Dagur - 25.08.1920, Síða 3
ÐAOUR
71
ORÐASÖFNUN.
F*ar sem Alþingi hefir falið mér, að safna orðum og orðasamböndum úr
alþýðumáli til hinnar vísindalegu, íslenzku orðabókar og nauðsyn ber til, að
söfnunin verði sem víðtækust og rækilegust, þá er mér brýn nauðsyn á, að fá
liðveizlu góðra manna víðsvegar um landið, helzt eins til tveggja í hverri sveit,
til þess að tína saman fróðleik af þessu tæi innan síns héraðs. Leyfi eg mér
þess vegna, að biðja þá, er kynnu að vilja veita mér aðstoð í þessu efni, að
gera svo vel og skrifa mér um það, til þess að eg geti látið þeim í té Ieið-
beiningar um tilhögun slíkrar liðveizlu.
Tilboð, sem að þessu lúta, þurfa að vera komin í minar hendur fyrir
lok næsta október mánaðar.
Reykjavík, 17. júní, 1920.
Þorbergur Þórðarson,
Vesturgötu 35 B,
Reykjavík.
Brún hryssa,
4 vetra gömul, móbrún að lit, ljósleit eyrun að innan, ómörkuð, hefir
ekki til klárgang, skeiðar mikið, tapaðist frá Þorleifsstððutn í Blönduhlíð í
Skagafirði snemma í júní s. 1.
Finnandi er vinsamlega beðinn að gera undirrituðum aðvart.
Akureyri 23. ágúst 1920.
Guðmundur Ólafsson, póstur.
DAGUR
vill stefna að þvi, að verða frjálslynt
og vtðsýnt samvinnumálgagn fyrir alt
Norðurland. Hann
v e r Ö u r
þvi, að leita sér liðsinnis margra góðra
ritfœrra framsöknarmanna og sam-
vinnumanna. Góð kvæðí eru honum
og hið
b e z t a.
hnossgæti. Siutta og kjarnyrta bréf-
kafla og fréttir úr öllum áttum þarf
hvert
b 1 a ð
að flytja, sem vill verða útbreytt og vin-
sælt blað
Norðurlands.
mönnum? Gera þeir það til að upp-
fræða aiþýðuna, eða veita henni nokkrar
gleðistundir, eða gera þeir það sjálfum
sér í hag? Eða eru aðrar þjóðir svo
andlega fátækar, að ekki fáist annað
betra? Eða eru menn þessir ekki svo
þroskaðir, að þeir geti gert upp á
milli góðra og vondra bóka?
Þannig má lengi spyrja. En eitt er
víst, að fyrst þjóðin er ekki svo þroskuð
að sneiða sig hjá þessum lélegu bókum,
þá verður að hætta að þýða þær.
Það er óskandi að menn sæu sóma sinn
í því, að þýða ekki nema úrvals bækur
og ritgerðir, með því notuðu þeir tíma
sinn vel. En með þessij áframhaldi draga
þeir sjálfa sig og þjóðina ofan í sorpið.
Mér dettur í hug í þessu sambandi það
sem »Vikuútgáfan« í Reykjavík ætlaði
sér að fara að gera, eg trúi svo á þjóð-
ina, að hún kaupi ekki slík ritverk.
Að endingu vona eg, að þjóðin og
hver einstaklingur hennar setji sér mark-
ið hærra og fegurra en hingað til, og
keppi að því unz þeir ná fullum sigri.
P.
Símskeyti.
Rvik 24. ágúst.
Verkamannaþing Breta hefir
stofnað framkvæmdaráð, sem hefir
vald, til þess að kveðja til alls-
herjar-verkfalls, þegar nauðsyn
krefur.
Pjóðverjar hafa ráðist á franskt
setulið.
Sovét-stjórn stofnuð í tveimur
borgum í Ruhrhéraðinu.
