Dagur - 03.09.1919, Blaðsíða 2
80
DAGUR.
Fjölgun ráðunauta.
Á Búnaðarþinginu í ár tók jarðræktarnefnd sú, er
þnr var skipuð, búnaðarhætti vora til íhugunar. í
nefndinni voru: Ágúst Helgason Birtingarholti, Guð-
rnundur Porbjarnarson, Metúsalem Stefánsson, Sig-
urður Sigurðsson og Tryggvi Rórhallsson. Fer hjer
á eftir meginkaflinn úr áiiti nefndarinnar:
»Jarðræktarnefnd búnaðarþingsins hefir tekið til I-
hugunar, hvernig búnaðarháttum vorum er nú komið,
og hver ráð eru til að breyta þeim og bæta, auka
jarðræktina og alla framleiðslu búnaðarafurða.
Nefndinni er fyllilega ljóst, að fyrsta sporið í þessa
átt er aukin jarðrækt á öllum sviðum hennar, Bún-
aður vor er enn á frumstigi. Vjer notum aðallega
það, sem náttúran hefir að bjóða, án þess að rjetta
henni verulega hjálparhönd til aukinnar framleiðslu.
Tökum jafnvel stundum það, sem hún leggur oss
upp í hendurnar, án fullkomins endurgjalds, svo að
framleiðslu-máttur hennar og skapandi afl þverrar (rán-
yrkja). Hinsvegar er það þó margsýnt, að hjer eru
miklir möguleikar til umbóta og framfara, ef hugur
og hönd hjálpa nátturlegum gæðum Iandsins. Tún-
ræktin gæti eflaust tvítngfaldast, garðyrkja og trjárækt
tekið stórfeldum umbótum, og útheysaflann mætti
auka óútreiknanlega, með skynsamlegum áveitum á
öll þau feiknasvæði víðsvegar um land, sem sárþyrst
bíða vatnsins, eins og Sigurður ráðunautur Sigurðs-
son hefir ljóslega sýnt fram á nýlega í Búnaðarritinu.
Á síðustu áratugum, og einkum síðustu árin, hafa
stórfeldar breytingar orðið á búnaðarháttum manna,
alstaðar þar, sem búnaður er stundaður af hagsýni,
dugnaði og þekkingu. Margra ára tilrauna og rann-
sóknar-starfsemi, sem leitt hefir í Ijós ný og mikils-
verð sannindi fyrir landbúnaðinn á öllum sviðum
hans, nýjar vísindale^ar uppgötvanir, notkun nýrra
verkfæra og verkvjela hafa opnað mönnum nýjar leiðir
og nýja möguleika til breyttra og arðvænlegri bún-
aðarhátta.
Mannshöndin ein orkar nú litlu, til að fullnægja
kröfum tímans og lífsnauðsyn þjóðanna, en hagnýt-
ing nýrra vjela, leit eftir þroskameiri jurtum og hús-
dýrum, ræktun þeirra og eldi, skapa aukna framleiðslu,
með minni mannafla. Um og eftir síðastliðin alda-
mót, vaknaði hjer á landi hreyfing til breyttra og
bættra búnaðarhátta, tilraunir hófust í jarðrækt, í kyn-
bótastarfsemi, húsdýraræktinni, samlags-smjörgerð og
eftirlitsstarfsemi í nautgriparæktinni. Með þessu hefir
nokkuð unnist, en starfsemin — og er hjer aðallega
átt við tilraunastarfsemina — hefir eigi verið nógu
ákveðin; samræmi og samvinnu — yfirleitt fast skipu-
lag — hefir vantað, starfskraftarnir dreifðir og ónógir,
og starfsfjeð altof lítið, til þess að starfið gæti bor-
ið æskilegan árangur, eða orðið að tilætluðum not-
um. Starfseminni hefir því hnignað á ýmsan hátt, og
sjerstaklega hefir hún verið í deyfð síðustu árin, ein-
mitt þegar mest nauðsyn var að vaka og vinna. Af-
leiðing alls þessa er sú, að búnaðarhættirnir eru enn
lítið breyttir til batnaðar, og vjer drögumst lengra og
lengra aftur úr í þeim efnum í samkepni við aðra
atvinnuvegi þjóðarinnar og í samkepni við aðrar
þjóðir. Fari þessu fram, verður innan skamms um
engan búskap að ræða hjer á landi. Verkalaun eru
orðin svo há, að með þeim starfsháttum, sem hjer
tíðkast alment, getur sveitabúskapur ekki svarað kostn-
aði. Bændur draga saman búin, fækka verkafólki og
framleiðslan minkar. Merki sjást til þessarar stefnu
víðsvegar um landið.
