Dagur - 11.08.1920, Síða 3

Dagur - 11.08.1920, Síða 3
DAGUR. 63 Halldór Kolbelns cand. theol. flytur erindi um bindindi og hugsjónir í kvöld 11. ágúst kl. 9 síðd. í Ooodtemplarahúsinu á Akureyri. Umræður á eftir. Allir velkomnir! Mæiið stundvíslega! Kennara vantar til 4 mánaða kenslu i Tjörnness fræðsluhéraði. Umsóknarfrestur til 1. okt. n. k. Laun samkvæmt fræðslulögunum. Fræðslunefndin. unar á götum Akureyrar, þar sem í- búar þessa bæjar standa jafnframarlega í dýrum klæðaburði sem raun er á, og gera háar kröfur hver til annars í því efni. Nú átti maðurinn um sárt að binda. Hundrað og tólf krónum ver varið, en þó þeim hefði verið fleygt í sjóinn. Tók hann nú sjalið undir hönd sér, gekk til kauptnanns og sýndi honum hvernig komið var. Krafðist haun þess, að þar sem þetta væri auðsæilega svik- in vara, yrði hún tekin aftur og and- virðið greitt. Kaupmaðurinn tók því mjög fjarri. Taldi hann sig vera á- byrgðarlausan gagnvart kaupendum, því verksmiðjur og vörusalar erlendis væru ábrygðarlausir gagnvart sér. Taldi að slíkt tíðkaðist ails eigi meðal kaupmanna, að þeir tækju aftur sviknar vörur, því þeir gætu ekki gert að því, þó vara reyndist svikin. Pegar þess var enginn kostur, að skila sjalinu, fór kaupandi fram á það, að fá það fyrir það verð, sem það hafði kostað kaupmanninn. Pyrfti kaupmað- urinn þá engu að tapa, en hinsvegar gerði kaupandinn sér þá von um, að tap sitt mundi minka svo sér munaði um. Kaupanda fanst þétta sanngirnis- krafa. Kaupmaðurinn tók því einnig mjög fjarri, og kvað það mjög fjarri sér að sýna nokkura miðlun. Á leiðiuni heim hugsaði maðurinn sem svo. Ætli það sé satt, að við ís- lendingar eigum almennt við svona löguð kjör að búa í verzlunarsökum ? Hverjum ber skylda til þess að sækja sök fyrir þannig löguð svik á hendur réttum aðilum, þ. e. verksmiðjum er- lendis ef ekki kaupsýslumönnum, sem hafa það fyrir atvinnu sína að selja vörur þeirra. Œtli það sé satt, að kaupsýslumenn álíti það ekki skyWu sína, að vernda viðskiftavini sína fyrir svona skakkaföllum? Og ætli þeir vildu allir hirða verzlunarágóða sinn, þegar svona vildi til ? Þessum og því- líkum spurningum velti hann í huga sínum. Honum var kunnugt um, að langstærsta verzlunarhúsið í Kanada »The Eaton’s« tók umyrðalaust vörur til baka, ef þœr voru ekki -að öllu leyti eftir óskum kaupenda. í því lá styrk- ur þess mikla verzlunarfélags meðal annars. Hann komst seinna að því, að Þorvaldur Sigurðsson kaupmaður hér í bænum fékk fyrir nokkuru svikinn lit, sein hann var búinn að selja allmikið af, þegar svikin komu í ljós. Auglýsti hann þá jafnskjótt, að hgnn tæki litinn til baka og greiddi andvirðið. Einnig komst hann að því, að kaupfélag verka- manna hér í bænum fékk eitt sinn svik- inn skófatnað, sem það gerði afturreka, og fékk andvirðið endurgreitt frá út- löndum. Pví er alls ekki haldið fram hér, að Christensen kaupmaður sé öðru vísi, en honum segist sjálfum frá, strangheiðar- legur maður. Pví er alls ekki heldur haldið fram, að hann verzli yfirleitt með sviknar vörur, þótt svona vildi til um þetla sjal, 0g hætt sé við að þau séu fleiri varasöm, ef þau eru frá sömu verksmiðju. En það er bent á þetta dæmi sem eitt af því, sem er miður æskilegt að komi fyrir í verzlunarsökum. Lað á að vera bending fil kaupsýslu- mannarma yfirleitt nm það, að eigi verzlunarskiíti þjóðarinnar að komast í gott horf, þurfa þeir að taka tillit til viðskiftamanna sinna, og vernda þá af ítrasta megni fyrir svikum og féflett- ingu af hendi erlendra verksmiðja og vörusala. Símskeyti. Rvík 4. ágúst. Grikkir hafa hertekið Þrakiu alt að Tchatalcha. Breska þingið hefir samþykt Spasamningana. Krassin kominn til London. Harðar orustur