Dagur


Dagur - 14.05.1921, Qupperneq 3

Dagur - 14.05.1921, Qupperneq 3
20í tbl. DftOUR þar síðastliðin 5 ár. Vegna leiðinda íór hann burt af spitalanum í óleyfi spítalalæknisins. Hefir mér ekki enn tekist að fá hann suður aftur með góðu, hvað sem verða kann. Sullavéiki verður sjaldgæfari. Að- eins i sjúkling haíði eg til meðferð- ar á árinu. Skýrslur um hundaiækningar hef eg aðeins meðtekið úr Glæsibæjar- hreppi og Hrafnagilshreppi, en eg geri ráð fyrir að í hinum hreppunum muni þó hundalækning hafa farið fram. í þessum tveimur hreppum voru 67 hundar hreinsaðir og komu bandorm- ar úr 15 þeirra. Senniiega hafa þó flestir bandormarnir verið ósaknæmir mönnum eins og venja er til, enda sá saknæmi sullaveikisormur svo lftill að ófróðum yfirsést. Hundalækningamennirnir geta þess f skýrstum sínum að flestir hundarnir hafi verið ómerktir og er það gagn- stætt því sem lögin fyrirsfcipa. Enn- fremur geta þeir um marga hunda sem ekki hafi verið komið með til lækninganna. Þeir hafa lfklega verið iöglega forfallaðir? Krabbamein varð 14 sjúklingum að bana. Er það óvenjulega mikið og svo að sjá sem þessum meinum sé að fjölga að minsta kosti á tfmabili. ' Botnlangabðlga er enn býsna al- geng, 24 botnlangaskurði gjörði eg þetta ár. 8 sjúklingar voru úr öðrum héruðum. í eitt skifti gjörði eg skurð á stúlku á bæ fram í Eyjafirði. Var hún svo illa haldin að eg trcysti henni ekki til flutnings en mátti ekki fresta skurðinum stundinni lengur. Hún dó þrátt fyrir aðgjörðina. Slysfarir, sem vér læknar höfðum til meðferðar voru þessar: 1 iiðhlaup f kjálkalið. 3 m.enn hlutu rifbrot. 2 — — fótleggsbrot. 3 — — framhandleggsbrot. 1 maður hlaut viðbeinsbrot. 1 — — brot á handarbaksbein- um. 1 — — — - öklabeini. Maður datt ofan af heyi og marðist töluvert. Barn datt ofan f pott með sjóð- andi vatni og brendist töluvert um bak og lendar. Kona rak sig upp undir bita f búri og hjó sundur höfuðleðrið. Var það mikið sár. Jónas Rafnar saumaði sam- an. í júnímánuði var eg sóttur norður í Aðalreykjadal til manns er hafði feng- ið slæma byltu út úr bifreið. Lá hann meðvitundarlítill, mállaus cg máttlaus öðru megin vegna blóðrásar inn að heilanum. Með hjáip héraðslæknanna í Húsavíkur- og Reykdælahéraði tókst mér að bjarga honum með þvf að opna höfuðskelina og gjöra við meiðsl- ið. Um þetta hef eg ritað nánar f febrúarblaði Læknablaðsins 1921. Kpnur í barnsnauð. 22 sinnum var okkar læknanna leitað til sængur- kvenna, en oftast var það fremur til að deyfa sársauka en að veruleg hætta væri á ferðum. 4 sinnum þurfti tangartak. I sinni vendingu. l kona dó úr barnsfararsótt. Qll börnin komu lifandi, en eitt dó skömmu eftir fæðingu. Hér á Akureyri er yfirsetukonu- umdæmið laust, en yfirsetukona Glæsi- bæjarhrepps gegnir því fyrst um sinn ásamt sínu. Þareð bæði umdæmin eru fjölbyggð hefir þetta oft reynst ófullnægj- andi, en úr þvf hefir bætst í bráðina við að yfirsetukonan Jakobína Björns- dóttir, sem áður var á Húsavfk hefir setst að hér'í bænum. Yfirsetukonur telja f skýrslum sfn- um (nokkrar ókomnar enn), að af 131 börnum er þær tóku móti hafi 125 fæðst í hvirfilstöðu, tvö í framhöfuð- stöðu eitt í fótastöðu og þrjú f sitjandastöðu. Og þær geta þess, að öll börnin að undanteknum 14 hafi verið lögð á brjóst. Þetta mætti nú gott heita ef ekki væru fleiri fráfærna- lömbin. En að svo muni vera vaknar grunur um, við að Iesa skýrslu yfir- setukonunnar f Arnarneshreppi, sem ein af öllum yfirsetukonum héraðsins hefir fylgst með börnum umdæmis sfns alt árið; hún getur þess að af 15 brjóstbörnum