Dagur - 03.09.1919, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út einusinni í viku.
Árgangurinn kosiar 3 kr.
(Jjatddagi 1. júlí.
AFGREIÐSLA
og innheimta hjá
Jóni P. Pór.
Norðurgötu 3. Talsími 112.
-K§*
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
II. ár.
Akureyri, 3. september 1919.
35. blað.
Gott flónel
1,65 pr. meter.
Verslun P. Pjeturssonar.
Hviksyndi.
í Eimreiðinni 1915 birtist grein eftir Maríu Jó-
hannsdóttur skáldkonu, sem lieitir: Hegningarlögin.
í greininni er deilt á núverandi hegningarlög og
tillaga um að breyta þeim. Pað er sýnt þar fram
á hve þau sjeu ómannúðieg, ranglát, heimskuleg og
blátt áfram stórskaðleg fyrir þjóðfjelagið. Hve langt
sje frá því að hegningin hafi bætandi áhrif á þann,
sem fyrir henni verður; hún geri, sem sje, ekki ann-
að en að sparka lqgbrotamanninum enn lengra út á
þá hálu braut, sem hann hefir lent á. Skaði, þján-
ingar og eiírað hugsanalíf, það sjeu sporin, sem
slík lög skilji eftir. Skaðinn nær lengra en til ein-
staklingsins, sem hegningarlögin eyðileggja, hann
nær til allrar þjóðarinnar, því það munar ávalt um
mannsliðið, ekki síst í litlu þjóðfjelagi. Þjáningarn-
ar ná líka lengra en til lögbrjótsins í hegningarhús-
inu, þær setjast einnig að í sálariífi aðstandenda hans
og tæra líf þeirra. Um hið spilta hugsanalíf er það
að segja, að það er ekki nóg með að hegningin sái
hatursfræi í huga fórnardýrsins, heldur er — eins
og greinarhöfundur kemst að orði: »Haturs og hefnd-
arhugsunum þeytt fram í efstu afdali og ystu annes
landsins, inn í hvern krók og kyma híbýlanna og
hvert mannshjarta.«
Loks bendir greinarhöfundur á þá gífurlegu ósam-
ræmi, að þjóðfjelagið skuli halda uppi báðum þess-
um stofnunum: kristinni kirkju — og hegningarhúsi.
»Önnur á að vera til þess að veita yl og umburð-
arlyndi inn í hugi manna; hin er til þess, að taka
ylinn í burtu og setja ís og hatur í staðinn. Önnur
á að lyfta mönnum upp; hin er til þess, að þrýsta
mönnum niður.«
Greinarhöf. kemst að þeirri niðurstöðu, að í raun
og veru brjóti þjóðfjelagið sín eigin lög með hegn-
ingarlögunum, og að hegningaraðferðin sje alger
andstæða við það sem hún cetti að vera. Rauði
þráðurinn í henni sje hefnd, en ætti að vera hjálp.
: Og svo kemur breytingartillagan: Fangahúsin ættu
að standa á fögrum stað; þau ættu að vera reisuleg,
hvítmáluð með þægilegum, sólríkum íbúðarherbergj-
um fyrir fangana. Fangarnir ættu að stunda reglu-
bundna vinnu, sjerstaklega garðrækt. Andans menn
þjóðarinnar ættu að halda fyrirlestra yfir þeim og
hjálpa þeim þannig til meiri andlegs þroska. Einnig
ættu söngmenn að syngja fyrir þá. Engin fyrirlitning
ætti að eiga sjer stað í garð þeirra. Enginn mann-
rjettinda- eða »æru«-missir. Enginn fjármunamissir.
Með öðrum orðum: Fangahúsin ættu að vera nokk-
urskonar sköli, þar sem leitast væri á allan hátt við
að efla svó siðferðisþroska lögbrjótsins, að hann,
þegar hann kæmi þaðan, gæti ekki lengur talist við-
sjálsgripur í þjóðfjelaginu.
