Dagur - 23.06.1920, Blaðsíða 3

Dagur - 23.06.1920, Blaðsíða 3
9 DAGUR. 35 En á þetta hefir ekki verið hægt að færa neinar sönnur. Mannkynið hefir verið ófáanlegt til að reyna þetta. í nf- tján aldir hefir þetta .verið barið inn í hausinn á mönnum, og þeim hótað helvíti og öllu illu, ef þeir tækju sér ekki strax fram og bættu ráð sitt. En þrátt fyrir allar hugsanlegar aðferðir hefir ekki tekist, að fá mannkynið ti! þess að sameina sig um þessa miklu hugsjón. Mér væri það ekkért undrunarefni, þó til kynnu að vera menn, sem létu sér hugkvæmast, að öll bókagerð og blaða og allar siðferðisprédikanir sé aðeins til bölvunar. Að framleiðsla allra þessara skrafskrjóða og skriffínna, sem þeir hauga á póstinn, stuðli mestmegnis að því, að gera fólkið enn vitlausara, heldur en það var áður. ÖUum meðal- mönnum sé það ofvaxið, að Iesa þetta alt sér til gagns. Ein hugsun hafi ekki fyr staðnæmst í hugum manna, en hún sé rekin þaðan öfug út af annari næsta fjarskyldri. Menn verði því líkastir aum- kvunarverðum rellum, sem snúast fyrir öllum vindum, hvaðan sem blæs. Éftir- tekt manna sé stórlega ofboðið. Skiln- ingnum misboðið. Um minnið sé naum- ast að tala. Hugmyndir blandist og heim- ildir ruglist og 'menn viti loksins hvorki upp né niður. Eg er að nokkru Ieyti á sama máli og þeir menn, sem svona kyntiu að hugsa. Eg hygg, að mörgum væri holl- ura að lesa minna, og lesa sér meira til gagns. Og eg hygg, að flest af því sem sagl er, og á að vcra mönnum til sið- ferðisbetrunar, veki litlu meiri eftirtekt og festi litlu dýpri ræíur, heldur en gnauðið í vindinum úti á þekju. Aftur á móti get eg ekki verið þeim mönnum sammála, sem líta svo á, að fólkið sé svona athyglislaust og kald- sinna aðeins til þess að móðga þá per- sónulega. Pað eru til misþroskaðar sálir, sem álíta það vera af fjandsamlegum ástæðum í sinn garð, ef fólkið fellur ekki í stafi við það, sem þeir segja, ari fræðslu-umsjón, eftirlitsmenn, sem ferðist árlega um svo stór svæði af Iandinu, sem þeim er fært að komast yfir meðan á kenslunni stendur. Næsta ár ætti éftirlitsmaðurinn að ferðast um annað svæði, og svo koll af kolli, uns hann hefir farið um landið alt. En til þess að ekki líði of langt á milli þess, sem eftirlitsmaður ferðast um hvert svæði, verða þeir að vera fleiri en einn. Geri eg ráð fyrir að skifta mætti land- inu í sex ettirliíssvæði, svo að eftirlits- maður færi um hvert svæði þriðja hvert ár, ef mennirnir væru tveir, en annað- hvort ár ef þeir væru þrír, og væri það æskilegt. Með því móti fengist full- komin þekking á fræðslumálaástandinu í hverri einustu sveit á latidinu, og þá fyrst er hægt að semja fræðslulög, setn eru, að svo miklu leyti sem unt er, við allra hæfi. Aðstæður og skilyrði til að halda uppi barnafræðslu eru svo afar- misjöfn, eftir staðháttum og sveitabrag, svo að illldeift er, ef ekki ókleift, að gera sér fulla grein fyrir því, hvernig ástandið er, fyr en sami maðutinn hefir rannsakað skilyrðin og framkvæmdirnar með eigin augum í öllum sveitnm og kauptúnum Iandsins. Og þegar tveir eða þrír skilgóðir og athugulir menn eru búnir að fara sömu slóðina, þá ætti eða ef einhver finnur því eitthvað til foráttu. Peir hafa þá í heitingum ann- aðhvort að þagna alveg, ellegar að stökkVa af Iandi burt og tala við þær þjóðir, sem kunna að tneta slíka ntenn. Reim mönnum vildi eg glaður fylgja til hafnar, og óska þeim góðrar ferðar. (Meira.) Skeytasendingar, þann 17. Júní voru hátíðahöld í Suð- ur-Jótlandi og Danmörku í tilefni af sameiningu landanna. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu og bæjarstjórinn á Akur- eyri sendu þann dag konuugi svohljóð- andi skeyti á íslenzku : »Til hans hátignar konungsins yfir íslandi og Danmörku, Kaupm.höfn. Sýslubúar Eyjafjarðarsýslu og íbúar Akureyrar senda yðar hátign þegnlega kveðju og hugheilar hamingjuóskir í í tilefni af sameiningu Suðurjótlands við móðurlandið. Sýslumaðurinn. Bæjarstjórinn.