Dagur - 21.07.1920, Blaðsíða 3

Dagur - 21.07.1920, Blaðsíða 3
DAQUR. 51 unum Iíður mjög illa. Fjalladrotning hjálpaðu fjallabörnum þínum. O, að hver fjáreigandi vildi gefa ofur- lítinn ullarlagð af hverri kind til vesl- ings barnanna minna, sem flest eru af verkamannastétt. En ekki er hægt að senda ullina eða ullarföt. Of langt er á milli og of mikil áhætta. En hægt væri að senda peninga með ávísunum á Kaupmannahafnarbanka. Eg yildi vera kominn í fjallagöngur og mega draga í dilk minn og marka kindurnar »Salzkammergut«. Eg mundi vera góður hirðir og heimta vel af fjalli og fara í eftirleitir í októbermánuði. Eg mundi gæta kindanna vel, einkum Kollu og Hníflu og forustu-Hníflu með græna spottann í eyranu (sbr. Pilt og stúlku Jóns Thoroddsens), enginn skyldi fá mig afvega, heldur skyldi eg syngja altaf með Jónasi: ísland farsælda frón .... Eg bið ykkur, kennið í brjósti um veslings börnin mín og gefið þeim. Rau tnunu þakka ykkur æfinlega.* . . . »Eg bið yður gera svo vel og birta þetta í íslenzkum blöðura og koma orð- sendingu þessari til presta, bænda, verzl- unarmanna og annara. Allar gjafir eru vel þegnar, hveisu litlar sem þær eru. 100 kr. danskar eru nú 2400 ausíur- riskar krónur. Ef til vill myndu íslenzk- ir menn eða konur vilja velja sér eitt- hvert barn, er þau héldu sinni verndar- hendi yfir t. d. 1, 2, 3 mánuði eða lengur, og gæti eg þá keypt mat og föt handa þeim. Reir geta valið um drengi eða stúlkur, ákveðið aldur og beðið um Ijóshært eða dökkhært barn, bláeygt eða dökkeygt. Skal eg þá velja barnið úr, senda rnynd af því og koma á bréfaviðskiftum við foreldra þess eða umráðamenn. Prátt fyrir fjarlægðina mætti á þennan hátt tengja bönd mílli bamsins og velgerðamanns þess, er lengi mundu haldast.« Dr. Alexanderjóhannesson getur þess, að íslenzka nefndin, er skipuð var síð- astl. vetur til þess að taka á móti og undirbúa komu 100 fátækra barna frá Vínarborg, hafi nú lokið starfi sínu og sent álitlega fjárupphæð, er verði varið til styrktar fátækum börnum í Vínarborg. Hér er farið fram á að styrkja svöng og klæðlíti! -börn í sveitahéruðum Aust- urríkis upp til fjalla, og er neyðin þar, einkurn í héraðinu Salzkammergut, engu minni. Prír prestar í Reykjavík, þeir síra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur, síra Meulenberg í Landakoti og síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur veita því mót- töku, er menn kunna að vilja láta af hendi rakna til hjálpar austurrísku börn- unum. * * * Minnumst nú orða meistarans frá Nasaret: Hungraður var eg og þér gáf- uð mér að eta. Pað sem þér gerið mín- um minstu bræðrum það gerið þér mér. Litlu, hutigruðu og klæðlitlu börnin í Salzkammergut eru »bræðurnir«, sem einna bágast eiga nú og helzt þnrfa hjálpar við. Og þá hjálp, er við veitum þeim, telur Kristur sér sjálfum veitta. Vill nokkur skerast úr leik? Peir menn hér á Akureyii, sétn hæga aðstöðu eiga til þess að taka á móti gjöfum frá almenningi til hjálpar aust- urrísku börnunum, ættu að gefa sig fram. Pað er þægilegra fyrirkomulag fyrir menn hér um slóðir, heldur en hver einstaklingur sé að senda smá- upphæðir til preslanna í Reykjavík. »k * * Eftir að þetta var ritað hefir Páll Ár- dal kennari stutt þessa málaleitun drengi- lega í »íslendingi« og getið þess jafn- tramt, að Akureyringar og nærsveita- menn, sem vildu gefa austurrísku börn- unum eitthvað, gætu snúið sér til hans, því hann veiti gjöfunum móttöku. Smáþættir. i. Motlo: Söngmenn skilur skáldið bezt, hann skilur andann, eygir lijartans leynilindir lífsins gegnum skuggamyndir. Hvað er skáld? Hvað er þjóðskáld? Hvað