Dagur - 11.06.1921, Síða 1

Dagur - 11.06.1921, Síða 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. Akureyri, 11. júní 1921. Um verkamál.. Úrræöi. I. Þó þessum síðasta kafla þessarar greinar sé gefið þetta nafn, verður þess tæplega að vænta, að á nokk- uð nýtt verði bent, sem hefir ekki áður komið til áiita og umræðu. Pví hefir verið haldið fram hér aö framan, að þjóðin þurfi að taka verkamálin öðrum tökum, en hing- að til hefir verið gert, svo gert verði fyrir fólksstrauminn heima fyrir í sveitunum og þeim, sem í kaup- stöðum búa, trygð atvinna miklu meiri en nú gerist. í kaupstööunum er verkalýðurinn sjálfkjörinn, til þess að hafa for- göngu í þesskonar framkvæmdum. Verkalýðurinn verður að skilja af- stöðu sína til atvinnuveganna með öQrum hætti, en hann gerir nú. Hann verður að líta á sjálfan sig sem einn framkvæmda og fram- leiðslu aðila þessarar þjóðar, en ekki sem hálfgerðan andstæðing þeirra, sem atvinnu reka, sem sé sífelt misrétti beittur. Honum verður að skiljast, aö hans eigin lífskröfur og þarfir mega ekki einar ráöa kröfum hans á hendur atvinnuvegunum, heidur jafnframt viðgangur atvinnu- veganna. Yfirspentar kröfur geta orð- ið til niðmbrots atvinnuvegunum. En það er það sama og spilla þeim vegi og brjóta þá brú, sem verka- lýöurinn þarf að ganga, eins og nú horfir. En um fram alt þarf verka- lýðnum að skiljast, að það sem mest steudur honum fyrir þrifum er ekki móíþrói og harðdrœgni atvinnurekenda, heldur skortur á vinnu. Hann verður því með eigin framtaki, atorku og góðri samheldni að brjóta sér braut til farsældar. Hann verður að taka sér á herðar meiri ábyrgð og eiga árangur starfs sins undir sjálfum sér, þar sem slikur árangur verður í beinu hlutfalli við atorkuna. Eins og nú horfir, er ekki annað sýnilegt, en til vaxandi atvinnustríðs stefni milli útgerðarmanna og sjó- manna. Hlutfallið milli þess, sem útgeröin ber úr býtum og hins sem verkafólkinu ber, veiður sífelt deilu- efni. Jafnvel þó hlutaráðning eigi sér stað, fær hver einstaklingur ekki sinn rétta hlut, meðan sala afurðanna er í höndum spekúlanta, auk þess sem hún veröur á þann hátt jafnan meira og minna ótrygg og atvinnu- vegurinn þá um Ieið. Að því hlýtur því að stefna, að sjávarútvegurinn færist smátt og smátt yfir á hendur sjómannanna sjálfra og verkafólks- ins. Þá á verkalýðurinn hlut sinn undir sjálfum sér, þar sem atorka, samheldni, hyggilegar og drengi- Iegar framkvæmdir ráða óskertum hlut. I sambandi við þenna atvinnuveg gæti stórmikil aukin atvinna á vetr- um átt sér stað. £>að er hraparlegt, aö hér á Akureyri skuli fjöldi sjó- manna ganga auðum höndum, svo að segja, yfir marga vetrarmánuði og jafnframt sé alt, sem að veiði- brögðum lýtur, svo sem kaðlar, færi, net og þessháttar flutt inn í Iandið unnið og við ærnu verði. fslendingar þurfa að læra að búa sér sjálfir í hendur við hverskonar dagleg störf. Járnsmíði og trésmíði gæti stór- um aukist frá því sem nú er. Inn í landið er flutt ógrynni af járnvöru, jafnvel einföldustu búsáhöldum, sem hver lagtækur maður gæti smfðað. Tóvinna I mörgum myndum þarf að aukast eigi síður í kaupstöðum en í sveitum. Fyrir samvinnufélög- um bænda liggur stórkostlegt verk- efni, þar sem er ullariðnaður og skinnaverkun. Áhugi fyrir því máli er nú að vakna, Verkun og sútun skinna virðist liggja næst, þvf þeim umbótum mætti líklega koma í framkvæmd með tiltölulega litlum kostnaði og væri upplögð vetrar- vinna fyrir fólk. Því máli var hreyft á aöalfúndi K. E. s. 1. vetur og mun sömuleiðis vera á dagskrá S. í. S. Svo virðist sem verkalýðssamtðk- in orki litlu um að auka framtak manna og viðleitni að bjarga sér. Samtökin gera vafalaust meira að því, að ala menn upp í þeim skiln- ingi að lífsþarfirnar einar eigi að ráða kaupinu, og að þaö sem verka- lýðnum kemur saman um, að hann verði að krefjast, til að geta lifaö, eigi atvinnurekendurnir að borga umtölulaust. Annað sé óréttlæti og áníðsla á verkafólkinu. Svo geturtil hagað, þegar vel lætur, að þetta sé rétt, en það verður ekki rétt á litið undantekningarlaust. Hagur verka- lýðsins er kominn undir þjóðar- hagnum, eins og sýnir sig áþreifan- lega nú í ár. Þess vegna hvílir þung ábyrgö á leiðtogum þessa fólks. Þeim er óhætt að forðast allar æs- ingaprédikanir á þessum tímum, þó þeim beri að halda hlut sínum. Af- skifti þeirra mega ekki verða til þess að einangra verkalýðinn enn meir, gera hann að hóp æstra og og óbilgjarnra manna, sem standi álengdar ábyrgðarlausir og hafi á iofti einhliða kröfur. Það