« Næsta morgun kom svohljóðandi skeyti frá konungi á dönsku: »Hjartanlega þökk mína fyrir sam- úðarskeytið. Krisíján R.« LJr öllum áttum. Síðast liðna sunnudagsnótt druknaði í Norðurá í Norðurárdal Pétur Magnússon hrossa- kaupmaður frá Krossanesi í Skagafirði. Hann lætur eftir sig ekkju og sjö börn, öll nema eitt ófermd. Sprettutíð hér norðan lands hefir verið hin bezta undaníarna viku. Grasið hér í grendinni við Akureyri hefir þotið upp. Ef ekki kólnar í tíð, er spáð góðu grasári. að mega fá fullkomið yfiriit yfir alt, sem vita þarf, við samanburð á skýrsl- um þeirra allra. En starfi þéssara manna á ekki að vera lokið, þó þeir séu búnir að fara eina umferð, til þess að kynna sér á- standið. Reir eiga að halda áfram að ferðast um til eftirlits, gefa bendingar, leiðbeina, áminna og hvetja, eftir því sem við þarf. Þeir eiga að gegna svip- uðum störfum og námsstjórarnir, sem Steingrímur Arason kennari talar um í Andvara 24. árg., sem hann kallar: »Stjórnarbylting á skólasviðinu«. En auðvitað gætu þeir ekki orðið eins ná- tengdir hverjum skóla eins Steingrímur gerir ráð fyrir, vegna þess að þeir verða um leið að hafa eftirlit á stærra svæði. Skólarnir okkar etu hvort sem er flestir of smáir, til þess að þeir geti haft sinn námsstjórann hver. Hugsast gæti að það þætti hentugra, að hver umsjónar- tnaður væri eitlhvað fastari við sitt svæði. þegar fyrstu rannsóknunum er lokið, en frá því væri þó varla víkjandi, að helld- aryfirlit fengist yfir allar kenslufram- kvæmdir í landitiu, að minsta kosti við og við. Auk þess sem eftirlitsmenn þessir væru kennurunum til leiðbeiningar við kensluna, muudu þeir veita ýmsu eftir- Dauður sjór má heita fyrir öllu Norðurlandi nema lítilsháttar reitingur innan fjarí'a. Eru útvegshorfur hitiar verstu sem stendur. Viðbúnaður er hafður ef síldin skyldi konta á miðin hér norðan lands. Þó hefir ekki frézt um vænlegri sö'uhorfur. Skípaferðir. Sterling kom í gærkvöldi og fór aftur í nótt áleiðis til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Reykjavík kl. 3 í dag. Kemur hingað laugardagskvöld í fyrsta lagi. Sjá auglýsingu hér í blaðiun. Aðfaranótt þess 19. þ. m. andaðist á heimili sínu hér í bænum Jakob Valdemar Hav- steen. Verður hans minst nánar síðar. tekt á ferðum sínum, sem gæfi tilefni til opinberrar umræðu meðal kennar- anna. Mætti því telja víst, að þeir boð- uðu til kennarafundar fyrir stærri eða minni svæði á hverju vori að lokinni kenslu. Getur það varla orkað tvítnæl- is, að fundir meða! kennaranna yrðu til mikils gagns. Einangrunin, sem kenn- ararnir eiga nú við að búa hér á landi, verður [aess valdandi, að þeir geta lítið til málanna lagt, þegar ræða er um reynslu á skólasviðinu. Fæstir hafa frá neinu öðru að segja en sinni eigin frammistöðu, og verður þá erfitt um tungutak, þegar ekki er neitt annað við að styðjast. Alt öðru máli er að gegna, þegar eftirlitsmaðurinn er búir.n að und- irbúa jarðveginn með leiðbeiningum sínum, og með því að leggja fyrir kennarana ný viðfangsefni til yfirvegun- ar og tilrauna, og þegar hann getur leitt umræðurnar með samanburði og hollum bendingum, bygðum á eigin sjón og raun. Eg held mér sé óhætt að fullyrða það, að engin sétt manna á landi hér uni eins illa einangruninni, eins og kennarastéttin. Mér er það minnisstætt frá námsárum mínum í Reykjavík, að jafnskjótt og barnakenslunni var lokið úti um sveitir og kauptún landsins, tóku kcnnarnir að streyma til höfuðstaðarins, og dvöldu þar lengri eða skemri tíma að vorinu, til þess að lesa og leita sér víðsýnis eftir vetrarkreppuna. Einkum voru það ungir og einhleypir kennarar, sem gátu veitt sér slík ferðalög, og