hafi 5 verið vanin af strax eftir 3—4 fyrstu mánuðina og gefinn peli. Margt kvenfólk er tregt á að trúa okkur læknunum um hollustu sinnar eigin mjólkur. Það heldur kúamjólkina fullgóða handa krökkunum, jafnvel kostmeiri og kröftugri og skellir við skolleyrum þó við fullyrðum að móð- urbrjóstið verji smælingjana oftast nær gegn hættulegum meltingarkvill- um, beinkröm, krömpum og margs- konar veiklun. En reynslan er sann- leikur. Aonars er mér kunnugt, að allar yfirsetukonur héraðsins gjöra sér far um að innræta sængurkonum þessar heilbrigðisreglur. Bólusetningarskýrslur. Bólusetning fór fram aðeins f Öngulstaðahrepp og Öxnadalshrepp og hef eg því að- eins fengið skýrslur úr þeim tveimur hreppum. 43 börn voru bólusett og kom út bólan á 16 börnum. — Ann- arsstaðar fórst bólusetning fyrir vegna vöntunar á 4>óluefni. Haíði eg ítrekað beiðni um það en ekki fengið. Niðurl. Bardagi við rotturnar stendur yfir hér í bænum um þessar mundir og stýrir dýralæknir Sig. Ein. Hlfðar hernaðinum. Rottueitur kom nýlega frá útlöndum sem kostaði 4500 kr. Er það nokkru meira en bærinn er talinn þarfnast. En lfklegt er að Glérárþorpið þurfi að eyða rottunum eigi sfður en Akureyrarbær, enda er það nauðsynlegt, svo hreinsunin hér verði meira en til bráðabirgða. Hveiti- brauð er skorið í mola og vætt í eitrinu og molunum sfðan dreift um allan bæ. Þessi aðferð hefir gefist vel þar sem henni hefir verið er beitt og er nauðsynjaverk, því rotturnar valda óþrifnaði, húsaskemdum og margs- konar skaða. f Ritstjóri: JÓNAS Í>ORBERGSSOn"S k Prentari: OdPUR BjÖRNSSON . r* 79 Samur við sig. »Ö1I skepnan stynur,og hefir fæðingarhríðir.« Þessi orð Ritningarinnar duttu mér f hug, þegar íslendingur 22. tbl., birti athugasemdir sínar við yfirlýsingar bankastjórnar Landsbankans og við- skiftanefndarinnar. Tildrög þessara at- hugasemda eru söguleg. Eins og kunn- ugt er, hafa þeir formaður og fram- kvæmdarstjóri S. í. S. birt í öllum blöðum landsins áðurnefndar yfirlýsing- ar, með tilhlýðilegum formála. Nú þótti þeim hæfa, að hafa formálann til íal. með öðrum hætti, en til annara blaða landsins, vegna þess að hann hefir ver- ið óhiutvandastur og lagst ailra blaða lægst í því, að gera fjárhagsástæður samvinnufélaganna tortryggilegar. Mun slfk blaðamenska vera, þvf betur, eins dæmi, að reynt sé á allar lundir, að lama Iánstraust mikils hluta þjóðarinn- ar á alvarlegum tímum. En betra er tæpasl að vænta af sumum aðstand- endum þessa óvirðulega málgagns. Formálinn til ísl. var svo hljóðandi: »TiI þess í eitt skifti fyrir öll að hnekkja atvinnuspillandi dylgjum um fjárhag Sambands ísl. Samvinnufélaga og ásökunum í garð framkvæmdastjóra þess við störf hans í viðskiftanefnd- inni, sem bæði Iéynt og Ijóst hefir verið reynt að breiða út meðal al- mennings, utan lands og innan, und- anfarandi mánuði, og blað yðar hefir einnig tekið þátt f, þá krefjumst vér þess, samkvæmt prentfrelsislögunum, að þér, herra ritstjóri, takið upp í fyrsta eða annað blað yðar, sem kem- ur út eftir að þér meðtakið þessa kröfu vora, eftir greindar yfirlýsingar*. Einn af stjórnarnefndarmönnum Sam- bandsins, hr. Sig. