Dagur - 29.10.1919, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út einusinni i viku.
Árgangurinn kosiar 3 kr.
Gjalddagi 1. iúli.
AFGREIÐSLA
og innheimta hjá
Jóni P. Pór.
Norðurgötu 3. Talsimi 112.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
II. ár.
Morgunblaðið og þingmannaefni
Eyfirðinga.
Málgagn auðmannanna hefir ekki verið aðgerða-
laust að undanförnu. Eins og að líkindum lætur
ber það alþingiskosningarnar næstu fyrir brjóstinu.
Látlaust er blaðið að minnast á bændur og sam-
vinnuhreyfinguna og aldrei nema á eina lund. Að
dómi Morgunblaðsins er bændastjettin »vanfærasta
stjett* landsins og samvinnufjelögin okurhringir. Pað
fárast yfir því, hvað bændur selji kjötið háu verði.
»Hið háleita markmið samvinnustefnunnarc er í þess
munni útilokun frjálsrar samkepni og fullkomnun þess
markmiðs »einokun og ekkert annaðc.
Petta virðulega málgagn, Morgunblaðið, hefir nú
lagt nokkuð til málanna um næstu þingkosningar í
Eyjafjarðarsýslu. Ekki þarf að því að spyrja hvað það
leggur til þess máls: Björn Líndal og Páll Bergs-
son eru »góðirc frambjóðendur. »Takist Eyfirðing-
um að koma Páli og Líndal á þing, þá fá þeir
góða menn til að standa fyrir málum sínum.c seg-
ir Morgunblaðið; þeir sjeu »líklegir til þess að afla
kjördæminu virðingar og skipa sitt rúm á þingi með
sæmd.«
Við annan tón kveður, þegar blaðið minnist á
fyrverandi þingmenn kjördæmisins, Stefán og Einar;
segir blaðið, að það sje ekki heillavænlegt að kjósa
þá á þing, enda sjeu kjósendur orðnir þeim gram-
ir; þeir sjeu því lausir í sessi.
Engin heilabrot þarf til þess að skilja það, hvers-
vegna Morgunblaðið reynir að Ieggja þeim LÍndal og
Páli lið, hversvegna blaðið telur þá góð þingmanna-
efni og líklega þess að verða til sæmdar á Alþingi.
í þéss augum eru góðu þingmannskostirnir auðvit-
að fyrst og fremst í því fólgnir að þrengja að sam-
vinnufjelögunum, okurhringunum, sem það kallar,
og verjast því að »vanfærastac stjett Iandsins, bænda-
stjettin, eigi nokkuð verulega að segja á Iöggjafar-
samkomunni. Auðsýnilega gengur Morgunblaðið
þess ekki dulið, að kaupmanna- og auðmannaflokk-
urinn eigi dygga fylgismenn í þeim Líndal og Páli.
Pá þarf heldur ekki að því að spyrja, hví Morg-
unblaðið leggur á móti kosningu fyrv. þingmanna
Eyfirðinga og hyggur þá ekki heillavænlega til fram-
búðar. Pað veit það vel, að þeir eru trúir sam-
vinnumenn, og að þeir munu aldrei snúast á sveif
með Morgunblaðinu.
Hafi nokkur eyfirskur kjósandi verið í efa um
stefnu þeirra Líndals pg Páls, þá hlýtur Morgun-
blaðið nú að uppræta þann efa með ummælum sín-
um um kosningarnar í Eyjafirði. Eða treystist nokk-
ur til að halda því fram í alvöru, að málgagn kaup-
manna sje að berjast fyrir því að koma samvinnu-
mönnum á þing?
Svo girnilegir eru þeir Líndal og Páll í augum
Morgunblaðsins,- að það mælir kuldalega í garð
Jóns Stefánssonar vegna framboðs hans. Meira að
segja ræðst blaðið á Kristján á Tjörnum út af ímynd-
un sinni um það, að hann muni bjóða sig fram til
þingmenskujog kallar blaðið ®það »löstc, ef. hann
skyldi bjóða sig fram. Má af þessu marka póli-
tíska ást blaðsins til Líndals og P. B., þar sem það
Akureyri, 29. október 1919.
43. blað.
að dómi þess er orðið að »Iestic að bjóða sig fram
í sama kjördæmi og þeir.
Hvað sýnist nú eyfirskum kjósendum? Finst þeim
hyggilegt að greiða atkvæði sín þeim mönnum, sem
kaupmenn og Morgunblaðið mæla með, og gera
þannig sitt til að starfi Hallgríms Kristinssonar hjer
í Eyjafirði verði spilt?
Stendur samvinnumönuum ekki nær að leggja
kapp á það, að það umbótastarf beri sem bestan
árangur og kjósa sína fyrv. þingmenn, sem báðir
eru einlægir samvinnumenn?
Þessum, spurningum eiga kjósendur að svara 15.
nóv. næstkomandi.
skógi eigi ekki að endurkjósast, um hana verður
ekki sagt að hún sje neitt smásmíði; hún er hvorki
meira nje minna en það, að ef Stefán verði enn
kosinn, muni afleiðing þess verða sú, að hann stofni
til manndrápa. Enginn mun lá »kjósandac það, þó
að hann geti ekki felt sig við að kjósa Stefán á
þessum grundvelli! En á hinn bóginn munu marg-
ir líta svo á, að »eyfirskur kjósandic sje óþarflega
lífhræddur, og að hann muni fá að hafa höfuð sitt
fast við búkinn, jaínvel þó að Stefán i Fagraskógi
verði þingmaður áfram.
