Dagur - 17.09.1919, Síða 1

Dagur - 17.09.1919, Síða 1
/ / / DAGUR kemur út einusinní i viku. Árgangurinn kostar 3 kr. Gjalddagi 1. júli. II. ár. Akureyri, 17. september 1919. *í*-! Ritstjóri: Ingimar Eydal. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. 37. blað. Ritfregnir. Fæstir sinna mikið bókum yfir hábjargræðistímann. Einkum þá er hugurinn bundinn við veraldlegar á- hyggjur. Vitaskuld er svo ástatt á öllum timum fyr- ir mörgum. Pað verður heldur ekki hjá því kom- ist fyrir allflesta að hugsa mikið um að hafa í sig og á, en illa er þó komið, sje hugurinn svo fjötr- aður við búksorgina, að andlegur þorsti geri aldrei vart við sig. En sem betur fer eru margir svo gerð- ir, að þeir geta ekki lifað án þess að fá einhverja andlega hressingu við og við, venjulegast með því að lesa bækur, en þá veltur á miklu að menn kunni að velja rjettar bækur, sneiði hjá ruslinu, er engin bætandi áhrif heb'r, svo að ekki sje talað um bein- línis spillandi áhrif, en Iaðist að lestri uppbyggilegra, siðbætandi og mentandi bóka. Blöðin eiga að vera almenningi Ieiðarvísir í þessu efni. Sumri er tekið að halla og vetur fer bráðum í hönd. A löngu vetrarkvöldunum gefst mönnum tóm til bóklestrar. Það er því ekki úr vegi, að menn fari að átta sig á því, hvaða bóka helst beri að afla sjer og athuga nýjan bókakost. »Dagur« vill nú hjer með vekja athygli lesenda sinna á tveimur nýútkomnum bókum, sem hann vill eindregið ráða mönnum til að lesa, skal þeirra nú getið að nokkru. Önnur bókin heitir »7r« og sannanir« — hug- leiðingar um eilífðarmálin — eftir Einar H. Kvaran. f*að eru erindi, sem höfundurinn hefir flutt á síð- ustu árum um sálarrannsóknir nútímans. Er hjer safnað saman öllu því helsta, sem E. H. K. hefir sagt um þetta mál á almannafæri, og ekki hefir áð- ur verið prentað sem sjerstakir ritlingar. Fyrirsagnir ritgerðanna eru þessar: 1. Trú og sannanir. 2. Máttur mannsandans (þrjú erindi.) 3. Draumar. 4. Dularfylsta fyrir- brigðið. 5. Mikilvægasta málið í heimi. 6. Sálar- rannsöknarfjelag íslands. 7. Um sannanir. 8. Spiritisminn og kirkjan. Pað er með öllu óþarft að fjölyrða um fráganginn á þessari bók E. H. Kv. Snild hans í rithætti og rökleiðslum er orðin svo þjóðkunn. f>að fer ekki hjá því að bókin verður andlegur svaladrykkur fyrjr margar þyrstar mannssálir. Pó að allir kaflar bók- arinnar sjeu ágætir, þá taka erindin þrjú, um mátt mannsandans, öllu öðru fram. Þær eru alveg dá- samlegar frásagnirnar um þann mátt. Má í því sam- bandi benda á lpekningakraft síra Jóns hins rússneska og »kristnu náttúrufræðinganna«. Annars er bókin öll full af frásögnum um dásam- legar opinberanir, auk þess sem hún er stórfræðandi í ýmsum greinum. Pað er freistandi að tilfæra eitthvað af gimstein- unum úr þessari bók, en vegna rúmleysis hjer í blað- inu er það ógjörnfrigur. Líka er um svo margt að velja, að maður er í vandræðum með hvað taka á. Hvar sem flett er upp í bókinni verður eitthvað fyr- ir, sem Iaðar og lokkar til að lesa. Hjer verður að- eins látið nægja að benda á niðurlagsorðin í erind- inu um sannanir. f*au eru á þessa leið: »JafnveI úthafið mundi verða að stöðupolli og að lokum þorna upp, ef ár og lækir jarðarinnar og regn himinsins streymdi ekki í það. Líkt er þessu farið um trúarbrögð mannanna. Og svo að jeg nefni þau trúarbrögð, sem næst okkur standa, kristindóminn, þá hefir hann orðið grátlega líkur stöðupolli, af því að lindir sannleikans hafa ekki fengið að streyma í hann tálmunarlaust, Hann hefir þörf á þeim öllum. En tilfinnanlegasta þörf hefir hann á þeim lindunum, sem streyma beint úr dýrðarheiminum vors himn- eska föður.« Hvar sem Einar Kvaran flytur erindi u'm eilífðar- málin, þá þyrpast menn að honum, en margir eru þeir að sjálfsögðu, sem haft hafa löngun til að hlusta á hann, en ekki átt þess kost. Nú gefst almenningi færi á að njóta megnisins af því, sem hann hefir um eilífðarmálin sagt opinberlega fram á þennan dag, með því að lesa bók hans »Trú og sannanir«. Eng- inn efi mun heldur á því vera, að menn munu nota það tækifæri. Hin bókin, sem getið var um hjer að framan að út væri komin, heitir »Í7/ yfir gröf og dauða*. Hún er eftir enskan prest, Charles L. Tweedale að nafni. Hún er gefin út að tilhlutun Sálarrannsóknarfjelags íslands, en þýdd af Sig. Kristófer Pjeturssyni. Por- steinn ritstjóri Gíslason er útgefandi beggja bókanna. Haraldur Níelsson prófessor hefir skrifað formálann fyrir bókinni og segir þar um höíund hennar, að hann sje einn hinna gætnu sálarrannsóknarmanna, og að