Dagur - 16.06.1920, Blaðsíða 1

Dagur - 16.06.1920, Blaðsíða 1
DAGUR ki mur út á hverjum miðvikud. Kostar kr. 4.50 til áramóta. Gjalddagi fyrir 1. ágúsí. AFGREIÐSLAN er hjá / ón i P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. III. ár. Akureyri, 16. |tíní 1920. 8. blað. Jón Dúason og landnámið. Fáir munu í seinni tíð hafa vakið meiri eftirtekt á landi hér en cand. polit. Jón Dúason. Um langt skeið hefir hann látið dynja yfir landslýðinn hinar furðulegustu frásagnir um veður- sæld og landkosti Orænlands, og skáld- legar hugsmlðar um landnám og ný- lendustofnun íslendinga þar á landi. Af skrifum hans einum má sjá, að höfundurinn er duglegur gáfumaður. Peir, sem betur þekkja til, vita, að Jón er alinn upp í einni af harðbala sveit- um landsins í fátækt og á hrakningi. Með gáfum sínum og atorku hefir hann brotist þá braut, sem kunnugt er orðið. Frá þeirri hlið skoðað, er maðurinn hinn virðingarverðasti. Eigi að síður munu landnániseggjan- ir hans, fullyrðingar um landkosti Græn- lands, og ofurkappsblærinn yfir öllum skrifum hans um það mál, verða hverj- um gætnum manni undrunarefni. Er og full ástæða til þess, þegar þess er gætt, að þessi maður hefir aldrei til Græn- lands komið, því síður búið þar eða hefir fyrir sig að bera snefil af hagnýtri reynslu eða rannsókn í þessu efni. Fróð- leik sinn um Grænland hefir hann frá öðrum, sem hafa skoðað og lýst land- inu með jafn miklu skilningsleysi og þekkingarleysi á skilyrðum íslenzkrar nýlendu myndunar þar á landi eins og Jón virðist’sjálfur hafa til brunns að bera. Auk þess bera skrif hans vott um fullkomið athugunar og skilningsleysi á högum og þðrfum íslenzks landbúnað- ar, framtíðarhorfum hans og skilyrðum fyrir auknu landnámi heima fyrir. í því efni hefir hann ekki annað fram að bera, en háspennuropa uppþembdrar skólahagfræði. Hann getur á nógu sniðuglegan hátt veifað um sig hag- fræðislegum slagorðum um íslenzkan landbúnað, sem verða einungis til at- hlægis, af því hann skortir persónulega reynslu, þekkingu og athugun á land- búnaðinum sjálfum. F*essi skrif Jóns hafa komið yfir menn eins og skruggur úr heiðskíru lofti. Pað er svo óvænt, að íslendingur verði til þess að eggja menn á, að hlaupa úr hálfnumdu landi út í jafn mikið tvísýni, eins og hér ér um að ræða. Hins hafa menn frekar vænst af hverjum góðum vin ættjarðar sinnar, að hann hvetti til aukinnar hagnýtingar á eigin landkost- um og legði þjóðinni holl ráð. til þess að færa túnskæklana út í óræktað land- ið alt í kring. Menn hafa því setið hljóðir undir þessum lestri, og oi ðið ógreitt um svör. peir hafa ekki átt aðgang að öðruin heimildum en þeim, sem Jón byggir á allar fullyrðingar sínar. En það er meir en vafasamt, hvort hægt er að hyggja á þeim gildan dóm með eða móti. Rannsókn þyrfti að fara fram, með nýlendumyndun fyrir augum, áður en hægt er að treysta dómum í því efni. F*ó er reynslan ein óyggjandi. Páll Jónssnn kennari í Einarsnesi mun einna fyrstur manna hafa risið til mót- stöðu. Grein hans birtist í síðasta hefti af Rétti. Ekki víkur hann þó neitt inn á þá hlið málsins, sem að Grænlandi horfir, né véfengir frásagnir Jóns um landkostina þar. En hann tekur slag- orð Jóns um íslenzkan landbúnað og framtíðarhorfur hans þeim tökum, sem við