Dagur - 17.09.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 17.09.1919, Blaðsíða 2
86 DAGUR. Smásöluverð í Reykjavík í júlí 1919. Eftir Hagt. Samkvæmt skýrslum þeim um úlsöluverð í smá- sölu, sem hagstofan fær frá kaupmönnum í Reykja- vík í byrjun hvers ársfjórðungs, birtist hjer yfirlit yfir smásöluverð í Reykjavík á flestum matvörum og nokkrum öðrum nauðsynjavörum í byrjun júlímánað- ar þ. á. Er það fundið með því að taka meðaltal af verðskýrslum kaupmanna. Til samanburðar er hjer líka tilgreint verðið í byrjun næsta ársfjórðungs á undan, fyrir rjettu ári síðan og loks fyrir rjettum 5 árum síðan, í júlí 1914, eða rjett áður en heims- styrjöldin hófst. í síðasta dálki er sýnt, hve miklu af hundraði verðhækkunin á hverri vöru nemur síð- an stríðið byrjaði. Við þær vörur, sem ekki koma fyrir í júlí þ. á., er sett milli sviga verðhækkunin, sem orðin var á þeim, þegar þær komu síðast fyrir í skýrslunum. ON On OO 'O o\ X3 O r—i O* ON T—< Se, 02 v_ tí rf V ö r u- t e g u n d i r: ►—> O, < S3 »-S * 1 Ed 0> , S* r—1 ra au. au. au. au. °/o Rúgbrauð (3 kg) . . stk. 175 175 193 50 250 Fransbrauð (500 gr.) — 70 70 73 23 204 Sigtibrauð (500 gr.) — 53 53 54 14 279 Rúgmjöl ....... kg 62 67 66 19 226 Flórmjöl 102 103 101 31 229 Hveiti 99 101 101 28 254 Bankabyggsmjöl . . . — 97 100 — 29 234 Hrísgrjón — 119 119 115 31 284 Sagógrjón (almenn) . — 197 211 200 40 393 Semoulegrjón .... — 120 — — 42 186 Hafragrjón (vals. hafrar) — 100 99 92 32 212 Kartöflumjöl — 198 200 198 36 450 Baunir heilar .... — 140 140 170 35 300 Baunir hálfar .... ' 134 132 — 33 306 Kartöflur 50 49 49 12 317 Gulrófur (íslenskar) . — 10 (200) Hvítkál 58 — 16 263 Rauðkál 65 65 — 22 195 Purkaðar aprikósur . — 386 361 361 186 108 Purkuð epli — 363 — 291 141 157 Ný epli — — 160 — 56 (186) Rúsínur — 250 218 204 66 279 Sveskjur — 280 ' — 206 80 250 Kandís — — — — 55 (136) Melís högginn .... — 156 128 147 53 194 — óhögginn . . . — — — — 53 (66) Strausykur — 146 117 127 51 186 Púðursykur — 127 107 123 49 159 Kaffi óbrent — 291 277 209 165 76 — brent 388 366 292 236 64 Kaffibætir — 219 219 220 97 126 Te — 878 894 809 471 86 Súkkulaði (suðu) . . — 652 721 805 203 221 Kakaó — 527 531 553 265 99 Sinjör íslenskt .... — 633 691 677 196 223 Smjörlíki — 326 404 — 107 205 Palmin — 357 363 — 125 186 Tólg — 430 471 — 90 378 Nýmjólk I 64 80 52 22 191 Mysuostur kg 302 286 287 50 504 Mjólkurostur .... 440 471 391 110 300 Egg stk. 30 41 24 8 275 Nautakjöt, steik . . . kg 353 268 247 100 152 — súpukjöt. . — 312 237 227 85 267 Kálfskjöt (af ungkálfi) — 120 140 140 50 140 Kindakjöt, nýtt . . . — 200 203 — — 239 — saltað . . — 200 198 135 67 199 — reykt . . — 287 278 230 100 187 Kæfa — 270 265 230 95 184' Flesk saltað ..... — 475 —- 400 170 179 — reykt — 610 — — 213 186 Fiskur nýr — 30 30 24 14 114 Lúða ný — 50 50 50 37 35 Saltfiskur, þorskur . . — 90 97 93 40 125 — ufsi .... — 40 75 — 20 100 Trosfiskur — 33 43 32 13 154 Matarsalt (smjörsalt) . — 63 66 30 16 294 Sódi — 62 114 — 12 417 Brún sápa (krystalsápa) — 233 247 — 43 442 Græn sápa — — 226 — 38 (495) Stangasápa (almenn) . — 227 207 — 46 393 Steinolía I 57 56 57 18 217 Steinkol (ofnkol) XkQp^ 3200 2000 3200 2000 5300 3315 460 288 j-596 Bannmálið á þlngi. Tillaga til þingsályktunar um atkvæðagreiðslu í bannnmálinu og ríkiseinkasölu á áfengi flytja Sig- urður Stefánsson, Magnús Pjetursson og Pjetur Jóns- son. Tillagan hljóðar svo: »Neðri deild Alþingis ályktar að skora á iands- stjórnina að láta fara fram aðkvæðagreiðslu allra al- þingiskjósenda um það, hvort nema skuli ur gildi áfengisbannlögin og setja í stað þeirra einkasölu rík-* isins á öllu áfengi. Verði afl atkvæða með afnám- inu eins mikið eða meira en það var 1908 með banninu, þá Ieggi stjórnin fyrir Alþingi frumvarp til laga um einkasölu á öllum áfengum drykkjum. Atkvæðagreiðslan sje leynileg og fari fram á kom- andi vori« Biskupinn dr. Ingram, sem talinn er einhver mesti skörungur enskra preláta, enda ræður yfir langstærstu biskupsríki heimsins, hann mælti nýlega á fjölmennum fundi æðihörð orð í garð Pjóðverja og landa sinna um leið — m. a. mælti hann: »Ekki skulum vjer þirma »Húnunum« að svo stöddu; enga vægð eiga þeir skílið fyr en eftir langa iðruu og yfirbót. Miskunn við slíka ill- virkja væri ranglæti.