Dagur - 13.10.1920, Blaðsíða 2

Dagur - 13.10.1920, Blaðsíða 2
9« ÐAOUR. 6. Varast að steypa í sáma móti nem- endur með ólíkum þörfum og stefn- um. 7. Losa okkur með hægð úr greipum •kóla-»rétttnSnaðarins«, þ. e. trúar- innar á prófin, að því er snertir a!- þýðufræðslu. Hvað verður um gagnfræðaskólann? Ritstjóri íslendings »éfasf um góðvild þéirra manna til gagnfrsðaskólans hér, sem ómögulega geta hugsað til þess að hann verði nokkurntíma meira, en það sem hann er nú.« Petta bregður upp skýru Ijósi yfir hugsunarhátt þessa manns í skólamálum. Honum finst hver sá skóli lítils virði, sem ekki er lærður. Honum finst það hneisa fyrir gagnfræðaskólann að vera ekki lærður, þessvegna muni þeir menn vera óvinir skólans, sem þykir hlutskifti hans gott og þarft og honum sæmandi. Þetta er skaðleg hugsunarvilla, Hverjum manni hefir verið talið það vel sæmandi, að standa þar að verki, •em þörfin hefir verið mest. Svo er og um skólana. Sómi þeirra og heiður er i því falinn, að inna af héndi þjóðnýt fræðslustörf, hver á sínu sviði og gera það sem bezt. Heilbrigð hugsun metur ekki heiður skólanna eftir námsgreinum, heldur eftir því, hversu vel þeir full- nægja þörfum þjóöarinnar. Að því leyti ber gagnfrasðaskóla jafnmikill heiður og lcrðum skóia. Dagur getur því ekki verið neitt hnugg- inn yfir því, þó það ætti fyrir gagn- fræðaskólanum að liggja, að vera góður lýðskóli. Pað er vissulega meiri þörf lýðskóla en lerðs skóla hér á Norður- landi. f*að þarf einungis að tryggja hon- um kennara, sem skilja og kuuna að meta gildi alþýðumentunar, og þykir ekki skömm að þvi, að kenna við ai- þýðuskóla. Slíkum mörínum þarf að út- vega embætti við lærða skólann. Að þessu sinni verður látið hér stað- ar numið. Margt er enn órætt í þessu máli t. d. hin mikia þörf á verklegu námi. Við þurfum að eiga skóla, sem kennir okkur að taka til höndunum og stjórna verki. Við þurfum skóla í tekn- ilka átt. Við Norðlendingar værum vel komnir að slíkum verknáms og verk stjórnarskóla hér á Akureyri í sambandi við góðan lýðskóla. Verður ef til vill síðar vikið að því nánar. Molar. Skrifað stendur í 44. tbl. íslendings þ. á.: »Dagur vill strika yfir sðgu liðinna alda, telur hana vætkisverða. Hann álltur .eftir þessu Hólaskóla hinn forna hafa verið þarflausan, gagnslausan landi og lýð, og líklega óhollan. Vér álítum það ekki óverðskuldað, þó að þessi ummæli Dags um sögulegan rétt- inn séu talin mfOg fljótfcemisleg.« Yill herra Brynleifur Tobíasson benda ritstj. Dags á, hvar þessi ummæli standa í Degi? í fyrstu umræðum um skólamálin gat Dagur þess, að síðan á dögum Hóla- stóls hafi aldarhátturinn breyzt, stefnur í mentamálum breyzt og þarfir þjóðar- innar f því efni breyzt. Pessvegna sé það fljótfærnislegt að byggja kröfuna um lærðan skóla fyrst og fremst á sögulegum rétti. íslendingur er svo heppinn, að hitta á nákvæmlega sömu tilgátuna um sam- kepnina milli lærðu skólanna eins og Dagur var áður búinn að benda á. Það er víst ekki um auðugan garð að gresja í höfði ritstjóra ísl. um rök fyrir þess- ari staðhæfingu. í íslendingi 44. tbl. getur að líta þetta sýnishorn af rökfærslu fyrir staðhæfing- unni um, að háskólanum yrði styrkur að nýjum lærðum skóla: • Gerum ráð fyrir, að kennari í sögu syðra væri betur að sér og færi meira út í menningarsögu en hernaðarsögu og stjórnmála, en sögukennarinn nyrðra færi meira út í hernað og stjórnmál. Á þenna hátt bættu skólarnir hvor annan upp og háskólinn fengi með þessu fjöl- breyttari lærdómsmenn í stúdentahóp- inn.