Dagur - 08.01.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 08.01.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Ojalddagi fyrir 1. ágúst. AFQREIÐSLAN er hjá Jóni t>. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. lnnheimtuua annast ritstjórinn. IV. ár. Hinn 29. des. síðastliðinn andað- . ist konan mín Porgerður Septina Sigurðardóttir að heimili okkar, Kjarna í Möðru- valiasókn. Jarðarförin er ákveðin föstudag- inn 14. jan. og hefst frá heimili okkar kl. 12 á hádegi. Rósinkar Guðmundsson. yVramót. Eitt af því, sem kynslóð þessara tíma mun skorta mjög tilfinnanlega, er íhugun. Hugir manna eru bornir áfram af byltingastraum; þeir eru í uppnámi. Ægilegir atburðir ver- aldarsögunnar, skjótir og óvæntir, hafa á undanförnum árum raskað hugarróseminni. Líf mannkynsins hefir mjög líkst ægilegu hafróti, sem mylur eitilharða sjáfardranga og hamraveggi. En holskeflurnar, sem rísa um víða veröld, eru holskeflur mannshugans. Byltingarnar, sem nú láta sverfa til stáls með rótgrónum venjum og eldra skipulagi í lífi þjóðanna, eru byltingar mannlegra hugsana. Viðleitni mannkynsins um að þokast áfram hægfara á braut þroskunarinnar með þeim stefnu- miðum, sem verið hafa, virðist hafa náð hámarki sínu. Ný umhvörf velt- ast áfram yfir hinn hvíta kynþátt. Ofbeldistaug hinna fáu og ríku, sem hefir haldið dauðadæmdu skipu- lagi í skorðum, er að bresta. Styrj- öldin var. örþrifa heitarátak ofbeldis- valdsins, að bjarga sér yfir eigin öfgar. En það átak er mishepnað. Ríki hafa liðast í sundur, þjóðhöfð- ingjaroltið af stóli. Fátækt og van- máttur þeirrar menningar, sem endT aði í öfgum óg ofmetnaði, liggja nú ber og nakin og Evrópa liggur í rústum. Pegar böndin bresta af hugun- um, er ekki að furða, þó þeir ó- kyrrist. Jafnvægið fæst ekki með fljótum hætti. Úr rústum eldra hugs- unarháttar er að skapast nýr. Slfkt hefir raunar altaf átt sér stað á öll- um öldum, en sjaldan með þvílfk- um ógnum sem nú hafa dunið yfir, og aldrei að undanförnu slíku blóð- baði. Helzt verður okkur að staldra við um áramótin. Við lítum yfir liðið Akureyri, 8. janúar 1921. 1. blað. ár og spáum um það næsta. Síð- asta ár var ríkt af stórvægum at- burðum. Þá komu afleiðingar styrj- aldarinnar þyngstar niður á öllum þjóðum. Okkur hefir árið verið mis- lynt í veðráttu og árferði. Vor hið harðasta um alt land. Orasár f góðu meðallagi, nema sunnanlands. Haust- ið með þeim beztu í mannaminn- um. Að öllu samanlögðu mun árið hafa verið gott meðalár um veðr- áttu og árferði til lands og sjáfar. En í verzlun landsins hefir verið hin mesta óáran. Verðfall innlendr- ar vöru hefir farið á undan verð- falli erlendrar vöru. Peningamálum íslandsbanka hefir verið siglt í hálf- gert viðskiftaþrot. Fjáraustur Iands- manna í verzlun, til atvinnureksturs og til margskonar gróðabragða hef- ir gengið úr hófi. En afturkippur- inn í sölu innlendra afurða, hefir komið því til leiðar, að bankarnir hafa kipt að sér hendinni og sér- staklega íslandsbanki, eins og áður er sagt. Hann hefir með ráðstöfun- um sínum út í frá lamað lánstraust landsins í bili, iíklega meir en nokkr- ir aðrir aðilar í viðskiftum þjóðar- innar. Bankarnir hafa í hendi sér þanþol kaupbrasksins (spekulation- anna). Pegar þeir slá striki í reikn- inginn, brestur bandið, sem heldur mörgu hangandi. Enda hefir nú undir áramótin brytt á gjaldþrotum talsverðum. Bændur landsins hafa á árinu átt í vök að verjast. Vorið síð- asta hjó skarð í eignina og þó árið hafi að öðru leyti verið sæmi- legt ár, hefir það verið bóndanum tapár yfirleitt. Kaupgjald var með gífurlegasta móti, en verzlun afar- ill. Yfirleitt mun árið hafa verið gott veiðiár; Síldveiði með mesta móti. Aftur á móti hefir síldarsalan geng- ið afarilla. Pessi grein útvegsins, sem er afarfjárfrek, er nú í mikl- um vanda stödd og liggur við kaldakoli. Peningakreppan, sem gerði vart við sig á öndverðu árinu, ágerðist því meir, sem á leið. Snemma á árinu voru settar höml- ur á verzlun landsmanna og á þeim hert meir og meir, Vöruskortur hef- ir þó alls enginn verið, því kaup- sýslumenn voru þegar búnir að hauga afskaplegum birgðum inn í landið og festa kaup á vörum. Dýrtíðin hefir aldrei verið meiri en þetta ár, en undir áramót þyk- jast menn sjá merki þess, að hún sé að láta sig. Á árinu sáum við á bak ýmsum mætum mönnum. Má