Dagur - 24.12.1919, Blaðsíða 1

Dagur - 24.12.1919, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út einusinní i viku. Árgangurinn kostar 3 kr. Gjalddagi 1. iúlí. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni Þ. Þór. Norðurgötu 3. Talsími 112. Ritstjóri: Ingimar Eydal. II. ár. Akureyri, 24. desember 1919. 51. blað. Faðmur kærleikans. Lífsskoðun kristinVia manna er á því bygð, að fyrir utan þennan sýnilega heim sje annar ósýnilegur og dularfullur, skipaður englum og öndum. í þeim heimi sje hann, sem ræður tilverunni allri, — faðir andanna, upphaf og orsök lífsins, faðir drottins vors Jesú Krists og faðir vor. Þessi andans heimur sje hinum sýnilega heimi jafn- verulegur. Hann standi öllum opinn, er þangað vilji snúa huga sínum, og þar sje auðlegð svo mikil, er hverjum manni standi til boða, að gull og silfur hins sýnilega heims sje í samanburði við það eins og engis vert fyk eða gróm. Um þennan andans heim hafa menn haft hugboð frá upphafi vega, misjafnlega glögt vitaskuld, en hug- boð samt, því allir hafa þeir haft einhvern guðdóm og á einhvern hátt leitast við að komast í samband við hann. Enginn hefir sagt oss jafn-greinilega af honum og hann, sem vjer nú^ höldum jól. í honum birtist dýrð hins ósýnilega heims með Ijóma svo miklum ' °g fegurð, að nafnið hans er öllum nöfnum ofarog fyrir honum beygja mennirnir knje í tilbeiðslu og lotningu. Um fram alla aðra, sem lifað hafa, nefnum vjer hann frelsara. Meðal annars frelsar hann hvern þann, sem gefur orðum hans nokkurn gaum, frá þeim hje- góma að álíta, að ékkert sje til nema þessi sýnilega hlið tilverunnar og lífið ekkert annað en þessi skamm- vinna stundar-dvöl í jarðneskum heimkynnum. Návistar ósýnilegs föður varð hann var á öllum vegum sínum. Heimslífið alt og rás viðburðanna fanst honum hvíla í hans sterku örmum. Honum fól hann sjálfan sig við hvert fótmál. í hans hendur gaf hann upp andann í dauðanum. Um hersveitir engla vissi hann, er væri til taks að þjóna honum. Aldrei ör- vænti hann um sigur sannleikans, eða þess erindis, er hann var kominn til að flytja. Hann var sjálfsagð- ur í huga hans eins og vilji föður hans varsjálfsagður. En mönnum öll heill undir því komin þessa heims og annars, að gefa sig sannleikanum á vald um leið og raust hans hljómar í sálum þeirra og gjörast þjónar hans í einlægni og trúmensku. Eftir því, sem ofsóknirnar hörðnuðu og misskiln- ingurinn óx, þrýsti hann sjer fastar og faslar inn í faðm síns himneska föður. Eftir því, sem vinunum fækkaði í kring um hann, var hann betur studdur eilífum örmum föðurkærleikatis. Aldrei var örugg- leikinn, friðurinn, kærleiksljóminn meiri yfir honum en við síðustu kveldmáltíð. Þá vissi hann þó gfögt, að innan fárra stunda myndi þessir einustu vinir hneykslast og skilja hann aleinan éftir i hinstu bar- áttu. — Öllu er óhætt. Tilveran öll hvílir í sterkum þrái og óttast um, — öllu er óhætt, jeg þarf engu að kvíða. Valdið, sem öllu stýrir, höndín dularfulla, sem heldur um stjórnarvölinn, er kærleikshönd, sem alt viil frelsa og öllu bjarga. Inn í þenna faðm kærleikans, sem Jesús sýndi og treysti, vil jeg þrýsta mjer á þessum jólum eins og hann, og vera glaður, öruggur og ókvíðinn. Mál- efni sannleikans veit jeg vel borgið. En að elska hann héitara og heitara, sýna honum meiri og meiri trúmensku, en aldrei fals nje svik og vera viljugri og viljugri að eyða lífi og kröftum í þjónustu hans, — það vil jeg biðja hann að kenna mjer betur og betur, fielsarann blessaða, sem fæddist á jólum. í fjallshlíðinni, sem að mjer snýr, er veíur, fönn og frostnepja. En hinumegin fjalls er sumardýrð eilífs lífs. Bráðum er jeg kominn yfir fjallið. Þú, sem liefir leitt mig og stutt frá æsku, spor fyrir spor frarn á þenna dag, — hjálpa þú með áfangann, sem eftir er. (Úr »Breiðabl« IV. 7.) Skattfrelsi samvinnufjelaga. [Niðurlag.] Nú víkur sögunni að kaupfjelögunum, og er hjer átt við með því nafni þau samvinnufjelög, er hafa opna búð alt árið, selja með dagsverði kaupmanna, og úthluta ágóðanum um áramót. Venjulega skifta þessi fjelög víð utanfjelagsmenn að einhverju Ieyti, en vitanlega er sá hluti af viðskiftamagni þeirra næsta lítill, í samanburði við veltu fjelagsmanna. Samt eru þessi viðskifti utanfjelagsmanna talin ein af ástæðum fyrir því, að kaupfjelögin verði að bera skatt, eins og kaupmenn. Þar að auki er vitanlega færð fram sú ástæða, að þar sem dagsverð slíkra fjelaga sje hið sama yfirleitt og hjá kaupmönnum á þeim stað, þá beri fjelaginu að borga öll gjöld jafnt