Dagur - 28.07.1920, Síða 1
DAGUR
kt rnur út á hverjum miðvikud.
Kosíar kr. 4.50 til áramöta.
Gjalddagi fyrir 1. ágúst.
III. ár.
Akureyri, 28. Júlí 1920.
Heilsuhæli á Norðurlandi
Sjúkdómar eru alment taldir þyngsta
böiið, 'sem fyrir okkur mennina getur
komið. Um þetta má sjálfsagt deila,
en hitt kemur öllum saman um, að
ekkert vit sé í öðru, en að reyna að
verjast veikindum af ítrustu kröftum,
og neyta allra ráða, til þess að halda
sjúkdómum f skefjum.
Margar eru þær tegundir sjúkdóma,
er við jarðarbúar eigum við að stríða.
Berklaveikin er þó talin skæðust þeirra
allra. Við íslendingar förum ekki var-
hluta af henni. Helzta vörnin og eina
almenna ráðið gegn henni er talin
siofnun góðra heilsuhæla fyrir berkla-
veika.
Eins og kunnugt er, eigum við eitt
slíkt hæli sunnanlands, heilsuhælið á
Vífilsstöðum.
Norðlendingar hafa nú orðið reynslu
fyrir því, hve afarörðugt þeim er að
nota Vífilstaðahælið, sé það ekki með
öllu ókleift. Um þetta hefir verið rætt
og ritað áður, og færð svo glögg rök
fyrir því, að það er óþarfi að fjöl-
yrða um það hér.
Því var það, að fyrir ekki alls löngu
skaut þeirri hugsun upp hér norðan-
lands, að brýna nauðsyn bæri til, að
sett væri á stofn heilsuhæii fyrir berkla-
veika á Norðurlandi.
Konurnar höfðu og hafa haft aðal-
forgöngu þessa máls með höndum.
Aðalframkvæmdirnar hafa verið í því
fólgnar að stofna til almennra samskota
og reyna á þann hátt að afla fyrir-
tækinu fjár, stofna heilsuhælissjóð.
Honum hefir og áskotnast nokkuð á
þann hátt, að samkomur hafa verið
haldnar, og ágóðinn af þeim látinn
renna í sjóðinn.
Við og við hafa sézt í blöðunum
langir listar yfir gefendur og gjafir þeirra
*il heilsuhælissjóðsins. Vitanlega hefir
venjulegast verið um smá upphæðir að
ræða frá hverjum einstökum, en safnst
þó þegar saman kemur. Langstærsta
upphæðin, sern sjóðnum mun hafa á-
skotuast í einu lagi, er 10 þús. króna
gjöfin frá Kaupfélagi Eyfirðinga í
fyrra.
En fullkpmið og gott heilsuhæli, og
uin annað er ekki að ræöa, kostar stór-
fé á íslenzkan mælikvarða; ekki veit eg
hvað mikið það kostar, en líklega verð-
ur það ekki neðan við hálfa miljón
króna. Þegar við þá upphæð er
miðað, er ekki að furða þó að seint
gangi með samskotum, eins og þau
venjulega gerast, að afla slíks fjár.
Það mun heldur ekki hafa verið til-
ætlnnin, að alls þess fjár, er þarfnast
til að koma upp heilsuhæli á Norður-
landi, yrði aflað með samskotum ein-
um. Meininigin víst sú, að þau yrðu
byrjun og undirstaða fyrirtækisins að
nokkru leyti, en síðan gertráð fyrir, að
ríkið tæki að sér að byggja þar ofan á.
En hvað líður þá samskotunutn?
Hverju nema þau nú orðið ?
Kunnugir menn segja, að þau muni
alls vera orðin um 30 þús. krónur.
Sé hér farið rangt með, er beðið vel-
virðingar á því, líklega skakkar þar
ekki miklu.
Það má því gera ráð fyrir, að heilsu-
hælissjóðurinn sé ekki orðinn stærri en
svo að nemi einum tuttugasta hluta
þess fjár, er til þess þarf að reisa
heilsuhælið.
Með þessu áframhaldi, og ætti ein-
göngu eða aðallega að byggja á sam-
skotafé, er ekki annað sýnilegt en að
við megum bíða mörg, mörg ár, lík-
Iega tugi ára, eftir því að heilsuhæli
fyrir berklaveika komist upp á Norður-
landi.
Með þessu, sem hér er sagt, er ekki
á nokkurn hátt verið að kasta steinum
að gefendum sjóðsins, eða þeim, er
gengist hafa fyrir fjársöfnuninni; þeir
eiga alt annað skilið. A þetta *er bent
til athugunar, og til þess að reyna að
koma meiri hreyfingu á þetta mikils-
verða mál.
Þó að menn séu ósammála um flesta
hluti að meira eða minna leyti, þá ;eru
víst allir undanteknigarlaust, að minsta
kostí hér norðanlands, einnar skoðunar
um það, að þörfin á stofnun umrædds
hælis reki mjög fast á eftir. »Hvíti
dauði« hangir yfir höfði svo að segja
hvers einasta manns eins og bitur, ó-
sliðraður brandur. Þess vegna megum
við ekki bíða mörg ár úr þessu. Hælið
verðum við að fá hið allra fyrsta. Þolin-
mæðin er að vísu ágætur og ómissandi
eiginleiki, en hún má þó aldrei verða
að athafnaleysi, sízt þegar ægilegir hlut-
ir steðja að.
Eg skal játa það, að æskilegast væri
að hætta mætti öllum samskotum í þessu
falli, ríkið tæki málið í sínar hendur tii
skjótrar úrlausnar og framkvæmdar. Það
væri og langeðlilegast, að stofnun allra
sjúkrahæla væri með öllu allsherjarmál.