Þar næst er sýnt fram á það, með skýrum rök-
um, hve miklar líkur sjeu til að slík aðferð mundi
gefast bétur, og að glæpir mundu fækka, ef henni
væri beitt.
Greinarhöf. á miklar þakkir skyldar fyrir að hafa
vakið máls á þessu, en jeg minnist þess ekki, að
hafa sjeð meira ritað um þetta stóra velferðarmál,
og er það næsta merkilegt, hve lítill gaumur því
hefir verið gefinn. Pað sýnir átakanlega hve skamt
við erum komnir á vegi siðferðisþroskans. Fjöldinn
ræðir og ritar, svo að segja um alt, milli himins
og jarðar, — nema um það sem snýr að hinni sið-
ferðíslegu hlið niannlifsins. Það eru aðeins örfáir
menn meðal okkar, sem hafa fundið hvöt hjá sjer
til að vinna í þeim víngarði. En má þetta nú leng-
ur svo til ganga? Eigum við lengur að sitja þegj-
andi hjá, og láta hin svívirðilegu hegningarlög halda
áfram að höggva skarð í þjóðfjelagsxylkingu okkar?
Nei. og aftur nei. Við höfum sannarlega ekki efni
á því, og.heldur ekkert leyfi til þess að svifta fá-
menna landið okkar nokkru af starfskröftum þess,
það þarf á þeim öllum að halda. Auk þess hljóta
allir, sem um þetta mál fara að hugsa, að sjá hve
andstyggilegt það er, að við, í staðinn fyrir að
reyna að reisa vesalings bróður okkar, sem hefir
hrasað — ef til vill af orsökum einnar eða annarar
neyðar — gérum flest til þess að troða hann enn
meira niður í saurinn.
Pað er brýn nauðsyn á að fylla sem fyrst upp
þetta hviksyndi, sem hefir gleypt svo margan nýtan
dreng, gíeypt, svo að honum hefir aldrei skotið upp
aftur. Pað eru hegningarlögin, sem eru eitt versta
fúasárið í þjóðfjelagslikamanum. Pað eru þau, sem
hafa skapað flesta glæpamennina. Pað eru þau, sem
setja brennimark þroskaleysisins a enni okkar. Rað
eru þau, sem þarf að rífa niður, svo ekki standi
þar steinn yfir steini.
En hvernig getum við á bestan hátt unnið að því,
að þessi svarti blettur verði sem fyrst skafinn af Iög-
gjöf okkar? Peirri spurningu svara jeg þannig:
Kjósum á Alþing einungis siðferðislega þroskaða
menn. Siðferðislega þroskaðir löggjafar munu tæp-
lega una því til Iengdar, að hegningarlögin standi
óbreytt, til skaða og skammar landi og lýð.
Byrjum strax við nœstu kosningar, kjósum ein-
ungis þá menn, sem líklegir eru til þess að lyfta
þjóðinni á hærra stig mannúðar og siðferðisþroska.
Siðferðislega þroskaðir þingmenn! jeg býst við
að sumir brosi. Hafa kjósendur nokkurntíma spurt
um siðferðisþroska eða hugsanagöfgi þingmannsefn-
isins? Ekki held jeg það; enda þætti það víst lje-
leg meðmæli. Sá þingmaður yrði, að öllum Iíkind-
um, ekki fastur í sessi, sem sífelt væri að hugsa um
að gera ekki öðrum rangt til, væri sífelt að tala um
mannúð og bræðralag. Þeir hafa oft þótt bestir,
sem duglegastié eru að berja og bíta frá sjer; dug-
legastir að ná i fje úr landssjóði til verklegra fram-
fara í sínu kjördæmi, ná í það, annaðhvort með
góðu eða illu, rjettu eða röngu; en um fram alt,
duglegir að drepa niður fjárveitingu til annara kjör-
dæma, listamanna, mentamála eða einhvers þess er
kjósandinn hefir ekki talið sig hafa beinan hagnað
af, því um að gera er að spara sem mest! Pá hafa
það einnig verið taldir góðir þingmannskostir, að
vera flokksfastur, og er það gott og blessað á með-
an stefna flokksins stríðir ekki á móti sannfæringu
þingmannsins. En ætli það hafi aldrei kornið fyrir,
að þingmenn hafi ekki þorað að fylgja sinni eigin
sannfæringu, af hræðslu við kjósendur, og fylgt
Eltt má ekki gleymast,
að kaupa aðgöngumiða til Basars Hjálpræðishersins
á Akureyri.