þeim. Sú mun og vera reyndin á, að ekkert af slíkutn fjelögum hefir reynt að hliðra sjer hjá þessum gjöldum. Eru það þó engar smáræðis upphæðir, sem slík fjelög greiða í sveitarsjóð, þegar tekið er tillit til þess, að mest- allur þessi skattur er ranglega tekinn af þeim, eins og nú skulu leidd frekari rölc að. Svo er að sjá, sem þeir menn, er telja kaupfjelög skattskyld, hafi ekki veitt því eftirtekt, að í raun og veru er alls enginn eðlismunur á pöntunar- og kaup- fjelöguqi. Bæði úthluta vörum til fjelagsmanna með sannvirði. Annað lætur sannvirðið koma í ljós undir eins og varati er afhent, hitt um hver áramót, þeg- ar fjelagsmönnum er gefinn fullnaðarreikning- ur. Kaupfjelagið græðir í raun og veru ekki vit- und fyrir sig sjálft fremur en pöntunarfjelagið. Það á þess vegna að vera háð sömu lögum, og engan skatt að gjalda af verslun fje- lagsmanna. Þessu til skýringar skal taka einfalt dæmi, Gerum að í einum kaupstað sje viðskiftamagnið ein miljón króna. Par sjeu aðeins tvær verslanir, annað kauþ- maður, hitt kaupfjelag og skiftist veltan jafnt á milli. kærleiksörmnm eilífrar forsjónar. Öllu, sem jeg elska, I Nú er allmikil reynsla fengin fyrir því, að kaupmenn leggja á hjer um bil 10°/o í smásölu, fram yfir það sem kalla má óhjákvæmilega viðbót fyrir skiftingar- kostnaði. Nú á tímum er álagning þeirra að vísu mörgum sinnum hærri, vegna viðskiftateppu og neyð- ar almennings. En fyrir stríðið var það þrautreynt, þar sem samvinnufjelög höfðu starfað um stund, að fjelagsmenn spöruðu tíunda hlut af útgjöldum fyrir heimilisþarfir, miðað við meðal-kaupmanna- skifti. Samkvæmt þessu myndi umræddur kaupmað- ur fá í gróða (fyrir utan laun sín og annara nauð- synlegra starfsmanna við verslunina og annan óhjá- kvæmilegan kostnað) fimtíu þúsund krónur. Jafnmikil upphæð kæmi til skifta í kaupfjelaginu, milli fjelags- manna. Þá eru þeir búnir að fá vörur sínar með sannvirði, hvorki meira nje minna, alveg eins og þeir hefðu haft pöntunarfyrirkomulagið. Allir sjá nú aðstöðumuninn. Kaupmaðurinn á sín 50 þúsund s j á 1 f u r. Sú upphæð er að vísu kom- in í vasa hans frá viðskiftamönnunum, en þeir hafa afsalað sjer eignarrjettinum til kaupmannsins. Þjóðfje- lagið eitt getur krafist nokkurs hluta af gróðanum, í skatt. Og þar sem af svo miklu er að taka, hrein- um ágóða, fram yfir sanngjarnt verkkaup, þá er ein- sætt að hlutaðeigandi þarf ekki að kvarta um að illa sje með hann farið. Kaupfjelagið borgar fyrst allan kostnað við versl- unarreksturinn, mannahald, húskostnað, vexti o. s. frv. En það hverfur ekki inn til stofnunarinnar. Það er ekki hennar eign heldur viðskiftamannanna, sem ef til vill eru dreifðir um víðáttumikið hjerað. Þeir hafa aðeins ofborgað vöru sína I bili, til að útvega fjelaginu rekstursfje, eins og einn erlendur ráðherra hefir komist að orði í varnarræðu fyrir skattfrelsi kaupfjelaganna. , Það er skylt, samkvæmt anda og lögum sámvinnu- fjelaga, að skila þessum arði til rjettra eigenda. Þá á fjelagið engan gróða eftir. Það hefir, eins og pöntunarfjelagið, afhent vöruna með sannvirði og befir í raun og veru ekkert að borga skatta með, nema með því að taka fje af fjelagsmönnum, se m þeir hafa geymt í fjelaginu part úr ári. En.nú kunna menn að segja, að þó að bæði pöntunarfjelags og kaupfjelagsverslun eigi að vera skattfrjáls, inn á v i ð, það sem nær ti! fjelagsmanna sjálfra, þá sjeu þó eftir viðskifti utanfjelagsmanna. Á þeim græði fjelagið og fjelagsmenn. Og af þeim verði þó að borga skatt. Og þetta er alveg rjett. Skifti utanfjelagsmanna eru það eina hálmstrá, sem skattlagning samvinnufjelaga hvílir á. En þar sem venjulega er um sáralitlar fjárhæðir að gera, þá er alveg fráleitt, að láta þær rjettlæta skattlagningu á aðrar miklu stærri upphæðir, sem ekki koma málinu við. Segjum t. d. að áðurnefnt kaupfjelag hafi 20 þús. kr. í veltu fyrir skifti utanfjelagsmanna. Það væri V2B hluti af þeirri upphæð, sem Úagt var á. í stað þess hefði átt að leggja á þennan V2^ hluta samskonar skatt og á kaupmanninn, af því að um samskonar gróða var að ræða. En heldur ekki meira. Af því setn að framan er sagt, virðist einsætt, hver er hin rjetta leið í skattamáli þessu. Samkvæmt er- lendri og íslenskri rjettarvenju, eiu pöntunarfjelög skattfrjáls, af því þau safna ekki fjársjóðum sjálf. Sláturfjelög, rjómabú og önnur slík sölufjelög eiga að lúta sömu reglu. Ennfremur landsverslun. Þá eru eftir kaupfjelögin. Sjeu þau bygð á hreinum sam-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.