Dagur - 05.03.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 05.03.1921, Blaðsíða 3
10. tbL DAOUR 39 vík geta notað þenna skóla. En þeir, sem þekkja Guðmund frá Arnstapa, vita—og hann veit það Hklega , sjálfur, að efnilegir menn geta komiðxfrá fá- tækum heimilum. Fyrirkomulag skól- ans má því ekki vera neinn hirtingar- vöndur á fátæklingana. Skólinn verður þá ekki þjóðskóli, heldur ríkismanna- skóli. Þegar nefndin fer að rannsaka á- stand skólans, verður sú leið opnust og fljótförnust, að rannsaka frammi- stöðu nemenda við prófin, sfðan skipu- lagi skólans var breytt. Þó Dagur lfti svo á, að prófseinkunnir séu ein- hverjar óábyggilegustu tölur, sem til muni vera f þessum heimi, verður hann að álfta, að þetta sé réttmæt rann- sóknarleið, eða öllu heldur, hliðargata á þeirri ieið. Enn honum virðist nefnd- in hafa verið um of örugg á þessari leið. Hún kafar djúpt f ógurlegum tölum og dregur úr því djúpi álykt- anir sfnar. Hún virðist ekki afreka annað, en að taka skólann úr þeirri tvöíöldu bóndabeygju, sem hann er í og skorða hann aftur í stirðnuðu móti, sem hann var áður í. Það bólar ekki á neinum veigamiklum nýmælum, sem ættu að geta hafið skólann upp úr þvf, að verða sffelt ábyggjuefni og þrætuepli manna. Nefndin hefir leitað umsagna há- skólakennaranna um málið. Svör þeirra eru mismunandi veigamikil. Mest kveð- ur að svari próf. Guðm. Hannessonar. Það er raunar eini Ijósi bletturinn í nefndarálitinu. Hann vill fá róttækar skipulagsbreytingar, telur margt í nú- verandi skipulagi úrelt, — einskonar menjar frá liðnum tfmum. Hann vill færa skólann f meira lffvænt horf; hrffa hann úr spennitökum eldgam- allar skólastefnu. Hann vill gera kensl- una meir hagnýta, sem hafi það mark- mið að gera menn þroskaðri og fær- ari, en látá ekki ait miðast við frammi- stöðu við próf í meira og minna óhagnýtum þululærdómi. Sérstaka á- herzlu leggur hann á það, hversu mikið skorti á íélagslegan þroska stúdenta. Um það farast honum svo orð: »Stúdentar cru framúrskarandi ófélagslyndir. Stúdentafélag Rvíkur er Htið annað en félag ýmsra embættis- manna og gamalla stúdenta, hangir auk þess á horriminni. Stúdentafélag ' Háskólans hefir ætíð átt erfitt upp- dráttar og andlegt Hf þar miklu minna en skyldi. Lestrarfélag háskólans berst við dauðann. Það, sem ýmsum stú- dentum væri ailra kærast, er að geta lagt undir sig lestrarstofuna, til þess að spila og reykja. E( auðið á að vera, , að ráða bót á þessum megin- galla f fari stúdenta, þarf að leggja betri grundvöll f Mentaskólanum. Heimavistir, vel úr garði ger’ar, með lestrarstofu, söngstofu og samkomusal, ættu þar að vera. Félagslíf meðal pilta þyrfti að hvetja og styðja ((þróttafélag, söngfélag, hljóðfæraflokkur, náttur- fræðifélag, umræðufélag).« . . . »Að nokkru leyti sprettur alt þetta af (indlegn deyfð og áhugaleysi. Student- arnir miða flest við prófið, skeyta Htið um annað en það, sem einhvern- veginn má láta í þann ask, þó ýmsar séu undantekningar. Vlðtækari lestur f skóla, góðar lestrarstoíur með góðum tfmaritum, meira félagslff milli nem- enda sjálfra og milli kennara og nem- enda sýnast mér helztu ráðin, til að bæta úr þessu og mætti þó telja margt fleira.