Dagur - 25.05.1920, Blaðsíða 4

Dagur - 25.05.1920, Blaðsíða 4
20 DAGUR. ZEBRÁ-ofnsverta fæst í Kaupfélagi Eyfirðinga. Nýkomið til Bened. Einarssonar frá Sl<ógum: Enskir hnakkar, beizlisstengur, hringamélin margeftir- spurðu, hestateppi undir aktygi, kerruáburður og reið- tygjaáburður, hvorutveggja bezta tegund, handtöskur og margt fleira. Dánarminning. Pann 21. Marz s. 1. andaðist að heimili sínu, Hvassafelli í Eyjafirði, konan Kristbjörg Benediktsdóttir. Hún var fædd að Grund í Höfðahverfi 22. Nóv. 1850. Ólst hún upp hjá foreldr- um sínum, Benedikt Benediktssyni og Ingibjörgu Gunnarsdóttur, til 12 ára aldurs. Pá fór hún til afa síns, Gunn- ars hreppstjóra Loftssonar á Grund, og var hjá honum fram yfir tvítugs aldur, eða þangað til hann dó. Fluttist hún þá að Austari-Krókum í Fnjóskadal og var þar vinnukona í 2 ár. Árið 1874 gekk Kristbjörg sál. að eiga eftirlifandi mann sinn, Árna Guðnason. Sama ár fluttu þau að Melum í Fnjóskadal og reistu þar bú við lítil efni, og bjuggu þar í 9 ár. Árið 1883 fluttu þau Sð Skuggabjörgum í Dalsmynni og bjuggu þar í 17 ár. Árið 1900 fluttu þau að Hvassafelli í Eyjafirði og bjuggu þar í 6 ár; en hættu þá búskap. Eftir það hafa þau, hjónin, verið hjá börnum sín- um þangað til Kristb. sál. andaðist. Árni Guðnason og Kristbjörg sál. eignuðust 7 börn, 2 þeirra dóu á ung- um aldri, en 5 lifa: Hólmfríður hús- frú í Hvassafelli, Elízabet húsfrú í Gaiði í Fnjóskadal, Ásbjörn bóndi í Torfum í Eyjafirði, Gunnar bóndi á Krónustöðum og Helga húsfrú í Litladal. Sömuleiðis eru á lífi 27 barnabörn þeirra. Jarðarför Kristb.sál.’fór fram,'að Grund í Eyjafirði, þann 10. Apríl s. 1. Próf- astur Ásmundur Gíslason á Hálsi í Fnjóskadai jarðsöng hana; hélt hann góða og hjartnæma ræðu eins og hans var von og vandi. Mintist hann hinnar látnu með hlýjum og velvöldum orðum. Kristbjörg sál. var vel skynsöm kona, enda hafði hún til þeirra að telja, sér- staklega í móðurætt sína. Hún var sér- lega trúarsterk, og áminti oft heimilis- fólkið að halda hinn forna sið, að lesa húslestra og hlýða á þá með alvöru og eftirtekt. -\ Hún var þrekmikil kona, hraustleg og vel bygð, og mátti heita svo, að hún yrði sjaldan lasin þrátt fyrir það, þó að veikindi gengju í héruðum þeim, sem hún átti heimili í, þangað til sið- ustu tvö árin, sem hún lifði, kendi hún lasleika fyrir brjóstinu. . Kristbjörg sál. var greiðvikin og gjaf- mild við alla, sérstaklega við þá, sem bágt áttu. Hún var manni sínum vel samhent í hvívetna, síhugsandi og starf- andi að hag heimilisins og hapiingju, enda blómgaðist bú þeirra, þótt efnin væri lítil í fyrstu. Hún var gestrisin kona og glaðlynd og hafði yndi af að skemta gestum með glaðværð sinni. Hennar er því sárt saknað af öllum, sem þektu hana. B. G. Þvottavélar og vindur komnar aftur til Sigm. Sigurðssoncir. Fjármörk mín eru þessi: 1. Sýlt, biti framan hægra, sneitt framan, vaglskorið aft. vinstra. 2. Sýlt, fjöður framan hægra, sneitt framan, biti aftan vinstra. 