Basarinn verður haldinn 4. 5. 6. september og
er opinn hvern dag frá kl. 6—10 e. m.
Aðgöngumiði, kostaí1 50 aura. Einn af Basargest-
unum fær gefins kaffistell, sera kostar kr. 64.50.
Aðgöngumiðar fást hjá kapt. Johnsen.
svo flokk sínum, með hrópandi samvisku, gegnum
þykt og þunt,
Að nauðsynlegt sje að þingmenn okkar sjeu sið-
ferðislega þroskaðir, sjeu menn, sem vilja og þora
að berjast fyirr göfugum hugsjónum, sannfærumst
við um, er við hugsum um það kapphlaup um eig-
in hagsmuni, sem hefir, því miður, oft verið háð á
stjórnmálasviði okkar. Petta síngirniskapphlaup á
áreiðanlega mikla sök á því virðingarleysi, sem stund-
um bólar á fyrir stofnaninni, sem öllum Islending-
um ætti að vera heilög — Alþingi.
Enginn má skilja orð mín þannig, að jeg telji
alla þingmenn okkar meira og minna siðferðislega
vankaða. Nei, sem betur fer höfum við átt, og eig-
um enn þingmenn, sem þjóðinni er sómi að, þing-
menn, sem aldrei hafa Ijeð lágum hvötum lið sitt,
sem ávalt hafa borið hreinan skjöld úr sjerhverri
orrahríð stjórnmálanna. En það er ekki siðferðis-
þros\d þeirra, sem aflað hefir þeim atkvæði kjós-
andans, heidur dugnaður sá, er þeir jafnframt hafa
verið gæddir.
Pau eru svo mörg hviksyndin í þjóðlífi okkar,
sem við þurfum að fylla upp eða brúa. Pað er
fleira en hegningarlögin, sem þarf lagfæringar við;
en öll þjóðarmein munu verða okkur erfið viðfangs,
nema við, fyrst og fremst, kostum kapps um að
velja þroskuðustu og bestu mennina til að setja
okkur lög. Ef við viljum verða siðferðislega þrosk-
uð þjóð, þá verðum við að láta »mannúð lögum
ráða« hjá okkur. Og jeg er svo bjartsýnn, að jeg
vona að ekki líði á Iöngu, áður en almenningur við-
urkenni þennan sannleika og hrópi niður hegningar-
lögin, heimti að hviksyndin í löggjöf okkar verði
fylt upp, svo þau ekki lengur gleypi þá, sem eru
ekki nógu Ijettir á sjer, lil þess að stikla yfir þau.
Andrjes /óhannesson.
Látið skáld.
í gær barst hingað sú fregn, að
Jóhann skáld Sigurjónsson
væri andaður. Mælt er, að hann hafi aldrei orðið
heill heilsu, síðan hann lá í spönsku veikinni, og
hafi sú heilsuveila að lokum snúist upp í svæsna
tæringu, sem nú hefir orðið honum að bana. Hefir
þá spánska veikin höggvið þrisvar í hinn íslenska
skáldahóp: Fyrst fjell afkastamesta sö^u-skáldið, Guð-
mundur Magnússon, þar næst (fóð-svanurinn Guðm.
Guðmundsson og nú síðast höfuð-/etÆnYú'-skáld, ekki
aðeins íslands, heldur Norðurlanda í heild, og af
mörgum talinn standa jafnfætis Björnsou og Ibsen í
þeirri íþrótt.
L