Dagur


Dagur - 10.09.1919, Qupperneq 1

Dagur - 10.09.1919, Qupperneq 1
f DAGUR kemur út einusinni í viku. Árgangurinn kostar 3 kr. Gjalddagi 1. júli. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. Ritstjóri: Ingimar Eydal. II. ár. Akureyri, 10. september 1919. 36. blað. UTBQS (MobiHsering). Stríá i vændnm, eða er þegar byrjað. Eins og kunnugt er, hafa vörur altaf verið að hækka í verði síðan heimsstríðið byrj- aði 1914, og það svo mjög að mönnum hefir veitst erfitt með að lifa. Flestir bjugg- ust þó við, að dýrtíðin minkaði, þegar stríðið hætti, en hver er reyndin? Alveg það gagnstæða. Vonirnar hafa skammarlega brugðist, hvað henni viðvíkur, hingað til. En nú vilja menn ekki sætta sig við slíkt lengur, og hefir því verið myndaður dálitill her af sjálfboðaliðum, er standa nú með vopn í höndum gegn dýrtíðinni. Aformað er að orustunni verði hagað þannig: Framsóknarliðið. Undirritaður og umboðsmenn hans kaupa vörurnar beint frá verksmiðjunum erlendis, flytja þær til íslands eftir tryggustu leiðum og selja svo þegar hingað er komið með óvanalega Iágu verði, sem dýrtíðin og hennar Iiðar fá ekki staðist. Geri hún mikið viðnám, þá sækir Varaliðið, viðskiftamennirnir, fram, tæmir búðina og »lagerið«, flytur vörurnar heim og rekur dýrtfðina á flótta. Allskonar vörur verða á boðstólum. Sjerstaklega alt er að fiskiveiðum lýtur, svo sem hinar alþektu amerísku Snurpunætur, Sfldarnet, Netagarn, 0nglar, Taumar, ManiIIa, Línur, Tjörutóverk o. m., m. fl. Fyrirliggjandi er nú: Netagarn, 6 tegundir. Olíufatnaður, miklar birgðir Fataflauel. Manilla frá 1”—3”. Sjóstígvjel úr leðri, gúmmí Hárgreiður& hárkambar, 22 Segldúkur nr. 2, 6, 10, 12. og hin ágætu trjeskóstígvjel, tegundir. Línur 2x/2 og 3 punda. sem alt þola, o. fl. o. fl. Hrátjara. Kex, 2 tegundir. Mótortvistur. Mjólk í dósum, afarmikið. Korkur. Erfiðisföt og erfiðisfataefni. Byggingarefni, sem þolir bæði eld og vatn, verður bráð- lega til sölu. Sýnishorn fyrirliggjandi. Háttvirtu viðskiftamenn! Ef þjer viljið vera með í herferðinni móti dýrtíðinni, þá verið fljótir (snarræði og flýtir eru skilyrði fyrir sigri í stríði) að kaupa upp það sem til er af varningnum, svo um- setningin geti gengið fljótt, þess minna þarf að leggja á vörurnar og þær verða ódýrari. Jeg hefi áformað að útvega allskonar vörur, sem um verður beðið, nema eldsneyti, af því jeg býst við að bardaginn verði svo heitur, að ekki sje þörf fyrir meiri hita, enda hefir landsstjórnin tekið að sjer þann orustuvöll til sóknar og varnar. Oefið út á Akurejwi 4. sept. 1819. Jón E. Berg's veinsson. Axlabönd, 4 teg. Gúmmíkápur fyrir fullorðna og drengi. Ýmislegt til fata o. m. fl. Jóhann Sigurjónsson. Ef sú spurning hefði verið lögð fyrir alþjóð á ís- landi í sumar eða á síðustu árum, hver væri fremst- ur af sonum landsins, sá er mest mundi eftirsjón að, er enginn efi á því, að nafnið Jóhann Sigurjónsson hefði orðið langsamlega éfst á baugi. Svo mikið skarð hefir nú orðið fyrir skildi, þegar einmitt hann er horfinn á burt hjeðan, alfarinn til þeirra landa, er liggja hinumegin við gröf og dauða. Ef sama spurning hefði verið lögð fyrir íslendinga fyrir rúmum tug ára, hefði engum dottið í hug nafn Jóhanns Sigurjónssonar, nema mjög' fámennum hóp námsmanna í Kaupmannahöfn, 5 eða 6 unglingum, er höfðu skipast saman í andlega hvirfingu undir merki hins sterkasta, höfðingjans, Jóhanns Sigurjóns- sonar. Alit þeirrar »kliku« var þá ekki margra fiska farði, en hópur sá hefir vaxið ört á fáum árum, svo nú nær flokkur þeirra, er dást að Jóhanni, fyfir öll Norðurlönd og jafnvel mikinn hluta Norðurálfu. Svona fljótur var Jóhann á ferðinni. Lífið er stutt en listin löng. A örstuttum tíma hefir hann brotist upp hinn langa og erfiða veg, er liggur alla leið neðan frá íslenskum smalavelli upp á hæstu Parnassosi- tinda Norðurlanda. Honum sóttist fljótt, því hann var áhlaupamaður, skapaður til þess að hlaupa brött- ustu brekkuna í vetfangi og klífa þrítugan hamarinn. En fáir vita, hve s^'r hann var stundum á leiðinni og blóðug sporin hans sum í hamrinum þeim. Pað vita fáir, því yfir örðugustu hjallana var hann einn og enginn sá til hans. Pað sem Jóhann vildi, það varð, því vilja hans fylgdi undramáttur. Hann vildi komast upp þangað, er meistararnir í hans grein höfðu farið hæst. En þegar hann var þangað kominn, hvarf hann sýnum. Pað er ekki undarlegt, Pað átti við hann að berj- ast óg sigra, en að njóta sigursins, að ganga sljetta frægðarbrautina og halda sigurför dáður og hyltur af fjöldanum, það hefir vafalaust ekki verið að hans skapi. Má vel vera, að hann hefði alveg beygt af vegi og tekið fyrir ný viðfangsefni, ef líf hans hefði orðið Iengra. í stað þess er hann nú hörfinn 'yfir landamærin miklu. Pað er ekkert sorglegt að vita hann kominn þangað, hann sem hefir með sjer að- dáun þúsunda, þökk og söknuð allra þeirra, er höfðu kynst honum persónulega, og innilega ást og trega margra vina. Böðvar Bjarkan. Látin er að Spónsgerði í Möðruvallasókn Margrjet Stef- ánsdöttir ekkja Jóns heitins Kjartanssonar þar. Hún var myndar- og atgerfiskona, og allir, er kyntust henni, báru til hennar hlýjan hug. Á

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.