Dagur - 27.10.1920, Síða 2

Dagur - 27.10.1920, Síða 2
106 ÐAOUR sést að fraraan, að »undirkurs« eða gengismismunur hafi átt sér stað, þó ekki á vegum íslandsbanka. Hún neit- ar því að bankanum beri skylda, til þess að útvega erlendan gjaldeyri og ennfremur því, að honum beri skylda, til þes9 að yfirfæra fé fyrir Landsbank- ann. Fjármálaráðherrann. Á viðtali Morgunbl. og ráðherrans er lítið að græða. Hann veit ekki um gjaldeyrismálið annað en það, að kaup- sýslum. danskur hafi boðið Landmandsb. innieign í banka hér á Iandi fyrir 98°/o Málið sé til meðferðar í stjórnaráðinu og muni, ef til vill, verða ráðið fram úr því með samningum milli stjórnar- innar og danskra banka. Hann telur ekki ástæðu til að æðrast, þar sem þjóðin eigi í óseldum afurð- um 25—30 miljónir fram yfir verzlun- arskuldir. F*ó sé um að gera að hefta innflutning af fremsta megni. Pað sé bezta ráðið til þess að losna úr krepp' unni. Orsök fjárhagskreppunnar telur hann þá, að framleiðsla síðasta árs hafi ekk1 selst; því verði, sem henni var haldið í. Retta muni þó ekki spilla fyrir sölu þessa árs framleiðslu, heldur aðeins tefja fyrir henni, en söluhorfur séu alls ekki slæmar nú, og megi því ætla að ástand- ið batni mjög bráðiega. *) En sérstaklega telur hann fjárhags- kreppuna sprottna af of miklum inn- flutningi og eyðslu í landinu. í næsta blaði koma álit þeirra G. Ó. (Georg Ólafsson?) og Eggerts Briem frá Viðey. Verða síðan niðurstöðurnar dregnar saman, svo lesendunum gangi betur, að átta sig á því, sem allir þess- ir vitru menn segja um þetta stóikost- lega mál. Ress er ekki að dyljast, að niðurstöðurnar eru sundurleitar og rísa hver gegn öðrum. Pess er þá meiri von, að málið sé skoðað frá öllum hliðum, hvernig sem Degi og lesemJ- unum gengur að draga út úr umræðun- um einhverja aðalniðurstöðu. *) 29. ágúst s.l. Ritstj. Lesendur eru ámintir um að lesa, ef kostur er, ritstjórnargrein f 46. tbl. ísl., sem heit- ir: »Fáein orð til mannsins á undan- haldinu«. Geta þeir þá leitt sér í hug, hvort sérhvert mál muni ekki vera »sigr- inum vígt«, sem á sér slíkan svara- mann, sem ritstjórinn er. Eftir öilum atvikum verður ekki ann- að sagt, en að Brynleifur standi sig bara vel. Kúaberklar og mannaberklar. eftir Steingrím Matthfasson. II. aHverhefirsinn djöful að draga«, segir máltækið. Eins og mennirnir hafa ýmsar stórsóttir og kvilla að dragast með, eins hafa skepnurnar sína kvilla, en þó eink- um og sérstaklega þær skepnur sem lifa undir vörslum mannanna, bæði alidýr, og þau, sem höfð eru til augnagamans og fróðleiks í dýragörðum. En venju- lega er því svo háttað, að hver dýra- tegund hefir sína sérstöku óvini, sína sérstöku sýkla eða sníkjuverur, talsvert frábrugðnar þeim sem ásækja aðrar dýrategundir. Við þekkjum öll hve lúsa- tegundirnar eru ólíkar t. d. færilúsin, hrossalúsin, hænsnalúsin og mannalúsin. Og kláðamaurinn í mönnum er alt ann- ar en sá sem veldur fjárkláðanum. Rann- ig má lengi halda áfram. En engin regla er án undantekningar. Líkt og við sjá- um að flóin bítur jafnt hunda og menn eins eru bakteríur, sem gjöra sér lítinn manna- né skepnumun. Svo er t. d. utn miltisbrandsbakteríurnar, sém eru jafn bráðhættulegar mönnum sem nautgrip- um, og sullir og bandormar ásækja margir jafnt menn og skepnur. F*að var löngu kunnugt, að ýms dýr fá tæringu og veslast upp úr henni með svipuðum einkennum og menn. Pau ali- dýr eru færri, sem ekki geta fengið berkla. Og í dýragörðum er tæringin algeng á öpum, froskum, skjaldbökum, slöngum og ýmsum fuglum, einkum páfagaukum og hænsnafuglum. Meðal