Dagur - 17.11.1920, Page 2

Dagur - 17.11.1920, Page 2
118 DAOUR Kvikmyndasýningar. Eg ven ekki komur mínar að jafnaði á kvikmyndasýningar. Rykist hafa lítið að saékja þangað. Þó kom eg nýlega á eina sýningu. Myndin hét Jálin. Rað er ekki ólagleg inynd, þótt hún sé ekki efnismikil eða merkileg á neinn hátt.. Efni hennar er þó að minsta kosti öll- um óskaðlegt; og er það meira en sagt verður um allar kvikmyndir, því miður. Annars ætlaði eg ekki að gera efni myndarinnar að umtalsefni hér, heldur annað í sambandi við sýninguna. En það er sú óregla eða það skilriingsleysi þeirra, sem þar hafa stjórn og eftirlit, að líða drengjum annan eins hávaða og gauragang og þar á sér stað. A þessari áminstu sýningu keyrðu ólætin svo úr hófi, að niér finst ekki rétt að þegja við því. Það lýsir örgustu fyrirlitningu fyrir áhorfendum að bjóða þeim upp á annað eins. Regar krakk- arnir arga svo, að óhljóðin eru verri en stekkjarjarmur, þá verður lítið yndi að fögrum hljóðfæraslætti. Pað er sjálfsögð skyida kvikmynda- hússeigenda að sjá um, að ekki séu ólæti eða neinn hávaði, á sýningunni. Áhorfendur eiga heimtingu á að fá að njóta þess í næði, sem þeir hafa keypt ærnu verði. Ef eigendur kvik- myndahússíns gœta eigi þeirrar sjálf- sögðu skyldu sinnar, þá er rétta svar- ið við þvi: að hœtta alveg að koma þar. Auk þess hefðu unglingarnir gott af að komast í skilning utn það, að ef þeir haga sér ekki sæmilega á opin- berum stöðum, hafa þeir fyrirgert rétti sínum til að vera þar. Foreldrar og aðrir aðsíandendur barna ættu að íhuga, hvort það muni holt að leyfa börnum að fara eftirlitslausum i »bíó«, til að taka þátt í ólátunum þar. Hvað ætli aðkomumenn, sem vanist hafa kyrð og ró í samkomuhúsum, hugsi um bæjarbraginn hér, þegar þeir koma í >bíó«. Áhorfandi. í hálíkæringi. Hundapestin! Dýralæknirinn Sig. Ein. Hlíðar hefir beðið blaðið að geta þess, að hunda- pestin sé komin til bæjarins. Er hér með skorað á lögreglustjórana að bregða við og sýna af sér rögg í því að varna útbreiðslu þessarar leiðu pestar. Það ætti að vera hægðarleikur að stöðva S'pestina við Vaðlaheiði og fjallvegi vest- 5 ur, ef yfirvöld gera skyldu sína og al- pmenningur haga sér ekki eins og hugs- Ifunarlausar skepnur. i Askoi:un. *Norð- þau i Hér með er skorað á ritstjóra úrlands* aðjbenda á hnífilyrði gárð Rögnvalds Snorrasonar kaupmaans, sem hann segir að Dagur hafi látið falla í sambandi við Baðhúsmálið. Geii hann það ekki, verða orð hans um þetta að álítast ómerk. Heimilt er ritstjóranum rúm í Degi, ef óþægilegur dráttur skyidi verða á útkomu »Norðurlands«, í síðasta blaði af Degi var birtur samanburður á Iaunakjörum bæjarstjóra Akureyrar og Brynleifs Tobíassonar 3. kennara Gagnfræðaskólans. Samanburður þessi var gerður af bæjarstjóranum og birtur fyrirtilmæli hans, enda nafns hans látið getið því til staðfestingar. í andsvari sínu (því þess skulu menn minnast, að Brynleifur hóf yrringar þess- ar) hefir ritstjórinn og kennarinn ekki getað setið á sér, heldur bendlar rit- stjóra Dags inn í deilu þessa, án þess að séð verði að til þess liggi nein or- sök, eða það sé svo fimlega eða vitur- lega gert, að það muni verða honum mikill ávinningur. Ritstjóri Dags gerir ráð fyrir að Brynleifur kunni betur við að sjá einhvern vott þess, að þetta sé meðtekið. Að sama brunni ber um þetta skrif Brynleifs sem önnur deiluskrif hans, að ófarnaður hans verður því meiri, sem hann skrifar fleira. Fer honum líkt í deilum, sem sagt er um Bergönund, þegar Egill Skallagrímsson heimti af honum féð, að þann verður málóði. Og í málæðinu temur hann sér þann hátt, sem allir sæmilegir og nokkurs nýtir blaðamenn telja sér skylt að forðast,— að hann stingur sér, þegar að kreppir, eins og þegar flórgoði stingur sér í nauðvörn, og þegar honuin skýtur upp á ný, er hann jafnan kominn í þá fjar- lægð við málefnið, sem honum þykir sér hæfa. Skortir þá ekki að hann hafi márgt á lofti, fjarri málefninu en sem næst persónu