þar til néfna próf. Jón Aðils sagnfræðing, Pálma Pálsson kennara, Jón prófast á Stafa- felli og nú síðast Matthías skáld Jochumsson. Prátt fyrir mikla örðugleika get- um við kvatt árið, án gremju og sárbeitni. lllar afleiðingar styrjaldar- innar hlutu að koma niður á okkur einhverntíma og mun [mega segja, að þær hafi ekki verið vonum framar. Nokkur viðleitni hefir verið höfð um að rísa á móti, bæði af hendi hins opinbera og almenningi. Innflutningshöftin hafa verið hert, verðlagsnefnd skipuð yfir alt land- ið og nú síðast fyrirskipuð skömt- un á hveiti og sykri. Pó mönnum virðist að hið síðastnefnda sé með þeim hætti gert, að ekki muni koma að tilætluðum notum, mun þetta alt stuðla að hóflegri viðskiftum og vekja almenning til gætni. Við horfum spyrjandi augum móti nýum ársröðli. Ýmislegt skyggir á góða von. Flestir búast við mesta kreppuári í minni núlifandi manna. At- vinnuvegirnir eru lamaðir frá síðasta ári og má búast við, að þeir kosti kapps um, að standa af sér óveðrið með sem mestri gætni. Aftur á móti virðist verðfall á erlendri vöru vera í aðsigi, þótt ekki sé af góðum toga spunnið, þar sem valda fjárkreppur og allskonar misvægi, sem hljóta að leiða af sér Iðmun atvinnuveganna og framleiðslubragða, og almenna fátækt verkalýðsins. Við, sem höf- um lengi þráð verðfallið, tökum því þó fegins hendi, ef það kemur. Pað eitt getur bjargað okkur yfir grand- ann. Öll þurfum við að byrja árið með þeim ásetningi að hugsa vel ráð okkar jafnan. Oætnin er bezti leið- toginn á hættulegri leið. Við þurf- um að skoða huga okkar meir en okkur er tamt, ef við viljum forðast óhöpp og árekstra. Hver einstak- lingur héfir milli handa svo mikið af gæfu þessarar þjóðar. Á hættu- legri leið er vandfarið með fjör- eggið. Pessi hættuleið þjóðarinnar verður, ef til vill, ekki svo löng að þessu sinni. Pví meiri von er, að vel takist, ef gætilega er farið. Nýárið hefir heilsað okkur með blíðu. Pað byrjar eins og hátíðlegt loforð. Skuggaskör Gamlársins hverf- ur vestur í ómælið. Pað hefir gefið okkur margar gjafir, en tekið líka mar'gt. Með vonbrigðin og sársauk- ann að baki rísum við upp móti hækkandi sól og stígum skrefið inn yfir áramótin með fult fangið af nýjum vonum. Við viljum leggja fram góðar vonir og viðleitni. Pví göfugri sem þrá okkar er, því ör- Iátara vérður árið á góðar gjafir: Leiðin verður gegnum skin og skugga, gegnum blítt og strítt, móti morgunblæ og geislaflóði hærri vega, en gegn um skuggahverfi þungra harma. En við stígum þó sporið óhikað og viss um það, að geislar guðs sólar brotna líka í tárunum: Við þyrpumst og stympumst á greindum leiðum. En þær leiðir liggja allar að einu marki, — tak- marki fyllra skilnings og samúðar. Látum okkur skiljast, að hvert skref, sem við stígum áfram öll að sama marki, færir okkur um leið hvert nær öðru. Við verðum hvort sem er aðeins starandi börn við hinn mikla útsæ. En samúðarhandtakið hvessir sjón okkar, þegar að dag- slitum kemur> gegnum sorta dauð- ans og gerir okkur hæfari, til þess að rísa upp móti nýum röðli með eilífðarvonina í fangi. Dagur óskar öllum mönnum árs og friðar. D A G U R. Prátt fyrir mikla dýrtíð og örð- ugleika hafa aðstandendur Dags á- kveðið að halda áfram útgáfunni. Allur tilkostnaður hefir nú hækkað að nokkrum mun. Pað verður því ekki komist hjá að hækka verðið lítils háttar. Frá apríllokum til ára- móta kostaði blaðið kr. 4.50. Raun- verulegt verð þess yfir árið er þá kr. 6.75. Nú hefir verið ákveðið að hækka verðið um kr. 1.25 eða upp í 8 kr. yfir alt árið. Dagur treystir því, að kaupendur hans láti sér ekki þessa lítilfjörlegu hækkun í augum vaxa, heldur njóti hann áfram þeirra miklu vinsæla, sem hann hefir mætt hjá öllum samvinnuvinum. Hann þykist viss um það, að enginn vel- viljaður maður honum og málefn- unum, sem hann vill helga stefnu sína, mundi hika við, að styrkja hann með áskriftargjaldinu og hjálpa honum á þann hátt yfir þetta næsta og að líkindum mesta örðugleika ár, ef hann vissi hvað tiikostnaður- inn er mikill. Pegar dýrtíðin linar takið á blaðinu, mun áskriftargjaldið þegar lækka að sama skapi. Átta krónur er raunar ekki mikil fjárhæð nú á tímum. Fyrir stríðið hefði slíkt blað sem þetta kostað um 4 kr. Dagur stendur því ekki fremur en önnur blöð fremst í röð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.