var áður tekið fram, að verka- lýðurinn eigi kröfurétt á hendur þjóðinni, um að honum sé á ein- hvern hátt bættur aðstöðubresturinn. Hann þarf að fá fé, til þess að koma á fót atvinnnrekstri, ekki styrktarfé né gjafir, þess þarf hann ekki, heldur lánsfé. Atvinnufyrirtæk-' in þurfa að vera rekin á samvinnu- grundvelli. Þaö eitt byggir út allri tortrygni gegn atvinnurekendum og kallar jafnframt til að hefjast handa alla atorku manna og trúmensku. Slíkum umbótum verður ekki komið í kring í einni svipan. En aðalávinningurinn, sem gæti orðið af alhliða umræöum um þessi mál, er sá, að stefnumiðin breytist. Þjóð- in þarf að skilja, að hún safnar glóðum elds að höfði sér, með því aö ala hér upp ósjalfbjarga og æst- an öreigalýð. Verkalýðurinn þarf að skilja, að hann er borinn til æðri köllunar, en að vera annan sprett- inn einskonar handbendi, hinn sprettinn háifgerður kúgari annara manna í landinu. Hann er borinn til þess að vera sjálfstœður hluttaki í heil- brigðu atvinnulífi þjóðarinnar með tullum réttindum, til að njóta sins hlutar og jafnframt með fuUri ábyrgð. Það er kvartað mikið um atvinnu- leysi hér í vor. Því tekur ekki Verkamannafélagið landsspildu á erföafestu í landi kaupstaðarins til ræktunar? Margar hendur gætu að því starfað þá tíma, sem litla eða enga atvinnu er að hafa. Á vorin berast hér á land miklar birgðir af smásíld og loðnu, sem er ágætt til áburðar. Handtök manna mundu borga sig fljótlega, þó þau geri það ekki strax og í þesskonar tiltektum sæist bjarmi af nýjum skilningi og nýrri viðleitni til bjargráða. Fiski- skipin sum sitja uppi í hrói. Hafa verkamenn ekki getað fengið skipin til útgerðar á eigin ábyrgð, eða þora þeir ekki að gera þau út, skipin, sem þeir átelja útgerðarmenn fyrir, að vilja ekki gera út með þeim skil- málum, sem verkamönnum þykja aðgengilegir? II. Sú hlið þessa máls, sem að land- búnaðinum horfir, er margþætt og erfið viðfangs. Ýmsir góðir menn hafa talsvert um þaö rætt og ritað. Hallgr. Þorbergsson hefir í ritgerð sinni: »Aukið landnám", sem birtist í Andvara fyrir nokkrum árum, bent á þann sannleika, að fólksfjölgun í sveitum er að öllu leyti háð þeim AFOREIÐSLAN er hjá Jóni b. t>ór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. | 24. blað. skilyrðum, sem eru fyrir hendi. Skil- yrðunum þarf að breyta og bæta aðstööuna fyrir fólkið, að fjölga býlum á hvern hátt sem það þykir tiltækilegast. Með stofnun fasteigna- bankans slær vonarbjarma yfir þann þjóðarvanda sem viðreisn og þrif landbúnaðarins er. En túnin stækka lítið, sveitirnar og heiðalöndin byggjast ekki í líkingu við það, sem orðið gæti, nema líka komi til breyttur hugsunarháttur og, ef til vill, breytt skipulag á yfirráðum jarða. Einu mun þjóðinni vera óhætt að trúa, en það er, að nú þegar er límabært að afnema með lögum það höfuðhneyksli úr íslenzkri löggjöf, sem þjóðjarðasalan er. Væntanlega verður tækifæri til þess að taka þessa hlið málsins til nánari athugunar síðar hér í blað- inu og skal því ekki fjðlyrt um hana að sinni. III. Þegar úrlausnir vandamála eru fyrir höndum, er ekki á öðru meiri þörf, en að taka vel til greina skap- gerð manna og hugarstefnur þær, sem eru efstar á baugi. Slík sjálfs- þekking þarf að liggja til grund- vallar, þegar ráðið er til lykta mál- um almennings. Hver sú skipun mála, sem er í ósamræmi við ríkj- andi hugarstefnur á fyrir höndum baráttu og niðurbrot. Hversu sem óskir og hugsjónir manna eru háar; hversu sem þær virðast nálægar og sjálfsagðar til að ráða, verður þó manneðlið sá gunnmúr, sem á verður að byggja á hverjum tíma. Mann- eðlið er seigsterkasta íhaldsaflið i heim- inum. Það tekur engum byltingum, en fylgir lögum hægfara þróunar. Úrlausn verkamálanna lýtur þess- utn lögum. Þrjár stefnur eru uppi í Iandinu eins og víðar í heiminum: Trúin á framtak einstaklinga með auð í höndum (kapitalisma), trúin á samvinnuna og trúin á jafnaðar- menskuna. Þessar stefnur leitast allar við að sveigja málin hver inn á sína leið. Þegar um þær er að velja til úrlausnar á verkamálunum, verður að Ieggja á hverja fyrir sig mæli- kvarða þjóðareðlisins og hugarfar- sins, sem rís af rótum hvers manns instu þrár. Sú stefnan, sem grípur inn í eðli manna og hugarfar almenn- ast er líklegust, til að bera farsæld- ina í skauti sér, um leið og hún leiðir menn fram á vegum eðlilegrar þróunar. Auðvaldsstefnan er elzt. Jafnframt því sem hún hefir brotið efni og orku undir sín yfirráð, á hún að

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.