« — — Við verkalýðinn sagði hann: »Kunnið hóf, verkamenn, hættið ykkar vit- skertu skrúfum, og sækið rjett ykkar lagaveginn, úr því þið hafið öðlast fullan atkvæðisrjett ásamt kon- um ykkar og uiðjum.« — — Og við eða um Spíri- tistana komst hann svo að orði: »Pað er hættu- legt fargan, sem fer í vöxt, að almenningur sifur og leitar frélta hjá framliðnum, jafnvel gárungar og flysj- ungar, og teygja svo að sjer allskonar misendislýð úr hularheimi, jafnvel verur, fullar af heimsku og hrekkvísi. En hreyfinguna Iasta jeg ekki, sje rjett og guðrækilega að farið. Spíritisminn boðar háleit sannindi. Látið ykkur nægja kenningar manna eins og Sir Oliver Lodge og Sir Conan Doyle. Peir segja ykkur satt.« Úr »Inquirer«. Matth. J. Símfregnir. Rv. 16. ágúst. Alpingi. Níu af tólf í samvinnunefnd beggja deilda vilja láta taka Sogið eignarnámi endurgjalds,- laust. Sveinn Ólafsson, Sig. Sigurðsson og Sigur- jón Friðjónsson eru í minni hlutanum. Eftir snarpar umræður í dag var tillaga nýmenninganna feld með 16 atkv. gegn 9. Allir langsummenn með, en öil stjórnin andvíg vatnsráninu. Pingsályktunartillaga er fram borin af Sig. Stef., Magnúsi P. og Pjetri á Gautlöndum um að atkvæða- greiðsla fari fram um afnám bánnlaganna og að landseinkasala komi í staðinn. Margir þingmenn bera fram tillögu um að hætta prentun á þingræðum, Verslunarskólanum vísað frá með dagskrá. »SuðurIand«, strandferðaskip, eign samnefnds eimskipafjelags, nýkomið. [Frjettaritari Dags, Rvík.J Eugenie, ekkja Napoleons þriðja Frakkakeisara, er nú orð- in 93 ára gömul og því kominn á grafarbakkann. Hún var 45 ára, þegar Frakkar fóru ófarirnar fyrir Pjóðverjum um 1870 og hún varð að láta af hendi kórónu sína og gerðist landflótta. Síðan hefir hún haft búsetu í Englandi, svift manni sínum og einka- syni, er hún misti báða. Prátt fyrir aldur sinn og lífsraunir er mælt að hún hafi fylgt stórviðburðum síðustu ára með lifandi áhuga. Meðan á stríðinu stóð, gaf hún Rauða krossinum í Frakklandi og Eng- landi mikinn hluta eigna sinna, og þegar friðurinn var saminn, og Pjóðverðar urðu að skila Frakklandi öllu því, er þeir unnu 1871, ljet hún í viðhafnar- skyni skrautlýsa heimili sitt og hafði við orð, að dagur sá, er Pjóðverjar urðu að undirskrifa friðar- samninginn, væri mesti hátíðisdagur lífs síns, enn meiri en þegar hún fjekk kórónuna að brúðargjöf forðum daga. »Gullfoss« kom hingað í fyrrinótt og fór aftur í dag. Með skipinu var fjöldi farþega úr Reykjavík. Sigtryggur Þorsteinsson, sem um mörg ár hefir haft á hendi verkstjórn við sláturhús Kaupfjel. Eyfirðinga, er af stjórnarráðinu skipaður yfirmatsmaður á kjöti á svæðinu frá Greni- vík að Blönduósi. 1005 miljarða franka segir fjármálaráðherra Frakka að heims- stríðið mikla hafi kostað. Af þeirri upphæð hafi 700 miljarðar fallið í hlut bandamanna, en 305 miljarða hafi stríðið kostað Miðveldin. B. Ryel verslunarstjóri, sem verið hefir í Rvík að undan- förnu, kom hingað til Akureyrar, ásamt fjölskyldu sinni, með Gullfossi, og sest hjer að aftur. Kostsala. 3—4 menn geta fengið keyptan kost í vet- ur á góðum stað í bænum. Ritstjóri vísar á. Skógviður verður afhentur á Oddeyrartanga á Miðvikudögum kl. 4—5 síðd. Erlingur Friðjónsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar. X /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.