Dagur - 21.07.1920, Blaðsíða 2

Dagur - 21.07.1920, Blaðsíða 2
50 DAGUR. Við höfum margar samhljóða heim- ildir um, að skógur hafi verið langtum meiri í Fnjóskadal um 1700 en nokk- urstaðar annarstaðar á landinu. Pegar við flettum upp jarðabók Árna Magnússonar, getum við lesið um jarðirnar í dalnum í röð hverja eftir aðra eftir endilöngum dalnum. Pá hafa flestum eða öllum jörðum fylgt þau hlunnindi, að þar var nógur skógur talinn til eldiviðar, víða nógur, til kolagerðar, þar að auki og sumstaðar nægur til rafta og utflutnings til annara sveita. Og ekki vantaði að menn notuðu sér þessi hlunnindi ó- sleitilega. Eggert Ólafsson sagði í ferða- bók sinni um ^kógana í Fnjóskadal, að þeir taki öllum skógum fram hér á landi, og að fyrir 100 árum þá, hafi skógarnir í dalnum verið svo stórvaxnir, að trén hafi haft 20 álna háan stofn upp á greinum (eftir því verið um 50 fet). 1623 var ekki einungis blómlegur skóg’ur í Fnjóskadal heldur líka á Bleiks- mýrardal. Retta ár var í Vindhólanesi haldin skemtisamkoma, líkt og þessi nú hér í Vaglaskógi, og streymdu þangað gestir úr Þingeyjarsýslu, Eyjafjarðarsýslu og víðar að. Þá var ekki boðið upp á ræðuhöld og söng, eins og nú tíðkast, heldur upp á það, sem þá þótti meiri veigur f til gleðskapar, en það var hestaat. F*á öttu þeir saman hestum sínum Sveinn ríki á Illugastöðum og Sigmund- ur á Garðsá. En þá varð að ryðja burtu skógi til að gefa áhorfendunum rúm og útsýni, (Árb. Esp. IV. 22). Af Fornbréfasafninu má sjá, að marg- ar jarðir hafa lagst í eyði, sem áður voru vel setnar, bæði í Fnjóskadal og í afdölunum út úr honum. í Timbur- valladal var kirkjusókn og láu undir kirkjuna bæir í Hjaltadal og Timbur- valladal. Er sagt að 2 hálfkirkjur og 8 bænhús hafi legið undir Hálskirkju, og hefir þá að líkindum verið þar á meðal kirkjan á Timburvöllum, Þetta sýnir, að Fnjóskadalur hefir verið ólíkt mannfleiri fyrrum en nú og um Ieið bænræknara fólkið, þar sem það lét sér ekki nægja með minna en 8 bænhús auk kirknanna. »Heimur versn- andi fer.« Œtli ekki það ? Smámsam- an gleymdu menn bænahaldinu, og nú vita víst fæstir hvar bænahúsin hafa legið. En snemma hafa Fnjóskdælir byrjað að slá slöku við bænahaldið, ef dæma skal eftir því sem Porv. Thor- oddsen (sjáFerðabók 4., bls. 3) hefir eftir gömlum heimildum um kerlingu eina, sem fyrir nokkrum öldum bjó á Kamb- felli á Titnburvalladal. Hún hafði það fyrir atvinnu að ala upp hunda, og gjörði það með slíkri alúð og þeim áhuga, að hún gleymdi öllum kirkjum og kristindómi. Um hana var þetta kvcðið : Sigga kerling sett var út af sakramenti tíu því hún tíkum hlynti eu tiðagjörðum éngurn sinnti. lJví miður et fósturjörðin okkar hérna í Fttjóskadal orðtn alt of »beinaber, nteð brjóstin nakin og fölvar kinnar.« Hvetjum er um að kenna? Áður en landið var numið, var það, eins og Ari fróði segir frá, »drjúgum vaxið skógi milli fjalls og fjöru.« Þá voru hér hvorki menn né skepnur. Hér var friður og ró, og skógurinn fékk að njóta sín. En þegar mennirnir komu og þurftu að afla sér eldiviðar og brenna kol til Ijádengingar, og kindur og geitur fengu að bíta brumið á vor- in, þá var friðurinn úti. I hvert skifti er eg Ift yfir garðinn minn, sem eg plantaði fyrir nokkrum árum, þá hugsa eg til þess. hvað trén gætu verið orðin mörg og há, efkind- ur hefðu ekki komist í garðinn. En rollurnar ertt áleitnar. Jafnvel þó vel sé girt komast þær klókustu yfir, og Iömbin smjúga undir. Skógrækt og sauðfjárrækt getur aldrei samrýmst í sömu sveit. Eins og dæm- ir. sanna. Þvf hversvegna eru nú börðin ber og blásnir hólar fram í dalabotna ? Mikið er mönnunum að kenna en lang- mest rollunum og geitfénu. Rollurnar % verða útlægar að gjörast, óalandi, óferjandi, óráðandi öllum bjarg- ráðum í hverri skógarparadís, engu síð- ur en Eva forðum, sem þóaðeins Ieyfði sér að narta í eplisbita. Rað er nóg