Frakkar hafa vísað úr landi
verkamannanefnd enskri, sem ætl-
aði að ráðgast við jafnaðarmenn
um það, hvernig afstýra mætti
stríði.
Aksquith vill viðurkenna Sovét-
stjórnina.
Þjóðverjar í Kattowitz hafa
krafist þess, að franskar hersveit-
ir þar séu afvopnaðar. Borgin er
í umsátursástandi.
Skonnortan Haabet með kol
brotnaði í spón í Vík í Mýrdal.
3 menn fórust, en 4 var bjarpað.
Skonnortuna Hebe rak í land
í Keflavík og brotnaði í spón.
Mannbjörg varð, en 100 tonn af
salti fóru í sjóinn.
Fimm unglingar hafa verið
handteknir, grunaðirum þjófnað.
Margir yfirheyrðir. Búist við,
að ýmsir, sem selt hafa stolna
muni, verði handsamaðir.
Gengismunur kominn á ís-
lenzku kr. gagnvart danskri kr.
hefir verið lengi hjá Islandsbanka
hér í Reykjavík.
Óánægja gagnvart Islandsbanka
vex stöðugt.
Enskur miðill, Vot Peters, er
kominn til Reykjavíkur.
Fréttarit. Dags.
Bókafregnir.
Degi hafa borist Ársrit Kaupfélags
Pingeyinga fyrir árin 1917—1920. Ritin
eru sómasamleg að öllum frágangi og
innihaldið kjarngott þar sem penna er
drepið niður til athugasemda og hug-
leiðinga. Enda er penninn ritstjórans,
Benedikts á Auðnum. Dagur vonar að
geta síðar meir flutt í heilu lagi ritgerð
úr síðasta ársritinu sem heitir: Skipu-
lag K. P.
Ennfremur hafa blaðinu borist 3 bækl-
ingar frá bókaforlagi Odds Björnssonar:
Radíum. alþýðufyrirlestur eftir Vaidemar
Steffensen lækni, Vísi Gísli, alþýðafyrirl.
eftir Brynleif Tobíasson kennara og
Reykjavíkurförin, gamansöin ástarsaga
eftir St. Daníelsson. Hið síðasta er frá-
munanleg vitleysa en meinlaus.
Akureyri.
Verkstniðian Getjun
færist nú mjög í aukana. Hefir hún
í sumar keypt vélar úr Iðunni í Reykja-
vík og flutt hingað norður. Hefir nú
undanfarið verið unnið kappsamlega að
því, að setja þær á laggirnar og er því
verki nokkuð langt komið. Verður síðar
nánar vikið að þessu hér í blaðinu.
Rafveitumál
Akureyrar er nú í áköfum undirbún-
ingi. Fjár er leitað víða um land og
glæsileg kjör boðin. Bréf barst ritstjór-
anum austan úr Ringeyjarsýslu, þar sem
sagt er, að Þingeyingar liggi á bæn um
það, að rafveitumál Akureyrar snúist á
þá sveif, að taka Goðafoss tökum. Væri
það óneitanlega glæsilegasta úrlausn
málsins, ef hún reyndist framkvæmanleg.
Verkfræðingurinn, sem hér hefir verið
í sumar, er mjög hrifinn af Goðafossi
sem aflgjafa, og telur aðstöðuna til virkj-
unar hina beztu. Hann hefir gert þá
ágizkun, að jafnrnikið mundi kosta, að
virkja fossinn og leiða orkuna til Ak-
ureyrar, eins og að virkja Glerá og
og leiða orkuna inn í hvert hús í bæn-
um. Pá rís sú spurningj hvort Ping-
eyingar vilji, geti og þori að léggja
fram fé, sem svarar leiðslu um bæinn,
og auk þess hlutdeild í stærri afl-
stöð við fossinn, og þar að auki að
sjálfsögðu, leiðslu til eigin jjarfa. Aflögu-
færir eru margir Pingeyingar og gætu
mikið, ef handvíst og vinnandi nytjamál
krefst fjár. Um þetta mál verður ekki
mikið sagt. Það krefst rannsóknar. Hlið-
in, sem að Akureyri horfir, er Ijósari.
