Dagur - 22.10.1919, Blaðsíða 1

Dagur - 22.10.1919, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út einusinní i viku. Árgangurinn kostar 3 kr. Gjalddagi 1. júli. Ritstjóri: ingimar Eýdal AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. II. ár. Akureyri, 22. október 1919. Kappleikurinn. Tíðrætt verður mönnum um kosningarnar í Eyja- fjarðarsýslu. Andstæðingar fyrverandi þingmanna kjör- dæmisins munu telja vonlítið eða vonlaust um að það takist að fella Stefán í Fagraskógi, en aftur á móti hafa þeir einhverja vonarglætu um að geta brugðið fæti fyrir Einar á Eyrarlandi, svo að honum verði ekki framar þingsetu auðið. Bírni Líndal er ætlað að verða þúfan, sem veltir því hlassi, þess vegna er nú megin áherslan Iögð á það að afla hon- um fylgis. Hann er maður vel máli farinn, og fylgis- menn hans vona, að með mælskunni takist honum að vinna hylli kjósenda á þingmálafundum. Auðvitað er mælskan góður þingmannskostur, en hinu mega kjósendur þó síst gleyma, að skoðanir og stefna eiga mestu að ráða. En um stefnu Líndals þurfa sam- vinnumenn ekki að vera í vafa. í því efni er mönn um óhætt að treysta gamla spakmælinu: »Segðu mjer hverja þú umgengst, og jeg skal segja þjer hver þú ert.« Enginn skýhnoðri efasemdanna skyggir á þá vissu, að æstustu mótstöðumenn samvinnunnar eru óðfúsir eftir því að bola Emari á Eyra'landi frá þing- setu og koma Líndal að í hans stað. Kappleikurinn, sem nú verður háður í Eyjafjarðarsýslu, verður því um það, hvort Einar á Eyrariandi eða Björn Líndal eigi að fara á þing, eða öllu heldur um það, hvort ofan á verði samvinnumaður. eða samvinnuandstæð- ingur. Sje gert ráð fyrir að þessi kappleikur fari fram á heilbrigðum grundvelli, ættu allir þeir, er í sam- vinnufjelagi eru, að kjósa Einar, eu hir.ir, sem eru á bandi þeirra kaupmanna, er ailan samvinnufjelags- skap vilja feigan, að kjósa Líndal. Þeir satnvinnu- menn, sem hann kjósa, bregðast því skyldu sinni um Ieið og þeir gerast samherjar kaupmanna gegn samvinnunni. Víst er um það, að samvinnumenn eru í meiri hluta í umræddu kjördæmi, og ætti því kosning Ein- ars á Eyrarlandi að'vera viss, ef þeir halda saman. Þetta vita andstæðingarnir, þess vegna reyna þeir eftir megni að hafa áhríf á þá samvinnumenn, er þeir telja lítilsiglda og telja þeim trú um, að jafnvei báðir fyrverandl þingmenn kjördæmisins, Stefán og Einar, sjeu liðljettir bjálfar, sem kjördæminu sje vansæmd í að hafa á þingi. Öðru máli sje að gegria með þá Líndal og Pál Bergsson; komist þeir á þing, þá renni upp sól og sumar yfir þetta kalda land. Sólskinið og sumardýrðin er vitanlega í því fólgin að ganga á milli bols og höfuðs samvinnustefnunnar, en auðvit- að er vandlega varast að hafa orð á því. Pað setn hjer er mælt, er ekki í því skyni gert að kasta neinni rýrð á mennina Björn Líndal og Pál Bergsson; best að andstæðingarnir sjeu einir um þann leik. Eyfirskum kjósendum er aðeins ráðið til að kjósa ekki Líndal og Pál vegna þeirrar stefnu, er þeir hljóta að vera samgrónir Næstu kosningar verða góður prófsteinn á þroska samvinnumanna hjer í Eyjafjarðarsýslu. Einmitt þar hefir kaupfjelagsskapurinn og samvinnuhugurinn ver- ið talinn standa föstustum fótum hjer á landi. Vart er hugsandi að óvinir samvinnustefnunnar eigi því að fagna að kosningunum afstöðnum, að sá orðróm- ur hafi verið á sandi bygður. Pað er á valdi sam- vinnumanna sjálfra hvort svo verður. Bolsjevíkarnir. Margir og misjafnir eru dómar manna um stjórn- arbyltingarmennina rússnesku. Flestir eru þeir harð- ir. Peir eru dæmdir sem hinir verstu morðvargar og ræningjar, sem enga hugsjón eigi aðra en þá að brjóta niður allar menningarmenjar fyrirrennara sinna og eta upp alt, sem til er í landinu og hægt er að . eyða. íslensku blöðin taka flest í þenna strenginn. Pau ( flytja hroðasögur af aðförum Bolsjevíka og telja, að menningu allri standi mikil hælta af bolsjevíkastefn- unni. Pað jafnvel talin siðferðisskylda vesturþjóð- anna að fara krossferð gegn Bolsjevíkum. Pað er erfitt að gera sjer Ijóst, hvað er að gerast í Rússlandi; en þó má sjá nokkurnveginn í hendi sjer, að Bolsjevíkar gera eitthvað meira en að jeta. Pegar þeir náðu völdunr, var skortur á öllum nauð- synjum í landinu, framleiðsla öll