« Það er ekki vandi að gera ráð fyrir hinu og öðru, en að hitta á viturlegar tilgátur er annað mál. Gerum ráð fyrir að ritstjóri íslendings hafi augastað á einhverjum sérstökum manni í sögu- kennaraembættið og að sá maður væri fær um að koma norðlenzkum nemend um allvel í skilning um það, af hvaða bergi þeir væru bvotnir; hvílíkir hern- aðar- og stjdrnmálágarpar hinir fornu Norðlendingar hafi verið. Gerum ráð fyrir að nemendur yrðu síðan fullir af landsfjórðungadrambi og að til vand- ræða horfði vegna ofurkapps, þegar stúdentahópunum slægi saman. Gerum loks ráð fyrir því, sem er sénnilegra og skynsamlegra, en allar þessar tilgát- ur, að lærðu skólarnir vseru þess um komnir hvor í sínu lagi, að veita nem- endum alhliða 9Öguþekkingu og að við þurfum ekki að reisa miklar menningar- vonir á því, að þeir verði bót hvor á annan. Meðan Fram var kröfunni um laarð- an skóla fylgjandi hét blaðið bara Fram. Síðan það anerist á móti kröfunni heit- ir það »Fram« hinn siglfirzki. Samkvæmt rökfærslu íslendings er það eitt helzta skilyrðið fyrir því, að við eignumst góðan h^skóla, að við eigúm tvo lélega lærða skóla í landlnu, sem bati hvor annan app. Útikýring: Sögu- némi að norðan og sögunemi að sunn- an þurfa að leggja saman, til þess að verða ígildi eins góðs sögunema með alhliða þekkingu. Með þessu »fengi háskólinn fjölbreyttari (ráttara minni) lærdómsmenn í stúdentahópinn. Stundum geta gáfumenn gert sig heimska, þegar ofurkappið ræður. + Björn Jónsson prentari andaðist á Landakotsspítala 5. þ. m. Krahbamein varð honum að bana. Hann var 66 ára gamall, þegar hann lézt og á því að baki sér ekki svo stutta sögu og ekki ómerkilega. Gögn og þekkingu skortir, til þess að rekja hér æfiferil Björns. Aðrir, sem betur vita, munu verða til þess. Dagur vill þó ekki ganga þegjandi fram hjá láti hans, vegna þess einkum, að hann hefir að jafnan verið yfirlætislaus, starf- andi maður, en þeir menn eru jafnan þjóðhollastir. Björn var lengst af borgari þessa bæjar og átti drjúgan þátt í sögu hans. Honum var það jafnan hugleikið, að hafa með höndum ehihver þau störf, er al.menníng snertu. í5að sat í fyrirúrni. Hans eigin hagssnunii á hakanum. Hann var lesinn maður og fróður og fékst mjög mikið við blaðamensku. Af þátt- töku sinni í opinberum málum, blaða- mensku og sívakandi mentaviðleitni hlaut hann mikinn þroska, enda var hann einn af mestu vitmönnum þessa bæjar fyr og síðar. Ró hann auglýsti ekki yfirburði sína í glæsilegri ytri per- sónu, komust menn á snoðir um það, að Björn hafði ráð undir rifjum. Enda var hann mjög ,sóttur að ráðum og reyndist mörgum bjargvættur í því efni. Sterkasta hlið Björns sem blaðamanns mun hafa verið stjórnipálaritstjórn. Hann var ókvikull í stefnu, þibbinn fyrir og drjúgur í þeirri lægni að haida málum í fastri rás. Hann var ritstjóri Fróða, Stefnis og Norðra. Síðustu ár var Björn erindreki Fiski- félags íslands, og