milli Bolsévíka og Pólverja. Bolsévíkar neita að stöðva fram- rásina fyr en vopnahlé sé undir- skrifað. Heil héruð á Grænlandi hafa eyðst af hungri, vegna þess að vistfanga flutningur þangað var bannaður síðastliðið haust sök- um innfluenzuhættu. Brauð hækkar í verði í Rvík. Sýslumanni Dalasýslu vikið frá embætti um stundarsakir vegna embættisvanrækslú. Rvík 10. ágúst. Nefnd Ira komin til London, til þess að semja við Breta um sjálf- stæði Irlands. Vopnahléssamningar milli Pól- verja og Rússa ganga tregt. Bol- sévíkar halda áfram framrásinni og neita að stöðva hana nema Pólverjar leggi niður vopnin. So- vetstjórn mynduð í þeim héruð- um Póllands, sem Bolsévíkaherir fara um. Rýzkaland, Austurríki og Rúmenia hafa lýst yfir al- gerðu hlutleysi. Enskir, franskir og þýzkirverka- menn mótmæla að bandamenn herji á Rússa með Pólverjum. Bolsévíkar vilja semja sérfrið við Pólverja strax án íhlutunar bandamanna en bandamenn synja. Utanríkisráðherra Rjóðverja vill taka upp fullkomið stjórnmála- samband við Bolsévíka. Pólverjar j hafa beiðst friðar. Heimta sjálf- stæði og að Rússar láti innan- landsmál þeirra hlutlaus. Bandamannafundur í fyrradag vísaði Póllandsmálum til herstjórn- anna. Rjóðverjar banna herflutn- ing um lönd sín. Fjöldi tundurdufla á reki fyrir Austurlandi, 3 dufl hefir rekið á land. Eitt færeyskt fiskiskip hefir farist á tundurdufli. Sighvatur bankastjóri hefir feng- ið sex inánaða hvíld frá banka- störfum. Tofte sagður heilsubil- aður. Islandsbanki hættur að yfir- færa fé til Landsbankans. Peningakreppan eykst. , Fréttarii. Dags. Ur öllum áttum. Fru Margrete Loebner-Jörensen í síðasta blaði var þess getið, að hún væri komin til Reykjavíkur, en nafn hennar var ranghermt. Hún hefir gefið sig við íslenzkum bókmentum, þýtt á dönsku sögur Jónasar Jónassonar og fleira. Islendingar sem verið hafa í As- kov, hafa kynst konu þessari, mun hún því eiga hér ekki fáa kunningja. Fer vel á því, að góður gestur komi ekki að lokuðum dyrum. Töður munu nú vera hirtar því nær hver- vetna hér norðan lands og víða nokk- uð af útheyi. Óljósar fregnir um gras- sprettu. F*ó mun hún vera tæplega eins góð og búist var við, vegna kuldakasts- ins í síðasta mán. Engjar hafa og verið i mjög blautar að þessu. j Mokfiski af síld er nú í öllum verstöðvum við Eyjafjörð og grend. Síldin gengur ó- venju grunt. Mestur afli á skip nú orð- inn um 2000 tunnur. Meira berst á land en hægt er að verka. Mikil þorskganga inn á fjörðin. Tveir drengir reru með færi út á Hörgárgrunn og komu með 1000 pund fiskjar. Purkar og bezta heyskapartíð síðast liðna viku. Símskeyti kom til allra póstmeistara fxrir fáuin dögum, sem bannar að selja hærri ávís- anir á útlönd í einu en 50 krónur. Steinþór Guðmundsson skólastjóri og frú hans Ingibjörg Bene- diktsdóttir komu úr Reykjavíkurför með skipinu »Dana« 4. þ. m. Nýkomið í verzlun Tr. Reykdals Oma-Smjörlíki — Ostar — þurkaðir á- vextir, svo sem: Epli — Aprikósur — Rúsínur — Sveskjur. — Einnig Choco- lade o. fl. Kúahey fæst keypt. Ritstjórinn vísar á seljanda. Tveir Aladínlampar 200 ljósa — með tilheyrandi — til sölu með tækifærisverði, hjá M. H. Lyngdal. Ódýrir ostar: Mysuostur kr. 2,00 kg. Guida ostur — 3,80 — Schweizerostur — 4,00 — Kúrenur og sveskjur mjög ódýrar. Lárus Thorarensen. Frímann B. Arngrímsson hinn alþekti áhuga og fræðimaður hefir í sumar verið á ferðalagi um Vest- firði til þess að rannsaka bergtegundir. Hann er nú aftur kominn heim úr þeirri för og hefir lofað Degi greinarstúf um ferðalagið. Nú strax vantar 10 stúlkur og 3-4 karlmenn (helzt beykira) til Wallens á Hjalteyri. Talið við Trausta Reykdal, Oddeyrargötu 6.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.