þess, sem hann á orða- skifti við. Fetta er raunar eina ráðið, sem hann getur tekið, því hann er að líkindum allra íslehzkra blaðamanna ó- fundvísastur á skynsamleg rök. Á þenna hátt tekst honum ef til vill að slá ryki í augu einstaka manni og láta svo sýn- ast, sem hann standi með pálmann í höndum, þó hann hafi í raun réttri hrak- ist af leið og skrif hans séu örþrifafálm en engar rökræður. TiFþess að finna þessum orðum stað, verður að líta yfir blaðamenskuferií Bryn- leifs og benda á einstök dæmi. Dagur gerði hóflegar athugasemdir við stefnu þá, sem kom fram í íslend- ingi í skólamálinu og skipakaupamálinu. í stað þess að svara þeim athuga- semdum lýsir Brynleifur því yfir, að hann sjái ekki ástæðu til þess að troða illsakir við ritstjóra Dags. Aöferð hans sé ekki svo drengileg. Tilgangurinn auð- sær sá, að spilla fyrir íslendingi. Petta er dálítið furðuleg niðurstaða og er ekki laust við, að af henni sé stórmensku- þefur. Rað liggur víst engum nema honum í augum uppi, að svo sjálfsagt sé að vera á sama máli og hann, að illur tilgangur hljóti að vera á bak við ef svo er ekki. í sömu grein bendir hann mönnum á, að ritstjóri Dags sé vinnumaður. Mun það ekki verða skilið sem vottur þess, að hann hafi ekki vilj- að troða illsakir- Er hér þá fyrsta dæmi þess, hvernig Brynleifur hefir stungið sér og komið upp aftur annarsstaðar með þeim hætti, sem áður er lýst. »HugIeiðingar um íslandsbanka* heit- ir ritstjórnargrein í 39. tbl. íslendings. Gerist ritstjórinn þar varnarmaður Is- landsbanka og slær um sig. Hefir hann hlotið iitla frægð af því skrifi, einkum eftir að hann hefir flutt andstæða árás- argrein á bankann frá Birni O. Björns- syni og um leið þvegið hendur sínar í afsökunartón af því, að hafa varið bank- ann. Löngun, til þess að höggva nærri persónu ritstjóra Dags, mun hafa teymt hann út á þessa ófæru. Vandlæting hans er mikil yfir símskeyti sem birtist í Degi svohljóðandi: »Gengismunur kominn á íslenzka krónu gagnvart danskri krónu; hefir verið lengi í íslandsbanka í Rvík.« Petta fanst Brynleifi svo svæsin árás á bankann, að hann fór á fund útbús- stjórans hér, til þess að fá upplýsingar um þetta. Kemst eftir þá ferð að þeirri niðurstöðu, að Dagur sé með skeyti þessu að rógbera og tortryggja Islands- banka. Skeytið var órökstutt jaínt og önnur skeyti og hefir, að því er Dagur veit sannast, reynst mishermi.En Bryn- leitur sýndi ekki fram á það, á hvern hátt þetta gat verið árás á bankann. Þeg- ar talað er um gengi íslenzkrar krónu, er átt við íslenzkan gjaldeýri en ekki ís- landsbankaseðla eingöngu. Gæti það í sjálfu sér verið nokkur álitshnekkir fyrir bankann, þótt hann yrði að lúta gengis- mismun gagnvart Danmörku jafnt og öðrum löndum? Retta atriði ber vott um glöggskygni Brynleifs f peuingamál- um eigi síður en hitt, þar sem hann heldur því fram, að skrifstofufé bæjar- skrifstofunnar gangi til bæjarstjórans. Eftir að hann er með grein þessari bú- inn að gera sig hlægilegann tvíveðr- ungsmann og auglýsa grunnfærni sína í bankamálinu nær hann í niðurlaginu þeim tiígangi sínum að höggva nærri ritstjóra Dags. Hann hlakkar yfir þvi, að það »Iáti eigi eins hátt í Degi síð- ast eins Og stundum áður um fslands- banka.r Pakkar hann það því, gð einn helzti húsbóndi ritstjórans hafi lesið hon- um pistilinn, og sé gott að ritstjórinn hafi þó í þeim efnum hlýtt sér vitrari og meiri manni. Petta reyndist svo fjarri því að vera á rökum bygt, að það var blátt áfram öfugmæli. Þegar ritstj. Dags skorar á hann að benda á harðari orð í garð bankans í 1.