Dagur - 04.05.1920, Blaðsíða 4

Dagur - 04.05.1920, Blaðsíða 4
s DAGUi?. Reglugerð um peningaviðskifíi við útlönd. Samkvæmt heimild í bráðarbirgðalögum 15. apríl 1920, um viðauka við lög 8. marz 1920 um heimild fyrir landsstjórnina til að takmarka eða banna innflutn- ing á óþörfum varningi eru hér með sett eftirfarandi fyrirmæli um peningaviðskifti við útlönd. Adalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga verður haidinn á Akureyri Föstudaginn 2. Júlí 1920. Sambandsstjórnin. 1. gr. Viðskiftanefnd, sem akipuð var 11. marz þ. á., skal hafa eftirlit og íhlutunarrétt um peningaviðskifti hérlendra banka, fé- laga og einstakra manna við útlönd. 2. gr. Hérlendum bönkum er skylt að leggja undir úrskurð við- skiftanefndar allar greiðslur til útlanda, svo og að láta henni í té skýrslur þær og upplýsingar um peningaviðskifti við útlönd, sem hún kann að óska. 3. gr. Einstökum mönnum og félögum, sem selja vörur til útlanda, er skylt að láta viðskiftanefnd í té, er hún óskar þess, skýrslur um hvernig andvirði varanna er ráðstafað. 4. gr. Stofnunum, félögum og einstökum mö’/,num, sem ætla að senda peninga til útlanda í póstávísunum, bréfum eða bögglum er skylt að láta hlutaðeigandi póstafgreiðslumanni í té þær upplýsingar um peningasendingar, sem viðskiftanefnd kann að óska. Viðskiftanefnd getur, ef hún telur brýna nauðsyn til, stöðvað slíkar peningasendingar eða frestað þeim. 5. gr. Skipverjum á skipum sem héðan fara er bannað að taka peninga til flutnings til útlanda, og farþegum með skipum, sem héðan fara til útlanda er bannað að hafa meðferðis meiri pen- inga en nauðsynlegt er til ferðakostnaðar, nema samþykki við- skiftanefndarinnar komi til. Miðvikudaginn 12. maí næstkomandi verður opinbert uppboS haldið í Strandgötu 9 kl. 12 á hádegi og þar selt ef viðunan- legt boð fæst: Sófar, stólar, borð, speglar, bókaskápur, bókahillur, peninga- skápur, handkerra, vigtir og lóð, hjólhestur, Aladínslugt með tilheyrandi, málning, og rnargir fleiri eigulegir hlutir. Akureyri 24. apríl 1920. Kolbeinh Árnason. m b 7 i * Tr javiaur. Nokkuð af gólfborðum, loftborðum, panel, gluggum og hurðum fæst með góðu verði í h. f. CARL H0EPFNERS VERZLUN. itf 11#MI#.II#II>II#H> If lf !!• 6. gr.j Nú vill einhver ekki hlýta úfskurði viðskiftanefndar og getur hann þá skotið honum til Stjórnarráðsins til fullnaðar úrskurðar. 7. gr. Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum alt að 100,000 krónum, enda varði brotið ekki þyngri refsingu að lögum. Til brota gegn reglugjörð þessari telst það, að gefa viðskiftanefnd rangar skýrslur, eða láta henni í té rangar upp- lýsingar. 8. gr. Með mál út af brotum gegn reglugerð þessari skal farið sem almenn lögreglumál. 9. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi þegar í stað. betta er birt öll- um þeim til eftirbreytni, er hlut eiga að máli. Tilkynning. Samkvæmt fyrirmælum stjórnarráðs íslands og með skír- skotun til reglugerðar 26. apríl tilkynnist, að til þess að við- skiftanefnd veiti leyfi til innflutnings á vörum er þess krafist, að innflytjandi hafi trygt sér yfirfærslu til útlanda á andvirði vör- unnar. Beiðnum um innflutningsleyfi verður því að fylgja full- nægjandi greinargerð um greiðslu vörunnár á sínum tíma, og sannanir fyrir því, að yfirfærsla andvirðis vörunnar sé trygð, ella verður beiðnum um innflutningsleyfi ekki sint. Þetta gildir og þær beiðnir um innflutningsleyfi, sem þegar hafa verið sendar til Atvinnu- og samgöngumáladeild Stjórnarráðsins 26. apríl 1920. viðskiftanefndarinnar, en ekki eru afgreiddar frá henni. Pétur Jónsson. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 1. maí 1920. Júlíus Havsteen settur. Oddur Hermannsson,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.