Dagur - 22.10.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 22.10.1919, Blaðsíða 2
96 DAGUR. Eftirmæli. Lesið upp heitna <á Ásláksstöðutn við jarðarför Guðmundar Benediktssonar kennara. Ertu svifinn elsku vinur upp til landsins fagra, bjarta; því er mjer svo þungt í hjarta. Par sem Ijósin fögru skarta; veit jeg þó þú vinur lifir veldi dauðans stiginn yfir. Horfi jeg yfir hafið auða, hillingarnar ei mig villa. Veldi Iífsins vonir gylla, vissan, trúin hugann fylla. Mun hann ei, hinn mikli dagur, mörgum reynast yndisfagur? Falla í valinn fyr en skyldi fjöldi manns á besta skeiði sem fölnuð blóm af fögrum tneiði, fyrnist þegar gróa leiði. Pungbært er að þurfa að skilja þó það sje að drottins vilja. Mjer finst að gleðin gegnum tárin, góði vinur, ætti að skína, þá lít jeg æfi liðna þína lfða í gegnum sálu mína. Pví vil jeg kærar þakkir inna þjer í nafni vina þinna. Það var ólikt þjer að kvarta í þínu langa dauðastríði, ekki heyrðist á þjer kvíði, aldrei burtu gleðin flýði. Vonar lífsins Ijósið bjarta lifði og bjó í þínu hjarta. Góði maður, guðs á vegi gekstu þína æfi daga, löng þó yrði ei lífs þíns saga leyft var margt að bæta og laga. Sveitin mun þig sjá og finna í sæti fremstu barna sinna. Gáfumaður, gætni, prúði gátur lífsins ráða vildi, engu máli öðru fylgdi en það rjett hann vissi og skildi. Frjálst þú kaust í framtíðinni fólkið ynni að velferð sinni. Gleðimaður, margra stunda minnist jeg frá fyrri dögum, heyri óm af Ijúfum lögum, listasmíði á gamansögum. íþróttum þú ætíð unnir, í æsku líka margar kunnir. Fróðleiksmaður, fræddir, kendir fjölda af vorum börnum smáu, beindir hugum burt frá lágu beint að öllu fögru og háu. Ástar þakkir æskan sendir fyrir alt hið marga, sem þú kendir. Sanni faðir, sonur, maki, sárin mörgu þinna blæða, eins er guðs þau öll að græða, ástin varir, hverfur mæða, því í ríki lífsins lifir, langt er ekki þangað yfir. Guð sje með þjer, guð þig geymi, guði sje þökk fyrir liðnar stundir; aftur verða okkar fundir edens trjánum fögru undir. Lífsins trúarljósið bjarta Ijetti harmi af hverju hjarta. V. Atkvæðagreiðsla í Noregi um aðflutningsbann á áfengi fór svo, að með banninu voru greidd 442350 atkvæði, en móti voru greidd 285812 atkv. og er þá atkvæða- meirihluti með banninu 150538. Guðmundur skáld Friðjónsson kom hingað til bæjarins í gærkvöld. Framboð. Jón Stefánsson, fyrv. ritstjóri, verður í kjöri í Eyjafjarðarsýslu við næstu kosningar. Eru þá ails 5 frambjóðendur í kjördæminu. Á Akureyri bjóða sig fram Magnús Kristjánsson, fyrv. þingmaður bæjarins, og Sigurður Hlíðar dýra- læknir. í Skagafjarðarsýslu verða í kjöri Magnús Guð- mundsson, Jósef Björnsson og Jón á Reynistað, en Olafur Briem býður sig ekki fram. í Húnavatnssýslu eru þessir frambjóðendur: Pór- arinn á Hjaltabakka, Guðmundur í Ási, Jakob H. Líndal og Eggerí Leví. í Strandasýslu bjóða sig fram Magnús Pjetursson og Vigfús Guðmundsson í Engey. í Suður-Pingeyjarsýslu verður Pjetur Jónsson einn í kjöri, en flogið hefir það fyrir, að í Norðursýsiunni bjóði Steingr. sýslumaður sig fram, auk Benedikts Sveinssonar. Lög frá Alþingi 1919. 11. Lög um iöggilding verslunarstaðar við Gunn- laugsvík. 12. — — takmörk verslunarlóðarinnar á Sauðár- króki. 13. — — breyting á póstlögum, nr, 43, 16. nóv. 1907. 14. — — hæstarjett. 15. — — viðauka við lög nr. 24, 12. sept. 1917, um húsaleigu í Reykjavík. 16. — — breytingu á lögum nr. 39, 11. júlí 1911, um sjúkrasamlög. 17. — — sölu á þjóðjörðinni Ögri og Sellóni í Stykkishólmshreppi. 18. — — brúargerðir. 