er höfuðskáld? Skáld er sá, sem skilur andann o.s.frv. Hvað sé þjóðskáld, kann eg ekki við á voru máli. Á dönsku heitir það Folke- digter. Svo heita með réttu þjóðskáld hjá Dönum, alþýðuskáld þeirra, sem kveða fyrir fólkið, og af þeim höfufti við átta allan fjöldann og höfutn vana- Iega kallað þá hagyrðinga eða rímna- skáld, og efstan í röðinni má óhætt nefna Sig. Breiðfjörð, enda mátti telja hann Ijóðskáld með afbrigðum og svo er um marga aðra. En svo kemur höfuðskáld. En hver er höfuðskáld? Pað nafn, sem Haraldur Sigurðsson gaf helzta hirðskáldi sínu, Þjóðólfi. Höfuðskáld er sá, sem í ein- hverja stefnu ber af öðrum skáldum, en stefnurnar eru ótal, og jeg get ekki un- að því, að nokkur íslendingur beri nafn- ið þjóðskáld, því að það getur orðið á kostnað margra annara. Skal eg nú leyfa mér að nefna nokkur höfuðskáld, sem hér hafa verið á mínutn dögum, en nefni þó ekki alla, enda fjölgar þeim daglega svo enginn veit tölu þeirra. Skal eg leyfa mér að nefna: Bjarna og Jónas, hvorn á sinn hátt; Jón Thorodd- sen, Grím Thomsen, Sveinbjörn Egils- son, Benedikt Gröndal, Bólu-Hjálmar, Steingrím Thorsteinsson, Porstein Er- lingsson, Guðmund Magttússon og Guðmund Guðmundsson, hvern á sinn hátt. Af þeim, sem enn lifa, vil eg benda á Hannes Hafstein, Einar Benediktsson, Stephán G. Stephánsson, Gtiðtnund á Sandi, Pál Árdal. Svo koma enn fleiri, sem eg ekki nefni í þetta sinn, svo sem Ameríkuskáldin. Hér á íslandi mætti enn nefna mann éins og Davíð í Fagra- skógi, Jakob Thorarensen og Hannes Blöndal. Sumir af þessum mönnum, eða þeir yngri, hafa ekki enn sýnt hvað í þeim býr, enda má segja að enginn vcit að hvaða barni gagn verður, en það fylgir hver sinni stefnu. Einnig gæti eg nefnt nokkrar konur, eins og Huldu, Ólöfu á Hlöðum, frú Thoroddsen og Hallfr. á Laugabóli, þó ekki nefni fleiri, sem hafa enn ekki gefið ljóð sín út. En tnein- ing mín með öllu þessu er sú að benda á, að sá sem er höfuðskáld, er og á að vera Vater. En hvað er Vater? Vater er spámaður og sjáarinn eins og lijá ísraelsmönnum, hann á að hafa sérgáfu og sjáaragáftt líkt og Grikkir og Rótnverjar. Pví að vera skáld er v'ðáttumeira huggrip en nokkurn mann grunar. En þó að einn maður eða eitt skáld skari fram úr á einu sviði, er hann ekki Vater á öðrum sviðum, og læt eg svo úttal- að um það mál að sinni. M. J. Úr ölíum áttum. Vestur-íslendingar 32að tölu, komu á »íslandi« til Reykja- víkur 3. þ. m. Fara hér á eftir nöfn þessara landa vorra: A. S. Bardal, ættaður frá Svartárkoti í Bárðardal. Jón Porvarðsson frá Djúpa- vogi. Gísli Jónsson frá Eskifirði. Ár- mann Jónasson, ættaður úr Eýjafirði. Marteinn Porgrímsson frá Húsavík. Met- húsalem Ólason, ættaður af Seyðisfirði. Jónas Helgason ættaður úr Mývatnssveit. Einar Stefánsson frá Möðrudal á Fjöll- um. Einar Eyvindsson. Ólöf Eyvindsson, fædd í Westbourne. Anna Einarsson, ættuð af Akureyri. Guðrún Anderson, ættuð af Akureyri. Guðm. Guðmunds- son, ættaður úr Borgarnesi. Sveinbjörn Sveinsson, æltaður úr Norðfirði. Mar- grét dóttir hans. Guðbr. Jörundsson, ættaður úr Dalasýslu. Sig. Ó. Gíslason, ættaður af Sauðárkrók. Guðrún Magnús- son, ættuð úr Reykjavík. Júlíana Fred- rick hjúkrunarkona, frá Húsavík. Guð- rún Jónsson frá Lundum í Borgarfirði. Ingibjörg Guðmundsson, ættuð af Blönd- uósi. Valgerðttr Steinssen, úr Reykjavík. Jakob Benediktsson úr Vestmannaeyjum. Porbjörg Jónasson og dóttir hennarGuð- rún að nafni úr Reykjavík. Björn Jóns- son af Hvítársíðu. Sígurgeir Pétursson frá Reykjahlíð. Jónína Jónsdóttir úr Vestrnannaeyjum. Bjarni Pórðarson af Akranesi, Jón Jónsson, frá ísafjarðardjúpi. Ætla allir