var mér þó kunnugt um, að ýmsir sóttu þessar ferðir meir af kappi en forsjá, efnalega scð, eins og við er að búast, þegar kennaralaunin voru 6 kr. á viku. Eg vissi að þessar Reykjavíkurferðir ungra kennara var engin ný bóla. Þráin efiir að sjá og heyra eitthvað nýtt hafði jafnan orðið öllu öðru yfirsterkari hjá mörgum kennaranum um skeið, uns aðrar kröfur gerðust ennlaá háværari, og ferðalögin urðu að lúta í lægra haldi. Upp frá því varð einangruniu einráð í lífi keunarans, og fátt til að lyfta undir vængina. Svona er sagan þeirra flestra. Pótt launabæturnar, sem nú eru fengn- ar, geri kennurunum færara en áður að lyfta sér upp í sumarleyfinu, til að afla sér víðsýnis og nýrra strauma, þákem- ur það ekki að hálfum notum, jíegar ekki er neitt ákveðið að að stefna með þessum ferðalögum. Reglubundnir kenn- arafundir, undir stjórn manna, sem kunnugir eru öllum fræðsluskilyrðum, eru vafalaust besta lyftistöngin fyrir kennarana. Og til þess að þeir mæti þar ekki óviðbúnir, er heimsókn eftir- litsrnannsins nauðsynleg. óska eg að fá á heimili í Bárðar- dal og Mývatnssveit. P*ur engi. Semja skal við undirritaðan kl. 2—4 e. h. á morgun á Caro- line Rest. p. t. Akureyri 23. júní 1920. Pórður Flóventsson. Nýkomið í bókaverzlun Kr. Guðmundssonar Tímarit Þjóðræknisfélags íslendinga. Hulda: sSegðu mér að sunnan,« kvæði. Breda: Við veginn. Pirsonne: Skilniugsþraut. Minningarrit um Sigurjón frá Laxamýri. Fíflar. Jónas Hallgrímsson: Ljóðmæli. Kr. Jónsson: Ljóðmæli. Jak. Thor.: Snæljós o. fl. Úrval af nýjustu ísl. bókum. *_______________^ Eitt er það enn, sem bendirtil þess, að kennararnir hafi fullan vilja á, og sterka löngun til að kynnast fræðslu- skilyrðum víðar en í einu fræðsluhéraði; það er það, hve oft ungir kennarar skifta um staði, þótt hvorki sé fyrir launa- hækkun að gangast, né heldur nein óá- nægja sé þess valdandi. Kennararnir skifta um staði til þess að kynfiast fleiru en einu. Vafalaust er það til mikils tjóns fyrir fræðslu barnanna, að þau verði mjög oft fyrir kennaraskiftum. Sé það rétt til getið, að brevtigirni kennarana stafi að mestu leyti af víðsýnisþrá, ætti að draga úr henni, þegar áhrifin berast utan að með eftirlitsmanrtinum og á kennarafundum, og væri þá vel. Eins og ráða má af því, sem sagt er hér að framan, er það álit mitt, að var- anlegt fræðslumálekerfi fyrír alt landið verði varla unt að byggja, fyr en feng- ið er glögt og áreiðanlegt yfirlit yfir ástandið eins og það er. Ef til vill er hægt að fá það á annan veg og með minni fyrirhöfn, en eg hefi bent á. En með þeirri aðferð finst mér að grund- völlurinn gæti orðið traustur. Ef eftir- litið með framkvæmd núgildandifræðslu- laga hefði verið eitthvað í þá átt, get eg búist við að árangurinn hefði orðið betri en enn er, og vafasamt er þá, hvort mönnum hefði nú þegar fundist brýn nauðsyn gagngerðra breytinga. Eg fæ ekki betur séð, en að samkvæmt fræðslulögunum gæti barnafræðslan ver- ið í góðu lagi, ef í engu skorti á um framkvæmdirnar og fullnæging þess, sem af heimilunum er heimtað. En nú er svo komið, að svo brýna .nauðsyn þykir til breytinga á fræðslu- lögunum þegar á næsta þingi. Hafa tveir háskólakennarar verið skipaðir til að ratinsaka málið og koma fram með til- lögur. Þeir hafa beint nokkrum spurri- ingum til kennara og fræðslunefnda, og óska svars fyrir lok þessa mánaðar. Flestir munu nú vera búuir að senda svör við þessum spurningum, en mig latigar samt til að dvelja svolítið við þær helztu þeirra, og svara þeim að nokkru frá tnínu sjónarmiði, ef ske kynni að það yrði til að vekja almenna eftirtekt og umhugsun um málið en fyr.irspurnir meniamálanefndarinnar hafa gert. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Prentsmiðja Björns Jóussonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.