Dagur - 04.08.1920, Blaðsíða 1

Dagur - 04.08.1920, Blaðsíða 1
DAGUR kt mur út á hverjum miðvikud. Kosiar kr. 4.50 til áramóta. Gjalddagi fyrir 1. ágúsi. III. ár. Akureyri, 4. ágúst 1920. U*n viðskifti innan lands. v. Verðlagning eftir á. Áður hefir töluvert verið rætt hér í blaðinu urn þessi viðskifti. Hefir verið gerð tilraun, til að benda á færa leið í viðskiftunum með það fyrir augum, að á þann hátt ýrði kveðinn niður sá ulf- úðardraugur, sem gengið hefir milli manna. t*að hefir verið bent á þá leið, að báðir aðilar kæmu sér saman um fast ákvæðisverð á þeim vörum, sem koma til greina,„og að skiftin færu síðan fram gegnum einhverja samvinnuverzlun. Sú aðferð hefði tvímælalaust mesta sam- vinnuþroskun í för rneð sér. Kaupmensku- hyggja einstaklinganna næði sér ekki niðri. Menn yrðu þess umkomnir að verzia bróðurlega við sína eigin sam- þegna, án þess að pranga eða prútta í blóra við erlendar markaðshorfur og verðsveiflur. Eins og áður er miust á, er ýmislegt þessari aðferð til fyrirstöðu, svo sem skipulagsleysi sjávarútvegsmgnna o. j|. Nú er um aðra leið að ræða á vegum samvinnunnar. Hún er sú, að bændur og sjómenn Ieggi vörur sínar inn í kaup- félagsverzlunina án þess að verðið sé ákveðið fyr en sala innlendra afurða er um garð gengin, og jafnaðarverð á hverri vöru er komið í Ijós. Á sama hátt yrði hver, sem kaupa vildi innlend- ar afurðir, að taka þær út úr kaupfé- lagsverzluninni með óákveðnu verði. þetta er það sem kallað er verðlagning eftir á. Þessi aðferð útheimtir eigi síður en hin fyrnefnda, að samvinnufélagsskapur- inn nái einnig til sjómanna, og að sam- vinnuverzlanirnar gefi sig einnig við sölu sjávarútvegsvara, enda mun það meir og meir fara í vöxt. Og hún útheimtir einnig að kaupfélögin sjái sér fært f ná- inni framtíð, að varðveita afurðir lands og sjávar frá skemdum, á þann hátt að geyma þær í íshúsum, svo við getum gert meira af því f framtíðinni að halda vörum okkar í fullu gildi og neyta þeirra sjálfir, en minna af því að skemma þær, og senda þær svo burt úr landinu. En þessi aðferð er að því leyti ólík hinni, að minna reynir á þroska einslakl- inganna við kaup og sölu. Danskurinn eða Enskurinn ákveða verðið síðar meir, og úrskurði þeirra og annara, sem vör- ur okkar kaupa, verður hvcr að hlýta. Aflur á móti heirníar hún af mönnum, að þeir leggi r.iður prang sitt í blóra við erlendar markaðshorfur, uppsprengt verð innan lands, sem er bundið við stað og sluud, og knýjandi þörf eða aðstöðumuii viðskiflaaðila, Nú er þessari aðferð beitt í Kaup- félagi Pingeyinga og þykir gefast vel. Pó hún kunni að vera ekki með öllu ágnúalaus, er hún bygð á hreinum sam- vinnugrundvelli og mun vera framkvæm- anleg alstaðar, þar sem kaupfélagsskap- urinn nær einnig ti! sjávarútvegsmanna. Næst verður rætt um kjötsöluna inn- an lands og kaupfélögin. Til gleðinnar. Gleði vor er sú rauða rós, er rjóðar veikan og bleikan. Það er hún, sem leiðir i Ijós lífið og ódauðleikan. Hvort sem eg legst með logandi vin i laut — eða á hinsta beðinn. „Svœfillinn minn og sœngin mina sértu mér blessuð gleðin. Jón Þorsteinsson. Avarp. í næst síðasta tbl.birtist ávarp frá prestin- um í Salzkammergut, Griinan í Austurríki til íslendinga, þar sem hann með átakan- legum orðum hrópar á hjálp til handa nauðstöddum börnum í héraði sínu. Mönnum kann að virðast sem hróp- in á hjálp og fjárframlög til almenn- ingsheilla gerist nú svo tíð, að þollyndi manna og gjaldþoli sé ofboðið. Pegar sjóndeildarhringur einstaklingsins víkkar út fyrir hatis eigið umhverfi, — út fyrir hans eigið hagsmuna svið, skilur hann fljótt, að hrópin samsvara ekki nándar nærri þörfinni fyrir allskonar samhjálp allra manna. Þau eru aðeins rödd hrópandans í eyðimörkinni, ákall ein- stakra manna, sem skilja það, sem ö!l- um þarf að verða ljóst. Þegar stjórnarvöld þjóðanna hafa att þeim saman í grimmasta stríð og steypt þeim í glötun. Pegar fagurmæli þa*i og loforð, sem höfð ýoru á takteinum til ginningar blindum almenningi, um að láta leiðast til slátrunar og þola raunir og þunga hernaðarins, hafa nú við friðarsamnigana reynst svívirðileg- asta tál, þá fer trú tnauna að lamasl um, að endurreisn og endurlausn lieims- ius komi frá svokölluðum hærri stöð- um. Eins og siðfágun einstaklingsins verð- ur að koma úr Iians eigin brjósti, ailið að verka innan frá, eins verður um- bótastarf heimsins að koma neðan