Dagur - 07.05.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 07.05.1921, Blaðsíða 3
19; tbl. DAGUR 7§ góðir. Annar varð mjög íakyggilega veikur, svaí og rnókaði næringarlftiil og með sótthita f rúmar 3 vikur. (Um inflúenzufaraldrið hef eg skrif- að grein f nóvemberhefti Læknablaðs- ins 1920.) (Framh.) Símskeyti. Reykjavik 6. maí. Bandaríkin hafa nú lýst yfir að pau væru í fullum friði við öll hin fyrri óvinalönd sín. Þar á meðal Rússland. — Bretar segja að Pjóðverjum verði gefinn viku fresíur í skaðabótamálinu; hafi þeir pá ekki svarað á full- nægjandi hátt, verði mikilsverð námuhéruð hersett að tilhlutun Frakka. Skaðabótanefnd Banda- manna krefst að Þjóðverjar greiði 270 milljarða gullmarka á 30 árum. Simuns utanríkisráðherra Þjóðverja beiðist lausnar, en forsetinn er mótfallinn burtför hans með f>ví að pingið hafi fallist á tillögur hans. Heimilisiðnaðarsýningin verð- ur opnuð 27. júní. Búnaðarsýn- ingin um sama Ieyti. Alt ber hvað upp á annað, aðalfundur Búnaðarfélagsins, Eimskipafél. Is- Iands, Samb. Isl. Samvinnufél. og U. M. F. Islands. Búist við geisimikilli aðsókn . til Rvíkur, með pví að konungurinn kemur um sama leyti. — Þingið samp. samvinnufrumv. 30. apríl. 5 á móti. 3 Rvíkur pingm. Einar Porgilsson og Porl. á Háeyri. Fréttaritari Dags. Akureyri. Ranghermi. Steingr. læknir hefir beðið blaðið að geta þess að íslen- dingur (f gær) fari með rangbermi, þar sem hann segir að barn konu þeirrar úr Siglufirði, sem gerður var á keisaraskurður, >muni hafa dáið.c Barnið er þvert á móti við beztu heilsu. Enníremur er það ranghermi, eftir þvf, semjjteingr. segir, aðKristmund- ur Gufjónsson, sem þar er nefndur, hafi gcrt keisaraskurð. Skurðurinn var ekki keisaraskurður, heldur nárabeins- skurðcr, og Kristmundur gerði ekki skurðinn, heldur Ólafur læknir Gunn- arsson á Hvammstanga. Er lfklegt, að ísl. telji rétt, að leið- rétta þetta næst. ísl. 25. tbl. sleikir hjartanlega út- um yfir villu sem slæddist inn í afð- asta Dag. Hluti af málsgrein féil óvart burt. Þesskonar krás er við hæfi brodda-smásáferinnar. Uppboð. Fimtudjginn 20. þ. m., verður haldið opinbert uppboð á Ytra-Hóli í Qlæsibæjarhreppi og þar selt, ef viðunandi boð fást: 1—2 kýr (önnur snemmbær, hin síðbær), nokkrar ær og ýmiskonar búshlutir, svo sem: Taðvél, reipi, stór pottur og margt fleira. Uppboðið byrjar kl. 12 á hádegi, og verða skilmálar birtir á uppboðsstaðnum. Ytra-Hóli 6. maí 1921. Gunnar Jóhannsson. Að loknu ofanrituðu uppboðí verður á sama stað haldið uppboð á eftirlátnum eigum Kristjáns Þorvaldssonar frá Syðri-Bægisá og par selt prjú hross, ein ær, reiðtýgi, byssa og ýmiskonar fatnaður. Skilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Hreppstjóri Glæsibæjarhrepps 6. maí 1921. Benedikt Guðjónsson. Til veiða eru þessi skip nýfarin eða á förum héðan: Anna, Höepfners verzlun Sœunn, verzlun Snorra Jónssonar Snorri, verzlun Snorra Jónssonar Aldan, Guðmundur Pétursson Robert, Ásgeir Pétursson Vonin, Bjarni Einarsson Hektor, Ásgeir Pétursson Vikingur, Anton Jónsson. Er talið að þetta sé um þriðjungur af flotanum. Önnur skip standa uppi f fjöru þessa vertfð. Kjör háseta mun lakari en áður hefir verið og eru þeir ófúsir að ráða sig. Þeir eru ráðnir upp á hálfan hlut, en fæða sig sjálfir, leggja sér til veiðarfæri gegn io\r. styrk á mánuði, leggja til hálía olíu til reksturs skipsins og kaupa salt í afla sinn. Á einu skipinu, Hektor, eru kjörin þau, að skip fær fjórðung aflans en hásetar hitt, enda gera skipið út að öllu leyti og taka einhvern þátt f ábyrgðargjaldi þess. UmferðarveiH'l gengur hér í bæn- um og þykir leiður kvilli. Kalla sumir það blóðkreppusótt. >Um að gera að svelta sig og vera óspar á laxeroIfu,< segir Steingrfmur. I n»sta blaði kcmur áframhald af greiuinni um verkamál. Hlífar-sKemtunin um síðustu heigi var talin illa sótt. Ritstjórinn gat ekki verið þar viðstaddur og er því ókunn- ugt um, hvernig skemtun þessi fór fram. Sumarfagnaður Ungmennaféiags- ins á Uppstigningardag var sömuleiðis illa sóttur. Var það mjög leitt vegna heilsuhælismálsins. En mönnum er vorkunn eftir það sem á heflr gengið í vetur hér í Samkomuhúsinu. Öllu má olbjóða. Skemtun þessi fór vel fram sem áður. Áskell Snorrason las upp kafla úr Pétri Gaut og þótti gera það mjög vel. Hár aldur