Dagur - 25.08.1920, Side 2

Dagur - 25.08.1920, Side 2
70 DAGUR. Qagniræáaskólinn verður að forfallalausu settur, eins og lög standa til, föstudaginn 1. október n. k. kl. 12áhád. Ættu þá allir, sem skólann ætla að sækja í vetur, að vera viðstaddir, sveinar sem meyjar. Nú þeg- ar er skólinn svo þéttskipaður, að fleiri verða ekki teknir, nema því fleiri gangi frá. p. t. Grenjaðarstöðum 21. ágúst 1920. Stefán Stefánsson skólameistari. að við fullnægjum öllum okkar flutn- ingajDÖrfum á sjó, af sjálfsdáðum, án í- hiutunar Sunnlendinga. Með öðrum orðum: við eigum að kljúfa okkur frá ríkinu í þessum efnum, og mynda sjálf- stætt ríki. # Síðastliðið vor þegar málið kom fyrst á prjóna hér norðan lands, lagði Dag- ur því liðsyrði. Enda var málið þá flutt á þeim grundvelli, að Norðlendingar legðu fram fé til kaups á skipi, sem væri sérstaklega ætlað, til þess að fullnægja þeim þðrfum, sem við höfum framyfir aðra landshluta vegna íshættunnar. Að skipið yrði látið verða vörður og bjarg- vættur Norðurlands. Pá var ekki geng- ið inn á það atriði, hvernig framkvæmda- stjórn skipsins skyldi hagað. í umræð- um Dags lá sá skilningur á bakvið, að skipið yrði einn liður í samgöngukerfi þjóðarinnar á sjó, sérstaklega til þess ætl- aður að fullnægja okkar sérstöku þörfum. Á þessum grundvelli verður blaðið enn hugmyndinni fylgjandi, en ekki á neinum öðrum grundvelli. í hugmynd Sig. H. Sig. felst tvent, sem blaðinu virðist ástæða til að leggjast á móti. í fyrsta lagi það, að stofna norðlenzkt sigl- ingafélag með framkvæmdastjórn á Norð- urlandi. íslendingar þurfa að stefna að því, að samræma sjósamgöngurnar, og mynda fast kerfi með öllum sínum skipá- stól, þannig að ein framkvæmdarstjórn fari með alla stjórn samgangnanna, en ríkið eigi fullan helming fjár á móti finstaklingum. í þessari fyrri tillögu Sig. H. Sig. felst ennfremur það, að í stofnun norð- lenzks siglingafélags með það fyrir aug- um, að fullnægja öllum samgöngu þörf- um okkar á sjó, felst kröfuafsal á hend- ur Eimskipafélagi íslands og uppgjöf á rétti okkar til þess, að það sinni þörf- um okkar. Slíkt má alls ekki. Enda væri það ástæðulaust. Pó Norðlending- um virðist og ekki að ástæðulausu, að þeir hafi verið hafðir útundan í þessu efni síðast liðin og einkum síðasta ár, er ekki ástæða til þess að gera ráð fyr- ir því, að svo hljóti að verða í fram- tíðinni. Pað verður að gera ráð fyrir því, að einhverntíma komist jafnvægi á viðskifti og samgöngur, og fastar áætl- anir ráði skipagöngum. Við Norðlend- ingar höfum vafalaust tekið of lítið til- lit til erfiðleikanna, sem ríkt hafa um allar samgöngur, á þessum síðuslu árum. Síðan í vor, að hugmynd þessi kom til umræðu hér í blöðunum, hafa tím- arnir breyzt. Útlitið hefir versnað jafnt og þétt. Nu eru litlar líkur til, að við megum við þeim innflutningi af vörum í landið, sem skipastóll okkar fær ork- að, hvað þá meiri. í nánustu framtíð liggur fyrir okkur, að ráða fram úr hin- um megnustu vandræðum um viðskifti okkar og afkomu. Pað er því hin mesta þörf að gæta varúðar. Að avo komnu máli væri það van- hyggja, að æsa menn upp til skipakaupa. Dagur vt r kki, eins og nú horfir við, hvatt til tramkvæmda í málinu. En þegar úr greiðist, og heimurinn kemst aftur í fastar skorður, þurfum við ís- lendingar