—-18. tbl., heldur en voru í 19. tbl., sem var það tbl. er um ræddi, og heitir honum 100 kr. verðlaunum, ef hann geti á þann hátt hreinsað sig af því, að hafa farið með staðlausan þvætting, þá stingur Brynleifur sér þegar. Skýtur honum næst upp á íþróttavelli U. M. F. A. Fer að segja lesendum sínum frá þvf, að ritstj. Dags hafi þann 17. júní gefið 100 kr. í Heilsuhælissjóð Norðurlands og lýst því yfir í áheyrn mannfjöldans. Nú aetli hanri að gefa sér 100 kr. En svo sé fyrir þakkandi að Islendingur standi enn á eigin fótum og hvorki blaðið né rit- stjórinn leigutól. Þessum hundrað krón- um var honum heitið að verðlaunum en ekki gjðf, ef hann gæti staðið við orð sín, en vegna þess að Isl. var ékki leigutól, þurfti hann ekki að sanna mál sitt og gat meö rólegri samvizku etið ofan í sig ósannindin. Ritstj. Dags lét þess getið út af ummælum Brynl., að ef um þá tvo kosti eina væri að ræða, kysi hann heldur að vera þjónn sér vitr- ara og meira manns, helduren þræll stór- mensku sinnar. Á þenna öngul.beit Brynl. umsvifalaust og næst stóð í Isl. svo hljóðandi klausa: »Ritstjórinn kallar oss nú þræl í síðasta pistli sínum utn oss í Degi.« Hrakför Brynleifs í skólamálinu verð- ur honum að líkindum lengi minnis- stæð, þegar frá líður. Hann hóf sókn í því máli með mifclum rembingi, en sem þegar snerist í vörn með meiri remb- ingi. Tók hann það ráð í því máli sem annarsstaðar, að láta því meir bera á hreykni sinni, sem hann hraktist lengra af lcið í sjálfu málinu. Sóknin og síðan vörnin tókst honum svo ófimlega að enginn einasti af þeim mörgu og mætu mönnum, sem hann sagði að máli þessu væru fylgjandi, kærði sig um að láta nafns sins getið að liðsinni við hann. Hann stóð því gersamlega einn uppi, þar sem 3 norðlenzk blöð mæltu á móti. Tilgangurinn með grein þessari er sá, að ko;na viti fyrir Brynleif, et það gæti orðið honum uppeldismeðal. Skal hon- um því hispurslaust sagt, hvernig blaða- maður hann er. Af blaðinu verður ekk annað ráðið, en að yfirspent sjálfsálit hafi teymt hann út á þann ís, sem hon- um hsfir reynst svo háll, að gerast blaða- maður. Ríkasti þátturinn í blaðinu hefir verið sögulegt grúsk, enda sagði einn af borgurum þessa bæjar, að það ætti heimaji »Safni til sögu Islands* og hvergi annarsstaðar. Sem þjóðmálablað heiir það verið allra íslenzkra blaða óinerki- legast. Peim, sem þekkja ritstjórann, þykir þetta eðlilegt. Peir vita að hann er einhæfur maður og takmarkaður, áhugalaus um þjóðmál og stirfinn. Hann hefir góðar gáfur og talsverðan lærdóm í vissar áttir og ber í sér skilyrði til þess að geta orðið dugandi fræðimað- ur í sögu og ef til vill íslenaku. Af kennarahzfileikum hans fer misjafnt orð, þó varlega sé á þeim orðróm byggjandi. Pessi skapgerð hans og einhæfni hefir sem von er komið óþyrmilega niður á blaðinu. Kðllun hans með blaðamensku virðist því hafa verið sú ein, að láta mikið á sér bera. Enda hefir talsverðu af rúmi blaðsins verið varið fyrir aug- lýsingar um ritstjórann. Eitt dagblaðið í Reykjavík sagði um hann, að hann mundi hafa ainkaleyfi, til þess að vera allra íslenzkra blaðamanna drambsamast- ur, að Jóni Björnssyni ólöstuðum. . Pað er enginn vafi á því, að Bryn- leifur lítur of stórt á sjálfan sig, og að hann méð blaðamensku sinni eyðilegg- ur álit sitt. Hann ætti því að hlýta því holla ráði, að leggja kapp á að menta sig í þeim greinum, sem hann hefir svo sterka hneigð fyrir, «n koma sem minst fram á þjóðmálasviðið, fyr en honum hefir aukist víðsýni og Iipurð. Að lokum skal hér farið nokkrum orðum um sfðasta afrek Brynleifs, en það er klausa sú, sem getið var um í upphafi þessarar greinar. Rar stendur þetta: »Ef til vill þykir þeim (þ. e. Jóni og Jónasi) nefndur kennari (þ. e. Brynleif- ur) of hátt launaður, en oss grunar, að sníkjugestunum Jóni og Jónasi, er báðir eru fyrir skömmu komnir hingað að nokkru leyti í sama tilgangi, gangi er- fitt að sannfæra almenning um það, að rangláttsé að islenzkukennariGagnfræða- skólans hafi jafn-há laun og aðrir fastir kennarar við sama skóla.* Tildrög þessa síðasta ágreinings eru þau, að hann í blaði sínu fer þeim orðum um laun bæjarstjórans sem eru fyrst og fremst blekkjandi, þar sem liann gefur í skyn að skrifstofuféð gangi til bæjarstjórans, en sem er fjarri sanni og í öðru lag* verða þau ekki skilin annan veg, en

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.