Gullkornið.
„Við, eplin.“
Á venjulegum tímum eru menn ósammála um
samvinnustefnuna. Margir halda því fram, að hún
sje einhver heilbrigðasta og blessunarríkasta hreyf-
ingin, sem fram hafi komið með þjóð vorri. Peim
fer og stöðugt fjölgandi, sem þessa skoðun hafa,
enda styður reynslan hana hvarvetna. Pó er til
flokkur manna, sem heldur hinu gagnstæða fram
og þarf ekki á það að benda, hverjir sjeu fyrirliðar
þessa flokks. Fylgismenn og andstæðingar berjast
um þessa stefnu — samvinnustefnuna, og eiga ýms-
ir þar högg í annars garði, Svona gengur þetta
allajafna, eu á sjerstökum tímamótum kemur skyndi-
leg breyting í Ijós — á yfirborðinu. Pessi tíma-
mót eru síðustu vikurnar á undan þingkosningum.
Pá keppast margir við að vera samvinnunienn i orði,
þó að þess hafi aldrei orðið vart áður, og þessir
nýju samvinnumenn hafi aldrei komið nálægt nein-
um samvinnu-fjelagsskap nje lagt honum nokkurt
liðsyrði fyr eða síðar.
Tvent er ábyggilegt i sambandi við þessa skyndi-
breytingu gagnvart samvinnustefnunni rjett fyrir
þingkosningar: í fyrsta lagi, að það er afar örðugt
að afla sjer kjörfylgis fyrir þann, sem ekki er sam-
vinnumaður, og er það aftur óræk sönnun þess,
hve samvinnuhreyfingin er orðin sterk og vinsæl
meðal kjósendanna, og í öðru lagi, að samvinnu-
hugurinn tollir ekki lengur í þessum nýgræðingum
samvinnunnar en rjett fram yfir kosningarnar — var
með öðrum orðum ekki annað en kosningabeita.
»Við, eplin.c sögðu hrossataðsköglarnir forðum.
Sitt að hvorum.
»Eyfirskur kjósandic ræðir um þingmenskuframboð
í Eyjafirði í síðasta tbl. íslendings. Ekki iíst hon-
um á það að kjósa fyrv. þingmenn aftur, og hefir
hann sitt við hvorn að athuga. Éinari á Eyrarlandi
finnur hann það til foráttu, að hann á þingi hafi
stundum verið á sama máli og sjálfstæðismenn, eða
ekki nógu /brœ/-bundinn Framsóknarflokksmaður; er
þetta, að Einar sje ekki flokksþræli, ærið nóg í aug-
um þessa kjósanda til þess, að hann eigi ekki fram-
ar að verða kosinn á þing. Pessi ástæða mun nú
mörgum virðast nokkuð veigalítil, 0ðru máli er
að gegna um ástæðuna fyrir því(i að Stefán í Fagra-
Pað mætti ætla, að þingmannaefni sjálfshagnaðar-
stefnunnar hjer í sýslu hefðu eitthvað verulegt að
segja í landsipálum — eitthvert program. Pað er
kunnugt, að eitt þingmannsefnið, Björn Líndal, er
álitinn vera með greindari mönnum, mælskur vel,
með talsvert fjölhæfa starfsreynslu að baki og áhuga-
maður um laridsmáls. Hafði jeg því og fleiri Ey-
firðingar vonast eftir, að hann myndi bregða upp
Ijósum og áhrifaríkum hugsjónum í landsmálum, sem
stuðningsblöð hans myndu halda á lofti og afla
honum fylgis með, meðal kjósenda.
En hvað skeður?
Stuðningsblöð hans, »Framc og »ísl.« hafa ekki
frá neinu að segja af þeim fundum, sem hann hef-
ir haldið, nema því einu, að hann mundi vilja koma
á ríkiseinkasölu á áfengi. — Það verður ekki ann-
að sjeð á báðum stuðningsblöðum hans, en þetta
sje aðalhugsjón hans, það, sem aðallega á afla hon-
um fylgis, auk persónulegra yfirburða hans. Margt
annað segi hann náttúrlega gott, en þetta sje dýr-
asta gullkornið. Aniiars hefðu blöðin ekki getið
um það eitt.
Og hvað felst svo í þessu gullkorni?
1. Einokun — sem sjálfshagnaðarstefnan hefir haft
einna fremst á stefnuskrá sinni. að berjast á
móti, — svo að hin frjálsa samkepni einstakl-
inganna geti á öllum sviðum gefið hinum
sterkasta (í flestum tilfellum þeim ríkasta) mest-
an ávöxt.
2. Andstaða vínbannsstefnunnar, stefnu, sem með
göfgi sinnar hugsjónar alstaðar um heim er að
vinna fylgi, og eftir þeirri sigurför að dæma,
er sú stefna fer nú víða, eru full líkindi fyrir,
að innan fárra ára leggi hún undir sig gjör-
vallan heiminn.
Petta er þá það, sem langfremsti maður sjálfs-
hagnaðarstefnunnar hjer hafði best að bjóða. Það
er að vísu í samræmi við stefnuna að því leyti, að
það er sprottið af sjálfsóskinni, en aðferðin, til að
koma þeirri sjálfsósk í framkvæmd, kemur í ræti
sínu algerlega íbága við stefnuna að öðru leyti.
Hann er gleggri og víðtækari grundvallarmismun-
urinn á sjálfshagnaðarstefnunni og samvinnustefn-
unni en yfirborðið sýnir, og ávextirnir munu fara
eftir því.
Sötvi.