frá. Trénu berst næring frá hverjum rótar- anga. Mannfélaginu þarf að berast næring frá hverjum einstaklingi. Sú næring er samúðarkendin í hvers manns brjósti. Mönnum fer að verða það Ijósara og Ijósara, að það afl, sem orkar öllu, er sameinað átak fjöldans. Pess vegna munu hróp þau, sem áður voru nefnd, fara stöðugt vaxandi. bfú hrópar presturinn í Salzkatnmer- gut á okkur til hjálpar nauðstöddum börnum. Engar verur á guðs grænni jörðu er eins sárt að sjá líða eins og börnin. Pau hafa ekki að neinu leyti leitt þjáningarnar yfir sig sjálf. Kröfur þeirra og þörf fyrir áhyggjulausa æsku- gleði er svo mikil, en þollyndi ^aeirra og skilningur svo lítill. Getum við hugsað okkur, að nokkuð jafn raunalegt gæti komið yfir okkur sjálf eins og það, ef barnahlátrarnir í kringum okkur breyttust í kveinstafi ? Getum við ekki orðið samhuga um, að leggja öl! fram einhvern lítinn skerf, til að létta því böli af meðbræðrunum, hvar sem þeir eru í heiminum ? Það er jafnan mikilsvert að hjálpa mikið^gfe vel. Hitt er stundum jafnvel meira vert að hjálpa fljótt. Neyðin dokar ekki við, hvar sem hún er. Hún lætur greypar sópa. Biðlundin er henn ósamrýmanleg. Hjálpin kann að grípa í tómt, ef hún er sein í förum. Það er jafnan mikils vert að gefa stórar fjárhæðir, þar sem þörfin er mikil annarsvegar, en af miklu að taka hins vegar. Hitt er jafnvel stundum meira vert, að almennt sé gefið, þó gjafirnar verði smærri. Almennar gjafir, þó smáar sé, geínar af hjartans þörf, bera vott um samstiltau bróðurhug. Þær göfga mannshjartað og eru sameigin- legur sjóður allra, sem mölur og ryð fær eigi grandað. Að gefa, er að græða. Það er ef til vill eini gróðinn okkar. í Salzkammergut er þörfin mikil fyrir hjálp. Hún er sár og hún er brýn. Bændur! Biðjið deildarstjóra ykkar, kaupfélagsstjóra eða kaupmann, sem þið verzlið við, að ávísa fáeinuin krónuin tír reikningum ykkar til barnanna í Salzkammergut. Verkamenri! Vinnið liálfan dag fyrir börnin í Salzkamtner- gut. Efiiamenn ! Fórnið öilitlu af lífs- AFGREIÐSLAN er hjá Jó n i P. Pó r. Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. 15. blað. þægindum yðar vegna barnanna í Salz- kammergut. Allir pér sem njótið barna- hlátra umhverfis yður, gefið börnunum i Salzkammergut aftur œskugleði slna! Dagur veitir móttöku gjöfum smáum og stórum, kvittar fyrir þær og sendir jafnharðan áleiðis. Fór betur en áhorfðist. Slysför Sigurðar Sigfússonar kaup- félagsstjóra, veikindi hans og bati hefir vakið mikla athygli meðal almennings. F*að mnn ekki vera laust við, að sum- um finnist, sem læknarnir hafi gert á honum kraftaverk. Töluvert af misskiln- ingi, missögnum, getgátum og jafnvel hreinni lýgi hefir verið á sveimi um þenna atburð. Til dæmis gekk sú saga um aðfarir læknanna við Sigurð, að þeir hefðu tekið sitt gatið hvoru megin á höfuðkúpu hans og sagað svo sundur á milli þvert yfir! Með því að almenning'urhefiríylgt þess- um atburði með miklum áhuga, en hug- myndir manna um hann eru -mjög á reiki, sem von er, hefir Dagur leitað sér upplýsinga læknanna um hann, og fer hér á eftir frásögn, sem getur svar- að mörgum af þeim spurningum, sem menn mundi vilja spyrja um þetta af- rek læknanna, sem óhætt má telja með þeitn mestu, sem gerð hafa verið hér um slóðir. Áður hefir verið skýrt frá því, hvernig slysið bar að höndum, og að sjúkling- urinn var fluttur heim að Syðra-Fjalli. Öllum sögum ber saman um það, að hann hafi þá haft rænu, hafi t.J d. haft orð á því, að hann mundi sjálfur geta fært sig úr fötum. En um það leyti, sem honum var komið í sængina, misti hann meðvitundina, og litlu síðar hvarf aflið úr hægri handlegg. Sigurmundur læknir Sigurðsson stund- aði sjúklinginn mest og fylgdist vel með ástandi hans og öllum atvikum. Honum varð ljóst. að æð hafði brostið innan á höfuðkúpunni, og blóð safnast fyrir sem þrýsti á heilan og orsakaði meðvitundarleysið. Máttleysið í hand- leggnum gaf bendingu um hvar þrýst- ingin væri. Honutn var Ijóst, að þótt ske kynni að sjúklingurinn Iifði mundi hann, ef ekkí væri aðgert, Iifa við ör- kuml og verða óstarfhæfur, og þá var dauðinn betri þvílíkum manni, sem Sig- urður er. Læknar í sveitum landsins hafa ekki aðstöðu til þess að verða æfðir skurð- læknar, þó þeir í ítrustu nauðsyn leggi út í að gera vandasama skurði. Hér var ekki ástæða til að tefla á tvær hætt-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.