beit í landinu fyrir sauð- fé, þó þeim svæðum væri hlíft, sem öllum öðrum betur eru haganlegri fyrir skóggræðslu eins og Fnjóskadalur. Ress- vegna væri mér skapi næst að segja: Kæru Fnjóskdælir! Ef þið viljið aftur græða dalinn ykkar skógi og lækna flakandi sárin, sem eru forfeðrunum að kenna og fénaði þeirra (en þeim var vorkun, því þeir vissu ekki hvað þeir gjörðu og áltu ekki annars úrkostar fá- vísir menn og fátækir í stjórnlausu landi). — Rá rekið allar ykkar rollur og geit- fé út úr ykkar skógar-paradís og verið engu vægðar minni en guð almáttugur forðum við Adam og Evu. Rekið all- an fénaðinn fram á Bleiksmýrardal og Timburvalladal og hafið þar í seli en girðið fyrir dalaopin. Setjið síðan árvaka Kerúba við hliðin með sveipandi sverð- um til að verjast öilum ágangi búfjár. Margir munu nú segja. Minna má nú gagn gjöra! En bezt er að taka munn- inn nógu fullan svo að eyru mannaog augu opnist. Til samkomulags vil eg þá segja: í öllu falli þarf allstaðar að girða vel og rambyggilega hvar sem skógur á að vaxa og þrífast. Á sér- hverri jörð hér í dalnum þarf að kotna upp skógræktarstöð, vel hirt og afgirt og smán saman færast út kvíarnar unz all- staðar nær ræktað land saman til að haldast í hendur. Aliir í Fnjóskadal þurfa að gera skyldu sína og gleðja forfeðurnar sem nú sjá ofar gröf sinni hvað gjöra þurfti. Aliir þurfa að sá í moldina og planta trjám. Enginn má skilja við, án þess að hafa sett sér lif- andi minnisvarða. Fósturjörðin launar alt vel sem við hana er gjört. Mold- in dökka, sem fóstrar okkur og fæðir, og geymir okkur síðast í faðmi sínum til að framleiða nýtt líf, hún man alt vel sem við hana er gert: »Hvað gjörir þú mér, það gjöri eg þér, svo greinir hin kalda mold. Ef gleður þú mig, þá gleð eg þig, þín gæfa er eg, segir Fold.« (M. J.) Skógarlendur á hverjum bæ í dalnum, stöðugt víkkandi og fríkkandi fyrir góða hirðingu hvers búanda, verða að minni hyggju guði þóknanlegri og til meiri þjóðþrifa horfandi, en þó kæmu aftur átta bænahús og ótaldar hálfkirkjur Munið eftir skáldinu norska Welhaven. Honum var slíkt áhugamál að klæða fjallið, að hann var vanur að fylla vasa sína af eikarfræi (akarni) og lcasta því til beggja handa þar sem hann gekk. Með slíku hugarfari þurfa allir íslending- ar að vera, og mun það gefa sigur hinum fagra spádóm skáldsins: »Sú kemur tíð, ersárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð gefursonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga.« (H. H.) Fisksöluhorfur í Englandi. Góðkunningi Dags hefir sýnt blaðinu þá velvild, að senda því upplýsingar um fisksöluhorfur á Englandi sem hafa borist honum í hendur. Upplýsingar þessar eru dagsettar í síðastliðnum mán- uði og lýsa ástandinu eins og það var þá. Er svo frá skýrt að söluhorfur fyrir fisk þar í landi fari stöðugt versnandi. Verðið Iækki stöðugt og naumast ' fari nokkur viðskifti fram í þeirri vörugrein, jafnvel þótt verðið sé lágt. Kaupendur afsaki sig með því, að þeir vilji fá ný- an fisk. Tölurnar í opinberum hagskýrslum Stórbretalands um innfluttan fisk eru mjög eftirtekfaverðar. Meira og tneira af tiski er flutt inn með hverjum mán- uði, en verðið fer stöðugt lækkandi. Verð á saltfiski fellur afskaplega, hefir komist niður í 25 pund sterling. smálest- in, eða jafnvel minna. Sumir útgerðar- menn hafa ráðist í að þurka fisk sinn, í von um betra verð síðar, en mjög er talið efasamt, að það borgi sig, því markaðshorfur fyrir þurkaðan fisk eru alt annað en glæsilegar, þegar tillit er tekið til þess, hve miklar birgðir af göml- uin fiski bíða sölu í Englandi, á Norður- löndum og víða annarsstaðar. Vegna verðfallsins á fiski eru mörg botnvörpuskip hætt veiðum og lítur út fyrir að blómatíð þeirrar útgerðar sé úr sögunni fyrst um sinn, vegna kolaskorts og sívaxandi útgerðarkostnaðar. Ekki er útlitið betra hvað síldveiði