Dagur - 02.07.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 02.07.1921, Blaðsíða 2
102 DAQUR 26. tbl. Dalvíkurlæknirinn. I 33. tbl. íslendings, 24. f. m., gæðir hann lesendum blaðsins á ná- lega 5 dálka grein um sfðasta aðal- fund Kaupfél. Eyfirðinga, sem Sigurjón var svo frægur að vera fulltrúi á, í fyrsta og að lfkindum sfðasta sinn. Ætlar lækninum að vérða nokkuð skrafdrjúgt um þann fund. í þessari langloku sinni skýrir iæknirinn meðal annars frá því, að hann hafi vítt »til- raunir varaformanns til að bæla niður með harðneskju allar raddir, sem ekki létu f ljósi eintómt lof og þakkargerð til stjórnar og framkvæmdarstjóra.« Það þarf ekki skarpskygni til þess að sjá það, að þessi ummæli læknisim eru ekkert annað en eintóm Sigurjóns- ósannindi. Þau bera það svo greini- lega með sér. Það gefur að skilja, að megnið af þeim umræðum, er fram fara á kaupfélagsfundum, eru hvorki lofræður eða lastmæli um stjórn og framkvæmdarstjóra, heldur umræður um félagsmál, sem fyrir liggja. Sam- kvæmt þessum ummælum Sigurjóns hefði eg því aem varaformaður orðið að standa síopinn, til þess að reyna að varna fulltrúunum máls, af því að ræður þeirra voru ekki eintómt lof og þakkargerð til stjórnar og fram- kvæmdarstjóra. Og hver trúir því, að eg hefði verið endurkosinn með miklu atkvæðamagni f stjórnina, eftir slfka íramkomu, sem Sigurjón lýsirf Hann getur að lfkindum ekki gert aðra grein fyrir því en þá, að meiri hluti fulltrúanna séu rolur og heybrækur, sem láti bjóða sér alt. En þorir hann að segja það um þáí Eg býst við, að Sigurjón átti sig á þvf, að honum hefir tekist klaufalega að skrökva í þetta sinn. En það broslegasta f grein læknis- ins er þetta, að hann gerir sig sjálfan að siðameistara á umræddum fundi og vítir mig fyrir framkomuna. Þarna tókst Sigurjóni upp. Þetta er svo smellin fyndni hjá honum, að það lætur nærri að eg virði hann fyrir hana. Sigurjón læknir orðinn siða- meistari með tyftunarsvipu f hendi — hann Sigurjón I Það hefði setið vel á honum, manninum þeim, sem réðist með ósvffinni frekju á félagið og fund- inn og þverbraut alviðurkendar fundar- reglur hvað eftir annað. Neiti Sigurjón þessu, má minna hann á ofanfgjöfina, er hann fékk hjá Stefáni á Varðgjá. Steíán hafði fengið orðið, en í miðri ræðu hans fór Sigurjón að halda ræðu leyfislaust, gerði þá Stefán sig reiðan og skipaði honum að þegja, því að hann vildi hafa frið að tala út. Má segja Sigur- jóni það til verðugs heiðurs, að f það skifti hlýddi hann og þagnaði, en þó mun hann hafa tekið sér það nærri að verða að fáta f minni pokann, þvf eg tók eftir því, að blóðið hljóp allmikið út í kinnar snáðanum. Tel eg vafalaust, að Sigurjón muni mjög vel eftir þessu. Er það, sem nú er sagt, lítið sýnishorn af framkomu hans á kaupfélagsfundinum og verður það Gitllnól með grænum U 1111 ö 1 steini töpuð. Finnandi vinsamlega beðinn að skila í prentsmiðjn Odds Björnssonar. látið nægja. Er mér engin launung á því, að mig íurðaði á því umburðar- lyndi, eg vil segja ástæðulausa mein- Ieysi fundarstjóra, að setja ekki ofaní við Sigurjóri á fundinum. Ingimar Eydal. Símskeyti. Reykjavík, 30. júní. Sá hluti brezkra kolanámu- manna, er samþykti tillögur stjórnarinnar, hóf vinnu. Verk- faílinu lokið. Kínverjar biðja Harding forseta að hlutast til um yfirgang Jap- ana í Kína. Miklar viðsjár með Bandaríkjamönnum og Japönum. Japanir