Dagur - 27.10.1920, Blaðsíða 4

Dagur - 27.10.1920, Blaðsíða 4
108 DAGUg. ast saman í leiguhýsin, þar sem alt hef- ir skort, til að skapa sönn heimili. Verkefni félaganna er að bseta úr þessu, í samvinnu við stjórnir borganna, og aðferðin er sú að dreifa bygðinni í stað þess að hækka húsaskrokkana. Fá hverri fjölskyldu eigið hús til íbúðar og frið- helgan blett við heimilið, þar sem verka- fólkið getur í frístunduin skemt sér við garðrækt og blóma. Pá fyrst verður heimilið vígi þjóðfélagsþrifa og þroska, þar sem heilbrigði og lífsgleði býr, hreinlæti og hreirHífi. Verstur þrándur í götu þessara um- bóta er skammsýni og stirfni borgar- stjórnanna, sem ráðið hafa um stræta- skipun og húsa, auk þess sem borgar- grunnarnir hafa í öndverðu lent í klóm spekúlanta, sem halda þeim í geypi- verði, byggja sem þéttast, sem hæst og sem ódýrast, til þess að græða sem mest. En þrátt fyrir mikla örðugleika hefir byggingafélögunum tekist að koma fram miklum umbótum. Nú er hér, eins og áður er sagt, verið að leitast við að mynda eitt slíkt félag. Pað er komið undir stjórn bæj- arins og almúganum í bænum, hvort það tekst. Málið er áreiðanlega þess vert, að því sé gaumur gefinn. Hér er ekki um að ræða gróðafyrirtæki einstakra manna, heldur samtakastarfsemi húsviltra fjölskylda og einstaklinga um að tryggja sér ánægjuleg heimili í framtíðinni. Sveinbjörn Jónsson, byggingafræð- ingur, sem mun vera aðalhvatamaður enda málinu kunnugastur af þeim, sem beita sér fyrir, heldur fyrirlestur um málið næsta föstudagskvöld. í sambandi viðfyriciesturinn sýnir hann fjölda skugga- mynda, sam »Umbótafélag byggiriga Noregs* heíir íánað honum. Auk þeirra allmargar, sem hann hefir sjálfur tekið hér á Akureyri, í Gautaborg og Stock- hóimi. Parf ekki að efa að fyrirlestur- inn verður fróðiegur og skemtilegur. Ágóðanum verður varið til þurftar málefninu. Akureyri. Jarðarför Björns Jónssonar fór fram í gær. Lík hans kom með Sterling. Lúðrasveitin blés við móttöku iíksins og jarðarför- ina. Iðnaðarmenn báru Björn inn í kirkjuna en bæjarstjórnin úr henni. Bæjartulltrúinn einn biður þess getið að tillaga sín í í kúaberklamálinu hafi verið misskilin og ranghermd. Hann hafi ekki lagi það til, að þeir einir, sem neytt hefðu mjólk- ur úr veikum kúm, tækju þátt í skað- anum við niðurskurð þeirra, heidur allir bæjarbúar yfir höfuð. Skipin hafa rekið hvort annað þessa dagana, Lagarfoss, Villemoes, Sterling, Kora og Gullfoss. Má segja að jólin beri upp á páskana fyrir Norðlendingum í sjósam- göngum, þegar skipin koma svona í bendu, Aftur þykir þeim stundum líða nokkuð langt á milli slíkra stórhátíða. Til útlanda taka margif sér far með Gullfossi. Otto Tulinius kaupm. og fölskyida héð- an úr bænum. Þau hjónaleysin ungfrú Unnur Jakobsdóttir, Hólum, Reykjadal í Þingeyjarsýslu og hr. Sigurgeir Friðriks- son, Skógarseli sðmu sveit. Ennfremur þau ungfrú Sigrún Guðlaugsdóttir Fremstafelli Þing. og hr. Valdemar Hall- dórsson, Kálfaströnd í Mývatnssveit. Um erindi þessa fólks er Degi ókunnugt, nema Sigurgeirs, hann fer á nýsfofnað- an bókavarðaskóla í Kaupmannahöfn. Sigurgeir er drjúgur maður í vitsmun- um og góðum áhuga. Bíó Fyrirlestur. Bíó Sveinbjörn Jónsson heldur fyrirlestur um mál, sem alla varðar og sýnir 50 skuggimyndir. Sjá grein hér í blaðinu og götuauglýsingar. Munið eftir "VI —= að vátryggja eignir yðar. —■ .