snertir. Hefir nýlega verið ákveðið [að hæltu öllum síldveiðum þar fyrst um sinn, nema ríkið tryggi fiskimönnum hæfilegt vérð, sem líklega verður gert. Hið almenna verðfall á ýmsum vör- um, sem virðist vera í aðsigi og þegar byrjað, stafar sumpart af peuingamark- aðinum og háum bankavöxtum, og nú einnig af verðfalli því, sem orðið er á silfri. Síðan í febrúar mánuði hefir silf- ur fallið í verði um 50°/o. Kolaútflutningur frá Bretlandi er nú takmarkaður. Verður ekki flutt út meira en 20 miljónir smálesta á ári; þar af fær Frakkland 45°/o, Ítalía 20°/o, en 35o/o verður selt til annara landa. Gert er ráð fyrir að frá Skotlandi verði ekki flutt út nema 750,000 smálestir kola yfir árið. Ritstjóri Dags lagði af stað í gær ásamt konu sinni austur í Ringeyjarsýslu. Rau hjón hafa orðið fyrir þeirri sáru sorg að missa einkadóttur sína á 3. ári. Hún andaðist austur á Breiðumýri á mánudagsmorgun- inn var. Bananiein hemiar var heilabólga. Neyðin í Austurríki. Átakanlegt er að heyra um þær hörm- ung^r, sem ibúar Austurríkis verða að þol/í. Hungur, klæðleysi og önnur eymd þjakar landslýðnum og gerir suma sturl- aða. Blessuð börnin biðja um mat til að seðja hungur sitt, og föt til að skýla sér fyrir kuldanum, en hvorugt er til nema af mjög skornum skamti. Katólskur prestur í Austurríki hefir nýlega skrifað dr. Alexander Jóhannes- syni í Reykjavík bréf, og ræðir þar um neyðina í Austurríki. Er prestur þessi meðlimur í íslandsvinafélaginu þýzka. Fara hér á eftir meginatriði úr bréfi prestsins. »Eg hefi verið rúmlega 6 ár prestur í stærsta söfnuðinum í Salzkammergut í Grúnau. Prestakall þetta er 240 ferh. kilóm. að stærð. Er stundum verið 50 klukkustundir að komast að yztu tak- mörkunum, er liggja upp á háfjöllum. íbúarnir eru um 19000 og fást þeir aðallega við að saga tré. Petta hérað og önnur þarfnast hjálpar. Einu sinni á viku fengum við kjöt, 100 gr. hver mað- ur, og var það selt ofurverði. Stundum höfðum við þetta heldur ekki. Hveiti V* kg. á viku, 20 — 30 gr. márgarine á vikum, mjög slæmt brauð og enga mjólk. Verkamennirnir gáfust upp og margir urðu undir trjábolunum, af því að þeir höfðu ekki lífsþrótt til að forða sér undan. En borgirnar hrópa á brenni. Eg var lengi formaður í úthlutunar- nefnd matvæla og þekki neyðina betur en margur annar. Einkum leið blessuð- um litlu börnunum í Gríínau illa. Þau dóu unnvörpum. Engill dauðans hreif margt barnið og bar það út í kirkju- garð. Mig tók sárt til barnanna og bað um hjálp. í fyrstu gat eg sent 300 börn til Sviss og í ár 100 til Danmerkur. En 3000 börn hafa leitað hjálpar og beðið um að mega komast til annara landa. Til íslands geta börn vor ekki ferð- ast; leiðin er of löng og mörg móðir gæti ekki afborið að vita af barni sínu svo langt í burtu. Eti nú kemur bón mín. Ef til vill myndu íslendingar vilja hjálpa börnum vorum. Mörg börn okk- ar verða svöng og köld að ganga Iang- an veg í skóla. Hlý föt og sokkar kæmu þeim að miklum notum.« Síðan biður presturinn að birta ís- lendingum eftirfarandi ávarp: »Yzt í hafi liggur þú, eyjan fjarlæga með frægðarsögurnar þínar. Kærleikur og hjálpfýsi voru skjaldarmerki þitt. Aldrei barði framandi niaður árangurs- laust að dyrum þínum, aldrei var svöng- um manni úthýst. Eg ketn með 3000 svöng og köld börn til þín, ástkæra fóstra ísland. 6000 barnsaugu mæna á þig grátandi og segja: Hjálpaðu okkur, mamma! Okkur er kalt á höndum og fótum, vangarnir eru fölir og kraftarnir að þrotum komnir. Gefðu okkur ull, föt, mat og peninga! Gefið okkur ull við kuldanum! Pessa bæn sendum við ykkur, 50000 bændur á íslandi. Gefið okkur ull fyrir 10 aura af hverri kind. Hve við mynd- um þá vcra farsæl. Pið 15000 íbúar í Reykjavík, gefið okkur 1 eyri hver. Pað eru 150 danskar krónur, en 3600 aust- urrískar krónur uúna. Okkur fjallaböru-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.