Dagur - 23.06.1920, Blaðsíða 1

Dagur - 23.06.1920, Blaðsíða 1
DAGUR ki mur út á hverjum miðvikud. Kostarkr. 4.50 til áramóta. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá J ón i P. P ó r. Norðurgöíu 3. Talsimi 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. 9 III. ár. Akureyri, 23. Jání 1920. 9. blað. 17. Júní. Eins og áður var getið hér í blaðinu gekst U. M. F. A. fyrir hátíðahaidi hér í bæ 17. júní í sambandi við íþrótta- mót fyrir Norðlendingafjórðung. Hátíðin hófst kl. 1 e. h. með skrúð- göngu af syðri bryggjunni norður á Torfunef og þaðan sem leið liggur upp á hátíðasvæðið. Kristján Karlsson bankaritari, form. U. M. F. A., setti samkomuna og stjórn- aði henni. Pá fóru fram þessi ræðuhöld : Jón Sigurðsson myndasmiður frá Dag- verðareyri mælti fyrir minni Jóns Sig- urðssonar forseta. Steinþór Guðmundsson skólastjóri mæiti fyrir minni íslands. Júlíus Havsteen bæjarfógeti mælti fyrir minni konungs. Næst fór fram leikfimissýning undir stjórn Lárusar J. Rist kennara. Að henni lokinni mælti Júlíus Hav- steen fyrir minni fánans og Steingrímur Matthíasson héraðslæknir fyrir minni Akureyrar. Að ræðuhöldum Ioknum fóru íþróttir fram. Fer hér á eftir yfirlit þeirra. H á s t ö k k (yfir snúru). Pátttakendur 8. 1. verðl. hlaut Björn Björnsson Ak., stökk 1,50 m. 2. verðl. hlaut Málmquist Einarsson, stökk 1,40 m. H I a u p . 100 m. a. Drengir. Rátttakendur 6. 1. verðl. hlaut Arthúr Guðmundsson, rann skeiðið á 15 sek. 2. verðl. hlaut Guðm. Ásgrímsson, rannskeiðið á 17. sek. b. Fullorðnir. Pátttakendur 6. 1. verðl. hlaut Vigfús Friðriksson Ak. rann skeiðið á 13 sek. 2. verðl. hlaut. Jón Benediktsson Ak. rann skeiðið á 131/* sek. H 1 a u p 1000 m. Þátttakendur tveir. 1. verðl. hlaut Jón Benediktsson Ak., rann skeiðið á 3 m. 37 sek. Hinn þátttakandinn hljóp ekki skeið- ið á enda. Langstökk. Rátttakendur 8. 1. verðl. hlaut Jón Benediktsson Ak., stökk 5,27 m. 2. verðl. hlaut Vigfús Friðriksson Ak., stökk 5,19 m. Su n d .5 0 m. Þátttakendur 6. 1. verðl. fyrir hraðsund hlaut Ólafur Magnússon í Bitru. Synti vegalengdina á 38 sek. Fyrstu verðlaun í ofangreindum íþrótt- um var silfurmedalía áletruð; er hún eigtí þess er vinnur hana þrisvar í röð. Önnur verðlabn voru skrantprentuð viðurkenningarskjöl. U. M. F. A. sýndi knattspyrnu; en um knattspyrnuverðlaun fjórðungsins var ekki kept að þessu sinni. Verður það sennilega gert seinni hluta júlímánaðar. Að lokinni knattspyrnunni var dans- að. Samkoman fór að öllu Ieyti fram á leikvelli ungmennafélagsins nema synt var í sjónum. Umsamkomu þessa og íþróttamót ætti margt segja. ef rúm leyfði. Alt fór að heita mátti vel og skipul.fram.Ungtnenna- félagið hér hafði haft tnikinn viðbúnað. Samkomusvæðið var prýðilega skreytt og allur undirbúningur félaginu til stórsóma, þegar þess er gætt, að félagsmenn lögðu fram frístundavinnu sína eftirtölulaust, og með það göfuga mið fyrir augum, að styrkja Heilsuhælissjóð Norðurlands. Hátíðamerki