- The Eagle Star & British Dominions Insurance Co. t Fyrirlestur er mjög áreiðanlegt félag og iðgjöld hvergi lægri. Sveinbjarnar Jónssonar er anglýstur annarsstaðar í blaðinu. Páll Skúlason. Húsbruni varð í Flatey á Skjáifanda. Brann hús Jóhannesar Bjarnasonar hreppstjóra og föðursystir hans Þorgerður Bjarnadóttir brann inni. Hjónin mistu þarna allar eigur sínar. Verður nánar í næsta blaði getið um þennan sorglega atburð. Kolaverkfallið á Englandi. Nú er það dunið yfir eftir því sem íregnir herma. Það er engin ný bóla þó fréttist um verkföll út í heimi, en þetta verkfall er þó eftirtektarverðara en flest önnur verk- föll. Það er nierkilegt vegna þess fyrst, að með kolaframleiðslu og kolaverði í Bretlandi stendur og fellur atvinnurekst- ur og skipagöngur Breta og hagur mvgra annara þjóða er mjög háður kolamarkaðinum brezka. í öðru lagi vegna þess, að ástæðan fyrir verkfall- inu eru ekki almennar kaupkröfur og ðnnur vinnukjör verkamanna, heldur krafa um þjóðrekstur námanna. Sú krafa á hendur afturhaldsvaldinu í Bretlandi er ekki lítilvæg og erfitt að geta sér til, hverjar afleiðingar hún kann að hafa. Takist verkamönnum að knýja hana fram, er þar með hróflað æfagömlu skipulagi rótgrónu í auðvaldi og aftur- haldi Breta. Það væri ekki ósvipað því að losa nndirstöðustein úr kínversk- um múr, og mörgum þykir, sem nú muni vera reitt það högg að þjóðskipu- lagi Breta, sem felli stofninn svo grein- arnar hrökkvi af, þ. e. borgarastyrjöld rísi upp og rílþð liðist í sundur meira eða minna. Þetta er að vísu getgátur, en mörg vandræði munu nú steðja að Bretlandi hinu mikla innan lands og úr austri og vestri, og furðu taugaseigt má afturhaldið vera í því víða heimsveldi, ef það stenzt óhaggað gegn þeim bylt- ingastraumum, sem styrjöldin hefir vak- ið um heim allan. Slíkt er ástandið orðið að mestu öfg- ar fortíðarinnar eru orðnar að raun- veruleika. Kínversk kol eru ódýrari brezkum kolum í sjálfu Bretlandi. Það er ekki lengur nein fjarstæða að flytja kol til New Castle. Leðarskæði ' fást hjá __ ; Jóni í Möðrufelli. ÁLNAV0RU alla, HÖFUÐFÖT, tilbúinn FATNAÐ og til FATA svo sem tölur, tvinna etc., sel eg til áramóta með 15°[0 af s 1 æ11i. Otto Tulinius. „Colman's" línsterkja fæst í Kaupfélagi Eyfirðinga. P i Sonora-gr ammófónar amerísku eru heimskunnir sem beztu og fullkomnustu grammófónar, er hugvitsmennirnir hafa búið til. Pantið einn slíkan grammófón hjá kaupfélagi yðar, eða kaupmanni, með nokkrum plötum, og þér munuð undr- ast hve mikill ánægjuauki það verður fyrir heimili yð- ar, þegar þetta snildar áhald lætur þar til sín heyra. & mmm*0»itw**i***m imfQS\ Prjónles. Alsokka, hálfsokka og vetlinga kaupir Verz/un Kr. Sigurðssonar. * Mér undirskrifuðum var í haust dregið hvítt hrútlamb með mínu fjár- marki, heilrifað hægra og biti aftan vinstra. Lamb þetta á eg eklci og getur réttur eigandi vitjað andvirði þess til mín. Torfufelli 20. okt. 1920. LHjit dal Sigurðsson. Nýkomið í bókaverzlun Kr. Guðmundssonar Har. Níelsson: Árin og eilífðin. Jónas Guðlögsson: Sólrún og biðlar hennar. 01. Daníelsson: Reikningsbók. Ármundur Gíslason: Breyttir litir, kvæði. Guðm.Hannesson: Samræðissjúkdómar. Tr. Sveinbjörnsson: Myrkur (leikrit). Tracy: Heillastjarnan. Verzlunarskýrslur 1919. Iðun VI. ár. I. —II. Bsrnabækur ýmsar. Skólabækur. Einnig útlendar bœkur. Rifstjóri: Jónas Þorbergsson. PreRtsmiðín Bjöms Jénisenar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.