Dagur - 12.03.1921, Síða 3

Dagur - 12.03.1921, Síða 3
11. tbl. DAGUR 43 arlaust 50 — 60 þús. kr., sem eru eftirstöðvar af gjaldi fyrir aukaseðla, samkv. reiknings- skekkju, sem Jón Dúason fann í fyrra. — Bandalag kvenna hef- ir haldið tvær skemtanir vegna Berklaveikrahælis Norðurlands. — Nýkeyptu togarnir margir mjög tæpt staddir efnalega; liggja aðgerðalausir. Útgerðar- menn heimta innflutningshöft afnumin, veltufé frá bönkunum og helzt ríkisábyrgð á erlendu láni. Þingið hefir engu svarað enn.—Fjárhagsnefnd neðri deild- ar flylur frumvarp Bjarkans um fasteignabanka. 11. marz. Korneinkasalan afgreidd til sýslunefnda í dag með rökstuddri dagskrá. ‘Bjarní Jónsson Jlytur í neðri deild vantrausfs- yjirlýsingu til stjórnarinnar. Fréttaritari Dags. Sterling kom í gærkveldi. Með skipinu voru allmlirgir farþegar, þar á meðal Jón Sveinsson, bæjarstjóri með frú, frú Unnur Bjarklind frá Húsa- vtk o. fl. Skipið fer aftur ( dag. Opið bréf til hr. Björns Líndal, lögmanns. Herra lögmaður. Út af opnu bréfi yðar til m(n í 13. tölublaði ísl. vil eg leyía mér að taka þetta fram. Yður hefir auðsæilega svið- ið greypilega undan högginu a( yðar eigin svipu, þegar henni var stefnt á yður sjálfan. Eg var neyddur til að beita þessu ómannúðlega vopni gegn yður, til þess að koma yður ( skilning um, hvað þér eruð sjálfir að gera, þegar þér að órannsökuðu og ( órök- studdu máli berið Hallgr. Kristinssyni og öðrum foringjum samvinnumanna á brýn, að stefna þeirra ( þjóðmálum sé komin fram móti betri vitund og i eigin hagsmunaskyni. Þessi grimmilegi árekstur okkar gæti, ef rétt er á haldið, orðið til þess að gera ýmsum ljósara en áður, að byggilegt muni vera, að fara gætilegar, en þér fóruð ( fyrir- lestri yðar. Smátt og smátt ættu þá umræðurnar að geta snúist að þeim miklu málum, sem hér eru ( baksýn, þar sem okkur ber á ýmsum stöðum mjög á milli. Eg vil enníremur taka það fram, að eg er ekki undir neinu húsbönda valdi sem ritstjóri Dsgs. Eg hefi al- gerlega frjálsar hendur, meðan stefna mín brýtur ekki bág við samvinnu- stefnuna. Eg er frjáls, vegna þess að md/efnið er mitt um leið og það er mál- efni þúsunda manna um alt land. Pess vegna þarf þv( ekki að sýna mér hiíf- semi. Mig er að sækja til sektar og ábirgðar, þar sem þess þykir við þurfa. Boði yðar um að þér skuluð fara í mál við mig ef eg vilji, vil eg hafna. Vegna þess íyrst, að mig langar ekki eins mikið, til þess að standa í ill- deilum við yður eins þér virðist halda, eftir þessu boði að dæma. í öðru lagi vegna þess, að það mundi ekki leiða til neinnar niðurstöðu 1 málum þeim, sem hér eru til umræðu. En sýnist yður að fara þá leið, mun eg taka því með jafnaðargeði, eins og eg tek persónlegum aðköstum yðar í áður nefndu opnu bréfi. Yðar einlægur Jónas Porbergsson. Um kjötverkun og kjötvöndun eftir J. J. Gauta. m. Enginn mun neita því, að slátur- húsa hrefingin, sé þýðiugarmesta og stærsta breytingin er sne.rtir okkar búnaðarhætti síðan um aldamót. —En það hygg eg, að mörgum, sem ættu að bera skyn á þá hluti, finnist fremur fátt um þá framför, sem með þeim hefur enn unnist, á verkun og útflutn- ingi saltkjöts, — álíti að hún sé eigi svo gagngerð sem skyldi, og standi því enn til bóta. — Aðalmunurinn sé fólginn ( ytra frágangi, meira hreinlæti, flokkun kjötsins etc — Með söltun kjötsins áður var eigi fylgt föstum reglum, sennil. hefur hún verið nokkru meiri en nú, en pæklunin er sú sama og var bæði að styrk'.eika og máli,— kjötmagnið í hverri tunnu hið sama og áður.