Dagur - 04.05.1920, Blaðsíða 2

Dagur - 04.05.1920, Blaðsíða 2
6 DAGUR. tæpiega legið á hálsi fyrir það eftir á, þótt þeir hafi ef til vill ekki ratað það meðalhóf, sem nefndin hefir ætlast til. | Pað verður því að teljast réft, að nefndin hefði fulltrúa með fullu úr- skurðarvaldi á 3 eða 4 helztu verzlun- arstöðum lársdsins utan Reykjavíkur. Rað mundi verða vinnusparnaður. Rað mundi gera aðstöðu manna svo jafna, sem föng eru á. Og það væri spor í áttina, til þess að tryggja það, að ráð- stöfun stjórnarinnar nái tilgangi sínum.' Dagur vill ennfremur vekja athygli manna á því, að bráða nauðsyn ber til þess, að skjóta loku fyrir alt okur, sem hugsanleg't er, að gæti átt sér stað í skjóli þessarar takmörkunar á inn- flutningi. Hann mun ekki, frekar en verið hefir, verða neinn sérstakur vinur fjárbrallsmanna eða þeirra kaupsýslu- manna, sem nota sér neyðina, til þess að fara dýpra í vasa þjóðarinnar, en góðu hófi gegnir. Væri honum ósárt þótt þeim mönnum, sem auðgast hafa á þann hátt, blæddi fyrst, ef þjóðinni þarf að blæða. í næstu köflum verður vikið að því, hver nauðsyn hefir borið til þessara ráðstafana, og á hvern hátt þjóðin get- ur drengilegast og skynsamlegast orðið við hverju, sem að höndum kann að bera. Útdráttur úr fiinifgerð fjórðungsþings U. M, F. Norðlendingafjórðungs. Þingið vir háð á Akuriyri, laujtr- daginn og sunnudaginn 17. og 18. ap- ríl 1920. í eftirgreindum málum voru gerðar þessar samþyktir helstar: 1. Skógrœktarmál. Þingið felur fjórðungsstjórn að aemja við »Ræktunarfélag Norðurlands«, um eftirlit með gróðrarreitum félaganna, eins og að undanförnu, og leiðbeiningar um nýja reiti. Ennfremur skorar þingið á félögin, að styðja að því, að ræktaðir verði runnar og tré heima við hvert heimili, og felur fjórðungsstjórninni að vera félögunum hjálpleg, með útvegun á plöntum o. fl., ef þau óska. Einnig samþykkir þingið að fela fjórð- ungsstjórn, að skora á skógræktarstjórn ríkisins, að gerðar verði ráðstafanir til að friða skógarleifar í Leyningshólum í Eyjafirði svo fljótt sem unt er. 2. Fyrirlestramál. Fjórðungsþingið felur fjórðungsstjórn- inni að skrifa félögunum innan fjórð- ungssambandsins og bjóða þeim að út- vega hæfan fyrirlesara næsta vetur. Hef- ir stjórnin heimild til að semja um borg- ún við slíkan mann, og hversu ferðum hans skuli hagað, en kostnað allan við fyrirlestrahaldið, dvöl og ferðir manns- ins greiði félögin. Ennfremur skal fjórðungsstjórn leita þess sérstaklega við þau félög utan Eyjafjarðar, sem í fjórðungssambandinu eru, að þau stuðli til þess, að fyriiiestr- ■«.. ....~Sí ar verði haldnir í nágrenni þeirra um ungmennafélög og sambönd þeirra, og heimili að verja til þess nokkru fé. Fé- lögum í Eyjafirði, sem ekki eru í sam- bandinu, skal gefin kostur á fyrirlesara með sömu kjörum og sambandsfélögum. Fjórðungsstjórn er heimilt að verja alt að kr. 150.00 til fyrirlestranna. Með skírskotun til erindis hr. Svein- björns Jónssonar, hér á þinginu, um húsabætur, samþykkir þingið að fela fjórðungsstjórn að gera þeim félögum hægt fyrir, er æskja fyrirlestra um húsá- bótamálið. 3. Iþróttamál. Var þar samþykt meðal annars svo- hljóðandi tillaga: íþróttamót fyrir fjórðunginn skal háð á komandi vori og sé U. M. F. Akur- eyrar falin forstaða mótsins. Fjórðungssamband veitir verðlaun fyr- ir þessar íþróttir: Glímur 1 v.l., hlaup 1 v.l., stökk 2 v.I., sund 2 v.L, eftir þar að lútandi reglugerð. 