vilja treysta samband sitt við Breta. Bandaríkjamenn andstæðir pví sambandi; vilja fá hlutleysisyfirlýsingu Breta, ef til stríðs dragi í Kyrrahafi. Pjóðasambandsráðið hefirsam- pykt, að Álandseyjar skuli til- heyra Finnlandi, en vera hlut- lausar í ófriði. Sænska stjórnin mótmælir. Horfurnar með samninga við Spán, út af fisktolli, ískyggileg- ar. Meira gætir forvitni en fagn- aðar almennings við konungs- móttökuna. Konungshjónin vinna almenningshylli í framkomu. Drotningin klæðist í látlausan búning, en skipstjórafrúr og kaupmanna hlaða á sig skrauti. Fagnaður á Pingvöllum tókst ágætlega. Veður ákjósanlegt. Konungur hrifinn af glímunni. Sæmdi Guðm. Kr. Guðmunds- son heiðursbikar fyrir fegurðar- glímu. Hermann Jónasson hlaut medalíu að kappglímuverðlaun- um. Frá Pingvöllum ferðast konungur til Geysis og Gull- foss. Eimskipafélag íslands gefur 10 pús. krónur til Heilsuhælis Norðurlands. Úthlutaður arður 10%. Sýningarnar pykja merkilegar. Hagur Sís glæsilegri en fulltrú- ar bjuggust við. Almennánægja yfir frammistöðu framkvæmdar- stjóra og stjórnar* Afskaplegur mannfjöldi í Rvík pessa daga. Sterlingsferð frestað til priðju- dags, vegua funda og sýninga. Húnvetningar! Greiðið áskriftargjöld yðar fyrir Dag til kaupfélagsstj. Péturs Theódórs, Blönduósi. Kolbeinn ungi og raflýsingarmálið. Samhliða »Micui íslands*, útg. iS. þ. m., flytur blaðið »Dagur« tveggja dálka grein eftir einhvern mælsku kappann, sem berst fyrir »raflýsing- armáli< bæjarins, en leynir almenning hver hann er. Greinarhöf. hvetur bæjarbúa til að gæta varhuga við þeim mönnum, sem andmæla þvf að byrjað sé nú þegar að byggja rafstöð við neðsta Glerár- fossinn. Þá, er ekki vilja það, kallar hann »mannrolur« og »hjassa« og þá, sem ráðist á málið, eigi að »svelta innr.n grjótveggja*, eins og »föður- landssvikara«. Leitt þykir höf. mjög, að blaðið »íslendingur« hefir við og við birt athugasemdir við ályktanir raforku- nefndarinnar, einkum að blaðið hafi flutt greinarkorn eftir mig, sem hafi fullyrt að nefnd raforkustöð, þó bygð, gæti ekki gefið hér í bænum meir en 250 hestöfl rafmagns, ekki 300 h.öfl, hvað þá 450 h.öfl til jafnaðar á vetr- um, e* sé áætluð af verkfræðingum bæjarins að kosta, til að byrja með, 370,000 kr., en þegar fullger, 420 þúsund krónur. Það segir höf. að sé »ósannindi og blekkingar*, sem styðj- ist við »bandvitlausa útreikninga*. Sem betur fer, er blaðið íslending- ur í margra bæjarbúa höndum, svo að þeir, sem vilja, geta séð, hvað eg hefi ritað þar um rafveitu bæjarins, t. d. greinarkornið »Sfðasta snjallræð- ið«' 8. þ. m. og »Opið bréf« 13. f. m.; einnig geta þeir, Sem vilja, kynt sér álitsgerð þeirra Bille & Wijkmark, sem er birt í 6. hefti Fylkis. í nefndri álitsgerð má lesa (sbr. 18 og 19 bls. 6. heíti Fylkis) eftirfylgjandi orð: »Aflið, sem fæst úr vatninu: E( raunveruleg aflgjöf vatnshjólanna er 75°/o af afli vatnsins, en svo mikið mun að minsta kosti fást af því, þá geíur aflstöðin það afl, sem hér segir: = 10x3X15= 450 túrbínu hest- öfl«. Við mælum með að jafna þessari aflframleiðslu niður á þrjár vélasam- stæður, sem hver hefir 150 hestöfl og verði aðeins tvær þeirra settar upp í fyrstu, en hin þriðja komi við tæki- færi sfðar.