alidýranna er algengast að sjá berkla í nautgripum, þar næst í svínum, en sjaldnar í geitum, sauðfé, hrossum, hundum og köttum. — í öllum þess- um tæringarsjúku dýrum fundust tær- ingarbakteríur, en þó með nokkuð mis- munandi lögun og eðlisháttum. Lengi trúðu læknar því, að alt væri sama kál- ið, — það mundi á sama standa hvað- an ilt kæmi, hvort bakterían stafaði frá kú, svíni, hænsnum o. s. frv., sama yrði tæringin ef menn sýktust af þessum dýr- um. Einkum þótti það nokkurn veginn vafalaust, að berklar af nautgripum væru samskonar og mannaberklar og að sýking ætti sér þráfaldlega stað og það auðveldlega milli manna og gripa. Pað vakti því mjög mikla furðu og miklar mótsagnir og ósamkomulag meðal lækna, þegar hinn víðfrægi þýzki bakteríufræð- ingur prófessor Koch, sá er fyrsfur upp- götvaði tæringarbakteríuna og manna bezt hafði athugað hennar eðli og út- breiðslu í náttúrunni, þegar hann kvað upp úr með þá skoðun sína á lækna- fundi í London 1901, að gripaberklar og mannaberklar væru ólíks eðlis og bakteríurnar svo fjarskyldar, að hér væri um tvent að tala, og menn þyrftu ekki að óttast sýkingu af gripum. Hefði ein- hver annar en Koch komið þá fram I með slíka kenningu, hefði enginn gefið því gaum og þessi sérvizka hans hefði verið þögguð niður og þöguð í hel eins og einhver endemisvitleysan. En af því Koch þótti meira en meðalsnápur, spunnust út úr þessu mikþir umræður, en flestir urðu á öðru máli en Koch. Fjöldi vísindamanna tók sfðan málið til alvarlegrar endurskoðunar og enska stjórnin skipaði nefnd margra merkra lækna til að rannsaka sambandið milli berkla í mönnum og gripum. Starfaði þessi nefnd í mörg ár. Málið var flókn- ara en flestir höfðu haldið. En aðal- niðurstaðan sem þ@ssi nefnd og aðrir visindamenn hafa komist að er sú: að Koch hafi að vfsu haft rangt fyrir sér um það, að gripir gætu ekki sýkt menn, því sannast hefir hvað eftir annað, að menn og þó einkum börn geta fengið berkla af að drekka um langan tíma ósoðna mjólk úr berklaveikum kúm, og enn fremur hefir það komið fyrir, að slátrarar og aðrir, sem fóru með inn- ýfli úr berklaveikum gripum fengu út- vortis berkla, en þó væga og auð- læknandi. En hitt hafa menn orðið að viður- kenna, að Kock hafði rétt fyrir sér í því, að gripaberklarnir eru annars eðlis en mannaberklar og lýsir það sér meðal annars í því, að þeir eru yfirleitt langt. um ósaknæmari mönnum en manna- berklar. Og eins er um berkla í öðrum dýrum. Eðli og lögum sýklanna er töluvert mismunandi og frábrugðin hjá hinum ýmsu dýrategundum. Pað hefir með vissu tekist að aðgreina 4 tegundir eða afbrigði af tæringar- bakteríum þ. e. /. Mannatæringarbaktertur (fypus hu- manus) sem valda allskonar berkla- veiki í mönnum, en finst þar að auki stundum í berklaveikum svfnum og hundum, og nokkuð oft í öpum og páfagaukum. 2. Nautgripatœringarbakteriur, aðallega í berklaveikum nautgripum, en þar að auki í berklaveikum svínum, 'sauð- fé og geitum og stundum mönnum. 3. Hœnsnatœringarbakterlur í berkla- veikum'hænsnum. F*ær eru oft breyti- legar útlits og sýkja lítið eða ekki önnur dýr og mjög sjaldan menn. 4. Taringarbakteriur blóðkaldra dýra - í berklaveikum fiskum, froskum, skjaldbökum og fleiri skriðdýrum, en sýkjá aldrei dýr með heitu blóði. Auk þessara afbrigða, sem nú voru talin, hafa enn fundist bakteríur mfög svipaðar tæringarbakteríum. Pær Iifa snýkjulífi í mold og á ýmsum grasa- tegundum t. d. vallarfoxgrasi (phleum pratense). Þær berast oft í mykju og þaðan í mjólk og smjör og geta dafnað þar vel. Ef þeim er spýtt inn í blóð dýra valda