4. Tóbaksbindismát. Þingið skorar á ungmennafélögin að taka til rækilegrar íhugunar, hvernig helst verði unt að koma í veg fyrir tó- baksnotkun unglinga. Skulu félögin leggja tillögur sínar í þessu máli fram á næsta fjórðungsþingi. 5. Ýms mál. Þá voru til meðferðar: Fjórðungsmál, sambandsmál, fjárhagsmál o. fl. Fjórðungsstjórn til næsta árs var kosin: Fjórðungsstjóri, Árni Jóhannsson, Ak. Ritari, Jakob Frímannsson, — Féhirðir, Halldór Asgeirsson, — f. Frímannsson. Úti á þekju. Getur þú viðurkent það, leiari góð- ur, að til muni vera einhver mælikvarði fyrir breytni manna, sem sé sá eini rétti? Álítur þú ekki, að svo hljóti að vera, og áð farsæld mannanna sé kom- in undir því, að þeir miði alla breytni sína við þann mælikvarða? Hugsaðu þig nú vel um. Reyndu að' Iáta ekki neitt annað trufla þig á meðan. Þeir menn eiga svo gott, sem geta stöðvað sig í kapphlaupi tízkunnar, veraldarvan- ans og gróðagirninnar, þurkað af sér svitann, og sezt á stein undir hvelfingu himinsins, þar sem úlfaþytur heimsins nær ekki til þeirra. Þá er svo auðvelt að geta gefið sig á vald einhverju öðru en sjálfum sér; réttmætuin og ímynd- uðum þörfum sínum. Við skulum ekki gera ráð fyrir því, að þú megir vera að því, að sitja mjög lengi, heldur munir þú þurfa, að taka undir þig stökk á ný, svo þú verðir ekki allra manna síðastur í gröfina. En á meðan þú situr, þá reyndu að njóta stundarinnar á þann hátt, að þú leggir af herðum þér okið, sem slítur kröftum þínum daglega, og gefur þér engan stundlegan frið — ok áhyggj- anna fyrir veraldlegum hagsmunum þínum. Getir þú þetta, lesari góður, þá satn- gleðst eg þér. Það skiftir litlu máli, hvort umhverf- is þig er vorgróður eða vetrarfönn. Máttur lífsins og huggunarinnar er í eigin sál þinni, Pú verður lians var, þegar þú gefur þér tíma, til þess að skilja það, að þú ert kvistur á þeim lífsmeiði, sem aldrei verður höggvinn né í eld kastað. Er það ekki rökrétt hugsun, hvað sem trú og og tilfinningum líður, að alt, sem lifir, sé einnar og sömu ættar? Ert þú þá ekki háður höfundi tilver- unnar? Er ekki sál þín runnin úr upp- sprettu Iífsins, sem aldrei þrýtur? í vissunni um þetta er fólgin sú hugg- un, sem drepur öllum sorgum og á- hyggjum á dreif. Skilningur okkar á hlutdeild persónuleikans í tilverunni og samfélag sálnanna sviftir af augum okk- ar blæju sjónhverfinganna. Þá sjáum við, að hugsun okkar mannanna þarf að ná lengra en til hnífs og skeiðar. Ert þú ekki hissa á því, hvað við eyðum miklum tíma í agg og þras og hrindingar? Ætli okkur hafi ekki verið hugað eitthvert veglegra verk en það, að fljúgast á um lífsviðurværið og aia önn fyrir líkamanum, til þess svo að fara jafn fátæk og við komum? Eg er ekki að véfengja það, að okkur hafi verið ætiað að ala önn fyrir líkamanum. En okkilr er ætlað að hungra heldur, en að ala okkur á annara brauði, því lögmálsgreinin : »í sveita þíns anditis skaltu þíns brauðs neyta« gildir enn í dag. Já, ætlunarverkið hlýtur að vera eitt- hvað stærra og göfugra en það, að togast á um veraldargæðin og beita of- ríki hvor við annan eða bakferli og svikahnykkjum. Það getur ekki verið neitt hættulegt að trúa því, að andi okkar sé háður framþróunarlögmálinu, og að gröfin sé því ekkert takmark, heldur áfangastaður. Og ætlunarverkið sé þroskunin, lífsstarf okkar þroskaviðleitnin. Hér er fólgið það lífsgildi, sem menn- irnir þurfa alment, að koma auga á, ef ástandið í heiminum á að geta farið batnandi. Hér er lykiilinn