Dagur - 17.11.1920, Blaðsíða 3

Dagur - 17.11.1920, Blaðsíða 3
ÐAQUR. 119 e.s. Lagarfoss er væntanlegur til Austur- og Norðurlandsins á leið til Reykjavíkur seint í þessum mánuði. Tek- ur vörur til Leith. Akureyri 17. nóvember 1920. Afgreiðslan. Landssíminn. Stúlk.i á aldrinum 17 — 22 ára, sem er vel að sér í ítltnrku, dömku, tittku, skrift og reikningi verður tekin til náms við ritsímastöðina hér. Meðan á náminu atendur fær hún 75 kr. styrk á mánuði. Eiginhandar umsóknir stílaðar til landssímastjóra, ásamt kunnáttu og heil- brigðisvottorðum sendist undirrituðum fyrir 20. þ. m. Akureyri 13. nóvember 1920. í Vjarveru ritsímastjóra Akureyrar Eggert Stefánsson. sem eftirtðlur. Jón Sveinsson bæjarstj. gerir síðan samanburð á launakjðrum sínum og Brynleifs og fær hann birtan í Degi. Þá stingur Brynleifur sér að vanda og fer að flagga joví, að hann sé íslenzkukennari og að það sé því sanngjarnt, að hann hafi jafnhá laun og hinir kennarar skólans. í samanburði Jóns var hvergi minst á það, heldur borin saman 6600 kr. laun Brynleifs fyrir 8 mánaða starf og 5500 kr. (næsta ár 7500) laun bæjar- stjórans fyrir alt árið. Um leið og hann kallar þá Jón og Jónas sníkjugesti, kall- ar hann sig sjálfan því nafni, því allir vita, að Brynleifur er hingað kominn í sama tilgangi, þeim að leita sér atvinnu. Petta hefir enginn virt honum til ámæl- is fyr en hann gerir það nú sjáffur í málceði sínu. Pað var í sjálfu sér ekki furðulegt að fleiri leituðu þar að, sem svo vænlegt var til fanga, að ekki merki- legri maður en Brynleifur gat tekið um hálft sjöunda þúsnnd fyrir um 8 mán- aða starf. Línur þessar eru skrifaðar til þess fyrst og fremst, að gera sem mest- ein- róið að viðskiftunum við Brznleif, og í öðru lagi af umhyggjusemi fyrir hon- um. Honum gæti orðið það ávinningur að einhver verður svo hreinlyndur, að segja honum hispurslausan sannleikann um það, að hann er á villigötu. Því fyr sem hann áitar sig á því, því meiri von er, að hanu taki stefnuna rétta. Er þá meiri von þess, að þjóð n eignist, þar sem hann er, þjóðnýtan mann með yfirburðum í einhverja átt. Símskeyti. Rvík. 10. nóv. Amerískir Sinnfeinar hóta að drepa þrjá Breta fyrir hvern Ira, myrtan á Irlandi, verði morðum á Sinnfeinum ekki hætt fyrir 14. þ. m. Hermálaráðherra Sinnfeina skipar að stöðva brezkan her- flutning á Irlandi, Bretar hóta að herkvía Irland. Verðlagsnefndin hefir kært Carl Höepfner hér (í Rvík.) fyr- ir oí hátt heildsöluálag. Sambandsþing Alþýðusambands- ins hefst á Föstudaginn (á morg- un). Fjárkreppan engu betri. Hætta á togara sölu úr landi. Rvík 16. nóv. Næsta ár verður kolaverðið í Cardiff 90—100 shillings smá- lestin. Lloyd George segir samkomu- lag komið á milli Frakka og Breta um hernaðarskaðabætur Ljóð- verja. Mikið um dýrðir í Bretlandi og Frakklandi vegna tveggja ára afmælis vopnahlésins. Knut Hamsun hefir fengið bók- mentaverðlaun Nobels 1920. Armeningar og Tyrkir hafa samið vopnahlé. Horthy forseti Ungverja hefir vegna almenningsálitsins orðið að láta handtaka 700 herforingja fyrir morð þeirra á friðsömum borgurum. Bolsévíkar sækja stöðugt fram en Wrangel hörfar. Búist við að hann verði að hörfa burt af Krim. Honum hafa verið boðin grið, gegn því að hann hætti öllum hernaði. 34 fulltrúar sitja sambands- þing Alþýðusambands Islands. Pósthúsið í Borgarnesi brann til kaldra kola á föstudaginn. Olíuofn valt um koll og kveikti í. Norðan og vestan pósturbrunnu mestmegnis. Um 120 þús. kr. í peningum voru í báðum póst- um. Eitthvað af peningum og og bréfum kom lítt brunnið úr eldinum. Bækur og skjöl sýsl- unnar brunnu mestmegnis. Hús og húsgögn vátrygð fyrir 30 þús. Rrísigld skonnorta með salt- farm strandaði í fyrri nótt undan Bollagörðum á Seltjarnarnesi Vél- skipið Ulfur frá Reykjavík með 50 smálestir af salti strandaði í Sandgerði sömu nótt. Fréttarít. Dags. A k u r ey r i. Rennibrauiir. Þeir, sem