Dagur - 25.05.1920, Blaðsíða 1

Dagur - 25.05.1920, Blaðsíða 1
DAGUR ki mur úí á hvcrjum þriöjuclegi. Kosíar kr. 4.50 til áramóta. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. III. ár. Akureyri, 25. Maí 1920. Verkföll og kaupkröfur. Það er ekki ný bóla, að þeir, sem vinna hjá öðrum, og hinir, sem atvinnu veita, togi hver í sinn skækil, og verði ekki ávalt ásáttir um það, hve dýru verði vinnukrafturinn skuli keyptur. Og þó samkomulag hafi orðið, þá er það oft á þann veg, að annarhvor aðilinn er ekki ánægður, og kennir þá megins- munar, sá verður að lúta, sem ekki hefir mátt til að knýja fram sínar kröf- ur. Ræður það þá urslitum, hvor síð- ur má við því, að samkomulag strandi. Petta reiplog milli vinnuveitanda • og vinnuþiggjanda, eða vinnubjóðanda, héf- ir óðum færst í vöxt á síðari árum, og verður þess nií hvarvetna vart á bygðu bóli, og þykir mjög svo úr hófi keyra. Einkum eru það verkföilin í iðnaðar- löndunum, sem flestnm ofbýður að hugsa til, og finst möcgum, að með þeim sé að renna upp dómsdagur hinn- ar vestrænu siðmenningar vorÆ tíma; enda er fullkomin ástæða til að ætla, að þau skilji margt eftir í rústum, áð- ur þeim Iinnir. Skal hér ekkert um það dæmt, hvort veruleg ástæða er til, ■að líta til þessara ferlegu fjörbrota með skelfingu, eða hvort von kynni að vera um, að nokkrar gulltöflur fyndust í grasinu, ef upp skyldi skjóta nýrri jörð úr reginsæ byltinganna. Verkföll eru nú hafin á ýmsan liátt og í misjöfnum tilgangi. Pað eru nú orðið ekki kaupkröfur einar, sem verða undirrót verkfallanna, heldur er þeim hótað, og til þeirra stofnað, ef flokkur- inn hefir eitthvert félagslegt áhugamál, er honum finst ástæða til að hrinda skjótlega í framkvæmd. Það lítur út fyrir, að í augum verkalýðsforingjanna sumra séu verkföllin ekki lengur nauð- varnartæki, sem aðcins megi grípa til sjálfsvarnar í ítrustu nauðsyti, heldur skoða þeir þau sem hvert annað vopn, er sjálfsagt sé að.beita, hvenær sem lík- ur eru til að eitthvað vinnist á með því. Eða að öðrum kosti líta menn mjög svo misjöfnum augum á það, hvað géti talist brýn nauðsyn og hvað ckki, því svo mikið er víst, að jafnvel þá, sem annars eru sammála um það, að verkföllin séu í sjálfu sér réttmæt og jafnvel nauðsynleg, þá getur greint á- kaflega mikið á um það, hvenær þeitn skuli beita, Líklega væri samt hægt að fá, jafnvel æstustu byltingamennina til áð taka undir það, að bezt væri að geta alveg án þeirra verið. En hér skal ekki frekar út í það far- ið, að lýsa eðli verkfallanna, né heldur því, hvernig þeim er beitt. Hér var til- gangurinn aðeins sá, að bénda á verk- föllin sem hámark þess ágreinings, er upp getur risið milli vinnuveitanda og vínnuþiggjanda; því vafalaust eru verk- föllin á þann veg til orðin, að samtök- in gerðu verkalýðnum það mögulegt, að bjóða vinnuveitandanum byrginn, ef hann vildi ekki fallast á kröfur þeirra, fýrst og fremst um kaupgjald og hlunn- indi við vinnuna. Verkalýðurinti vildi ekki sætta sig við það, að hinn aðilinn segði einn til um það, hver kjörin ættu að vera, og þegar ekki tókust samning- arnir, þá var reynt að neyta aflstnunar, og eins og oft vill verða máttu þá ýms- ir betur. Rað mun þá óhætt að segja, að verk- föllin séu t upphafi af þvf sprottin, að sitt sýndist hvorunt unt verðmæti vinn- unnar, þeim, sem lét hana af hendi og hinum, sent færði sér hana í nyt, og þá kemur að því, sem aðallega átti að dvelja við hér. Hvérnig stendur á því, að ekki er hægt að finna ákveðinn mælikvarða, til að mæla á verðgildi vinnunnar — mælikvarða, sem engum getur blandast hugur um, að sé réttur? Við skulum spyrja verkamanninn, sent gefur kost á sér til að vinna hjá öðrum fyrir kaup, hvað hann tclji hæfilegt að borgað sé fyrir vinnuna. Ef hann er sanngjarn, verður svar hans eitthvaA á þá leið, að hann verði að fá svo hátt kaup, að hann geti fyrir það keypt alt, sem hann þarf til lífsins viðurhalds. Nú orðið finst líklega engum, að verka- maðurinn fari fram á of mikið, þó hann tclji til þarfa lífsins ýmislegl fleira ett föt og fæði. Spyrjum aftur á nióti vinnuveitandann að sömu spurningunni. Líldega segir hann sem svo, að hann geti ekki borgað meira fyrir vinnuna en það, að ágóðinn af [)ví að vinna verkið borgi allan tilkostnað og honum sjálfum þóknun fyrir umsvif og áhyggj- ur. Því verður ekki neitað, að sá mælikvarði sé líka réttur, frá sjónarmiði vinnuveitandans. Hann hefir þá ekkert á móti því, að verkamaðurinn fái sín- um kröfum fullnægt, um sjálfsögð lífs- þægindi; og eins og ekki er hægt að ætlast