En þar sem lítil eða engin von mun
vera um það, að ríkið taki mál þetta
að sér nú sem stendur, þá er ekki ann-
að ráð fyrir höndum en halda áfram á
samskotaleiðinni eins og hingað til.
Aðeins þarf að gera þá leið sem greið-
færasta.
Við þurfum því að setja okkur það
markmið að efla heilsuhælissjóðinn, svo
að hann eftir tiltölulega skamman tíma
verði orðinn nægilegur til þess að stand-
ast að minsta kosti helming þess kostn-
aðar, er bygging hælisin hefir í för
með sér. Þegar svo langt er komið,
er vart hugsanlegt annað, en að ríkið
mundi hlaupa undir bagga og leggja
fram hinn helminginn.
Til þess að þetta geti orðið, þarf
að minni hyggju að koma föstu skipu-
lagi á Ijársöfnunina. Venjulegast fer
fjársöfnun með samskotun fram á þann
hátt, að hver einstaklingur leggur fram
meiri eða minni fjárupphæð í eitt skifti
fyrir öll. Þessi aðfer^ getur náð til
ætluðum árangrí, þegar um fremur litla
fjársöfnun er að ræða, en því er ekki að
heilsa að því ér til stofnunar heilsu-
hælisins kemur. Þar þarf fjársöfnun-
in að vera í svo stórum stíl, ef hún á
að geta komið fyrirtækinu í framkvæmd.
Áðurnefnd aðferð er því of seinvirk í
þessu máli og hætt við, að hún þreyti
þá menn, er fyrir henni beitast, svo að
þeir að lokum gefist upp. Skal eg nú
benda á, hvað mér sýnist tíltækilegast
að gera og vænlegast til sigurs þessu
máli. Það er þetta :
Stofna skal heiisuhælisfélag. Aðal-
svæði þess er allur Norðlendingafjórð-
ungur ; auk þess teygði það álmur slnar
út fyrir þau takmörk, eftir því sem
kostur er á, sérskaklega um Austurland.
Miðstöð félagsins væri á Akureri og þar
hefði yfirstjórn þess aðsetur. Félagið
væri f mörgum smádeildum, t, d. að
hver kirkjusókn væri deild út af tyrir sig.
Ef til vili væri heppilegt að þessar smá-
deildir stæðu í einhverju innbyrðissam-
bandi og mynduðu þannig stærri heild,
svo 3em hreppsde'ldir. Verkefni fé-
lagsins væri fjársöfnun í heilsuhælissjóð-
inn. Kapp yrði að leggja á það, að
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór.
Norðurgötu 3. Talsimi 112.
Innheimtuna annast ritstjórinn.
14. blað.
fá alla á félagssvæðinu, að undantekn-
um sveitarómögnm og farlama mönn-
um, í félagið. Á hverju deildarsvæði
væri deildarstjórn, er annaðist fjársöfn-
unina og sendi síðan yfirstjórn félags-
ins hið innkallaða fé, er jafnóðum yrði
sett á vöxtu. Félagsmenn alls mættu
ekki vera færri en 20 þásund, hver með
5 kr. árstillagi minst. Á þann hátt yrðu
tekjur sjóðsins 100 þús. kr. árlega auk
vaxta. Á þennan hátt sigldi málið
hraðbyri til fullra framkvæmda, og
heilsuhælið gæti orðið komið á laggirn-
ar árið 1925 eða jafnvel fyr, því eins
og áður er sagt mundi auðvelt að fá
nokkurn hluta kostnaðarins úr ríkissjóði,
þegar heilsuhælismálið hefir tekið á sig
jafnþróttmikið og alvarlegt snið eins og
hér er gert ráð fyrir.
Það má vel vera, að einhverjir kalli
þetta loftkastala, en það er á okkar
eigín valdi hvort svo verður eða ekki;
sé enginn almenn alvara lyrir málmu,
þá er alt þetta auðvitað eigi annað m
loftkastali. En eg geri ekki ráð fyrir
að svo sé. Eg geri ráð fyrir, að al-
menningur skilji, hvað hér er mikið í
húfi. Við erum að leggja til orustu við
skæðasta óvininn, berklaveikina, og það
er þýðingarlaust að ætla sár að berjast
og sigra með -lélegum vopnum. í
þeirri baráttu þurfum við sameiginlegan,
sterkan áhuga, vit og fé.
Eg tel hið árlega gjald megi ekki
minna vera en 5 kr. fyrir hvern mann.
Á stærðar sveitarheimili eru 20 manns;
frá því heimili koma 100 kr. á ári.
Það er eitt ærverð. Á meðal sveitarheim-
ili eru 10 manns; frá Því koma 50 kr.
á ári. Það er eitt dilksverð. Frá 5
manna fjölskyldu í kaupstað koma 25
krónur. Það er 1—2 daga vinnulaun.
Mér heyrist einhver segja, að þetta
dragi nokkuð. Rétt er það. En hvað
dregur það, að standa berskjaldaður
fyrir »mannskæðustu sóttinni,* sem með
hverju árinu verður ægilegri ?
í þessu efni ætti ekki að vera hik á
neinum. Þú, sem nú ert hraustur, átt
það ekki víst, að þú þuifir ekki á
heilsuhæli að halda fyrir þig .eða þína
þegar minst varir. Verðir þú svo
lánsamur að aldrei komi til þess, þá
ertu því færari um að leggja 'ram þínn
skerf,
Flestir eru fúsir á að Ieggja fé sitt í
fyrirtæki, sem gefur gróðavon, jafnvel