—Ennfremur er eins og áður var skift um þennan sterka pækil seinni part vetrar ef 'íjötið á að geymast til sumars. — Má þá eigi búast við, að minnsta kosti það rýra af kjötinu, muni lfkjast töluvert þv( sem var í gamla daga, þegar geymslan er orðin eins löng og þá var tíðastf — Til þess, að hægt væri að segja, að breytingin væri gagnger, þurfti að fara saman, til muna breyttari aðferðirí minni söltun og greiðari sala — Það sem gjörir verul. breytingu frá hinni gömlu aðferð enn nauðsynlegri er það, að útfluningskjötið hefur breyat á mjög stuttum tíma.—Áður, og fram yfir aldamót síðustu, var það að mestu kjöt af eldra fé og veturg. sem út var flutt, töiuvert af því fremur feitt, og af algeldu fé. — Þar átti þessi sterka pækilsöltun við, ef hún á það nokkurstaðar. — Nú er eins og áður sagt aðallega flutt út lambakjöt, — mikill hluti þess er af lömbum, með S —14 kílo skrokkþyngd. — Að þetta lambakjöt sé ekki’ vel hæfilegt til missiris geymslu eða meira, í sterkum saltpækli, þarf ekki að segja þeim, sem um lengri tíma hafa saltað kjöt til heimanotkunar. — Sama má segja um mylkærkjötið, sem út er flutt.— Eins og kunnugt er, vaknaði hér í Þingeyjarsýslu, og sennil. vfðar á land- inu, — veruleg umbótaviðleitni, til að breyta algjörlega saltkjötsverkuninni og útflutningnum, — nokkru áður en Sláturhúsin risu upp.—Rétt eftir 1890 sendi Kaupfél. Þingeyjinga fyrst út saltkjöt frá Svalbarðseyri, og árin næstu þar á eftir frá Húsavik.— K-.tta var aðeins tilraun og í smáum stíl, því kaupfélagið sendi þá út flest fé sitt lifandi, og mörg ár þar á eftir. — En þess minnist eg vel — af þvf eg hafði töluverð afskifti af þessum mál- um —að það sem fyrir mönnum vakti, var gagngjörð breyting á hinni gömlu aðferð: — i) að senda út aðeins jafnt og gott ket, af algeldu fé. 2) að salta kjötið allmikið minna, og yfirgefa að mestu eða öllu pækilsöltunina, þetta er að byggja sem mest á okkar heimasölt- unar-aðferð, eins og hún var bezt framkvæmd. — Aðeins höggið á ket- inu nokkuð stærra, en þá var títt á heimaketi.—í hverja tunnu var pressað svo mikið niður sem komst, og lítill sem enginn pækdl, sem þurfti að bæta á kjötið. — Þessar tilraunir vöktu að v(su ekki mikla athygli. Var það hvort- tveggja, að það vantaði hús og önnur tæki til að framkvæma þetta, og þá þekkingu og verklægni, sem mtð slátur- húsunum hefur unnist á þessu sviði. — Ennfremur voru engir fil að útbreiða þetta kjöt á erlendum markaði.—Hin- um gömlu kjötkaupmönnum fanst fátt um þessa nýbreytni. — Það voru því eigi kaupsýslumenn, er tóku þetta að sér—Enda vantaði nú sláturhúsin, til að koma henni á framfæri, á mark- aðinum. — En engu að síður líkaði kjötið vel, og seldist eitthvað hærra en aímennt útfl. kjöt. — Man eg ekki til að á þessum útflutningi reyndist nein þau vandkvæði, sem málið hefði þurft að stranda á. — Þingfréttir. Vantraustsyfirlýsing sögð á næstu grösum. Þriggja daga rimma hefir staðið í þinginu út af .fyrirspurn um landhelgisgæzluna.Leiddi ekki til neinn- ar niðurstöðu. — Nefndin ( Efrideild, sem (jallar um kornvöru einkasölu frumvarp’ð leggur til að málinu sé vísað til