Nefndinni er ljóst, hvílíkur voði hjer er á ferðum,
og sjer að eigi má við svo búið standa, heldur sje
knýjandi nauðsyn að gjörbreyta búnaðarháttum manna.
Alt bendir til að þetta megi takast, landið megi rækta
og framleiðslan geti margfaldast á öllum sviðum
landbúnaðarins, eins og áður er drepið á. Engum
mun geta blandast hugur um, að hjer er um stór-
þýðingarmikið mái að ræða, þar sem alment mun
verða viðurkent, að búnaðarstörfin hafi heillavænleg-
ust og hoilust áhrif á andlegan og líkamlegan þroska
manna og þjóða, allra atvinnuvega. Par af leiðir að
fslensku þjððernl og fJJóðarelnkennum ættl að verá
SKRA
yfir aukaniðurjöfnun bæjargjalda í Akureyrarkaupstað, er fram fór
31. þ. m., liggur frammi til sýnis á skrifstofu bæjarstjórans, frá í
dag og til þess 17. þ. m.
Bæjarstjórinn á Akureyri, 3. sept. 1919.
Böðvar Bjarkan,
settur.
best borgið með því, að sem flestir ynnu að bún-
aðarstörfum og stunduðu þau, sem aðalatvinnuveg
eða aukaatvinnu. En þá verður Iíka að reka þann
atvinnuveg þannig, að hann sje lífvænlegur fyrir þá,
er hann stunda.
Af framangreindum ástæðum o. fl. vill nefndin
leggja til, að nú þegar sje hafist handa með það, að
rannsaka ítarlega alt sem að búnaðarháttum vorum
lýtur, svo að sjeð verði með vissu, hverjir mögu-
leikar hjer eru fyrir hendi landbúnaðinum til eflingar
og framfara, áður en það er orðið of seint. Pessar
rannsóknir og þar með fylgjandi leiðbeiningar og.
forgöngustörf verður að kosta af almannafje, og Bún-
aðarfjelag íslands að hafa forgöngu. Jafnhliða þvf,
sem rannsóknir eru gerðar, þarf að skýra bændum
og búaliði frá öllum þeim nýjungura, sem til um-
bóta mættu horfa, og fá þá til að taka þær upp.
Fyrsta sporið í þessa átt er aukin og bætt jarð-
rækt, því að þar með er grundvöllur lagður fyrir
aukna og bætta búfjárrækt, en þar er þungamiðja
landbúnaðarins hjer á landi, og þýðingarmikið spor
stígið í áttina til virkilegs s]álfstæðis, ef atvinnuvegir
vorir eru þannig reknir, að vjer þurfum sem minst-
ar lífsnauðsynjar til annara þjóða að sækja. Til jarð-
yrkjuumbóta þarf að gera itarlegar tilraunir með það,
hver verkfæri henta best hjer á landi, og hverjar
jarðyrkjavjelar hjer er hægl að nota óbreyttar eða með
breytingum, sem á þeim yrðu gerðar, eftir að þær
hefðu verið reyndar hjer. f öðru lagi þarf, eins og
áður er tekið fram, að rannsaka hvernig hægt er að
rækta jörðina á sem arðvænlegastan hátt, og auka
afrakstur jarðyrkjunnar.
Til þess að standa fyrir og framkvæma þessar
rannsóknir, teljum vjer að nú þegar sje knýjandi nauð-
syn að Búnaðarfjelag íslands hafi 4 menn í sinni
þjónustu, og sje verkefnum milli þeirra skift þannig:
Einn rannsaki verkfæri og verkvjelar, bæði utan
lands og innan, sem notaðar verða við Iandbúnað,
þar með taldar skilvindur. f því skyni þarf maður-
urinn að ferðast til Ameríku, um Norðurlönd og
Pýskaland, til þess að kynna sjer sem best gerð og
notkun landbúnaðarverkfæra og verkvjela. Honum sje
ætlað fje nokkurt til þess að útvega, með kaupum
eða á annan hátt, þau verkfæri, sem hann álítur að
komið geti að gagni, reyna þau eða láta reyna, og
birta skýrslur um tilraunirnar til leiðbeiningar fyrir
bændur. Ennfremur er þessum manni ætlað að sjá
um, að hjer verði stofnað til verkfærasýninga, þar
sem mönnum gefist kostur á að sjá verkfærin og
notkun þeirra, að svo miklu Ieyti sem því verður
við komið. Á þessar verkfærasýningar ætti að gefa
öllum kost á að senda verkfæri, bæði utan Iands og
innan. A sýningunum yrði dæmt um gæði verkfær-
anna og ætti sá dómur að vera góður leiðarvísir
fyrir bændur.