19. — — greiðslu af ríkisfje til konungs og kon- ungsættar. 20. — — löggilding verslunarstaðar á Mýramel. 21. — — breyting á lögum um stofnun lands- banka, 18. sept. 1885, m. m. 22. — — breyting á lögum nr. 54, 3. nóv. 1915, um stofnun brunabótafjelags íslands. 23. — — bæjarstjórn á Seyðisfirði. 24. — — breytingu á lögum fyrir ísland, nr. 17, frá 8. júlí 1902, um tilhögun á lög- gæslu við fiskiveiðar fyrir utan land- helgi í hafinu umhverfis Færeyjar og ísland. 25. — — breytingu á lögum n'r. 22, 3. nóv. 1915, um fasteignamat. 26. — — samþykt á landsreikningnum 1916 og 1917. 27. Fjáraukalög fyrir árin 1916 og 1917. 28. Lög um mat á saltkjöti til útflutnings. 29. Fjáraukalög fyrir árin 1918 og 1919. 30. Lög um löggiltar reglugerðir sýslunefnda um eyðing refa o. fl. 31. — — viðauka við og breytingar á lögum nr. 83, 14. nóv. 1917 [Símalög]. 32. — — breyting á sveitarstjórnarlögum frá 10, nóv. 1905. 33. — — landamerki. 34. — — heimild fyrir landsstjórnina til að leyfa íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá, er bankinn má gefa út samkvæmt 4. gr. laga nr. 66," 10. nóv. 1905. 35. — — ákvörðun verslunarlóðarinnar í Hafnar- firði. 36. — — forkaupsrjett á jörðum, 37. — — breyting á 1. gr. laga nr. 36, 30. júlí 1909, um laun háskólákennara. 38. — — tkoðun á síld. 39. — — breytingu á lögum nr. 59, 10. nóv. 1913, um friðun fugla og eggja. 40. — — breyting á lögum nr. 22. 14. des. 1877, um húsaskatt. 41. — — breytingu á 1. gr. laga um vitagjald frá 11. júlí 1911. 42. — — samþyktir um akfæra sýslu- og hreppa- vegi. 43. — — sjerstakt læknishjerað í Hólshreppi í Norður-ísafjarðarsýslu. 44. — — gjald af innlendri vindlagerð og tilbún- ingi á konfekt og brjóstsykri. 45. — — heimild til löggildingar á fulltrúum bæj- arfógeta til þess að gegna eiginlegum dómarastörfum, o. fl. 46. — — landhelgisvörn. 47. — — samþyktir um stofnun eftirlits- og fóð- urbirgðafjelaga. 48. — — breyting á hafnarlögum fyrir Véstmanna- eyjar, nr. 60, frá 10. nóv. 1913. 49. — — hafnargerð í Ólafsvík. 50. — — eignarrjett og afnotarjett fasteigna. 51. — — þingfararkaup alþingismanna. Framhald. Bókavinir, W&T lesið þetta! — Ca. 200 bækur til sölu. — Margar æfisögur, og bækur ýmislegs efnis. Bæk- urnar verða seldar með vægu verði. Bókasöfnum og einstökum mönnum verða seld eitt eða fleiri eintök — eftir óskum. Er daglega að hitta kl. 4 — 6 e. h. Öllum spurningum viðvíkjandi bókunum verður svarað. Kristiati fohnsen, Hjálprœðisherínn »Laxamýri«. Ath. Gítarstrengir og tónblístrurtilsölu. Kennara vantar í innri hluta Glæsibæjarhrepps n. k. vetur. Kenslutími 20 vikur. Peir, sem kynnu vilja sækja um stöðu þessa, geri undirrituðum aðvart fyrir lok þessa mánaðar. í fræðslunefnd Glæsibæjarhrepps Laugalandi 17. okt 1919. Einar G. Jónasson. í haust var mjer dreginn hvítur lambhrútur með * mfnu marki: Sneitt aftan hægra biti framan, fjöður aftan vinstra. Lamb þetta á jeg ekki og get- ur rjettur eigandi vitjað andvirðis þess, að frádregnum kostnaði, til mín og samið við mig um markið, Hrísgerði í Hálshreppi 16. okt. 1919. Jóhannes Jónsson. í haust var mjer undirritaðri dreginn hvítur lamb- * hrútur, sem jeg á ekki, en er með mínu marki: stýft, biti aftan hægra, sneitt og fjöður fram- an vinstra. Rjettur eigandi iambsins gefi sig fram sem fyrst og vitji til mín andvirðis þess að frá- dregnum kostnaði og semji við mig um markið. Grund í Eyjafirði, 17. okt. 1919. R&sa Ingimarsdóttir. Prentsmiðja Björns Jónssonnr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.