Dagur - 27.10.1920, Side 3

Dagur - 27.10.1920, Side 3
DAGUR. 107 skortur kreppir að, sem svo sé skilað aftur í sömu mynd á sama ári, svo að ætíð sé jafn forði til á hverju hausti. Þessi félagsskapur, sé hann .annars framkvæmanlegur, (og það er hann — ef menn væru eins og þeir eiga að vera), gefur vissu um fulla tryggingu gegn heyskorti og kvaldómi eða horfelli. En eg hefi ætíð litið svo á, að þeir annmarkar komi fram við stofnun þessara forðabúrsfélaga, að víða yrði erfitt eða ómögulegt að koma þeim á. Rað þarf mikið til stofnunar hvers félags, bygginga, fóðurkaupa og aðflutn- inga, og hvar ætti að taka það fé. Eðlilega hjá fjáreigendum, eða félags- mönnum sjálfum, og þá kemur til at- hugunar, hvernig þeim stofnkostnaði ætti að jafna niður á einstaklingana, Pað yrði óendanlegt þrætuefni. Enginn gæti vitað í hvaða hlutföllum menn þyrftu hjálparinnar við. Eðlilega eru það mest skepnufáu einyrkjarnir, og þeir sem í mestu harðindaplássum hverrar sveitar búa, en þeir staðhættir eru mjög mis- jafnir í mörgum sveitum. Várt er hugs- anlegt, að stofnkostnaður yrði tekinn á annan hátt, en með jöfnu gjaldi á hverja kind, annars væri félagsskapurinn engin hjálp hverjum einstökum, ef ælti að fara meta eftir hvers manns þörfum, eftir einhverri ágizkun og þá raunar hver að sjá um sig. En það kæmi fram við niðurjöfnun á hverja kind, að fjárrík- ustu bændurnir og bezt stæðu, sem búa á kostajörðunum og sízt þurfa félags- skaparins vi ð sjálfs sín vegna, bæru mestan stofnkostnað. Sfngirni vex þá safnað er auði, það þekkja menn, erida myndi þessi stofnkostnaðar framlög, víða að minsta kosti, verða óvinnanlegur »Prándur í götu«. Pá er það ekki ugglaust, að ýmsir kynnu að setja djarfar á í skjóli forða- búranna, svo árangurinn yrði ekki sem skyldi. Pað síðasta sem rætt er um, til trygg- ingar gegn fóðurskorti er: »Fóður- birgðafélög«, Það er fallegt orð og hefir rúma merkingu. »Fóðurbirgðafélag« getur auðvitað átt við »forðabúrs«-hugmyndina, en þessi félagsskapur er þó hugsaður með öðru fyrirkomulagi, af mörgum að minsta kosti. Félagsskapur þessi er í stuttu máli hugsaður á þessa leið: Allir fjáreigendur í hvérri sveit út af fyrir sig, koma á fund og stofna Fóð- urbirgðafélag, og samþykkja lög eða reglugerð fyrir félagið. Höfuðatriði lag- anna er: að þau fyrirskipa 3 — 5 manna stjórn, sem hefir á hendi allar fram- kvæmdir og umsjá félagsfns, fyrir þókn- un af árstillagi félagsmanna. Stjórnin annast meðal annars ásetning manna og hefir vakandi auga á hirðingu og fóðr- un fjárins. Þungamiðja laganna er það, að eng- inn félagsmaður má eiga á haustnótt- um innan við lögákveðna upphæð í vættum eða fóðureiningum á hverja kind, eftir dómi ásetnings eða forðagæzlu- manna félagsins," og sé það fóður svo ríflegt, að nægilegt álitist í hvaða harð- indum.sem fyrir geta komið, eftir reynslu manna. Skorti einhvern á nægilegt fóð- ur, fyrir þann bústofn sem hann þarf eða getur haft, að dómi félagsstjórnar- innar, þá á stjórnin tafarlaust að útvega þeim manni fóður til viðbótar, svo lög- ákveðnar fóðurbirgðir séu hjá hverjum manni. Fé til þeirra fóðurkaupa, verð- ur að heimilast af sveitarsjóðum eða upp á ábyrgð breppanna, ef með þarf í bráð. »Búnaðarfélag íslands« hafi yfirum- sjón allra fóðurbirgðafélaga, enda hafi það þau fjárráð með höndum, að það geti vevtt hverju félagi ríflegan styrk á stofnári félagsins. Styrkur sá ætti alls ekki að veitast til stjórnarkostnaðar, — heldur til fóðurkaupa, til styrktar fátæk- um einyrkjum eða þeim, sem orðið hafa fóðurvana vegna veikinda eða ann- ara óhappa. Jafn mikill styrkur þyrfti að veitast af sveitarsjóðum, eða með