Dagur - 28.07.1920, Blaðsíða 3

Dagur - 28.07.1920, Blaðsíða 3
DAGUR. 55 Verzlunarmannafélagsins vrrður frestað vegna sérstakrar ástæðu tií sunnudagsins 8. ágúst. Verður þá farin samkvæmt áður auglýstu. Skemtinefndin. að spara, þar sem það má, fara skyn- samlega að ráði okkar, sýna sjálfsafneit- un og kunna að haga okkur eftir kring- umstæðum eins og bezt á við, En hvar má þá ekki spara? F*ví er fljótsvarað. — Allur sá sparn- aður, sem gerður er á kostnað heilsu okkar og sem hindrar andlegan og lík- ainlegan þroska og varanlega vellíðan, er hættulegur, og hann eigum við að forðast á meðan nokkur tök eru á. En öll sú eyðsla, sem fer út fyrir þessi takmörk, er spiilandi — er frá hinum vonda. Ef við leggjum ætíð þenna mæli- kvarða á alla okkar eyðslu og sparnað, þá verðum við gæfunnar börn. Akureyringur. Símskeyti. Rvík 21. júlí. Konungur vor hefir meiðst í fæti og sent forsetisráðherranum skeyti þess efnis, að hann komi ekki hingað til landsins í sumar. Kokkar og þjónustufólk, sem hingað var komið, verður að fara heim aftur. Frakkar hafa sent Feycal sendi- manni Sýrlands ultimatum. Branting hefir lagt Álandseyja- málin fyrir Millerand. Nýr fundur með Bandamönn- um og Þjóðverjum væntanlega í í Geneve um skaðabæturnar. Manndráp hafa farið «fram í Cork út af morði lögreglustjór- ans. Benedikt Gíslason frá Skriðu- klaustri, kaupamaður á Hesti í Borgarfirði fórst ásamt hesti sín- um í kíl við Hvítá, ungur efnis- maður. Tugum þúsunda kastað í sjó- inn vegna konungskomunnar. \ Rvík 27. Júlí. Deilur Itala og Jugo-Slava harðna stöðugt. Frakkar hefja stríð í Sýríu. Hafa sent þangað 80 þús. her- menn og unnið einn sigur. Rúmenar hafa boðið að friða Litlu-Asíu. Það ekki Jiegið. Norðurlönd styðja heimflutn- Kennarastaðan í fræðsluhéraði Á r s kógs h r e p p s er laus. Peir, sem hafa í hyggju að sækja um stöðuna, sendi umsóknir sínar til fræðslunefndarinnar fyrir 1. Sept. 1920. I.aun samkvæmt fræðslulögunum. Frœðslunefndin. ing herfanga úr Síberíu með fjár- lánum. Grikkir herja Þrakíu. Hafa tekið Adríanopel. Bandaríkjaher hjáipar kínversk- um stjórnarher að friða landið. Blóðsúthellingar í Belfast. Ll.oyd George fús til að semja um ýms mál Ira. Ekki að tala um sjálfstæði. Teleki orðinn forseti Ung- verja. Krassin synjað aðgöngu í London vegna afgtöðu Bolse- vika til Póllands. Bolsevíkar aðhyllast að friðar- samningar viðPólland verði gerðir í London með því skilyrði að Wrangel gefist upp, Bolsevíkar hafa gersigrað Pól- verja. heir beiðast friðar og flýja hópum saman úr Varsjá. Pýzkaland hefir lýst yfir hlut- leysi sínu og bannar Banda- mönnum að flytja her yfir Iandið. Bandamenn hafa hafnað her- styrk Ungverja til að hjálpa Pól- verjum. Jón Jónsson prófastur fráStafa- felli er nýlátinn. Kolaprammur sökk á fimtu- daginn með 150 tonnum af landsverzlunarkolum. Ofhleðslu kent um. Fyrsti hestafarmurinn fór héð- an í gær. Alþýðublaðið hefir afhjúpað íslenzka fiskihringinn. íbúðarhús Jónatans Porsteins- sonar, ásamt úthýsi, brann í gær- kvöld til kaldra kola. Skaðinn mörg hundruð þúsundir. Hús í grendinni skemdust mikið. Fréttar. Dags, Rvik. Akureyri. Síra Gunnar Benediktsson, seltur prestur í Grundarþingum, kom hingað til bæjarins í síðustu viku, ásamt konu sinni, ungum syni og tengdamóð- ur. Hann er nú seztur að í Saurbæ og tekur þegar við embætti sínu. Síra Gunnar er nývígður, enda korn- ungur maður, aðeins 27 ára gamall. Hann er yfirlætislaus maður, greind- ur vel og góður drengur. Væri gottað Eyfirðingar nytu hans bæði lengi og vel. Barnaskólinn. Stjórnarráðið hefir nú veitt skólastjóra- og kennarastöðurnar við hann. Skóla- stjóri verður áfram Steinþór Guðmunds- son og kennarar hinir sömu og áður: Páll J. Árdal, Ingimar Eydal, Kristbjörg Jónatansdóttir, Ingibjörg Benedíktsdóttir og auk þess Kristján Sigurðsson frá Dagvérðareyri, er var kennari við skól- ann í mörg ár, en