0ðrum starfsmanni sje ætlað að vinna að, og sjá
um alt sem lýtur að áveitu og framræslu, gera mæl-
ingar og áætianir um þessháttar fyrirtæki, þar sem
þess er óskað, og að svo miklu leyti sem við verð-
ur komið. Ætlast er til að hlutaðeigendur veiti að-
stoð við mælingarnar, meðan á þeim stendur.
Nefndinni er kunnugt um, að vegamálastjórinn, sem
haft hefir þessi mál með höndum, telur sjer eigi fært
að hafa það Iengur vegna annara anna, og þar eð
nú er völ á öðrum manni, sem lært hefir til þeirra
starfa, Valtý Stefánssyni, ráðum vjer til að Búnaðar-
fjelagið taki hann í þjónustu sína, og sje honum fal-
in yfirumsjón þessara mála. En vjer hyggjum, að hann
einn geti eigi fullnægt þeim kröfum, sem gerðar verða
um mælingar og áætlanir. Ráðum vjer því til, að fje
verði heimilað til aðstoðarmanns, ef þörf krefur.
Rriðja manninum sje ætlað að sjá itm tilraunir
með ræktun fóðurjurta, áburðartilraunir og frærækt.
Ætlast nefndin til, að hann hafi tilraunastöð í Reykja-
vík, geri áætlanir og segi fyrir um aðrar tilraunir, sem
sambartds-búnaðarfjelögin eða einstakir menn væru
látnir gera víðsvegar um land. Ffann hafi eftirlit með
þessum tilraunum, safni skýrslum um árangur þeirra,
dragi hann saman og birti almenningi.
Fjórða manninum sje ætlað að sjá urn garðyrkju-
tilraunir, úrvalskynbætur á jurtum, bæði garðjurtum
og fóðurlurtum, stjórna og kenna vfð verklegt náms-
skeið í gróðrarstöðinni, og vera skrifari fjelagsins.
Telur nefndin hr. Einar Helgason sjálfkjörinn til þess
starfa. »
Símfregnir.
Alpitlgi. Neðri deild samþykkir tvennskonar
þjóðernisvarnir: 5 ára búsetu og íslenskukunnáttu.
Launafrumvarpið er afgreitt til Efri deildar og eru
launin ákveðin hærri en í stjórnarfrumvarpinu.
Sendiherrann flaut í gegn með jöfnum atkvæðum
við aðra umrasðu fjárlaganna.
Skáldið Jóhann Sigurjónsson Ijest í Kaupmanna-
höfn á sunnudaginn.
Fyrsta. almenn listasýning var opnuð hjer á
sunnudaginn.
Ófriðarbliku brá fyrir í utanríkismálanefnd
þings Bandaríkjanna; farið var fram á að verja 20
miljónum dollara til þess að gera flotann viðbúinn
á hverri stundu; Japanar hafðir í huga. Fjárveitingin
mun ekki ganga fram, en friðarsamningar þá sam-
þyktir.
(Frjettariiarí Dags, Rvik.)
Húsnæöi vantar.
Frá 30. september vantar tvö herbergi fyrir ein-
hleypan mann. Herbergin óskast helst í miðbænum
og þurfa að liggja saman.
Upplýsingar á prentsmiðjunni á Oddeyri.
Námsskeið
í útsaum, Línsaum, Kjóla- og Peysufatasaum
hefi jeg ákveðið að hafa, bæði fyrri og
síðari part n. k. vetrar, frá 20. október til
20. janúar og frá 1. febrúar til 30 apríl.
Þær stúlkur, sem vilja komast á þessi náms-
skeið, ættu að tala við mig sem fyrst,
helst fyrir 20. sept. n. k.
Akureyri 25. ágúst 1919.
Atina Magnúsdóttir.
íbúð til leign.
' í húsi Ræktunarfjelagsins er góð íbúð til Ieigu frá
30. sept. Lysthafendur snúi sjer hið fyrsta til
Einars J. Reynis,
er gefur frekari upplýsingar.
Hestur með reiðtygjum
óskast til Ieigu í ferðalag strax eftir næstu helgi
eina til tvær vikur, út á Tjörnes og máske upp að
Mývatni. Verður að vera fótviss og hrekkjalaus, þýð-
ur og viljugur en þó viðráðanlegur.
Fr. B. Arngrímsson.
Prentsmiðja Björns Jónssonar.