Dagur - 29.10.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 29.10.1919, Blaðsíða 2
96 « DAOUR. Baðhús fyrir bæinn. Eitt af því, sem Akureyri þarfnast allra mest og sem allra fyrst, er gott, opinbert baðhús. Eins og flestir vita, er hreinlæti eitt aðalskilyrði fyrir góðri heilsu, enda er talsverðu fje og erfiði nu varið hvar- vetna, bæði til sveila og í kaupstöðum, til þess að hafa hrein húsakynni, hreint loft og hreinan klæðn- að. Menn vita nú betur en fyrir nokkrum tugum ára, að fjöldi hættulegra sjúkdóma, einkum húð- sjúkdóma, eiga upptök sín í eitrun, sem stafar ann- aðhvort af óhreinum mat eða drykk, stundum af óhreinu Iofti, en einnig og ekki sjaldnast af óhrein- um nærfatnaði og um leið óhreinum líkama, enda eru nú baðhús til á öllum heilsuhælum, sem bygð hafa verið og einnig í nokkrum húsum hinna efn- aðri manna, en því miður eru þau ekki til alstað- ar, og þau vanlar einmitt þar, sem þeirra er mest þörf, á heimilum fátæklinganna, en þeir eru ætíð fleiri en hinir efnuðu, og heilsa þeirra ekki minna verð; óþarfi að fjölyrða meira um þetta. Pað er öllum Ijóst, hvað mikið er í húfi, einkum þegar veikindi eða hættulegar farsóttir koma upp. Pá er of seint að sjá við þeirri hættu, en af skað- anum geta menn ef til vill lært að setja veikindun- um skorður, og af öllum meðulum til að verjast veikindum, eru heit og köld böð, eins og þau tíðk- ast víðast í útlöndum og sumstaðar hjer á landi, talin einna óbrigðulust, kostnaðarminst og best. Kostnaðurinn við að koma upp góðu baðhúsi, fer auðvitað eftir stærð þess, en það ætti ekki að vera örðugt fyrir kaupstaðinn, sem telur yfir 2000 íbúa, og á fjölda verklæginna manna, að koma upp sæmilegum kofa úr steini, klæddum innan með timbri, svo stórum að nægði bænum með segjum 6 — 8 baðkerum, fyrir einar 6 til 8 þús. kr. Jeg hygg, að hús, 5 metrar á hlið og 2]/2—3 m. á hæð, með tvöföldum veggjum 2 fet á þykt, steindu gólfi, 6— 7 baðkerum og stað fyrir ofn og vatnsgeymi, ætti ekki að fara langt fram yfir 6 þús. kr., þó vandað væri að öllu Ieyti, eða rúmum 3 krónum á hvern bæjarbúa. Peim krónum væri vel varið, og er votiandi að þcss verði ekki langt að bíða, að þær væri lagðar fram og húsið bygt, annaðhvort á kostnað bæjarins eða einstakra bæjarbúa, sem hafa vilja, dugnað og efni til þess. Bæjarbui. Lög frá Aiþingi 1919. 52. — — breyting á yfirsetukvennalögum, nr. 14, 22. okt. 1912. 53. — — skipun barnakennara og laun þeirra. 54. — — laun embættismanna. 55. — — stofnun lífeyrissjóðs fyrir embættismenn og um skyldu þeirra til að kaupa sjer geymdan lífeyri. f 56. — — ekkjutrygging embættismanna. 57. — — breytingu á lögum nr. 1, 3. jan. 1890, um lögreglusamþyktir fyrir kaupstaðina. 58. — — skrásetning skipa. 59. — — breytingar á siglingalögum ftá 30 nóv. 1914. 60. Frumvarp til stjórnarskrár konungsríkisins íslands, 61. Lög um hækkun á vörutolli. 62. — — breyting á lögum nr. 1, 2. jan. 1917, [Hækkún ráðherralaunaj. 63. — — húsagerð ríkisins. 64. — — breyting á 55. gr. laga nr. 16. 11. júlf 1911, um aukatekjur landssjóðs. 