lét af því starfi fyrir nokkru. Knattspyrna. Á sunnudaginn var fór fram knatt- spyrna á leikvangi Ungmennafélags Ak- ureyrar. Keppendur voru nokkrir Ak- ureyringar og skipverjar af »Itarian« og »Aspasia«. Fyrri hálfleikurinn fór svo, íslendingar höfðu 6 vinninga en Eng- lendingar engan. Dálítil norðan gola var, og áttu Englendingar á móti henni að sækja; hugðu sumir af áhorfendunum, að þeir ensku myndu rétta hlut sinn í síð- ari hálfleiknum, er þeir hefðu vindstöð- una sér hagstæðari, en í seinni lotunni höfðu íslendingar 3 vinninga en hinir 1. Leikslokin urðu því: 9 íslendinga megin móti 1. Áhorfendur voru margir. Aðgangur kostaði 15 aura fyrir þá, er komu norð- anmegin leikvangsins, en ekkert fyrir þá, er komu úr suður átt. Eversen útgerðarmaður stundar síldveiði í sum- ar frá Oddeyrartanganum. Heldur hann út til veiða tveim enskum botnvörpung- um »A^pasia« og »Itarian«, og ennfrem- ur e. s. Eirík. • Watne og Godtfredsen halda og út sjnu skipinu hvor frá tanganum. Trjáviður hefir komið rnikill til bæjarins nú nýlega; tvö timburskip til Kaupfélags Eyfirðinga, eitt til Sigurðar Bjarnasonar og eitt til sameinuðu verzlananna. Steinolíuskip tvö hafa komið hingað nýlega. Annað til Ragnars Ólafssonar, hitt til Karls Nikulássonar. Gestir og' ferðamenn. Síra Pórarinn á Valþjófsstað og frú hans hafs dvalið hér í bænum að und- anförnu. Gunnlaugur Claesen geislalæknir var hér á ferð ásamt frú sinni. Fóru þau landveg til Reykjavíkur nú fyrir skömmu. Hér hafa og verið staddir í bænum Marino Hafstein fyrv. sýslum., Eyjólfur Jónsson bankastjóri á Seyðisfirði og frú hans, Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur og fleiri. Póststaðan tniili Akureyrar og Staðar er veitt Guðmundi Ólafssyni Siglufjarðarpósti, frá 1. okt. næstk. Guðmundur flutti búferlum hingað til bæjarins í vor. Kuldatíð fyrir síðustu Irilgi og stijóaði í fjöll. dágóður þurkur síðuStu daga. í handvefstóla, 100 á kr. 1,50 selur jónas Pór, verksmiðjustjóri. Manngildið. Gildi hvers manns fer ekki, eins og sumir virðast álita, eftir stöðu eða lær- dómi, heldur ekki eftir gáfum eða þekk- ingu og því síður eftir auðlegð. Mað- ur getur haft alt þetta til að bera, ver- ið í hárri tignarstöðu, sprengfullur af lærdómi vitað ekki aura sinna tal, og þó verið gildisrýrari en fátækur, treg- gáfaður og þekkingarlítill götu- eða reyk- háfasópari. Pó að margar stoðirrenni undir mann- gildið, þá er þó ein veigatnest. Hún er í því fólgin að leysa starf sitt vel af hendi. Hvert starfið er, kemur ekki mál- inu við, ef það aðeiris er e'tthvað, sem nauðsynlega þarf að gera. Hvort sein þú því starfar að vísindum eða listum, moldarmokstri eða grjótvinnu eða hverju sem vera skal, þá leystu starfið af hendi eins og hamingja alls mannkynsins væri undir því komin, hvernig þér ferst það úr hendi. Með því að vinna hvert starf á þenna hátt, finnurðu að þú ert stöð- ugt að stækka, að manngildi þitt er að vaxa, og þú hefir góða samvizku. Petta eru engin ný sannindi. Margar aldir eru síðan sagt var: »Vertu trúr yfir litlu, þá mun eg setja þig yfir mikið«. En það er eins og ekki veiti af að vera altaf að minna menn á það, sem allir vita í raun og veru. í Ójafsfirði segja metin dágóða grassprettu orðna og langt komið að slá tún þar. Pö má enn líta 6njó þar á túnum í stöku stað. Um síðustu helgi var sláttur ekki byrjaður sumstaðar í Fijótum. Snjóinn leysti þar svo afarseint. íbúðarhús úr staini er verið að reisa á þessum bæjum hér í Eyjafirði í sumar: Syðri Varðgjá, Kaupangi, Litla-Hamri, Möðru- felli og Kroppi. Athugasemd. Úr hefir fallið við tal höfuðskálda á íslandi fyrst og fremst Ijóða og ritsniil- ingurinn Porsteinn Gíslason, Sigurður frá Arnarholti og Stefán frá Hvítadal. Allir þessir rnenn hafa gefið út ljóða- bækur. Fleiri Ijóðaskáld mætti nefna, sem eg sleppi að sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.