« Lesendur sjá að það er aðeins 300 túrbfnu hestöfl, sem gert er ráð fyrir að stöðin framleiði til að byrja með, en því fer fjarri að öil vatns- hjóla-orkan komi að notum sem raf- magn. Þeir B. & W. gera ráð fyrir (sjá 20. og 21. bls. Fylkis) »að 8% tapist við aflbreytinguna í rafmagn, 2% í leiðslur og að 6% tapist við spennubreytinguna, einnig í lágspennu- leiðslunum verður nokkurt afltap . . ., 10%«. Það er alls um 25%. Af 300 túrbínu hestöflum koma þvf aðeins 75/ioo X 300 = 225 hestöfl að notum, sem rafmagn hér í bænum. Ekki einu sinni 250 hestöfl. En 225 hestöfl nægja ekki öilum bæjarbúum, nema til Ijósa og lftillega til iðju, hvorki vetur né sumar. Og þó atöðin geti gefið hér, bænum 250 h.öfl raf- magns til afnota, þá nægir hún samt ekki til matsuðu handá meir en 300 manns, ef svo mikið sem 50 hestöfl raímagns eru notuð til iðju, en 100 hestöfl til ijósa. — Þeir B. & W. gera ráð fyrir að 90 kw. (d: 120 h.öfl) séu notuð til lýsingar, þegar stöðin er fullger. Fyrir svona iitla stöð er áætlað að bærinn borgi 370 þúsund krónur dansk- ar (sbr. álitsgerð þeirra B. & W.), en það er 1500—1600 kr. á hvert hest- afl rafmagns, eru þó leiðslur inn í hús ekki reiknaðar með, en þær mundu með pcrum og mælum kosta um 40 kr. á hverja peru. Og þó stöðin verði fullger og geti, á meðan vöxtur er í ánni, vor og sumar, gefið 450 túrbfnu hestöfl, þá gefur hún ekki hér í bænum nema 340 hestöfl rafmagns til afnota. Sé svo mikið sem 40 hestöfl af því notað til iðju, þá nægir afgangurinn, 300 h.öfl. rafmagns, ekki til matsuðu handa meir en 900 manns, ef allir elda f senn. Þetta afl getur stöðin þvíaðeins gefið, að áin flytji ekki minna en 3m3 á sekúndu. En svo mikið flytur hún ekki til jafn- aðar yfir sumar missirið, ef »vanalegt« (meðal) rensli hennar er aðeins i,6m3 á sek. um alt árið, en i,im3 á sek. á vetrum, eins og þeir B. & W. gera ráð fyrir (sjá álitsgerð þeirra). Sam- kvæmt því ætti meðal rensli árinnar á sumrum að vera 2.2 m3 á sek. Svoria lítil rafstöð á, samkvæmt áætlun, að kosta 370 til 400 þús. krónur! Á þessa leið hefi eg ritað um raf- veitu bæjarins f greinum, sem höf. harmar að hafí komið á prent. Enn- fremur hefi eg getið þeís til, að 1200 h afla rafstöð, er notaði Glerá stfflaða hjá Tröllhyl, mundi ekki þurfa að kosta meir en 600,000 til 3U million króna. Öil raíorkutæki til hennar hefðu ekki kostað sl. vetur meir en 40 000 dollara. fob. New York. Séu þessir útreikningar mtnir rangir, þá sanni Kolbeinn ungi það. En séu þeir réttir, þá sýni hann það drenglyndi, að játa opinberlega í blaðinu Dagur, að hann sjálfur hafi farið með ósann- indi og blekkingar. Að öðrum kosti mun hann álftast minni maður fyrir að bera rangar sakargiftir á aðra og leyna þá, er hann ásakar og eins al- menning, sfnu rétta nafni. Sfðasta málsgreinin f 2ja dálka greininni, er f fullu samræmi við orð, er hr. J. S. bæjarstjóri sagði við mig á skrifstofu sinni, Mánudaginn 12. þ. m. kl. 2 — 3 í tveggja manna viður- vist — en ólíklegt þykir mér að hann hafi ritað greinina. — Er því óskandi að almenningur fái að vita, áður langt líður, hver þessi »Kolbeinn ungi« er. Akureyri, 25. júní 1921. Frímann B. Arngrímsson. Akureyri. Norskur fimleikaflokkur kom með Sirius á laugardaginn var. Voru fimleika- mennirnir 14 að tölu að meðtöldum fimleikastjóranum, Sverre Grönner lauti- nant, og þar að auk foringi fararinnar, Nielsen stórkaupmaður. Ungmenna- félagar gengust fyrir því að Aust- mönnum þessum vár fagnað með

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.