Dagur


Dagur - 24.12.1919, Qupperneq 2

Dagur - 24.12.1919, Qupperneq 2
114 DAOUR. vinnugrundve'li, starfa þau nákvæmlega á sama hátt og pöntunarfielögin, að því er snertir fjeiagsmenn, svo sem færð hafa verið rök að hjer að framan. Pau eiga því lika að vera skattfrjáls, bæði til sveitar- og landssjóðs, að því er snertir verslun fjelagsmanna. En af verslun utanfjelagsmanna eiga þau að greiða öll lögmæt gjöld, eins og einstakir fjelagsmenn eða hlutafjelög. Auðvaldið erlendis er að reyna að færa sig upp á skaftið við samvinnustefnuna, að því er snertir tekjuskati. Hægrimenn í Danmörku vilja óvægir skattleggja öll samvinnufjelög, en þar er mál þeirra því nær vonlaust, enn sem komið er. I Englandi er baráttan harðari. Auðvaldið þar magnaðra og ræður nærfelt yfir öllum blöðum landsins og þar með þingi og stjórn. Yfirgangur enskra hægrimanna í skrttamál. um og fleiru, hefír orðið til þess, að enskir samvinnu- menn vinna nú af alefli að því að gera hreyfinguna að sjálfstæðum stjórnmálaflokki. Peir telja þetta óhjá- kvæmilega sjálfsvörn. Auðvaldið svítist einskis og af því það sje alvoldugt, bæði í fjármálum og stjórn- málum landsins, geti samvinnustefnunni orðið það mikill hnekkir, ef hún ekki verjist með sömu vopn- um, eins og andstæðingar hennar nota í sókninni. Fyrir margra hluta sakir standa íslendingar vel að vígi með að gera ísland að forgangslandi á sam- vinnusviðinu. Veldur því hin jafna alþýðumentun okkar, og það, að auðvaldið er enn á bernskustigi, þó að einsætt sje hvert stefnir. íslenskir samvinnu- menn ættu að láta löggjöfina skera úr því sem fyrst, hvort tiltækilegt þykir að brjóta forna og viðurkenda rjettarvenju um skattgjald samvinnufjelaga. Færi betur á að láta rökrjetta og heilbrigða hugsun ráða. Úr því pöntunarfjelögin eru viðurkend sem skattfrjáls, er ekki annars kostur, en að láta regluna ná til ann- ara fjelaga, sem bygð eru á sama grundvelli, svo sem nútíma kaupfjelaga. Samhliða því yrði að hafa nákvæmt bókhald um verslun utanfjelagsmanna, ti| þess að sá hluti viðskiftanna beri rjettmæta skattbyrði. En þeim til huggunar, sem telja eftir skattfrelsi fje- laganna, má benda á það, að ef fjelögin gjalda með þessum hætti minna til almennra þarfa en kaupmenn, þá verða viðskiftamennirnir hver fyrir sig því betur færir til að bera byrðar þjóðfjelagsins. Meira ljós. Mönnum rr nú einhvernveginn svo farið, að þeim líður ekki vel, nema þeir fái notið hæfilegs Ijóss. Myrkrið er óvinur vor mannanna, eða ef til vill væri rjettara að segja að mennirnir væru óvinir myrkurs- ins. Til þess að verjast myrkrinu kveikjum við Ijós, það er vopnið, er við beitum gegn þessum óvini. Akureyrarbúar eru sama marki brendir og aðrir menn með Ijósþrána, okkur langar til að það sje bjart í kringum okkur, ekki síst á jólunum. Á þeirri stórhátíð lýsum við upp híbýli okkar eftir bestu föngum, kveikjum á öllum olíulömpunum og kertunum. Við skulum því gera ráð fyr'r að inni í húsunum sje dágóð birta, en þegar út úr hús dyrunum kemur, þá tekur við — myrkrið, nema þessa stuttu stund, sem dagsbirtan er. Vetur eflir vetur höfum við orðið að þreifa okk- ur áfram i myrkrinu, jól eftir jól hafa verið dinim utan húss, nema þegar blessað tunglið hefir miskun- að sig yfir okkur, en það lætur nú ekki á sjer bera um þessi jól af góðum og gildum ástæðum. En hver veit nema að nú sje komið að ljóstíma- mótum í sögu þessa bæjar? Petta verði síðasta jóla- myrkrið, er við höfum af að segja; um næstu jól verði bærinn lýatur utan húss og innan af nýjum ljósgjafa — rafmagni. f Líklega veltur hjer mest á dugnaði bæjarstjórans og áhuga, og geti hann komið raflýsingarmálinu í verulega framkvæmd á næsta ári, þá hefir hann ekki til einskis komið hingað til bæjarins. En >ljós utan hita er helvítis kvöU, kvað Orundt- vig gamli, Hann skar aldrei utan af því, karlinn. Hinar heimsfrægu „Singer“-saumavjelar fást í Kaupfjelagi Eyfirðinga. Hitann verðum við að fá líka, sje þess nokkur kostur. Já, við viljum og þurfum að hafa bjart umhverfis okkur á jólunum. En væri þá ekki líka nauðsyn á því að hugleiða forna spakmælið: »Gætið þess, að Ijósið í sálum ykkar sje ekki myrkur«. Nóttin helga. Nóttin helga nálgast