iS apríl s. 1, andaðist hér í bænum háöldruð kona Sigríður Ásbjarnardóttir. Hún var íædd á Hrafn- hóli í Skagafirði 15. júní 1S22 Skorti því eitt ár og tæpa tvo mánuði f 100 ára aldur. Or öllum áttum. Þingfréttir. Tóbakseinkasalan orðin að lögum. Frumv samþ. f Nd. með á orðnum breytingum Ed, þar sem vínið var numið burt úr frumv. -Þetta marðist f gegn með eins atkvæðis mun. Lðg um samvinnufétög samþykt með miklu íylgi. Aðeins 5 á móti f Nd. Fjárlögin eru til 2 umr. í Ed. í dag. Búist við að fjáraukalög fari fyrir sameinað þing. Einar Árnason gat hækkað styrkinn til sjúkrahússins á Akureyri aftur upp f 20 þús. og hefir von um að það standi. Bankamálin í miklu öngþveiti. Verður ekkert með vissu sagt um það, hvernig þvf máli reiðir af. Búnaöarsýningilj. Henni hefir, að sögn, verið flýtt og hefst hún mánu- daginn 27. júnf, f stað 5. júlf, sem áður var getið. Talið að margir af mestu áhugamönnum þjóðarinnar flytji þar erindi um ýma efni, sem snerta búnað. Fara þær umræður fram á almennum búnaðarfundi, sem haldinn verður f sambandi við sýninguna. Þeir, sem þurfa að tryggja sér húsnæði í Reykjavík um sýningartímann ættu að gera það sem fyrst. Tíðarfariö. Seinustu dagana í aprfl var svo heitt að undrum sætti. Hitinn steig upp f 17 gr. ( íorsælu. Kulda- kast gerði aftur um miðja þessa viku, en þó vona menn, að nú sé skamt til albata tfðar. Afii óvanalega mikill hefir verið hér á Eyjafirði síðari hluta vetrar. Enn er dreginn málsfiskur hér inni á Polli. Þó er talið að nú sé heldur að draga af aflanum. Yfirlýsing- Út af kviksögu, 3em sagt er að gengið hafi hér í Eyjafirði og höfð eftir kaupfélagsstjóra Ingólfi Bjarnarsyni, Fjósatungu, um að hr. Björn Lfndal á Svalbarði hafi reynst kaupfélaginu þar mjög óbilgjarn f viðskiítum, hefir hr. Ingólfur Bjarnar- son beðið blaðið að geta þess, að saga þessi sé á engum rökum bygð, og að bann hafi aldrei sagt neitt ann- að um þessi viðskifti en það, sem satt sé, að hann, Björn Líndal, hafi jafnan reynst félaginu hinn sanngjarnasti og viðvika bezti f öllum viðskiftum. Blaðinu er Ijúft að hnekkja þess- ltonar kviksögum, af hvaða toga sem þær kunna að vera spunnar. Fóðursíldin Sagt er að mjög mikið af henni liggi nú óselt og fáist fyrir 15 kr. strokkurinn. Nú er ástæða fyrir bændur að hugleiða, hvort ekki muni hyggilegt að kaupa hana til næsta árs. Sfldin talin geymast vel, ef tunnurnar eru þaktar niður yfir sumarið. Óvíst að mikil fóðursfld verði á boðstólum næsta vetur, þvf síidveiði verður sennilega takmörkuð ( sumar. Alveg vfst að hún verður dýrari næsta vetur, því sú sfld sem nú er til, verður seld f bræðslu eða tunnurnar á annan hátt losaðar. Raunar ætti það að vera búhnykkur að drýgja hey sfn með ódýrum fóðurbæti, þó nóg séu hey, meðan jafndýrt er að afla þeirra, sem raun er á. 2STÓ9, samstœö herbergi eru ti! leigu handa einhleyp- um frá 14. maí í miðbænum. Vísað á í prentsmiðju Odds Björns- sonar. öaumanámsskeið fyrir ungiingsstúlkur á aldrinum 9— 13 ára hefi eg ákveðiö að hafa frá 24. maí til 5. júli næstkomandi. — Þær, sem taka vilja þátt í náms- skeiðinu, tali við mig sem fyrst. Akureyri 5. maí 1921. Anna Magnúsdóttir. Llerbergi handa einhleypum manni * t er til leigu frá 14. maí nk. R.v. á. Jón A Guðmundsson, ostagerð- armaður, fór suður með Gultfossi síð- ast, til að utjdirbúa væntanlega osta- gerð í Þingeýjarsýslu. Kaupfélag Þing- eyinga hefir heitið fyrirtækinu nokkr- um fjárstyrk og aðstoð. Útdráttur úr þinggerð fjórðungsþings U. M. F. Norðlendingafjórðungs. Ár 1921, Iaugardaginn og sunnu- daginn 9. og 10. apríl var fjórð- ungsþing U. M. F. Norðlendinga- fjórðungs haldið á Akureyri. í eftirgreindum málum voru gerð- ar þessar samþyktir helztar. 1. Skógrœktarmál. 1) Að fjórðungsstjórn sé falið, að útvega vel hæfan mann, til þess að ferðast á milli félaga Norðlendinga- fjórðungs og Ifta eftir og leiðbeina um gróðrarreiti, sem félögin hafa eða kunna að vilja koma upp, svo og gefa upplýsingar um annað það, er að skógrækt lýtur. Ennfremur telur þingið æskilegt að eftirlitsmaðurinn flytti fræðandi fyrirlestra um skóg- ræktarmál þar sem þvf verður við komið. Fjórðungsstjórn og stjórnir hinna einstöku félaga komi sér saman um, hvenær eftirlitið fari fram á hverjum stað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.