rækti það starf sitt með áhuga og samvizkusemi. Björn var ekki flysjungur í fasi, hugs- un né starfi, Hann var enginn aug- lýsinganiaður um sjálfan sig, en mat mest alþjóðarheill. það var honum mest virði í lífinu, að verða náunganum eða einhverjum þrifnaðarmálum almennings að liði. F*ess vegna er óhætt áð segja, að við sjáum nú á bak einum af sjald- gæfari og nýtari mönnum þjóðarinnar. Björn var ekkjumaður og lætur eftir sig son einan barna, Helga prentara. Símskeyti. Rvík 6. okt. Ógurleg hungursneyð í Kína vegna uppskerubrests. lOOOmanns deyja daglega. Wrangel hefir tekið 8000 fanga í Krím. Fjármálanefnd ráðstefnunnar í Briissel þvínær samhljóða um að verslunin verði gefin algerlega frjáls. Vopnahlé er kömið á milli Pól- verja og Litháa. Síðasti hestafarmurinn fer í dag frá Isiandi. Alls útflutt um 3000 hestar. Rvik 20. okt. Wrangel er farinn að flytja korn frá Rússlandi. Póstmálaþing í Madrid hefir samþykt að hækka öll burðar- gjöld landa á milli um helming. Litvinoff er farinn frá Noregi. Vopnahlé milli Rússa og Pól- verja. Búist við að Pólland stækki um helming ef Rússar ganga að þeim kostnm, sem Pólverjar setja. Pólverjar halda áfram árásinni á Litháa og hafa tekið Vilna, þrátt fyrir undirskrifaða friðar- samninga þeirra á milli. Er svik- um þeirra viðbrugðið. 120 þús. verkamenn atvinnu- lausir í Birmingham vegna þess að verksmiðjum þar hefir verið lokað. Kínversk kol eru ódýrari en brezk í Bretlandi. Formaður at- vinnurekendafélagsins segir að eina ráðið sé að lengja vinnu- tímann og lækka launin. Hámarksverð er komið á rúg- mél, steinolíu og fisk í Reykjavík. Fréttartt. Dage. Ritfregn. q Jón Jacobson: Mannasiðir. Útgef. Þorsteinn QísUson, Reykjavík 1920. Dagur fór í bókabúð og keypti sér »Mannasiði«. Af nafninu að ráða, þótt- ist hann ekki mega vera án þessarar bókar. Höfuuduritin liafði áður gefið okkur ágæta bók, þar sem var »Einfalt líf«. Af honum var því góðs að vænta. Bók þessi er að mestu sniðin eftir erlendri fyrirmynd: *Lærdómskveri í kurteisi og hæversku« eftir Efemíu frá Arnarvöllum dóttur Ballestrems greifa. Uppruninn er þýzkur. Úr fyrirmynd- inni er þó »mörgu slept, mörgu við bætt frá höf. og öðrum.« Efnið fjallar að mestu leyti um siðvenjur, háttprýði og kurteisi í framkomu, umgengni og viðskiftum. Lesandinn er leiddur eink- um eftir yfirborðinu; á vegum ytri siða. Pó er undiralda siðgæðisins vakandi undir niðri. Efni bókarinnar er skift í 13 kafla: Forsögn. — Framkoma. — Mál og við- ræður. Venjur. — Heimsóknir og heimboð. — Miðdegisvérðir, kvöldboð og dansleikar. — Opinber framkoma l.—II. þáttur. — Hirðsiðir og titlatog. — Umgengni við menn í ýmsum stétt- _ um. — Um bréfaviðskifti. — Heima fyrir. — Uin dvöl hjá öðrum og skyld- ur húsbænda og gesta. — Um ýmis- legt fleira, er snertir hæversku og sið. gæði. Við yfirleslur bókarinnar kemur það fyrst í hugann, að hún sé ekki alþýð- ieg bók, nema að sumu leyti. Hún dvelur svo mjög við framkomu og umgengni í veizlusölum; gerrr ráð fyr- ir svo »hásiðuðu« og glæsilegu sam- kvæmisiífi, að tiltöllilega fáir íslending- ar munu þarfnast þeirrar uppfræðslu, er hún veitir í því efni, sða hafa not

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.