hann taki vart gildar aðrar frásögur um drauma, svipi og önnur þess háttar fyrirbrigði en þær, er nefndir breska sálarrannsóknafjelagsins hafi fjallað um og telji áreiðanlegar. H. N. lýkur lofsorði á þýð- ingu bókarinnar á íslensku og tekur það fram, sem rjett er, að hinn mikli kostur við ritmál þýðarans, S. Kr. P., sje, hve alþýðlegt það sje og öllum ljóst; það hafi verið erfitt að þýða bókina, því að ritmál höfundarins sje vísindalegt og fremur þungt. Um tilgang bókarinnar segir höfundurinn: »Jeg rita þessa bók af því, að það er hjartfólgin ’ósk mín og þrá að fá veitt þeim mönnum upprisu- gleðina, sem hafa annaðhvort aldrei öðlast hana eða þekkja hana að svo litlu leyti, að hún hefir ekki veitt þeim verulega huggun í lífinu, svo að þeir hafa því orðið óvissunni og efasemdunum að bráð« . . . »Jeg rita bók þessa í þeim tilgangi að yngja upp aftur, með þúsundum samferðamanna minna, hug- myndina um veruleik lífsins, er tekur við í öðrum heimi þegar eftir dauðann. Henni er því fremur ætlað að koma fram með sannanir en vekja deilur. Hinum áköfu sjertrúarmönnum, algerum trúleysingj- um, skynsemistrúarmönnum og efnishyggjumönnum, sem kannast ekki við að neinir Ieyndardómar sjeu til — öllum þessum mönnum er velkomið að hella úr reiðiskálum sínum yfir höfuð mjer. En jeg mun þó fara minna ferða og er alveg á- nægður, ef mjer auðnast að veita hjörtum margra manna frið og fullvissu, karla og kvenna, sem jeg mun aldrei augum líta.« Petta er viturlega mælt og drengilega. Bókin er krökk af frásögnum um dularfull fyrir- brigði, sem áreiðanlegt er að hafa átt sjer stað og* hafa mörg þeirra verið nákvæmlega rannsökuð af sumum mestu vísinda- og vitmönnum heimsins. Höf- undur bókarinnar er mjög biblíufastur og sýnir með skýrum rökum fram á, að fyrirbrigði vorra tíma eru samkynja þeim fyrirbrigðum, er biblían skýrir frá, og um hana hefir verið sagt í merku ensku tímariti að hún sje »hlaðin sönnunum«. Hinn gamli og góði siður að lesa húslestra mun alment lagður niður og engar líkur eru fyrir því, að hann verði tekinn upp aftur í sömu mynd og áður. En þó að menn ekki fáist til að lesa »hug- vekjur« eða »helgidagaprjedikanir«, þá er mikið unn- ið, ef menn leggja stund á að lesa einhverjar þær bækur, sem geta lyft hugum manna upp yfir þetta hversdagslega matarstrit, sem er að þurka upp upp- sprettulindir andans, til þess sem æðra er og meira g ldi hefir. Til þess eru einmitt þær bækur, sem hjer hefir verið getið, svo einkar vel fallnar. Pær eru báðar snörp árás á efnishyggjuna og er ekki annað sýnilegt en dagar þeirrar gleðisnauðu lífsskoð- unar sjeu á vissan hátt bráðum taldir. Hinni vís- indalegu efnishyggju er að blæða út. Hitt er rauna- legra, að svo virðist sem efnishyggjan hafi aldrei lif- að betra lífi en nú í framferði fjöldans. Hin taum- lausa, marglofaða samkepni um auðinn og önnur jarðnesk gæði sýnist bera þess ljósan vottinn. Pví eins og Einar Kvaran segir á einum stað í bók sinni, Trú og sannanir, er það ekkert annað en áfergjuleg eftirsókn eftir fjársjóðum á jörðu, sem hefir orðið þess valdandi, að þjóðirnar hafa lent í einum styrj- aldarhnapp, »eins og ólmir, vitlausir hundar«. En hann fullyrðir líka, að ekkert annað en þekking á hinum andlega heimi geti bjargað veröldinni. En ef svo er, er þá ekki fyrir því hafandi að byrja á að lesa þær bækur, sem geta veitt manni þó ekki sje nema lítilfjörlega mola þeirrar þekkingar? Fjárveitingar. »Gudmands Mindei. Inn á fjárlögin er kominn 23 þús. kr. styrkur til aðgjörðar á sjúkrahúsinu á Akureyri. Fluttu þingmenn Eyfirðinga tillögu um styrk þennan. Gxnadalsvegur. Vegamálastjóri hefir lagt til, að 5000 kr. yrðu veitlar hvort ár næsta fjárhagstímabil til vegarins fram Pelamörk. Er sú fjárveiting tekin upp í fjárlögin. Hriseyjarviti. Veittar eru í fjárlögunum 19 þús. kr. til vitabyggingar í Hrísey. Lœknisvitjun i Grimsey. Fyrir yfirstandandi fjár- hagstímabil eru veittar á fjáraukalögum 300 kr. hvort árið til læknisvitjana í Grímsey, en 400 kr. kr. eru veittar næsta fjárhagstímabil, hvort árið, í sama skyni. Læknahjerað í Ólafsfirði fjell í Neðri deild með 14 atkv. gegn 11. Spanska veikin. Danska »Aftenbladet« skýrir frá því 1, ágúst s.l., að spanska veikin hafi á ný gosið upp í Svíþjóð og beri einkum mikið á henni í sjóliðinu, t. d. sjeu 100 menn sjúkir aðeins á tveimur herskipum, er hafist við í Botniska flóanum. Tíðin. Sunnanátt og góður þurkur síðustu daga; hefir það komið sjer vel undir heyskaparlokin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.