þessir iandar að dveljast hér fram eftir sumri og ef til vill ílend- ast sumir þeirra hér. Hefir aldrei fyr jafnstór hópur Vestur-íslendinga komið hingað í einu. Berklaveikisfundurinn í Stokkhólmi, sem þeir Guðmundur landlæknir og Magnús læknir Pétursson ætluðu að sækja, hefir farist fyrir vegna Álandseyjadeilunnar. Peir landlæknir og Magnús Pétursson héldu þó förinni á- fram til Stokkhólms, því Ragnar Lund- borg hafði tjáð þeim, að þeir myndu geta fengið ýmsar gagnlegar upplýsing- ar hjá frægum berklaveikislæknum sænsk- um. Af sömu ástæðum hefir fundur blaða- rnanna á Norðurlöndum, er ákveðið var að halda í Helsingfors í júní í sumar, farist fyrir. Halldór Hermannsson bókavörður í íthaca í Bandaríkjunum hefir verið skipaóur prófessor í norræn- um inálutn við Cornell-háskólann. Býst hann þó við að halda jafnframt áfram bókavarðarstarfanum. Dýrt naut og mikið, Nýlega keypti stórt og mikið naut- gripafélag í Ameríku naut til undaneldis er nefnist Kong Sylvía. Verðið var hvorki meira eða minna en hálf miljón krónur. Sagt er að nautið sé einkar vel ættað. Móðir þess komst í 76 kg. nyt á dag, sem er talið tneira en nokk- ur kýr önnur hefir mjólkað. Á einni viku mjólkaði hún 502,5 kg. og eftir mánuð eða 20 daga hafði hún mjólkað 2098 kg. Pessi kýr hefir þannig á einum mánuð mjólkað tvöfalda þyngd sína eða rúmlega það. En nú er mark- mið í þessu nautgripafélagi, sem keypti Kong Sylvia, að ala upp undan hon- um kýr, sem mjólki þrisvar sinnum þyngd sína á mánuði. Amma nautsins var afar smjörgóð. Smjörið úr henni var 73,20 kg. yfir mánuðinn, er bezt lét. Kynið er einnig mjög frjótt. Latig- afi langafa nautsins átti eða var faðir að 244 kvígukálfum og 153 nautkálfum sem alt reyndust beztu gripir. Á leiðinni þangað, sem nautinu var ætlaður samistaður, var leigður sérstak- ur járnbrautarvagn, og annar fyrir fóðrið á leiðinni. Prír tnenn hirtu hann í senn, gáfu honum, bryntu, kembu o. s. frv. En alls voru það 12 menn, er skyldu annast um hann til skiftis, 3 í senn, og ekki nema 6 stundir hverjir þessara þriggja í senn. Ferðin hafði gengið vel, en orðið ærið kostnaðarsöm. (Freyr.) Ellistyrktarsjóðlrnir. Eiríkur Briem prófessor hefit gefið skýrslu um þá í Andvara. Árið 1910 voru sjóðirnir að upphæð kr. 151848,;.i> en 1918 var upphæð þeirra orðin kr. 413090,77. Um ellistyrktarsjóðina segir Eiríkur Briem: »Með tímanum munu ellistyrktarsjóð- irnir vaxa svo, að þeir geta veitt hverju þurfandi gamaltnenni nægilegan styrk til framfæris, og þess utan, ef svo sýnist, geta greitt hverjum manni yfir sextugt fult iðgjald þess, sem hann hefir til þeirra goldið.« Sámkvæmt núgildandi lögum er styrkt- arsjóðsgjaldíð 2 kr. fyrir hvern karl- tnann á aldrinutn frá 18—60 ára og 1 kr. fyrir hvern kvenmann. Auk þess eru sjóðirnir styrktir úr ríkissjóði árlcga og nemur sá styrkur 1 kr. fyrir hvern gjaldskyldan mann. Akureyri. f Siefán Jónasson aldraður maður, er lengi bjó á Kotá, andaðist hér í bænum í fyrra dag. Hann var stakur elju og dugnaðarmaður. Vatnsþró, til brynningar heslum, er byrjað að byggja austan Hafnarstrætis. fast norðan við Torfunefslækinn, suður af Hamborg. Er langt síðan vakið var máls á nauð- syn slíkrar vatnsþrór, þó að ekki hafi komist í framkvæmd fyr en nú. Nýit ættarnafn. Hannes O. Magnússon verzlunarmaður hefir fyrir nokkru lögfest sér ættar- nafnið Bergland. Ullartaka er nú að mestu um garð gengin. Þv miður eru ullarsöluhorfur alt annað en góðar nú sem stendur. Oddur B/örnsson prentsmiðjueigandi er nýkominn heim úr Reykjavíkurför. Hann kom með »Snorra goða«.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.