fara um Eyrai landsveg þeg- ar að skyggir, þurfa að vera snarmenni og gæta sérstakrar varúðar að ekki verði slys að umferð þeirra. Börnin renna sér ofan götu þessa á sleðum, og er ferð þeirra geyst. Petta er fyrst og fremst brot á lög- reglusamþyktinni (6. gr.) og til stór- óþæginda fyrir umferðina. Auk þess geta eftirlitslaus börnin farið sér að voða, steypst fram af brekkunni o. s. frv. Rað er rauualegt að börnin skulu vera réttlaus og öðrum til óþæginda að leikjum. Væri ekki einhverju kost- andi, til þess að búa betur um þá hlið uppeldis þeirra? T. d. Iryggja þeim leikvelli og rennibrekkur þar sem þau gætu verið óáreitt og leikið sér undir eftirliti fullorðinna. Nógir eru peningarnir þegar farið er í »bio« og á tombólu. Viðskiftaskrít/a. Eg fór til kaupmanns hér i bænum, og keypti af honum 25 aura virði af skornu neftóbaki. Svo fór eg með það í lyfjabúðina og lét vega. Reyndist það 3 gr. og 50 centigr. 14 gr. kosta þá krónu, Úr hvcrju pundi (500 gr.) fær kaupmaðurinn um 350 gr. skorið tó- bak. Rýrnunin er sögð svona mikil. Fyrir þessi 350 gr. fær hann þá 25 kr. Rar frá dragast innkaupsverð kr. 7,50 og söxun kri 2,00 = 9,50 þá verða eftir kr. 15,50 sem hann leggur á inn- kaupsverðið kr. 7,50 en það rerða rúmlega 200®/«. Ress skal getið, að í tóbakinu voru ekki skornir vindlastubbar eða annar óhroði og að það var góð vara. Úr öllum áttum. Tíðarfarlð. . Svo á að heita, að vetrartfð sé kom- in hér um slóðir. Síðastliðna viku hefir verið fjúk öðru hvoru en lítið frost. Rúmlega skóvarpsföl á jðrðu. Loftvog- arstaða mjög lág síðari hluta vikunnar. Veðurhæð lítil. Úti fyrir hefir verið brim mikið. í Skagafirði er enn snjó- laust, nema hrafl í fjöllum. Austur und- an hefir verið lakara. Snjór meiri og I harðviðri. Brúðhjón. Ungfrú Rórunn Kristjánsdóttir Gísla- sonar kaupm. Sauðárkróki og Bcnedikt Árnason söngvari frá Litladal, Eyjafirði voru gefin ssman í hjónaband á Sauð- árkróki þann 14. þ. m. Einkasala. Talið er að stjórnin muni leggja fyr- ir þingið 3 frumvörp um einkasölu landsjóðs á eftirgreindum vörutegund- nm: Rúgméli, meðölum og tóbaki. Bruninn í Borgarnesi. Föstudaginn kl. 5 gaus upp eldur í húsi Guðm. Björnssonar sýslumanns og Jóns Björnssonar kaupm. bróður hans í Borgarnesi. Á neðri hæð var póstaf- greiðsla og skrifstofa sýslunnar. Eldur- inn kom upp af völdurn olíuofns í næsta herbergi við póststofuna og magn- aðist svo skjótt, að fólk fékk með naum- indum forðað sér. Norðanpóstur var þar staddur og var verið að afgreiða hann, og þó varð engu af honum bjarg- að. Bækur sýslunnar og skjöl bratin því nær alveg. Skaðinn því afskaplegur Lesendur! Ef ykkur þykir blaðið þess virði, að fá það sent ykkur með hverjum pósti, þá reynist því sk.lamenn, ella segið því upp að öðrum kosti. Um nýjár verður hætt að senda það óskilvísum kaupendum. Steinolíuofn — lítið brúkaður — er til sölu í Strandgötu 1 Oddeyri. fyrir sýsluna, húseigendur og landsjóð* Talið að á annað hundrað þús. króna verðmæti hafi verið í póstinum. í fyrra- dag var búið að flytja til Reykjavíkur allmikið af brunnu drasli og var búið að töluskrá (define) nokkur þúsund í lítt brunnum seðlum. Óvíst er enn um tjón af bruna þessum. En talið að ís- landsbanki græði. Skírnir kvað eiga að minka um næstu ára- mót, og hefir próf. Guðmundur Finn- bogason sagt af sér ritstjórninni. Dýr- tíðin kreppir svo mjög að blöðum og bókaútgefendum, að við hruni má bú- ast á því sviði. Frá Danmörku. Kona myrðir 10 börn til fjár. I Politiken 4. sept. s.l. hefst frásögn um eitthvert stórkostlegasta glæpamál, sem sögur fara af. Kona ein að nafni Dagmar Overbye hafði það fyrir at- vinnu, að taka börn í fóstur. Ung barns- móðir, sem sá auglýsingu um þetta, fékk henni barn sitt til fósturs, en setti það upp, að mega vitja þess við og við. Daginn eftir að barnið, sem var

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.