eiga. Mörgum mun hafa verið það ráð- gáta, hvað Jóni hefir gengið til svo of- urkappsfullra og vanhugsaðra áeggjana um útflutning íslendinga til Grænlands. En nú er komið nýtt fram í málinu, sem gæti ef til vill skýrt þá hlið málsins. Blaðamaður einn frá danska blaðinu Nationaltidende hefir átt tal við Jón um þetta Grænlandsmál. Rúmið Ieyfir ekki að birtur sé útdráttur úr samtalinu eins og hann birtist í blaðinu. Aðalefnið er það, að Jón afneitar því, að hafa hvatt íslendinga til nýlendumyndunar á Grænlandi. Telur ástæðuna til þessa orðróms þá, að hann hafi vakið máls á því í félagsriti Atlantzhafseyjafélagsins, að Skandinavar og þá einkum íslend- ingar stofnuðu nýlendu á Grænlandi. Hann iætur þat og í ljós það álit sitt, að hugsanlegt sé, að á Grænlandi sé ýmsar auðlindir, sem íslendingar hefðu hug að nota í félagi við Dani, en að á íslandi sé alls engin stefna uppi í þá átt, að hvetja landsmenn til ný- lendustofnunar þar á landi. Hitt telur hann áhugamál sitt, að mjög mikilsvert fyrir íslendinga, að mega stunda fiski- veiðar við strendur Grærilands. Blaðið bætir því svo við, að á ís- landi muni menn lesa þessi ummæli Jóns með eftirtekt og, ef til vill, nokkuð furðublandinni. Snæbjörn Jónsson skrifar síðan í Nationaltidende og flettir átakanlega of- an af tvöfeldni Jóns í þessu máli. Birt- ir hann meðal annars kafla úr einni af stóryrtustu greinum Jóns, — svari til próf. Knud Berlin, þar sem hann segir, »að Danir skuli ekki með öllum hér- skipaflota sínum geta varnað því, að hann fari um þvert Grænland og endi- langt, og jafn ómögulegt skuli þeim verða að hindra það, að íslendingar nemi þar land.« Miklir menn erum við, Hrólfur minn. Síðan þetta kom fyrir, hefir Jón bor- ið liönd fyrir höfuð sér í sama blaði en ekkert af því hefir borist liiugað norður. Hverju á að trúa, Jóni eða blaðinu, skal að sinni látið ódæmt, en hinsvégar er það ekki ósennilegt, að Jón verði sér til minkunar í þessu Grænlandsmáli. Hann hefir sézt of lítið fyrir, rekið er- indi sitt með meira ofurkappi og van- hyggju en samboðið er slíkum gáfu- manni, sem hann óneitanlega er, og síðast en ekki sfzt, hvatt landa sína, til þess að gerast yfirtroðslumenn og níð- inga. Mikils má vænta af Jóni, ef dreng- skapur hans verður ekki minni en gáf- ur hans og lærdómur. Yfirlit yfir heilsufar í Akureyrarhéraði ár 1919. (Útdráttur úr skýrslu til landlæknis.) Framan af árinu, eða til 22. marz, var ströngum sóttvörnum beitt gagnvart Suður- og Vesturlandi vegna Inflúenzu- heimsfaraldursins, eins í þessu héraði, sem öðrum, norðan- og austanlands. En alt árið var lækniseftirlit haft með öllum aðkomuskipum frá útlöndum. Pessum sóttvörnum var það að þakka, að Norður- og Austurland sluppu við heimsókn inflúenzunnar eða hinnar svo kölluðu spönsku veiki. Frá því f október árið á undan, hafði inflúenzan útbreiðst víðsvegar um suð- ur- og vesturland. Skipum frá þessum sýktu svæðum var að vfsu leyft að koma hingað, en skipverjar urðu sjálfir að afgreiða skipin og verðir voru settir við þau í landi og engar samgöngur leyfðar. Pað var fyrst 22. marz, sem farþega- skipi úr Rvík (Sterling), var leyft að flytja hingað farþega, þar eð læknar sunnan og vestanlands töldu veikina vera útsloknaða. En þó voru farþegar einangraðir í