65. — — aðflutningsgjald af kolum. 66. — — breytingar á lögum nr. 30, 22. nóv. 1918, um bæjarstjórn á Siglufirði. 67. Fjárlög fyrir árin 1920 og 1921. «.■ 19 þingsályktunartillögur. I Kaupfjelag Eyfirðinga er nýkomið: JÁRNVARA ýmisleg, t. d. Taurúllur, Prímusar, Kjötvjelar og margt fleira. LEIRVARA. svo sem: Diskar, könnur, vatnsglös, sykurker og rjómakönnur og margt fleira. Ferðamenn atliugi, að sökum skólahaldsins í Skógum í Fnjóskadal frá miðjum nóvember n. k. og til apríl- loka verður þann tíma eigi tekið á móti ferðamönnum þar, nje þeiin veittur beini á einn eður annan hátt. *e/i»’19. Frœðslunefnd Hálshrepps. Páll V. Jónsson, verslunarstjóri hjer í bæ, andaðist í Reykjavík í gærkvöldi, eftir holskurð, er á honum var gerður. Leiðarþing og framboðsfundi hafa þingmenn Eyfirðinga hald- ið víðsvegar í kjördæminu undanfarna daga, byrjuðu á Siglufirði og enduðu í innfirðinum. Eftir frjettum af fundum þessum, hafa þeir farið friðsamlega fram, og kjósendur tekið þingmönnum sínum vel. Frambjóðendurnir Björn Líndal og Páll Bergsson stofnuðu til fundar á Siglufirði og var þeim fundi nýlokið, er þingmennirnir komu þangað. Ennfremur voru þeir Líndal og Páll á fundum þeim, er þing- mennirnir boðuðu til á Litla-Arskógssandi og Dal- vík, en sfðan ekki, þar til þeir mættu á fundi á Grund í gær. En heyrst hefir að Líndal ætli hjer eftir að fara í slóð þingmannanna með fundahöld. M. J. Kristjánsson, þingmaður Akureyrar, er væntanlegur hingað til bæjarins með »fslandi« um næstu helgi Fáein börn geta enn komist að undirbúningskenslu við barnaskólann; verða að gefa sig fram strax við Steinþór Guðmundsson. Prjónles. Alsokka, hálfsokka og vetlinga kaupir VESLUN KRISTJÁN= SIGURÐSSONÆ Brúkaður ofn til sölu . hjá Kristjáni Helgasyni, Akureyri. Athugið! Sökum þess að 42. tbl. Frams þ. á. flytur ritgerð eftir B. P. á Siglufirði, sem að dæmi verkfræðinganna J. Porl. og G. Hlíðd. kveður húshitun með rafmagni ómögulega nú og um langa tíð vegna kostnaðarins og um leið fordæmir það mál í bráðina, þá mun undirritaður gefa mönnum hjer í bæ kost á að heyra rökstuddan fyrirlestur um þetta efni nú um næstu helgi, ef möguleg er að fá Samkomuhús bæjarins, annars hið allra fyrsta er kringumstæður leyfa. Akureyri, 29. okt. 1919. F. B. Arngrímsson. úr svörtum spansreir, VClloVI |J<8.9 mcð tveimur silfurhólk- um, tapaðist nú fyrir skömmu á leið frá Akureyri út að Moldhaugum. Finnandi beðinn að skila til ritstj. þessa blaðs, gegn góðum fundarlaunum. Fjármark undirritaðs er: sneiðrifað framan hægra og stýft vinstra. Arni Kr. Jakobsson Skriðutandi í Aðaldœlahreppi. Auglýsing. Mjer undirrituðum hefir verið dregið lamb í haust með mínu marki — blaðstýít traman hægra og biti framan vinstra, sem jeg tel mig ekkí eiga. Rjettur eigandi vitji andvirðis þess, að frádregn- um áföllnum kostnaði, til mín, og semji um markið. Vatnsenda í Eyjafirði 27. okt. 1919. Viktor A. Kristjánsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar- f

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.