allir í félagi að koma sam- göngum okkar í gott horf, svo við getum fullnægt öllum okkar þörfum. Við þurfum að efla Eimskipaféfag ís- lands sem mest, og tryggja jafnframl með Iöggjöf, að það verði verulegt þjóðnytjafélag. Pá verður þörf fjárfram- Iaga. Pá verður ef til vill þörf á því fyrir okkur Norðlendinga, að leggja á okkur aukabyrðar vegna okkar sérstöku aðstöðu. Dagur verður því að hvetja til var- úðar í þessu máli, eins og högum okk- ar er nú komið. Hann legst fastámóti stofnun norðlenzk siglingafélags og öll- um flokkadrætti innan þjóðfélagsins í samgöngumálum, og varar við ofmeln aði og landsfjórðunga rembingi. Tvœr vísur. Með þér þreyjan fór mér frá. Finn eg eigi gengur: að eg megi af þér sjá einum degi lengur. Gömul vísa. Hrygðin vinnur mátt frá mér, mun þö hlynna’ að sinni, meðan eg finn hún ofin er endurminning þinni. P. /. Jón Dúason. í 37. tbl. íslendings er greinarstúfur eftir Sæmund Dúason, Krakavöllum. Grein þessari er stefnt til Dags, út af ummælum blaðsinsí garð Jóns Dúason- ar, sem birtist í 8. tbl. Virðist hún vera skrifuð einkum til þess, að leiðrétta um- sögn blaðsins um uppeldi Jóns. Upp- lýsist þar, að Jón hefir verið alinn upp í heimahúsum. Jón sagði ritstjóranum sjálfur frá því fyrir möigum árum, að hann hefði ver- ið vinnupiltur á bæ í Fljótum, sem hann nafngreindi og orðið þar fyrir illri með- ferð, sem ekki þarf að lýsa hér. Eftir því hefir hann ekki altaf verið í heima- húsum. Annars var þetta ekki sagt Jóni til lasts, heldur fremur til þess gagn- stæða. Degi er kunnugt um það, að Jón hef- ir sótt um fararleyfi til Grænlands, og ekki fengið. En það út af fyrir sig rétt- lætir ekki fullyrðingar hans um land- kosti til nýlendumyndunar þar á landi. Um ásökun blaðsins í garð Jóns út af því, að hann hafi hvatt landa sína, til þess að gerast yfirtroðslumenn og níðingar er það að segja, að hún er bygð á ummælum Jóns sjálfs, þar sem hann telur það eitt af velfarnaðarskilyrðum ís- lenzkrar nýlendu á Grænlandi, að ný- lendumenn gætu látið Eskimóa vinna fyrír lig því sem naest endurgjaidslaust. Jón hefir ekki farið neitt dult með kenningar sínar í þessu máli. Lesend- ur Dags ættu því að geta farið nærri um það, hvort blaðið fer með satt mál eða logið. Það sem sagt var um sam- tal Jóns við Nationaltidende var tekið upp úr blöðum sem fyrir lágu. Þessi kurteislega skrifaða grein Sæ- mundar gefur ekki tiléfni til frekari and- svara. Þó Dagur sé mjög á öðru máli en Jón um nýlendustofnun á Grænlandi, vill hann endurtaka ummæii sín um Jón, sem birt eru í 12. tbl., þar sem gefin er frekari skýring um samtalið og að réttu Jóni frekar í vil. Par sem það er kunnugt, að Jón hef- ir fengið nokkurn styrk, til þess að kynna sér bankamál, en hér í landi virðist vera vöntun á góðum fjármálamönnum, væri ástæða til þess íyrir þjóðina, að láta Jón ekki ganga sér úr greipum. Gáfur hans og dugnað þarf ekki að efa. Og Dagur vonar að andrnælín, sem hann mátti eiga sér vís, svo geyst sem hann fór í nýlendumálinu, drepi ekki úr hon- um kjark. Misnotkun tímans. Eg sit með hönd undir kinn, á borð- inu fyrir framan mig liggur bók, er eg hefi verið að lesa, bókin er »Trú og sannanir« eftir E. H. Kvaran. Eg þaif ekki að skoða huga minn lengi um það, að þarna er bók, sem ekki hefir verið eytt tíma