óðum náðarrík og há. Kveikt skal nú á kertunum, sem kotið mitt á. Kveikt skal nú á kertum öllum, kæra barnið mitt. Björt og hlý skal baðstofan sem brosið Ijúfa þitt. Björt og hlý er baðstofan og brjóstið undur-rótt. Jeg vil hreinsa og helga drotni hjarta mitt í nótt. Jeg vil hreinsa og helga bæði huga minn og sál. Hvergi finnist kærleiksleysi, kuldi eða bál. Hvergi finnist kærleiksleysi, hvergi gremjuský. Sál mín, rís! úr sora og fjötrum sigurglöð og ný! Sál mín rís! Ó, hef þig hærra, himni mót og sól! Skapa þjer og einnig öðrum ylrík, blessuð jól. María fóhannsdóttir. (Jólabl. fjel. »Stjarnan í Austri* 1919.) Jón Norðmann slaghörpuleikari andaðist í Reyxjavík 11. þ. m. eftir þunga legu í taugaveiki, er að síðustu snerist upp í lungnabólgu. Hann varð rúml. 22 ára gamall. »Lengra líf hefði getað gert hann að meiri manni, aldrei betri.« Alþýðufræðsla Stúdentafjelagsins. Valdemar Steffensen læknir hjelt fyrirlestur á sunnu- daginn var um dulvisi og læknvisindi. Fyrirlestur- inn var of vísindalegur til þess að vera fullkomlega við alþýðuhæfi. Prír Jónar. Eins og áður hefir verið getið I þessu blaði voru 100 ár liðin frá fæðingu s'ráldsins Jóns Thoroddsen 5. okt. sl. En 17. ág. þ. á. voru einnig liðin 100 ár frá fæðingu Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara, og 21. okt. s. á. var ein öld liðin frá láti síra Jóns Porlákssonar skálds á Bægisá. Allra þessara manna er að nokkru getið í síðasta hefti Skírnis. Sig. Quð- mundsson mag. ritar um Jón Thoroddsen, frú Theó- dóra Thoroddsen minnist Jóns Arnasonar, en próf. Cuðtn. Finnbogason skrifar um Jón Porláksson. Messur um hátíðarnar verða sem hjer segir: Aðfangadagskvöld, Akureyri kl. 6 e. h. Jóladaginn, Akureyri kl. 10 f. h. Lögmannshlíð kl. 1 e. h. Annan i Jólum, Munkaþverá kl. 12 á hádegi. Grund kl. 3 e. h. Priðja i fólum, Möðruvöllum kl. 12 á hádegi. Sunnud. milli Jóla og Nýárs, Hólum kl. 12. á hád. Gamlárskvöld, Akureyri kl. 6 e. h. Nýársdag, Akureyri kl. 10 f. h. Lögmannshlíð kl. 1 e. h. Jólablað fjelagsins »Stjarnan í austri«. Pað er alt að 100 blaðsíður í stóru broti; útgáfan mjög vönduð; efnið margbreytilegt, þó að alt hnigi það í sömu átt. Sig. Kr. Pjetursson er ritstjórinn, og leggur hann mest til ritsins. í blaðinu er mikið af Ijóðum, flest eftir Maríu Jóhannsdóttur. Pað kostar I krónu; óheyrilega lágt verð; fæst hjá bóksölunum. Jólablaðið er einkar vel fallið til lesturs á jólun- um og þó að vísu á öllum tímum jafnt. Peir, sem láta undir höfuð leggjast að lesa það, fara margs góðs á mis. Ógildir peningaseðlar. Kristjárt konungur gaf út tilk. 20. okt. sl. um ógilding þessara dönsku seðla síðasta jan, n. k.: Fjólulitir 50 kr. seðlar, útgefnir samkv. tilk. 25. okt. 1883 og 21. apr. 1904. Gráir 10 kr. seðlar, útg. samkv. tilk. 27. maí 1891 og 21. apr. 1904. Grábláir 5 kr. seðlar, útg. samkv. tílk. 10. sept. 1898 og 21. apr. 1904. Dökkrauðir krónuseðlar (oft nefndir »kaffirótarseðlar« hjer á landi), útg. samkv. tilk. 15. ág. 1914. Ef nokkrir eru eigendur slíkra seðla hjer á landi, ættu þeir að skifta þeim hið bráðasta. dýrir garðávextir. í síðasta mánuði var Degi skrifað frá Jótlandi, að Heiðafjelagið danska seldi kartöflutunnuna (100 kg.) á 10 krónur, ef keypt væri aðeins 1 tunna, en ekki nema 7 kr. ef keyptar væru 3 tunnur og þar yfir. Rófur seldi fjelagið á 3 kr. tunnuna. Mikill er munurinn á verði þessara vara hjer á íslandi og Danmörku. Athugið: Af því að allur þorri unga fólksins hjer í bæ hefir hvað eftir annað sýnt, að það vill heldur sækja »bíó«, skrfpaleiki, tombólur og dansa en að hlusta á fyrir- lestra mína, þó um eitt hið mesta velferðarmál ís- lands sje að ræða, og af því að heldri menn bæjar- ins hafa ei heldur beðið mig að flytja neinn fyrir- lestur hjer í bæ að svo stöddu, svo fresta jeg fyrir- lestrinum um húshitun og heilsu, þar til ungir jafnt sem eldri hafa satt sig á »bió«, áfengi vindlum og þesskonar sælgæti, og jeg hefi vissu fyrir því, að jeg þarf ekki að tala fyrir næstum tómu húsi, G I e ð i I e g jól! 22/i2 ’19 F. B. Arngrímsson. Mjög vandað MATARSTELL fæst í Kaupfjelagi Eyfirðinga. Prentsmiðja Björns Jónssonw,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.