Dagur - 08.01.1921, Side 2

Dagur - 08.01.1921, Side 2
2 DAGUR 1. tbl. í kapphlaupi dýrtíðarinnar. Flest verðhlutföll hafa þrí- og fjórfaldast. Hér er um það að ræða, hvort lesendurnir vilja leggja af mörkum þessar fáu krónur til stuðnings þjóð- nýtum málefnum og hvort þeir treysta Degi, til þess að verja þeim réttilega. Stefna hans verður sú sama og hefir verið. Hann vill vera mál- svari göfugrar lífsstefnu, þar sem samvinnuhugsjónin er. Hann vill styðja hóflega framsókn í þjóð- nytjamálum. Hann vill bera frétta- bréf úr einni sýslu í aðra og vera vakandi fyrir öllum heillavænlegum nýungum í þjóðlífinu. Hann vill, eins og hefir verið, Ieggja kapp á að flytja innlendar og útlendar frétt- ir og meira kapp á að birta yfirlit þess, sem er efst á baugi í heims- pólitíkinni, eftir beztu heimildum. Dagur vill flytja öðrum þræði greinar um hugræn efni, eins og hann hefir gert. Góð kvæði langar hann og til að flytja, en vill vera vandur að þeirri vöru. Hann heitir nú sem fyr á góða menn til stuðnings. Pó fjárhagslegur stuðn- ingur sé mikiis verður, er hitt þó mest um vert, að sál blaðsins standi víða fótum undir. Blaðið þarf að eiga andlega aðstandendur. Pað verður skuggsjá áhugans, fórnfýs- innar, gáfna og ritleikni, en alt þetta þarf til þess að skapa sterkt blað, stefnufast, vinsælt og þjóð- nýtt. Pað, sem á hefir skort, að Dag- ur hafi verið gott blað, verður nú reynt að bæta, eftir því sem aldur og reynsla færist yfir og með hjálp Guðs og góðra manna. Upphlaupsfundur. Óánægjualda mikil er risin hér í bænum meða! símanotenda, út af viðskiftum þeirra við landsímastjórn- ina, eins og getið er um annars- staðar í blaðinu. Siðastliðið fimtu- dagskvöld var fundur haldinn um málið í Samkomuhúsinu, og fer hér á eftir ágrip af fundargerðinni: Ár 1921, fimtud. 6. jan. var hald- inn almennur fundur símanotenda á Akureyri, út af ágreiningi, er ris- ið hefir milli þeirra og símastjórn- arinnar. Höfðu allflestir símanot- endur bæjarins tilkynt símastjórn- inni það hinn 31. f. m., að þeir segðu upp leigu á símatækjum sín- um, nema því að eins, að síma- Ieigan yrði ekki hækkuð frá því, sem verið héfir, fyrri en nýtt skifti- borð hefir verið útvegað í síma- stöðina. Hefir símastjórnin eigi enn gefið endanlegt svar um það, hvort kröfur símanotenda verði teknar til greina og er efni fundarins að taka ákvörðun um það, hvað gera skuli hér eftir í máli þessu af hálfu síma- notenda. Fundarstjóri var kosinn Rágnar Ólafsson kaupm. og hann nefndi til fundarskrifara Jakob Karlsson kaupm. Framsögu í málinu hafði Böðvar Bjarkan lögfr. Eftir alihvass- ar umræður voru samþyktar eftir- farandi tillögur, því nær í einu hljóði: 1. Fundurinn er sámmála um, að afnot símatœkja í bœnum, bœði inn- an bœjar og við aðra landshluta se'u orðin svo ófullkomin og stór- gölluð, að eigi sé við unandi. Sam- band við stöðina og aðra simanot- endur jœst einátt eigi fyrri en eftir margendurteknar hringingar og mikla fyrirhöfn. Simasambandi, eftir lokið simtal, eigi slitið fyrri en eftir ó- hœfilega langa bið og öll afnot simatœkjanna yfir höfuð svo ógreið og þreytandi, að siminn fyrir þá sök kemur eigi að fullum notum og er mönnum oft fremur til skapraun- ar en ánœgju. 