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri, fór svo með skjalið til ritstj. ísl., sem lofaði strax hátfðlega að birta það. En aðstandendum blaðs- ins mun hafa þótt skömm að þvf, að láta kúgast á þenna hátt og kusu því fremur, að láta ritstjórann svíkja gefið loforð. Yfirlýsingarnar voru svo birtar formálalausar. Þeir, sem kunna að vera svo illa staddir, að hafa ekki veitt sér annan blaðakost en ísl., hafa ekki vitað, að hvers tilstuðlun yfirlýsingarn- voru birtar í blaðinu. En í 22. tbl., bætir blaðið úr skák. P& eyðir það (alsverðu máli i það, að gagnrýna og móimœla formálanum, sem það hefir aldrei birt! Svo fer blaðið að gagnrýna sjálfat yfirlýsingarnar. Kemst að þeirri niður- stöðu, að í yfirlýsingu bankastjórnar- innar felist ckki annað en það, að hagur Sambandsins sé svipaður ástand- inu eða »bágborinn« — góður hjá öðru verra, eða betri en hjá þeim, sem nú eru að gefa sig upp. Sömu- leiðis er það gefið í skyn, að í yfirl. standi ekkert um skifti Samb. við aðra »Creditora«, t. d. Landsverzlun, An- delsbankann o. fl. Með því eru höfð að engu þau ummæli bankastj., að hún hefði athugað reikninga Sam- bandsins og byggir á þeirri athugun vottorð um, að hagur þess sé góður. íslendingur tvístígur svo yfir þessu. Býður auðsæilega við að éta ofan í sig, það sem þeir hr. B. L. og »eigin- gjarna flónið* o. fl. hafa spúð f blað- ið. En þó verður að lokum úr, að það segist trúa því og vita, að S. í. S. sé í alla staði »so!id«. t einum stað segist ísl. ekki minn- ast þess, að hafa heyrt nokkuð f þá átt nokkursstaðar, að Sambandið væri »ósolid«. En 20. tbl, hans flytur í grein eftir Björn Líndal, meðal ann- ars þau ummæli, að heill og heiður meginhluta fslenzkrar alþýðu, velti nú orðið á því, að kaupfélögunum verði forðað frá siðferðislegri og. fjárhags- legri glötun. Það fer mjög á milli mála, hvort er meiri skömm, ritstjóranum, að Ijá nafn sitt á þetta blað eða blaðinu að bera nafn hans. Hitt fer ekki milli mála, að íslendingur er, sem stendur, íslenzkri blaðamensku til stórskammar. Akureyri. Hvanneyrarsveinar komu hingað til bæjarins á miðvikudagsmorgun 9 saman og voru gangandi alla leið. 5 af þessum 9 voru úr Þingeyjarsýslu en 4 úr Eyjafirði. Alls voru þeir 17 í hóp, þegar þeir lögðu af stað frá Hvanneyri. Hvanneyringar létu vel yfir sinni vist. Fæðið á Hvanneyri kostaði s. 1. vetur rúmar 2 kr. fyrir manninn á dag. Sundþróin. Vinna er' hafin við sundþróna. í fyrra var bygð þverstífla í gilið og byrjun á hliðarveggjum. Nú er gert ráð fyrir að byggja hliðar- veggina f sumar að miklu leyti. Næsta ár verður svo lokið við þá og botninn steinlagður. Verður þróin þá góð og sómasamleg fyrir bæinn. Ungmenna- félagið vinnur þessa dagana kappsam- lega f eftirvinnu að því að grafa fyrir veggjunum. Það hefir og í vetur flutt að grjót og steypuefni. Svala, stórt seglskip með hjálpar- vél kom hingað f vikunni. Það kom frá Spáni með salt hingað á norður- hafnirnar, Skip þetta er hið vandað- asta og eiga sinn þriðjung hvert S. í. S., Kaupfél. Borgfirðinga og Hluta- félagið Völundur f Rvfk. Þegar skipið fór í suðurferð sfðast liðinn vetur hrepti það afskaplegt óveður, sem stóð f tólf sólarhringa og var mjög hætt komið, enda misti 2. stýrimann útbyrðis. Nauðsynlegustu aðgerð fékk skipið þá strax í Englandi. Nú fer það héðan til Khafnar til álits og aðgeiða. Talsvert bar á því að vfn væri f skipinu. Var einn hásetinn sektaður um 50 kr. fyrir drykkjulæti. Skipstjórinn var og sektaður um 200 kr. fyrir að fara með 2—3 flöskur f land sér og öðrum til glaðningar. Oft hafa bæjarbúar haft meiri ástæðu til að kvarta undan slælegri framgöngu iögreglunnar f þesskonar málum. Mönn- pm þykja sektirnar lágar. Þeim þykir sem fyrir vfnaustur úr skipum mundi taka ef skarið væri tekið af f nokkur skifti og menn sektaðir svo sem lög mæla frekast fyrir. En það er hvorttveggja að almenningur kann Iftið til þess að

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.