* Ennfremur vikur hann að því, hvf- Hkt áhyggjuefni það sé að verða, með hverjum hætti skólafólk á að komast af f Reykjavík f litlum, dreifðum og óhollum húsakynnum. Telur að báðir skólarnir verði að gera kröfu til þess, að bygðar verði fbúðir handa náms- fólki. Eins og áður er tekið fram, er sennilegt, að nefndin hafi ekki séð sér fært, gera ákveðnar tillögur í frum- varpinu um heimavistir f sambandi við skólann, vegna þess að ætlast mun hafa verið til, að álitið yrði lagt fyrir þing í vetur. En hér er um svo mik- ilsvert atriði að ræða, að óhæfa er, að f álitsgerð nefndarinnar komi hvergi neitt fram, sem þrýstir á þenna punkt. Það er engin ástæða, ti! þess að að hrapa að þessu máli. Hér er um þáð ræða, að koma skólanum f gott, lífrænt horf til frambúðar, en ekki að sarga með hann aftur á bak og áfram f sömu sporum. Dagur verður þvf að vera á móti þvf, að nokkurt flausturaverk sé unnið á skólanum. Hinsvegar er Dagur á sama máli og nefndin um það, að nauðsyn beri til að aðskilja alþýðumentun og lærða mentun. Hefir áður verið lýst afstöðu blaðsins til þess máls og skat ekki fjölyrt um það að sinni. Síðar verður minst á gagnfræðaskólann okkar hér nyrðra. Sigurherrann. Hann stóð þar með þyrnikórónuna, Þrár óleystar, kveðju-minninguna, Áformanna’ er ekki til hann vanst. Stóð þar nú — þar næst þú bráðum stendur — Naglaför í vinnuslitnar hendur Alls, sem ljós og lækning honum fanst. Hsnn stóð einn, við yzta myrkrið svarta, Og með síðu stungna inn að hjarta— Stungna blindni sinnar samtfðar. Hæddur fyrir hjálpræðin að skilja, Hataður fyrir góðfúsasta vilja. Lygari, að sjá hvað sannleikurinn var. Var ei raun, f vanþökk sinnar þjóðar Við að skilja? og allar vildir góðar Taka launa-lök þauf Honum sfzt! Takmark ásett, tilraun sfna að gera Týnst þó gæti hún, stærstu sælu vera Guðs og manna, vissi hann fyrir víst. Lánið mikla, Hfsins gjöf að skilja, Látið geta djásn á bezta vilja Verða að lokum þennan þyrnikrans, Gerði myrkrið sjálft að leiðar-ljósi — Lækkuð voru hvorki af þökk né hrósi Einu launin verðug verki hans. Dýpstu fró og íylling allra vona Fann hann þar, að mega hverfa svona, Jafnvel hnfga úr minni guðs og manns, Sælu líf, Bem fór um andann eldi — Eins og ljóð, sem birtist skáldi að kveldi Eftir þyngsta þreytudaginn hans. Heimskr. (17.—10. — ’20.) Si. G. Stephansson. Ritstjóri: JÓNAS PORBERGSSON~S Prentari: Oddur Björnsson P Opið bréf til hr. Björns Líndal, lögmanns. Herra lögmaður. Þér hafið í opnu bréfi til mfn í 12. tbl. ísi., lýst óánægju yðar yfir tveim- ur yfirlýsingum frá minni hálfu f sam- bandi við útdráttinn úr fyrirlestri yðar. Mig furðar raunar ekki á þessu og þykir ástæða, til þess að gera yður fyllri grein fyrir þeirri afstöðti, sem eg hefi tekið f þessu efni. Eg vonast til, að þér séuð mér sammála um það, að vitnaleiðslu-leiðin til að skera úr því, hvað þér hafið sagt og ekki sagt, sé ófær leið og á þann hátt munum við ekki komast að viðunanlegri nið- urstöðu. Eftirtekt og minni manna er misjafnlega gott og þar sem á milli bæri, eruð þér ekki óvilhallur dómari fremur en eg. Penni þess manns, sem þér völduð ti! að skrifa eftir yður, ætti að vera óvilhallasti dómarinn. Mér er ókunnugt um, hversu mikið hann hefir skrifað (E. J. Reynis), en þar sem þér nefnið yðar skrifara f sambandi við mfna, finst mér að eg geti ekki boðið betur, en að láta það skera úr f málinu. Eg skoða yður ekki sem persónulegan óvin minn, enda þótt mjög skerist nú odda með okkur í stjórnmálum. Eg vil því vin- samlegast bjóða yður heira á heimili mitt, hvenær sem hentugleikar yðar leyfa, til þess að gera samanburð á staðfestum útdrætti hr. E. J. Reynis og útdrætti mínum og gögnum þeim, sem eg hefi f höndum. Skal þá sam- stundis leiðrétt það, sem ranghermt kann að vera. Eg nefni hr. E. J. Reynis, vegna þess að hann var sá eini maður, sem sat við skrifaraborð- ið og skrifaði, svo