarmatsmanna um ullartökutímann, til að leið- beina þeim og líta eftir starfi þeirra og leitast við að koma samræmi á *ul!armat í landinu. Ber hon- um að finna alla ullarmatsmenn minst einusinni á hverjum 3 árum. Árslaun hans skulu vera 1800 kr. og greiðast úr ríkissjóði. Ferðakostnað eftir reikn- ingi, alt að 1000 kr., fær hann og greiddan úr ríkissjóði. í greinagerð frumv. eru tilfærð þau ummæli Björns í Grafarholti, að ófært sje að óþvegin haustull sje undanþegin mati. Hún hafi verið sekkjuð til út- flutnings vot og svo illa verkuð, að hneyksli sje að. Hún sje oft hörð eins og kökur í sekkjunum. Ennfremur segir Björii, að lítið þýði að krefjast vöruvöndunar af bændum, ef svo sje látið afskifta- laust, hversu um ullina fer, áður en út er flutt. Pykir honum mikill misbrestur á þessu í Reykjavík, því að ekkert eftirlit sje haft með geymslu hennar nje úskipun til útflutnings. Með slfku sje matstarf- ið gert ónýtt. Allsherjarnefnd N. d. breytti heilbrigðisráðinu í sóttvarnarráð; síðan feldi deildin frumvarpið. í N. d. er komið fram frumv. um skerping á bannlögunum. Flytjendur þess eru Porsteinn M., Stefán í Fagraskógi, Sveinn í Firði, Pjetur Ottesen og Bj. Kr. Samvinnunefnd allsherjarnefndar ræður til að sam- þykkja hæstarjettarlögin. 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.