til, að verkamaðurinn ljái sig í vinnu, sem ekki veitir honum fram- færslueyri í aðra hönd, eins verður heldur ekki til þess ætlast, að hinn lát1 vinna það verk, sem verður honum aðeins til tjóns. Ef hvor aðilanna um sig gæti sett sig í spor hins, þá ætti ekki að vera nein ástæða til að deila um kaupgjaldsupphæðina. Vinnuveitand- inn borgar það kaup, sem verkið getur borið; geti verkamaðurinn ekki fram- fleytt lífinu á því, hverfur hann frá verk- inu og tekur annað fyrir. Maður ætti ekki að þurfa að trúa því, að ekki séu til í hverju þjóðfélagi nægileg verkefni, sem geti veitt þau laun, er fært sé að 'ifa af, ef réttilega er haldið í taumana, Rau verkefni, sem ekki þola að bera sanngjörn laun til verkalýðsins, geta ekki búist við að eiga tilverurétt. En ef þjóðfélagið getur samt sem áður án þeirra verkefua verið, verður það að leggja á sig byrðar, til þess að gera þeitn fært að fullnægja sanngjörnum kröfum þeirra, sem vinna að verkinu. En samkomuiagið er ekki altaf svo auðvelt, því altaf getur risið upp ágrein- ingur og sitt sýnst hverjum. Menn líta t. d. mjög misjöfnum augurh á það, hve miklar kröfur verkamaðurinn þurfi að gera til þæginda í lífinu, og aftur á hinn bóginn orkar það tvímælis, hve mikið eigandinn eigi að bera frá borði fyrir sín störf og áhyggjur. Og mann- légt eðli er nú því miður altof mikið með því markinu brent, að finnast sínar kröfur sanngjarnar, en minna um rétt- lætið hjá öðrum. í orði kveðnu fást menn til að viðurKenna hvað sanngjarnt er og réttmætt á báða bóga, en svo finst þeim að aðrir stígi strax 'út af þeirri sanngirnisbraut, þegar til fram- kvæmdanna kemur. En aðalágreiningsefnið, eða ástæðan til þess, að djúpið á milli þessara tvcggja aðila verður svo breitt, að crfitt reynist að brúa það, er þó hitt, að hvor um sig leggur svo oft annan mælikvarða á verðmæti vinnunnar en að framan grein- ir. Pað er nú orðið svo algengt, að verkamaðurinn hugsi lítíð utn það, hvað hann þarf á miklum launum að halda, til þess að framfleyta sér og sínum, heldur lætur hann hitt ráða, hve mikið er hægt að kría út, eins og á stendur. En það á aftur rót sína að rekja til þess, að vinnuveitandinn miðar launin, AFGREIÐSLAN er hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Innlieimtuna annast ritstjórinn. 5. blað. sem hann býður, heldur ekki við það, hvað ágóðinn af verkinu leyfir að borga. Rað er gamall og rótgróinn siður vinnu- veitanda, að þjappa kaupinu niður eins og hægt er; það er að segja, að borga það lægsta, sem hægt er að fá nokk- urn verkamann til að ganga að, og hækka ekki Iaunin fyr en krafist er, hve mikil sanngirni sem með því mælir. Hversvegna skyldum við vera að hækka laun þeirra, sem ekki fara fram á neina hækkun, er vana viðkvæðið, og það þó játað sé um leið, að þetta sé nú ekkert kaup, sem borgað er. Rað má vel vera að það sé eðlilegt, að hver skari eld að sinni köku og reyni að fara það, sem hann kemst, en það er ekki vænlegt til friðar og samkomulags. Hvað á verkafólkið að gera, þegar það finnur enga viðleitni hjá vinnuveitand- anum, við að breyta kaupgjaldinu eftir breyttum lífskröfuin? Rað verður fyrst og frernst að heimta breytingu, og hún fæst eftir lengri eða skemri baráttu. En þegar farið er að heimta og berjast, er þess varla að vænta, að verkalýðurinn gæti frekar hófs í því að heimta en vinnu- veitendurnir að bjóða kaupið. Þegar menti vita, að ekkert fæst, nema geng- ið sé eftir því með harðneskju, þá ligg- ur svo nxrri að álíta, að eins megi heimla meira en brýn þörf er á, enda er óhægra fyrir verkamanninn að sjá, hvað vinnan þolir að borga, heldur en fyrir vinnuveitandann að sjá hvers verka- maðurinn þarf með. Pað eru til vinnuveitendur, scm frá öndverðu hafa séð, að ekkert vit væri í að halda uppi verklegum fyrirtækjum, nema með því að vinnulýðurinn væri ánægður, en það gæti ekki orðið, ef verkamennirnir sjálfir yrðu að ganga eftir sanngjörnum kaupkröfum. Pessir vinnu- veitendur eiga venjulega í minna þjarki við verkamenn sína en aðrir, af því þeir gera sér far um að finna hvað sann- gjarnt er, og bjóða það fram að fyrra bragði. Ef allir hefðu haft þann sið, þá má búast við að tortrygnin hefði orðið minni af hálfu verkalýðsins, og minna reiptog um kröfurnar. En nú er að búast við að að því reki, að djúp- ið milli vinnuveitanda og vinnuþiggjanda verði að fyllast upp með öllu, áður en jafnvægi kemst á, að enginn verði verka- maður, án þess að vera um leið vinnu- veitandi; hver einasti maður verður að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.