samskotum frá drenglunduðum mönn- um. Mætti allur styrkurinn ekki nema minna en 600 kr. á hvert félag að meðaltali, sem svo veittust mismunandi hár á félögin, éftir staðháttum og vetr- arríkí í hinum einstöku sveitum. Lögin ákveða ennfremur, að aldrei megi setja á fyrningar, minsta kosti ekki fyr en þær eru orðnar mjög miklar. Með þessu fyrirkomulagi væri fengin trygging fyrir þessu þrennu: Fyrst að heyforði safnaðist til muna í hverri sveit strax á fyrsta ári, jafnvel hjá hverjum einasta fjáreiganda, ef ekki hitti á því harðara árferði, og yxi sá forði hröðum fetum. í öðru lagi taki viðurgjörningur og fjárhirðing miklum umbótum, enda séu forðagæzlumenn reyndirfjármenn, áhuga- samir og einarðir. Á þessu byggist, að ekki er stungið upp á styrk nema fyrsta árið, því að á öðru ári strax eru menn betur við því búnir, að standast kaup á aðfengnu fóðri, þvf vanhöldin yrðu minni og hver skepna gefur meiri tekjur með betri fóörun og hirðingu. í þriðja máta vinst það við styrkinn, að allir fást til, eða treysta sér til að vera með. Pað hefir verið kvartað undan því, að menn fengjust ekki til að ganga í þessi félög, og sízt þeir, sem frekast þyrftu þess við. Petta kem- ur fram í nefndaráliti fóðurbirgðanefnd- arinnar á búnaðarþingi 1919 (sjá Br. 33. ár. 3. heft. bls. 191). - Petta er skiljanlegt, og þarf ekki að vekja heina undrun. Bændur sem ekki hafa bú- stofn. sem svari til nauðþurfta sér og sfnum, sjá ekki önnur ráð, en voga á tvær hendur, eins og tekið er fram í fyrsla kafla greinar minnar. Vogunin vinnur oft og tíðum, og oftast hjálpar góðfús náungi, en félag, sem engan síyrk vcitir, annan en láns-fóður, veitir Iitla hjálp þeim, sem ekki hefir efni á að kaupa aukafóður. 0nnur er sú meining mín með ríf- legum styrk á fyrsta ári, að hann verði það vogarafl, sem hryndi þessum félags- skap í réttan farveg svo fljótt, sem þörfin krefur, en þörfin er hér sú, að fóðurbirgðafélög verði stofnuð í hverj- um hreppi á landinu á næsta vori. Svo brýn er þessi þörf í tvennum skilningi. Bæði til að koma í veg fyr- ir fóðurskort, kvaldóm eða horfellir skul- um við segja. En þó ekki síður fyrir þá sök, að landbúnaðurinn sé á heljar- þröm, vegna fyrirsjáanlegrar verðlækkun- ar á Iandsafurðum gagnstætt því, að all- ar aðrar þarfir og kröfur stíga í verði. Liggur því nærri að nú inegi í fullri alvöru segja: »að annaðhvort sé að duga eða drepast«. — Fyrsta sporið af mörgum, sem stíga þarf. til þees að duga, er það, að gera nú svo vérulega vel við alt sauðfé, að það verði til muna afurðameira. Se nægilegt fóður fyrir hendi t. d. 7« hluta meir, en al- ment er talið sæmilegt fóðurmagn, þá má auka afurðaraagn hvers ásauðar að stórum mun, strax á fyrsta ári. Petta vlta allir, sem vit hafa á fjárrækt. En þetta er svo stórt spor að það verður ekki stigið í hasti, og það á þessum hörmungarárum — án stuðnings — af bændastéttinni einni í heild sinni. Pað eru nýmæli, að stungið er hér upp á fjárframlögum til tryggingar góð- um ásetningi og betri fóðrun. Petta mun þykja feitt á stykkjum af þeim, sem telja, að bændum séu allir vegir færir, og sem ala á kala og óeiningu á milli hinna einstöku atvinnuvpga og stétta, og sennilega verður það af sumum talið, að farið sé fram á dýrtíðaruppbót. En það er fjarri sanni að svo sé, enda mun bændastéttinði fátt óskapfeld- ara, en að leita þess. Frekar mætti þá segja, að Ieitað væri harðindauppbóta, sem aðallega þjáir bændastéttina, auk allrar dýrtíðar. Eg bið tnenn því að gæta þess, að hér er verið að tala um slórfeldan fé- lagsskapj eða samvinnu um alt land, til þess að vinna bug á þeirri meinsemd, sem þjáð hefir þjóð og land í 