2. Með því að ólag það, sem verið hefir á starfrœkslu simans he'r á Akureyri er kent þvi, að skiftiborð i stöðinni sé ónothœft, ályktar fund- urinn, að halda fast við þá ákvörð- un simanotenda, samkvœmt tilkynn- ingu til simastjórnarinnar 31. f. m. að leigja ekki simatœki i bœnum fyrir hcerri leigu, en hingað til hefir verið greidd, að minsta kosti ekki* fyrri en nýtt skifiiborð hefir verið útvegáð á simastöðina, sem sima- stjórnin á undanförnum árurn hefir marg lofað, að gert skyldi, en ekki er orðið enn. 3. Par sem samningar milli sima- stjórnar og símanotenda út af ágrein- ingi þeim, sem hér er um að rœða, hljóta að verða miklum erjiðleikum bundnir, ef allir simanotendur í bæn- um þurfa að taka þátt i þeim sjálf- ir og fullvissa sig um það, hvort skilmálum simanotenda sé fullnœgt af slmastjórninni, ályktar fundurinn að kjósa 5 manna nefnd, er fari með fult umboð allra símanotenda bœjarins í þessu máli og skuldbinda þeir sig til, að hlita öllum fyrirmœl- um nefndar þessarar og samningum þeim, er hún kann að gera við simastjörnina. 4. Á meðan þessum ágreiningi við simastjórnina er ekki lokið með samningum, er hin kjörna 5 manna nefnd undirgengst, skuldbinda síma- notendur sig til, að slita gersamlega öllu simasambandi við hús sín, svo að hvorki sé símastöðin kölluð upp þaðan né gengt kalli frá stöðinni. 5. Verði ekkert samkomulag um málið fyrst um sinn, svo að sima- leigu verði slitið til fulls um tima, skuldbinda simanotendur sig til að taka ekki simatœki á leigu á ný með þeim skilmálum, að þeir borgi það gjald, sem ákveðið er fyrir upp- setning nýrra simatœkja, nema sima- tœkin hafi verið tekin burt úr hús- inu og af húsinu og öll tœki og umbúnaður, er símasambandinu til- heyra. Að öðrum kosti borgist ekk- ert sérstakt gjald jyrir uppsetning sima, þegar leiga simatœkjanna kann að hefjast á ný. 6. Fundurinn felur áður nefndri 5 manna nefnd, að annast um, að auglýst verði í blöðum i Reykjavík, ísafirði, Siglufirði og Seyðisfirði, að simasambandi innanbœjar á Ak- * Leturbreytingin mín. Ritstj, ureyri sé slitið fyrst um sinn og af hvaða ástœðum, og sé jafnjramt skorað á þá, er telja sér nauðsyn- legt, að eiga símtal við menn hér i bœnum, að kveðja þá með símskeyti til að rnœta til símtalsins. Kostnaði við auglýsingar þessar og öðrum útgjöldum, er nefndin getur ekki komist hjá, skal jafna niður á sima- notendur. 7. Pá fór fram nefndarkosning og hlutu þessir kosningu: Ásgeir Pétursson, Böðvar Bjarkan, Pétur Pétursson, Ragnar Ólafsson, og Steinþór Guðmundsson, en til vara: Carl Schiöth, Erlingur Friðjónsson og Hallgrimur Davtðsson. 8. Ofanrituð fundargerð staðfest- ist með undirskriftum fundarmanna og sé jundargerðin siðan borin um til undirskriftar meðal þeirra síma- notenda í bœnum, sem eigi skrifa undir hana á fundinum. Síðan var fundargerðin þegar undirskrifnð af 75 simanotendum. Svo mörg eru þessi orð. Nú erum við komin á það stig menn- ingarinnar, að við getum gert skrúfu (strike) með því einfalda ráði, að þegja. Pó þurftu mörg orð að falla á þessum fundi, til þess að undir- búa og tryggja þessa máttugu þögn. Bráðabirgðarnefnd sú, sem hafði verið falið að undirbúa málið til fundarins, lagði fram tillögurnar hér að framan og sem voru sam- þyktar því nær óbreyttar. Um skeið voru þó horfur á því, að ekki mundi nást samkomulag um 2. til- löguna. Einstakir fundarmenn vildu fordæma gjaldhækkunina, án allra skilorða og töldu afgreiðslu og símatækin hér á stöðinni ekki lakari en annarsstaðar á Iandinu eða jafn- vel betri. Nefndin hélt við tillögur sínar, þar sem þær væru reistar á þeim grundvelli, sem þegar hafði verið lagður í málinu með undir- skriftarskjalinu 31; f. m. En svo ó- gæfusamlega vildi til, að