Líkur til að seinna meir reki að því,
að bærinn komist í aflþrot þrátt fyrir
Glerá. Hér hlýtur og verður að rísa upp
meiri iðnaður en nú er, svo allur skar-
inn úr sjávarverum og annar iausalýður
fái atrinnu á vetrum.
Væri þá Ijúft að vitatvent í senn: draum
Pingeyinga um virkjun Goðafoss rætast
og Akureyri og grend trygð nóg orka til
frambúðar.
r -steinn
Sveinbjarnar Jónssonar byggingarfræð-
ings hefir verið notaður til bygginga
talsvert hér í bænum í sumar. Er nú
þegar nokkur reynd á það komin, að
hann gefist vel. Þórhallur prentari Bjarn-
arson lætur byggja úr honum ibúðar-
hús sitt porthátt og hálfa kjallarahæð.
Stefán Jónasson, skipstjóri, lætur byggja
úr honum kjallarahæð undir timburhús
og enn hefir látið byggja úr steini þess-
um kaupm. Rögnvaldur Snorrason.
Sú nýlunda fylgir aðferð Sveinbjarnar,
að menn geta steypt steininn á veturna
og gert á þann hátt stutt og dýrmætt
sumar notasælla.
Sundstæði
bæjarjns er verið að endurbæta, enda
þarf það mikilla bóta við. Sundpollur-
inn er venjulega líkari hlandfor en nokk-
uru öðru. Aurbotn í þröngu gili með
moldarbökkum beggja vegna, verður
aldrei gott sundstæði nema hreinsað sé
og steinsteypt í hólf og góif. Nú er
byrjað á steypuvegg framan við og bú-
ist við að síðar verði steypt með hlið-
um, botninn hreinsaður og steyptur. Pá
fyrst verður sundstæðið bænum sam-
boðið. Sveinbjörn Jónsson stendur fyrir
verkinu.
Ur öllum áttum.
Hallgr. Kristinsson
framkvæmdarstjóri fer hringférð um-
hverfis landið með Sterling næst. Er-
indi hans mun vera það, að hitta Sam-
bandsdeildirnar til skrafs og ráðagerðar
og jafnvel alþýðu manna, ef kostur væri.
Eins og kunnugt er, stendur hin mesta
vá fyrir dyrum í viðskiftamálum. Hall-
grímur mun eiga það erindi, að sýna
samvinnubændum fram á, hvað til þeirra
friðar heyrir.
Um horfurnar
vonast Dagur til að geta flutt nokk-
uð ítarlega grein næst.
Stórfelt þjófnaðarmál
■og innbrot er að koma upp úr kaf-
inu í Reykjavík, eftir því sem fregnir
herma. Grunur er á, að einn meðlimur
þessa þjófafélags sé gripinn hér á Ak-
ureyri.
Sleifarlagið
á póstflutningi er enn svipað. Skrifað
er úr Laxárdal, að með næst sfðasta
pósti hafi engin blöð komið. Með síð-
asta pósti aðeins Akureyrarblöð. Hafa
Reykjavíkurblöð ekki látið sjá sig með
síðustu tveim póstum. Hér er verið að
spara eyririnn, svo þetta úrelta, hábölv-
aða póstflutningsfyrirkomulag komi ekki
að háfum notum.
Forssetisráðherra
Jón Magnússon er á yfirreið hér
norður í‘ landi um þessar mundir.
Vetrarkápur
handa kvenfólki og börnum fæst
í verzlun
Þóru Mátthíasdóttur.
Ennfremur mikið úrval af ýmsu
til tækifærisgjafa.
Úrfesti hefir fundist með minnispen-
ing (Frámömmu). Geymdá Veigaetððum,