og samgöngur í ólagi og víða (t. d. í Pjetursborg) var verulegur sultur. Síðan hafa þeir orðið að heyja t þrefalda baráttu: við erlendar þjóðir, við gagnbyltingarmenn innanlands og við skrílinn, sem unair forustu ýmsra ævintýramanna geiir uppreistir á ýmsum stöðum og reynir að ræna og rupla eftir megni. Þó halda Bolsjevíkar enn völdum í Rússlandi, en það gætu þeir ekki, ef þeir hefðu aldrei gert annað en að sukka og svalla. Pegar dæma skal bolsjevíkastefnutia. er margs að gæta, fyrst og fremst þess, að næstum allar fregnir frá Rússlandi berast frá óvinum Bolsjevíka, sem umkringja þá á alla vegu. í öðru lagi er þess að gæta, að öll hryðjuverk, sem unnin eru í Rússlandi, eru eignuð Bolsjevíkum, þótt mikill hluti þeirra sje unnin af mönnum, sem enga stefnu þekkja, hvorki bolsjevíkastefnu nje aðra; með öðrum örðum: af aumasta og argasta skríl. Til þess að verjast gagnbyltingarmönnum og stjórnleysingjum, hafa Bolsjevíkar orðið að beita hinni mestu hörku og miskunnarleysi líkt og frönsku stjórnarbyltingarmennirnir; annars myndu þeir hafa mist völdin fyrir löngu. En hvað hefði þá tekið við? Pað veit enginn. Pað hefir jafnan reynst svo, að stefna (hugsjón) og framkvæmd þeirrar hugsjónar er nokkuð sitt hvað. Margir þeir, sem skipa sjer undir merki stefnunnar, skilja hana ekki, síst til fulls. Aðrir skilja hana að vísu, en eru eigi vaxnir því að koma henni í fram- kvæmd. Og enn aðrir skipa sjer undir merki stefn- unnar aðeins til þess að ná völdum eða komast sjálfir einhvernveginn áfram. Pví er það, að þeir, sem framkvæma, fara oftast aðrar leiðir en hug- ^jónamennirnir ætlast til. Átakanlegasta dæmi þess er Kristindómurinn. Fiest hugsanleg hryðjuverk hafa verið unnin í hans nafni, og dettur þó víst engum heilvita manni í hug að saka stefnu Kristninnar um það. Sá dómur um Kristnina, sem aðeins væri bygður á breytni kristinna manna gagnvart áhang- endum annara trúarflokka eða á aðförum kristinnat kirkju á miðöldunum gagnvart »trúvillingunum«, yrði í meira lagi ósanngjarn. Pað væri og lítið vit í því, ef dæma ætti kenningu Mahomets eftir aðför- um Tyrkja í Vestmannaéyjum. I Með bolsjevíkahreyfinguna er alveg sama máli að 42. blað. PöKKUM innilega auðsýnda hlut- tekningu við fráfall og jarðarför Þórarins Jónassonar. Akureyri 16. Október 1919. Ekkja, börn og tengdabörn. HjARTANS þakkir þeim öllum fjær og nær, sem sýndu hluttekningu við jarðarför mannsins míns sáluga. Akureyri 22. okt. 1919. Anna Stephensen. gegna. Til þess að geta felt nokkurnveginn rjettan dó;n um hana, þarf að lesa rit allra hinna bestu rit- höfunda Bolsjcvíka. Og ekki nój með það; það þarf. að lesa þau i tjósi sögunnar, annars verða þau aldrei skilin rjett. Pað er vel hugsanlegt, að við þann lestur kæmust tnenn að þeirri niðurstöðu, að bolsjevíkahreyfingunni sje líkt háttað og siðbótahreyfingunni, sem þrátt fyrir fagrar og göfugar hugsjónir siðbótarmannanna leiddi af sjer þrjátíu ára stríðið og óteljandi önnur hryðjuverk. En hvað sem því líður, þá er það víst, að enginn getur ennþá felt rjettan dóm um bolsje- víkastefnuna. Það gerir sagan á sínum tíma. Víglundur. Símfregnir. Rvík 21. okt. Útlönd. Yfirráð þjóðbandalagsins samþykt ávarp hlutleysingja. Fyrstu málin, sem friðarstefnan vill að þjóðbandalagið taki á stefnuskrá sina, er víðtæk há- skólasamvinna allra þjóða, afnám hvítu þrælasölunnar og ópíumsnautnar. /nnanlands. Frambjóðendur í Reykjavík eru: Ólafur, Porvarður, forsætisráðherra, Sveinn Björnsson og Jakob Möller. í Mýrasýslu: Davíð á Arnbjarnar- læk og Pjetur í Hjörsey. í Dölum: Benedikt í Tjalda- nesi og Bjarni. í Barðastrandasýsiu: sra. Böðvar á Rafnseyri og Hákon. í Vestur-ísafjarðarsýslu: Kristinn Guðlaugsson og Ólafur Proppé. í Rangárvallasýslu: gömlu þingmennirnir, Guðmundur læknir, Gunnar frá Selalæk, Guðmundur á Núpi og Skúli á Móeiðar- hvoli. Gagnsóknarlaust í Skaftafellssýslum báðum, Vestmanneyjum, Borgarfjarðar- og Snæfellsnessýslum. Einar Arnórsson hefir sagt lausu prófessorsembætt- inu; kvað gangast fyrir- Morgunblaðsgullinu, enda rekur nú hver níðgreinin aðra þar. Páll E. Ólason ver doktorsritgerð hjer við háskól- ann á laugardaginn. [Frjettarítari Dags, Rvik.J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.