voru seld og veitingar allan daginn. Ennfremur áskotnuðust samkomunni nokkurar gjafi^ að minsta kosti 200 kr. í peningum og 100 myndir af Jóni Sigurðssyni forseta, sem voru seidar á 2 kr. myndin. Hefði sú gjafa- þátttaka mátt vera meiri, þar sem um lífsnauðsynjamál má heita að ræða fyrir íbúa þessa héraðs, að hrynda af sér slíku oki sem tæringin er að verða þeim. Eg veit ekki hvenær mönnum verður nógu laus höndin til þessa fjanda, ef ekki á slíkum dögum. íþróttirnar fóru skipulega fram sem annað, en voru fremur fábreyttar og þátttakan Iítil. Pað er ekkert annað en argasta hneyksli að stofnað sé svo til íþróttamóts fyrir allan Norðlendinga- fjórðung, að ekki sé borið við að sýna glímu. Sýnir það Ijóslega hversu Ung- mennafélögin eru komin langt á veg með það, að steindrepa íslenzku glím- una. Verður það að líkindum eftirminni- legasti minnisvarði þeirra sjálfra. Er svo sterklega hér að orði kveðið í fullri al- vöru. Aðstaða áhorfenda til þess að njóta íþróttanna var slæm að undanteknu sundi og leikfimi. Við og við um daginn lék horna- flokkur, en karlakór söng, hvorutveggja undir stjórn Magnúsar Einarssonar org- anista. Dagurinn var þokuríkur og ekki hlýr, og dró það nokkuð úr gleði manna. Um árangur fyrir Hælissjóðinn af deginum er enn ekki kunnugt. Ró eitthvað megi að öllu finna og einnig að þessu hátíðahaldi, er ekki hægt að segja annað, eri að U. M. F. A. hafi leyst sitt starf vel af hendi. Kann eg því fyrir mitt leyti mikla þökk og árna því heilla. Ritstj. 19. júní. Konurnar sfofnuðu til kvöldskemtunar 19. júní vér í bænum, til styrktar Lands- spífalasjóðnum. Frú Ingibjörg Benediktsdóttir setti samkomuna með snjallri ræðu. Að henni lokinni var ætlast til að allir syngi kvæði, sem prentuð höfðu verið, en þáttíakan varð lítil. Fór hér, sem von var líkt og víðar, að það er sem að bjóða hundi heila köku, ef ætlast er til að almenningur syngi, þó um lög sé að ræða, sem hvert mannsbarn kann. Er það einn vottur þess, hversu sam- kvæmish'f okkar færist meir og meir í það horf að verða ófrjálst og þvingað Næst flutti Jónas Porbergsson erindi og birtist fyrri hluti þess hér í blaðinu. Hornaflokkurinn lék þvínæst nokkur lög. Þar á eítir las frú Guðný Björnsdóttir upp 3 kvæði eftir Jak. Thorarensen og gerði það vel, eftir því sem menn eiga að venjast slíkum upplestrum. Síðasta atriðið á skemtiskránni og mönnum auðheyrilega hið geðþekkasta var það, að Davíð skáld Stefánsson í Fagraskógi las upp kvæði, sem hann nefnir: Æfintýri Rúls og Gunnhildar. Lófaklapp féll ekki niður fyr en skáldið hafði sýnt sig aftur. Rað er nýnæmi mikið, að heyra skáld lesa sín eigin kvæði á þann hátt, sem hér var gert. Nýnæmi að heyra skáldið og sjá lifa upp sínar eigin ástríður og þjáningastundir við kvæðissmíðina. Hitt er annað mál, hversu vel áheyreudum gengur að lifa þær stundir með skáld- inu. Þykir mér hætt við, að ungu stúlk- urnar hafi hugsað meira um Davíð en þau Gunnhildi og Rút. Um