1200 ár og fornaldar hetjurnar góðu gátu ekki læknað með öllu búmannsvitinu og þrælahaldinu. Enda hika eg mér ekki við að segja: að hér verður aldrei ráð- in full bót á, nema með allsherjar sam- vinnu og félagsskap. Fyr leggjast í auðn útkjálkar allir og afdalir, þar sem þó eru bezt. undir bú, og) væri það dýrt keyptur sigur, þó að trygður yrði ásetningur á þann hátt. Samvinna sú, sem hér ræðir um, verður að mínu áliti ekki framkvæmd, nema að Búnaðarfél. íslands taki málið í sínar hendur. Pað getur heldur ekki unnist fullur sigur, nema með styrk frá því opinbera, eins og áður er bent á. Með því líka, að það þarf að sjást, að þjóðin í heild sinni vilji taka höndum saman, um viðreisn hinna einstöku at- vinnugreina. Pví aðeins hjaðna niður flokkadrættir og sundrung, og þá fyrst er von um að ríkið vinni sigur á bar- áttunni. Pað sem vakti hinn almennu gleði þjóðarinnar, þegar stofnað var >Eim- skipafélag íslands«, var ekki aðaltega það, að landið fengi skip til flutninga, heldur hitt öllu fremur, að þá fundu menn loksins að »allir vildu eitt«. Og síðan hefir þó samúðin vaxið í heíld sinni. Fáir munu hafa knurrað yfir því, þó dýrtíðaruppbót væri veitt. Ekki heyrist heldur kvartað undan því, þó ríkissjóður biði 2ja milj. tap við undirverðssölu á kolum og salti. Sjávar- útvegurinn mátti ekki stöðvast, og borga og bæjalýðurinn mátti ekki deyja <fr kulda. Ath. Eftir beiðni höf. skal það teklð fram, að II. og III. kafli greinar þessarar eru ritaðir áður en svar Sigurjóns læknis við fyrsta kaflanum barst honum í hendur. Ritstj. Símskeyti. Rvík 26. okt. Danir hafa tekið 180 miljón króna lán með 9,28°/o rentu í Bandaríkjunum. Branting hefir beðið lausnar. Samningar eru gjörðir milli Pjóðverja og Bolsévíka. Pjóðverj- ar selja túrbinur,- eimvagna og járnbrautartæki fyrir 600 miljónir gullmarka, sem Rússar innborga í erlenda banka og kaupa F*jóð- verjar matvæli og hráefni fyrir. Alþjóðarsamband er stofnað til útrýmingar tæringu. Sinnfeinar hafa raént vopna- búrin í Dublin. * Borgarstjórinn í Cork dauður hungurdauða. Allsherjarverkfall í Rúmeniu, Iandið lýst í hernaðarástandi. D’ Annunzio biður Lenin um fjár- og efnisstyrk. Kolaverkfallið enska stendur enn. Járnbrautarmennhótuðu sam- úðarverkfalli, ef ekki yrðu teknir upp samningar fyrir Iaugardags- kvöld. Stjórnin hefir nú gert til- lögur um launaviðbætur, með því skilyrði, að framleiðslan verði aukin. Flutningsverkamenn bíða átekta. Vorwárts segir, að sam- úðarverkfall verði hafið um alla Evrópu, ef Smillie, formaður al- þjóðasambands námamanna ósk þess. Utlit fyrir að samningar takist bráðlega. Sennilegt að Miss Sylviá Pank- hurst verði sett í fangelsi fyrir blaðagreinar. Maður kominn hingað frá Dan- mörku til að sjá um eitrun fyrir rottur. Landsbankinn hefir gefið út krónuseðla, gjaldgengir aðeins hérlendis. Fréttarlt. Ðag«. Byggingafélag með sainvinnusniði. Fyrir nokkru tóku sig til nokkrir menn hér í bænum og stofnuðu félag með sér í þeim tilgangi, að vinna að bætt- um húsnæðiskjörum fólks í bænum. Fálög slík, sem hér er verið að koma á laggirnar, eru orðin mjög útbreidd erlendis í borgunum, og hafa unnið stórvirki í því, að bæta húsnæði manna. Allir vitrir og glöggsýnir umbótamenn sjá, að stórmikið af þjóðfélagsmeinsemd- um á rót sína að -rekja til illra húsa- kynna. Hagfræðiskýrslur og rannsóknir bregða björtu Ijósi yfir málið. Degi hef- ir borist bók um þetta efni, s»m er í alla staði stórmerkileg. Hún heitir »By- er og Boliger« eftir Chr. Gierlöff. Næst- um hvarvetna í stórborgum hefir sótt í það horf, að verkalýðurinn hefir haug-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.