í til ónýtis, euginn sem les hana eyðir þeim tíma illa, því hún er rituð af þeim sannfæringarkrafti og trú- arvissu, að hún hlýtur að hrífa hvern þann, sem les hana, eins og alt það, er sá maður ritar. Eg gnP nokkur blöð, sem einnig líggja á borðinu, og lít í þau. Hvað mætir auganu þar? Einlægar ádeilu- greinar, hnútur og sleggjudómar, bæði urn menn og málefni. Pví er svo mikið af slíkum ritsmíðum, er þá ekkert nýti- iegt og uppbyggilegt í þeim? Jú, þarna sé eg eina grein, það er heilbrigður hugsunarháttur og samúðarandi f henni. Pá eru nokkrar auglýsingar og svo upp talið. Pví eru ekki fleiri gullkorn í þess- um blöðum? Er þjóðin svo illa stödd yfirleitt, að hún hafi ekki annað betra að bjóðaen þetta Iélegahrafl ? Paueru teljandi gullkornin, sem finnast í sumum dag- blöðunum okkar. Kanske að þau séu ein- göngu stofnuð til að deila og þrátta í þeim? Slíkt væri illa farið ef svo væri. Jœja, það »e«i eg aðallega vildi með þessum línum, var að vekja athygli fólks á misnotkun tímans í andlegum skiln* ingi, þ. e. til lestrar og ritstarfa. Eins og allir vita, þá er alþýða manna hér á landi afar lestrarfús og bókhneigð. Ekki er heldur neinn hörgull á bókum og blöðum til lesturs, en hvað er þar á boðstólum? Misjafnt ætla eg að það muni vera, Pað má að nokkru líkja því við líkamlega fæðu, innan um er afbragðs fæða, en aftur er sumt óæti, sem þeir menn sýkjast af sem lesa, það eitrar sálarlíf mannsins og jafnframt líkamann. Mér finst samt heldur fara fjölgandi þeim röddum, er miða að því að hefja þjóðina og einstaklinginn hærra, og göfga og glæða alt það betra er með manninum býr. Eg held að ísland eigi þó nokkuð marga unga hugsjónamenn, er verði því til gagns og blessutiar í framtíðinni, eða — er þetta alt aðeins á pappírnum, nær það ekki lengra en þangað? Eg vil vona að svo sé ekki, að hugur og framkvæmd- ir fylgi máli hjá flestum. Mér dylst það heldur ekki, að þeim fer stöðugt fjölgandi sorpritunum, og er sorglegt til þess að vita. Mér finst að þeir menn, sem fást við að þýða, og einnig frumsemja, beri afar- mikla ábyrgð á gerðum sínum, því mest öll þjóðin sýpur seiðið af því, beri þeir á borð fýrir hana einskis nýtt stagl og kanske siðferðisspillandi bækur. þeim fjölgar ískyggilega mikið þessum þýddu skáldsögum og spæjarasögum. Að vísu eru til góðar skáldsögur innan um, en þær eru í miklum minni hluta. Pað er eins og fjöldinn hafi mest gam- an af, ef þeir ná í einhverja »spennandi« spæjarasögu eða því um líkt. Pað er »undarlegt að alt hið versta, ætíð hefir vængi bezta.« Menn gleipa við þessu góðgæti, og það fellur í góðan jarðveg hjá sumum hverj- um. En ef það kemur einhver góð og fræðandi bók, þá er viðkvæðið hjá mörgum: Æ, þetta er leiðinlegt að lesa, hvaðætli maðurhafisvo sem upp úr þessu, eg nenni ekki að leggja mig eftir því að lesa þetta o. s. frv. Svona er þá komið, fólkið vill heldur sorpritin og skilja gullkornin eftir. Að vísu nær þetta ekki til allra, nei, langt frá, en það fólk mun verða í meiri hluta. ' Pví er það stórkostleg misnotkun tím- ans fyrir þá, sem fást við að þýða, að velja þannig, og ekki að eins fyrir þá, heldur einnig fyrir þá, sem lesa, sá tími fer til verra en einkis. Hvað er það, sem vakir fyrir þeesuta

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.