skjal það var ekki á fundinum. Ágreiningurinn var þá um það, að sumir vildu mótmæla hækkun- inni og halda því fram til streitu, en nefndin vildi sækja málið á áð- urnefndum grundvelli. Þegar sem óvænlegast horfði, bar Steinþór Guðmundssou, skólastjóri gæfu til þess að miðla málum, með því að bæta fjóruin orðum inn í tillöguna. Pau orð eru auðkend með Ietur- breytingu hér að framan. Varð þá tillagan samþykt með þessum breyt- ingum ásamt öllum hinum tilögun- um. Hér skai að lokum farið fáeinum orðum um atriði, sem aldrei kom nógu skýrt fram á fundinum, þó á það væri drepið. Á fundinum komu fram tvær meginstefnur. Annars vegar var ill afgreiðsla og afnot símatækjanna gert að aðalástæðu. Hins vegar var hækkun símagjald- anna gerð að aðalástæðu. Á þessu tvennu er, ef til vill, meiri munur, en menn gera sér Ijóst í fljótu bragði. Setjum nú svo, að kvartanir um ílla afgreiðslu séu á rökum bygðar, sem ekki mun vera ástæðu- laust að ætla, þegar það er borið saman við samskonar afgreiðslu t. d. í Ameríku. Á það þá ekki að vera meginástæðan? Munu ekki flestir menn kjósa að borga hærra gjald og eiga fullri kurteisi og fyrir- greiðslu að mæta, heldur en að láta sér lynda lægra gjald, en fara hins á mis? Sé hækkun gjaldanna gerð að aðalatriði, en illræmd af- greiðsla talin viðunandi, vegna þess að hún sé ekki lakari en annar- staðar á landinu, þá er verið ívilna og halda hlífiskildi yfir vanrækslu og sleifarlagi í opinberri starfrækslu, sem vissulega á ekki að þolast. Sé litið á þetta frá þjóðfélagslegu sjón- armiði, þá á það að vera forgangs- atriði, að eignast gott og vel not- hæft símakerfi, en ekki eitthvert skrifli, sem veldur mönnum óend- anlegra skaprauna og skaða* Þess vegna verða gjöldin ekki aðalatriði í mínum augum, þó hækkun gjalda samfara óbreyttu sleifarlagi á af- greiðslunni sé óverjandi. Margt var sagt vel og þó mis- jafnlega á fundinum. Yfir honum var hálfgerður ógæfublær eins og flestum slíkum uppþots fundum. Og vel mætti háttvirt nefnd hafa það í huga, að því hærra sem vindurinn ber loftbelgi, áður en þeir springa, því meira verður fallið. ftsksfrar/æJti ,}(auks í horni'. Sfðastliðið vor Iét eg búa til „rakstrartæki" á sláttuvél, eftir fyrir- sögn Hauks Ingjaldssonar í Garðs- horni, sem hefir fundið þau upp. Er fyrirsögn þessi prentuð í XVII. árg. „Freys", 7. tbl. Rakstrartækin notaði eg síðan við engjasláttinn s. 1. sumar, og gafst mjög vel. Var sláttuvélin ekkert notuð án þeirra, svo augljós virtist mér ávinningur- inn. Sláttulandiö var mestmegnis hálf- deigjur, þurrar og votar, sumpart með keldudrögum. Einnig mýrlendi nokkurt. Ávalt hafði eg tvo menn við sláttinn. Stýrði sá hestum og vél, er á henni sat, og gat eg not- að til þess 11 ára dreng, þar sem slægjulandiö var gott. Hinn rakaði af Ijánum, og losaði úr heyskúff- unni. Gekk hægra megin við hana. Til þessa þurfti fullgildan mann, einkum þar sem venjulega þótti hentara, að fylla skúffuna vel, og hún sem oftast losuð, án þess að hestarnir stönzuðu. Með þessari til- högun get eg eigi talið, að rakstr- artækin seinkuðu slættinum að nokkr- um mun. Sjálfsagt þyngja tæki þessi ætíð lítils háttar, en eiginlega gat eg ekki séð það á hestunum, nema þegar drátturinn var í fangið og skúffan orðin full. Á sléttu landi gat eg engan mun séð á sláttugæðum vélarinnar með rakstrartækjunum eða án þeirra, en sé landið óslétt, getur wgreiðan" eigi ætíð lagað sig

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.