að þeim leyndardómi og ráðning þeirrar gátu, sem lífið á jörðu hér er orðið. Hér í og hvergi annarsstaðar, er fólgin sá máttur, sem getur rutt öllum herköstul- nm um koll og svift af jörðunni þunga haturs og hefnigirni. Farsæld mannanna er að finna á veg- um þroskans. Ef við komum auga á þetta lífsgildi og þráin eftir þroskanum ber okkur á- leiðis, verður samvizkan vör við hverja minstu veilu í fari okkar. Lögbrot geta þá ekki átt sér stað án dómsáfellis. Þá getum við ekki breytt öðruvísi en eftir beztu samvizku. En er það ekki mælikvarðinn, sem spurt var um f upphafi þessa máls? Rottumálið. Af grein í síðasta tbl. íslendings má ráða svofeldar frekari upplýsingar um þetta mál: Tilgangurinn var í raun og veru sá, að bjarga rottunni — láta hana eigi týna lífinu — eins og sagt er í blað- inu, ekki þó á þann hátt, að láta hana hafa fæði, sem tæplega var von núna í dýrtíðinni. En það átti að bjarga henni á þann hátt að sleppa henni — á aðra. En vegna þess að rottan kunpi ekki að meta þetta veglyndi og fór — mót von — fram á ísinn, en ekki í grjót- stéttina, tókst bjargráðið svo ófimlega, að rottan hlaut ekki eingöngu bana, heldur gat ekki heitið, að það yrði á skaplegan hátt. Ekki gat eg haft eins mikla nautn af af því, að sjá viðureign hrafnanna og rottunnar eins og greinarhöf. í ísl., sem sést á því, hvað hann eyðir mörgum orðum um frækilega framgöngu rott- unnar og hreysti. Þesskonar yfirklór met eg að verðleikum. Riistj. A k u r e y r i. Dómur hefir fallið nýlega í vínbruggunarmáli. Er það nýlunda þess verð, að hennar sé getið. Lögreglustjórinn, herra Júlíus Havsteen, komst á snoðir um það, að maður einn hér í bæ væri að fást við þá iðju. Tók hann málið til rannsókn- ar og játaði maðurinn brot sitt fúslega. Kom í Ijós við rannsóknina, að hér var ekki að ræða um brot í stórum stíl né mikinn atvinnurekstur. Voru ástæður mannsins slíkar og málið á annan hátt svo vaxið, að hann slapp með einungis 200 kr. sekt. Áhöldin, sem notuð voru, eru ann- ars manns eign austur í Þingeyjarsýslu. Gerði lögreglustjóriun hér tafarlaust ráð- stafanir, til þess að þau séu gerð upp- læk. En þar kemur ' ti! kasta sýslu- mannsins í Þingeyjarsýslu. Pó seklarákvæðið væri í þessu til- felli svo lágt, er það erigin trygging fyrir því, að vægt verði íekið á, ef slík brot verða ítrekuð. Er ástæða til þess að festa það á ininnið, þegar bannlögunum bætist liðs- maður í hópi þeirra manna, sem eiga að bera þau fram til sigurs. Jarðarför Frímanníú sál. Kristjánsdóttur frá Baldursheimi fór fram frá sjúkrahúsinu s.l. laugardag kl. 12 á hádegi. Kíghóstinn mun nú vera því sem næst útdauður hér í bæ. Héraðslæknirinn telur að sýkingar-hættan muni vera því sein næst um garð gengin. Mörg börn hafa verið varin fyrir honum, þó hann hafi verið í nágrannahúsum og jafnvel í sama húsi. Hættulegastir kíghóstar- miðlar er fullorðið fólk, sem hefir eða þykist hafa haft hóstan áður, það fær hann svo vægan, að ekki þekkist frá kvefhósta fyr en um seinan. Verður aldrei of varlega farið í því efni. Nú er þessi leiði gestur að breiðast út í Þingeyjarsýslu. Úr ölluni áttum. Tíðarfarið. Alla vikuna hefir verið N. eða N.A. átt um alt land og í Færeyjum. Meira og ininna snjófall með nokkuru frosti á N. og A.-landi. Oftast bjartviðri á S.-landi en köld norðaustan átt. Loftvog hefir staðið hátt og stöðug. Afla yart kvað hafa orðið á Hjalteyri nú

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.