3. Tvístýft framan hægra, blaðstýft framan, biti aftan vinstra. Fjallskilastjóra bið cg að færa þau inn í markaskrár sínar. Hvassafclli í Eyjafirði, 15. Marz 1920. Stefán fónsson. Nýkomið mikið af gúmmístígvélum og gúmmíbússum til verzL „Brattahlið(l. Brynjólfur E. Stefdnsson. Gulrófufræ frá Einari Helgasyni í Reykjavík fæst hjá Sveini Sigurjónssyni. Nærsveitamenn eru beðnir aðvitja Dags í Kaupfélagi Ey- firðinga," þegar þeir koma í bæinn. 200 ullarteppi hafa verið pöntuð hjá klæðaverksmiðj- unni Gefjunni, handa hinum nýja Goða- fossi, sem verið er að smíða í Kaup- mannahöfn. Gengi erlendra Sterlingspund j Dollar . . . I Franki . . . Ríkismark . . Norsk króna . Sænsk króna . Florin . , . peninga: . . Kr.: 24,00 . . - 6,40 . . - 0,40 . . — 0,17 . . - 1,19 . . — 1,35 . , - 2,20 -15 stulkur óskast til fiskvinnu í Hafnarfirði í sumar. Óvanlega góð kjör í boði! Semjið strax við Helga Björnsson Norðurgötu 17. Sími 24. Ttb 0 D á 1,000,000króna bæjarsjóðsláni Akureyrar- kaupstaðar með 6°|0 vöxtum. Bæjarstjórn Akureyrar hefir ákveðið að taka, fyrir liönd bæjar- sjóðs, alt að 1 miljón króna lán, til framkvæmda á raforkuveitu fyrir kaupstaðinn. Lán þetta verður tekið til 25 ára gegn 6 % ársvöxtum og trygt með ríkisábyrgð, sbr. fjárlög ríkisins nr. 24, 22. nóv. 1919 § 22. Lánið verður afborgað með ^25 á ári. Lánið er óuppsegjanlegt af beggja hálfu. Fyrir láninu verða gefin út skulda- bréf, að upphæð: 100 krónur, 500 kr., 2000 krónur og hljóða þau á handhafa, en nafnskrá má þau. Bæjarsjóður greiðir vexti hinn 31. desembermánaðar, en afborganir 1. júlí ár hvert. Bæjargjaldkeri er skyldur til að taka vaxtamiða, sem fallnir cru í gjalddaga og útdregin skuldabréf, sem gilda borgun á tekjum bæjarsjóðs. 1 janúarmánuði ár hvert annast raforkunefnd bæjarstjórnar- innar um, að notarius publicus'á Akurcyri dragi út skuldabréf fyrir 40,000 krónum, til innlausnar 1. júlí sama ár. Skrá yfir hin útdregnu bréf verður síðan birt í Lögbirtingablaðinu og blaði hér á Akureyri, Á skrifstofu bæjarstjórans verður tekið á móti áskriftum um þátt- töku í láninu og greiðslum upp í það, gegn bráðabirgðarskírteinum, sem síðar verður skift gegn skuldabréfum með tilheyrandi vaxta- miðum. Um leið og áskrift fer fram og loforð er gefið um þátttöku í láninu, greiðist að minsta kosti 10 °/o af nafnverði þess, er greiða skal. Það sem ekki er greitt þegar við áskrift, greiðist inn- an 1. apríl 1921. Eátttakendur greiða aðeins 96 kr. fyrir hverjar 100 krónur í skuldabréfum. Á móti áskriftum þátttakenda verður tekið til 1. nóv. þ. á. Samkvæmt framanskráðu, er Akureyrarbúum og öðrum hérmeð boðin þátttaka í láni þcssu. Ef nánari reglur þykja nauðsynlegar, verða þær auglýstar síðar. í raforkunefnd bæjarstjórnar Akureyrar, 21. maí 1920. / ón Sveinsson Ragnar Ótafsson. Otto Tulinius. Erlingur Friðjónsson. Sig. Bjarnason. Notið tækifærið! Rl,.tlörl: Herfi til sölu nú þegar. Jónas l5orbergsson. Reykhúsuni, 22. Maí 1920. ------------------ Vilhj. /Óhannesson. Prentsmiðja Björns jónssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.