þær sýki, sern líkist tæringu en er mikið vægari og batnar. Og ein- kennilegt er að dýr, sem sýkl hafa ver- ið á þennan hátt, svara áhrifum túber- kúlíns líkt og þau, sem smittast hafa af reglulegnm tæringarbakteríum. Petta bendir á töluverðan skyldleika. Sennilega eru ekki öll kurl komin til grafar, og enn eru vísindin í vafa um marga hluti þessum efnum aðlútandi. Hvernig verða bakteríurnar til og hve- nær komust þær fyrst í menn og skepn- nr? Og er ekki altaf eitthvert illyrmi að myndast og ummyndast? Hver veit? Til skamms tíma héldu menn, að nautgripir tækju berkla sína af mönnum Og það halda margir enn. En manna- sýklar hafa ekki fundist í sjúkum naut- gripum þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir, nema þá ef þeim hefði verið spýtt inn í blóð þeirra af mönnum. f bækling, sem eg skrifaði í fyrra, • Mannskæðasta sóttin«. hélt eg því fram, að gripir sýktust þráfalt af umgengni við sjúka menn. Eg vissi þá ekki betur. En nýlega skrifaði mér Sigurður Iæknir Magnússon á Vífilsstöðum, að þetta væri fullyrðing, sem eftir væri að sanna. Og það mun vera rétt, þó enn hafi eg mín- ar vafasemdir. Það hefir, satt er það, engum tekist með rökum að sýna fram á, að nautgripir sýkist af mönnum. Fróðari erum við þá ekki enn þá. En hvaðan fá þá skepnurnar sína berkla? Eg hafði haldið að það væri meira enn varasamt, ef tæringarveikur fjósamaður hrækti í heyið eða kysti kýrnar. Og svo koma vísindin og segja að það sé ó- sannað mál! Ef til viil mega karlarnir hrækja eins og þí lystir! Eg vil þó biðja menn að bera mig ekki fyrir því. (Meira.) Um búskap og fénaðarhöld. Eftir F». Gíslason. III. Forðabúr f*0 eg > öðrum kafla og greinar minnar, hafi fært fóðurb.fél. nokkur rök fyrir því, að vankunnátta og vanhirðing eigi mestan eða allan þátt í heyskorti bærida yfir- leitt, og bent sé á vænlegustu ráð til umbóta í þessu efni; þá er þar með ekki fundið neitt ráð, til bráðra og full- nægjandi umbóta, í fóðurbyrgðamálinu. Pað mun ekki veita af fjórðungsald- ar áróðri, til þess að ná almennum og fullnægjandi umbótum i meðferð fjár- ins, sem eitt út af fyrir sig, gæti unn- ið bug á öllum fóðurskorti bænda. Annað og fljótvirkari ráð verður einnig að finnast. Prátt fyrir það má ekki slá slöku \ið að fá fjárhirðingu í viðunan- legt Iag, því annars eru almenuar kyn- bætur óframkvæmanlegar. Ýmsra ráða hefir verið Ieitað til þess að fyrirbyggja fóðurskort. Fyrst má nefna þar til forfellislögin, sem aldrei hafa orðið að Iiði, vegna þess, að þau gefa engin ráð eða meðnl, eru því bara »hirtingarvöndur syndugs manns«. Jafn ómannúðleg gagnvart fátækum og ráð- þrota mönnum, (sem eiga að etja kappi, annarsvegar við örbyrgð og skort, hins- vegar við ofurtnagn óblíðrar náttúru), eins og heyskortur er gagnvart skepn- unum. Pá eru forðagæalulögin, meinlaus að vísu, en gagnslítil æins og þau eru, og ná aldrei tilganginum. Þau gefa bænd- um bendingar um það, sem þeir vita áður sjálfir, hvort sett er á vogun eða ekki, en tryggja mönnum engan stuðn- ing eða hjálp. Að minsta kosti hefir sú raunin orðið á. Pá kemur til sögunnar forðabúrshug- myndin, sem mikið hefir verið rætt og ritað um, og sumstaðar komist í fram- kvætnd. Hér kemur fram ný og mannúðleg hugsjón, um að hver styðji annan með félagsskap, bygt á þeim höfuðsannind- um, að »sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér«. Fyrirkomulag forðabúrs er hugsað á þann hátt, að félög eða hreppar eigi ætíð fyrirliggjandi vöru eða heyforða, til þess að lána bændum út þegar hey-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.