sýslunefnda. — Gert ráð fyrir að álit milliþinganefndarinnar í berkla- veikismálinu verði afgreitt með rök- studdri dagskrá. — Frumvarp til laga um samvinnufélög lagt fyrir Efrideild. Fiutningsmenn Sigurjón, Eínar Árna- son og Hjörtur Snorrason. — Frum- varp til laga um fasteignabanka iagt fyrir Neðrideild. Fjárveiting til Akur- eyrar spftalans á erfitt uppdráttar. Gert ráð fyrir 20 þús. á fjáraukalögum. Molar. Ný sfjarna er runnin upp á vonleys- ishimininn yfir herbúðum andstæðing- anna og lætur Ijós sitt skína á blað- síður íslendings. Stjarna þessi, sem merkir sig B K , virðist hafa fullmikið álit á birtu sinni, og Htil von um, að vistin þar breyti því áliti, því að jafn- vel auðvirðilegt mýrarljÓ3 getur fengið um sig háa hugmynd ( þv( kolsvarta hugsanamyrkri. Þegar um hægist, verður B. K dreg- inn fyrir dómstól heilbrigðrar skynsemi. Ritstjóri; JÓNAS ÞORBERGSSON~S K Prentari: OPDUR BjÖRNSSON ^ Aðalfund heldur Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands þriðjudaginn 22. marz, kl. 8 síðdegis, í Samkomuhúsi Akureyrarkaupstaöar. Dagskrá samkvæmt félagslögunum. Stjórnin. Dagur vill, lesendanna vegna, hlíf- ast við að fylla blaðið af deilugreinum. Hann mun þvf meðan á viðureigninni við hr. B. L. stendur, svara litlu eða engu aðköstum úr öðrum áttum. Enda óþarft að svara mestu af því, vegna þess, að nafnlausu höfundarnir eru nú svo »imponeraðir« af hr. B. L., að þeir geta ekki annað en staglast á því sama og hann. Þessi draugadans nafnlausra skúmaskotsmanna verkar ekki hið minsta á skapsmuni blaðsins. Tekjur Og gjöld rfkssjóð árið 1920 var hvort um sig áætlað um 5 milljónir kr. en fór hvorutveggja langt fram úr áætlun, eða varð um 15—16 millj. hvort um sig. Reikningum ríkissjóð var ekki lokað þegar fjármálaráðherr- ann gaf skýrslu s(na. Öll kurl ekki komin til grafar. Búist við V2 mill- jónar kr. tapi á árinu. Tíðarfari hefir nú brugðið til hins lakara. Nokkurt snjóföl komið en væg frost. Enn þá nægar sauðjarðir. Bréfkafli úr Fljótsdal. 24. jan. 1921. — — — Hvað tíðarfarið snertir á sfðast liðnu ári, getum við Fljótsdæiir tæplega kvartað til muna. Vor batinn kom að v(su seint en þó komust lang- flestir af með hey; mjög fáir gáfu skepnum sínum mat. Nokkrir Jökul- dælir ráku hingað ( dalirni full 600 fjár á Þorra sem komið var hér fram. Þar féll miklu ver. Eins var hér á Út Héraði, þó held eg, að mjög fáir hafi orðið fyrir tjóni á skepnum sínum svo verulegu næmi. En margir gáfu þar mat og hafa því orðið fyrir kostn- aði af þeim sökum, sem er alt af tilfinnanlegur og ekki sízt nú. Sumarið var heldur gott. Kuldakast kom þó seinni hluta júní, sem kipti til muna úr grasvexti. Töðufengur var þó v(st víðast í meðallagi hér ( daln- um. Enn engjar voru með lélegra móti, svo að yfirleitt varð heyfengur hér með minsta móti. Nýung sæmileg; þó ekki sem bezt. Annarsstaðar en hér f Fljótsdal varð heyskapur fremur góður hér á Fljóts- dalshéraði. Haustið var einmunagott; veturinn góður, það sem af er, Kartöfluuppskera góð. Rófnaspretta í betra lagi, þar sem þær voru ræktaðar, en það er fremur óvíða. Með fádæmum má telja það, að kartöflur voru að spretta fram á jóla- föstu. Krakkar á Valþjófsstað settu niður nokkrar kartöflur ( gamlar bæjar- rústir. í haust, þegar tekið var upp

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.