séð yrði. Um hitt atriðið er það að segja, að Degi hefði orðið það gersamlegt ofur- efli, að taka á móti andsvörum yðar, án þess að blaðið yrði stækkað f því skyni. Við erum báðir langorðir mcnn, svo annar hvor okkar varð að vfkja. Eg vona, að þér Iáið mér það ekki, að eg læt sjálfan mig sitja íyrir. Auk þess finst mér fara bezt á því, þar sem svo gffurlega mikið ber á milli, að hvor sæki úr sínu vfgi. Yðar einl. Jóncts Porbergsson. Símskeyti Reykjavík 4. marz. Sydon landshöfðingi myndar ráðuneyti í Svíþjóð. — Norð- menn taka 50 miljóna ríkislán innanlands með 6>/2o/o vöxtum. Petta eru hæstu vextir af norsk- um ríkislánum. — Grikkjakon- ungur hygst að sigraTyrki inn- an priggja mánaða og fá Smyrija. — Bretastjórn neitar að hegna hermönnum, sem fremja rán á írlandi. — Frakkar ráðgera að setja setulið í Suður-Þýzkalandi, til þess að fá greiða götu til Póllands.— Finnar fá ekkert lán f Ameríku. — Danskir alvinnu- rekendur útiloka 40 þús. múr- ara í marzbyrjun. Allir togarar Reykjavíkur hætta veiðum 2—3 vikur. Útgerðar- menn biðja Alfiingi um hjálp með útvegun á rekstursfé hjá er- lendum lánardrotnum. Vilja lækka kaup um priðjung og afnema innflutningshöftin. Útlitið fyrir sjávarútveginn sunnanlands hef- ir aldrei verið ískyggilegra en nú. Fréttaritari Dags, Rvfk. Pingfréttir. Bankamálanefnd neðri deildar: Eirfk- ur Ein., Jakob Möller, Jón Auðunn, Þorst. Jónsson, Pétur Þórðarson. Sama nefnd í efri deild: Björn Kr., Sig. Kvar- an, Halldór Steinsson. Sig. Eggerz, Einar Árnason. í efri deild hefir þessi nefnd einnig viðskiftamálin til meðferð- ar. Ágizkanir hafa heyrst, um að við- skiftanefnd mundi verða látin hætta störfum, en Landsverzlun mundi halda áfram f líku sniði. Tóbakseinkasala muní ná fram að ganga. Kornvöru einkasölumálinu muni verða vísað til sýslunefndar. Ennfremur að vantrausts- yfirlýsing mundi vera á leiðinni, að stjórnin mundi máske segja af sér, og að ef til vill verði ómögulegt að mynda stjórn og þá verði þingrof og nýjar kosningar. En alt eru þetta flugufregnir og ágizkanir, sem bezt er að trúa ekki eins og nýu neti. Aðrar fréttir: Landsverzlunit) skuidaði rfkissjóð árið 1918 9,1 milljónir kr., árið 1919 var skuld þessi komin niður f 6 mill- jónir, 1920 niður í 2,7 milljónir. Halli á koluro 1,5 milljón, sem tekin er með kolatolli smátt og smátt. Varasjóður Landsverzlunar er 2 milljónir. Arður af rekstrinum s. 1. ár lli milljón. Nú kemur nýtt kolatap til sögunnar, sem óvfst er hvernig verður bætt. Tíðarfariö hefir nú snúist til harð- neskju. Þriðjudaginn gerði norðan snúning. Birti upp á miðvikud., en rauk upp með norðan stórhríð á. fimtu- daginn. Síðan bjartara en haraveður og nokkurt frost. Taugave'lHi gengur í Húsavík í Þingeyjarsýslu. Nú liggja 5 eða 6. Einn maður hefir dáið, Hallgr. ísaks- son, sem áður var getið. Veikin er þó ekki mjög svæsin. Brynja, ddttir Sig. Ein. Hlfðar, dýralæknis kom heim fyrir nokkru síðan þaðan að austan og lagð- ist í veikinni, en er nú úr allri hættu. Molar. Eigingirni eða flónsKa heitir grein sem birtist f 11. tbl. ísl. Vegna þess að grein þessi er að meslu leyti upp- tugga eftir herra Birni Líndal, órök- studdar dylgjur og getsakir i garð S. í. S. verður henni ekki svarað sérstak- lega, en svarið til hr. B. L,, sem birt- ist hér f blaðinu, látið nægja. Hr. B. Ii. sendir ritstj. Dags opið bréf f 15. tbl. ísl. í upphafinu farast honum svo orð, að ritstj. Dags hafi ekki tekist að skýra nokkurn veginn* * Leturbr. mfn, Ritstj. /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.