sóttvarnarhúsi í Rvík, í nokkra daga áður en lagt var af stað þaðan. Og til enn frekari tryggingar var skipslæknir (Júlíus Halldórsson) sendur með farþegunum til að hafa eftirlit með heilsufari þeirra. Allan tímann, sem hinu stranga sam- göngubanni var beitt, var heilsufar með bezta móti í héraðinu, því hvorki in- flúenza né aðrar næmar farsóttir, fengu farkost hingað. En með þessu fyrsta skipi, sem leyfðist að fara ferða sinna, fluttist hingað næm kvefsótt, sem sér- staklega lagðist þungt á börn og þess- vegna var kölluð Barnakvefið. Þessari kvefsóttog langvinnuni eftirköstum henn- ar, var það að kenna að heilsufarið þetta ár var tæplega í meðallagi gott. Manndauði varð eigi framar venju Alls dóu 55 menn á árinu. Fólksfjöldi var í árslok 5469 (tveim- ur fleira en í ársbyrjun). 148 börn fædd- ust lifandi en 4 andvana. Framan af árinu gegndi Hinrik Thor- arensen aðstoðarlæknisstörfum, en síðar Jónas læknir Rafnar. Hann fluttist hing- að norður til að setjast hér að, eftir áskorun ýmsra bænda í Eyjafirði. Enn- fremur hafði eg mér til aðstoðar um sumarið Steingrím Einarsson læknastúdent. Að fengnu leyfi landlæknis og stjórn- arráðs, fór eg utan 23. sept. og kom fyrst heim 20. jan. 1920. Ferðaðist eg um Noreg, Svíþjóð, Danmörku og Þýzkaland og kynti mér framfarir í lækn- isfræði, við ýmsa spítala og fæðingar- stofnanir, einkum í Kristjaniu, Lundi og Berlín. — Jónas læknir Rafnar gegndi störfum í ijarveru minni. Samtals höfum við læknar hér í bæn- um skráð 5069 sjúklinga, (eg 1157, Vald. Steffensen 2502, Friðj. Jensen 1330 og Jónas 620). Sjálfsagt hafa all- margir af þessum framtöldu sjúklingum tvítalist, eða máske fjórtalist af skiljan- legum ástæðum. Ferðir út úr bænum fór eg 34, Jónas Rafnar 67, en hinir læknarnir aðeins örfáar. Farsóttir voru helstar þessar: Kvefsótt gjörði vart við sig alla mánuði ársins, þó að í ágústmánuði mætti heita að fullkomið hlé yrði á. Þessar kvef- sóttir voru eins og vant er mjög mis- munandi þungar og mismunandi næmar og í fari þeirra fylgdu eins og vant er, lungnabólga, einkum á börnum og gam- almennum. Og eins og ætíð er venja til, urðu þær, jafnvel þó vægar sýnd- ust, til þess að veikla mótstöðuaflið gegn öðrum sóttum. Ein kvefsóttin var þó alveg sérstæð fyrir það, hvað hún var óvenjulega næm á börnum og fyrir það, hvað geystur hiti fylgdi henni. Það var hið svo nefnda barnakvef, sem eg áður mintist á. Það fluttist hingað með strandferða- skipinu Sterling 22. marz með 2ja ára gömlu barni. Það var kvefað, er hing- að kom, en á góðum batavegi. Það var lítið úr því gert við mig, hvað veikt það hefði verið, áður það lagði af stað úr Rvík, og heldur ekki þótti það i frásögu færandi, að barnakvef væri að ganga í Rvík. Hinsvegar var alment álitið meðal lækna þar, að öll inflúenza væri búin. Af þessum ástæðum var engum sóttvörnum beitt gegn þessu kvefi, enda hefði þurft til þess að tefja skipið um hríð — en slíkt kostaði stór- fé, — auk einangrunar allra farþega í landi, hver veit hvað lengi. -- Og hve nær mátti búast við kveflausu skipi ? Sóttvarnir sýndast ei framkvæmlegar til eilífðar upp á þá skilmála. Kvefið komst því hindrunarlaust í land og fékk eg tölnverðar ákúrur fyrir í blaðinu »Verka-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.