kvæðið skal ekki dæmt, en vel þótti mér handleikinn jafn brennandi heitur hlutur, sem efni þessa kvæðis er. og eru menn mjög misjafnlega til þess kjörnir að standast slíkan járnburð. Að mínum dómi er rödd skáldsins helzti veik. Skortir fyllingu, til þess að bera uppi svo íburðarmikið fas og hárnæmar áherzlur. Að lokinni skemtiskránni var dregið um bögla. Varsú veiði misjöfn, en allir, sem reyndu, fengu eitthvað. Og að lokum dans eins og vant er. Þökk eiga konurnar skylda fyrir for- göngu sfna, og mikið starf í þarfir allrar þjóðarinnar, þar sem Landspítala- málið er. Ritstj. Jarðarför Friðriks sál. Einarssonar Fór fram í gær að viðstöddu fjölmenni. Frá Pingeyingum. Þann 14. júní s. 1. var haldinn þing- málafundur á Breiðumýri í Þingeyjar- sýslu. Um 100 manns sóttu fundinn. Þar voru staddir 3 þingmenn, þeir þingmaður kjördæmisins atvinnumála- ráðherra Pétur Jónsson, fyrv. atvinnu- málaráðherra Sigurður Jónsson, Yztafelli og Sigurjón Friðjónsson, Litlulaugum. Fundarstjóri var Hólmgeir Þorsteins- son stöðvarstjóri, og skrifarar þeir bændur Jón Gauti Pétursson, Gautlönd- um og Jón Sigurðsson, Yztafelli. Hér fer á eftir útdráttur úr fundar- gerðinni: 1. Fossamálið. Um það urðu nokkrar umræður; og samþyktar svo- hljóðandi tillögur: a. Fundurinn leggur áherzlu á, að unn- ið sé af alhuga af stjórn og þingi að undirbúningi starfrækslu fossa. Einkum telur hann nauðsynlegt, að sérleyfislög séu sett sern allra fyrst, á þeim grund- velli, að ríkinu séu, trygð yfirráð allrar vatnsorku í landinu. b. Fundurinn lítur svo á, að vatns- virkjun í stærri stíl þurfi meiri ^undir- búning og rannsóknar við, einkum á því, hvaða stærri verkefni séu fyrir hendi í landinu fyrir raforku. c. Fundurinn óskar eftir að gerð sé rannsókn á því sem allra fyrst, hvað kosta muni að virkja fossa í Skjálfandi- fljóti. Tillögur þessar voru allar samþyktar í einu hljóði. Þá kom fram svohljóðandi tillaga. »Fundurinn telur nauðsynlegt, að rík- ið nái fullum yfirráðum á vatnsafli í Soginu til þess að það geti haft fullan umráðarétt um virkjun þess þegar tæki- færi gefst.« Tiliaga var feld með 11 : 27 atkv., þar eð meiri hlutinn taldi hennar eigi þörf, þá er samþykt hafði verið fyrsta tillaga í málinu. 2. S k a 11 a m á 1. Eftir töluverðar umræður voru samþyktar svohljóðandi tillögur með öllum greiddum atkvæðum gegn 1: »Fundurinn Ieggur mikla áherzlu á, að skattamálum landsins sé þannig fyrir- komið, þegar á næsta þingi, að tekjur ríkissjóðs verði auknar að miklum mun með rækilega undirbúnum skattalögum. Aðhyllist fundurinn í þessum efnum: a. Að f öllum aðaldráttum sé stefnt að því, að tekjuaukinn sé fenginn með beinum sköttum, en að sneitt sé sem mesí hjá tollum á vörum eða öðrum al- mennum viðskiftum. b. Að landsskattur og lóða verði lagður á, og sé hann ekki rninni en l°/o af löggiltu matsverði, og að rikissjóður eða aðrir opinberir sjóðir njóti fullra «

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.