Dagur - 30.07.1921, Blaðsíða 4

Dagur - 30.07.1921, Blaðsíða 4
120 ÐAQUR 30/ítbl. Þarf ekki um það að fjölyrða, að þetta er samvinna eða öllu heldur samhjálp f vátryggingar sniði. Þeir, sem á móti kynnu að berjast þvf, að þetta gengi fram, yrðu tæplega aðrir en þeir, sem teldu sitt félag örugt fyrir þesakonar áföllum, en væru hins- vegár of eigingjarnir, til þess að unna félögum sfnum f næstu sýslu hjálp- arinnar. Fyrir það er girt í frumvatpi nefndar- innar, sem og þarf að vera, að þetta geti dregið úr varkárni og vöruvöndun. Hjálpin nær aðeins til nokkurs hluta af skaðanum. Hún er eins og samúðar- handtak þegar f raunir rekur og fjármunahjálpin, þó nokkur kunni að verða, minna virði en hin, að finna styrkinn frá þeim, sem standa með, þegar á þarf að .halda. Boð frá Svílim. Sænskir sam- vinnumenn buðu fulltrúa frá Sambandi ísl. Samvinnufélaga á aðalfund sinn nú í ár, sem haldinn var f Norköbing. Hr. Aðalsteinn Kristinsson mætti fyrir hönd Sambandsins. Óefað má telja það vel farið, að þessu fyrsta boði erlendra samvinnumanna var tekið og munu fleiri á eftir fara. Við íslenzkir samvinnumenn verðum og að vera við því búnir, að bjóða mönnum heim til okkar. Væri þá vel til .fallið, að gefa þeim kost á að sitja fundi f fegurstu sveitum landsins. Stjórninni var á sfðasta fundi veitt heimild, til þess að láta Sambandið ganga f Alþjóðasam- band samvinnumanna. Megum við vænta þess að okkur gæti stafað af því margt- gott. T. d. það að enskir sam- vinnumenn gengu f lið með okkur um að fá afnumið innflutningsbann á lif- andi sauðfé til Englands. Verðlaun- Stefán Stefánsson, Ytri- Neslöndum við Mývatn, hefir hlotið verðlaun úr Carnegies-sjóðnum, fyrir að bjarga manni frá druknun f Mý- vatni. Verðlaunin voru 400 kr. Mað- ujinn, sem hann bjargaði, var Þorst. ÞosteinBson bóndi á Geiteyjarströnd. Þetta gerðist 29. apr. 1919. ísinn næstur vökinni var bráðófær, en Þor- steinn að fram kominn af kulda og þreytu. Stefáni tókst að láta hann ná taki með tönnunum á úlpu sinni, sem hann fleygði til hans yfir ófæruna. Á þann hátt tókst honum að mjaka hon- um nær sér, þangað, sem ísinn var nógu traustur, til þess að þola þunga beggja. Stefán hefir bjargað að minsta kosti 3 öðrum mönnum úr Vatninu og þar af einum, Árna prófasti Jóns- syni, frá handvfsri druknun. Mývetningar tylla oft á tæpu á Mý- vatni við dorgargöngu og jafnvel aðra tíma. Ekki er Degi kunnugt um, að fleiri hafi fengið verðlaun úr sjóði Carnegies fyrir hugrekki og snarræði og hefðu þó fleiri mátt fá þau. Til dæmis má geta þess, að fyrir 2 ár- um sfðan bjargaði 12 eða 13 ára gamall drengur manni frá drukn- un f Vatninu. Kristján Helgason bóndi f Haganesi og bróðursonur hans, Sig- urður Stefánsson, fóru leiðar sinnar yfir Vatnið á skautum. Kristján rendi á undan út á ófæran fs, sem brast nið- ur undir honum. ísinn f kring var mjög veikur, enda nýlagður og spegil- fást í Kaupfélagi Eyfirðitiga. háll. Sendi þá Kristj. drenginn heim eftir hjálp. En þegar heim kom, var enginn karlmaður heima og ekki nema kvenfólk og börn f bænum, sem félst mikið til um fréttina, eins og von var. Drengurinn öað þcer vera rólegat; manninum yrði náð. Varð honum það fyrir, að grfpa reipi, sem lá af hend- ingu fyrir. honum og hraðaði ferð sinni mjög á vettvang. Kastaði hann síðan reipisenda til Kristjáns og bjargaði honum með þeim hætti frá druknun. Slfk stilling og snarræði hjá 12 eða 13 ára gömlum dreng mun vera dæmafá og á hann ótvfrætt skil- ið, að fá verðlaun úr áður nefndum sjóði. Hvort sem svo er eða ekki, taldi Dagur rétt, að láta þess hér getið, sem svo vel var gert. Indverskt skáld. Landi einn í Khöfn getur um komu indverska skálds- ins Tagore til Hafnar á þessa leið: Laugardaginn 21. maf steig ind- verska skáldið Tagore f fyrsta sinni fæti sfnum á danska grund, og lá nærri, að það ætlaði að kosta hann lff eða limi. Það var þó ekki gremja yfir .komu hans, sem þessu olli, heldur gleði, lfklega er þó réttara að segja forvitnin. Stúdentafélagið hafði sent formann sinn á móti honum, og helztu blöðin höfðu gert það sama. Þegar svo skáldið kom á brautarstöðina, var múgur og margmenni saman komið þar, til þess að fagna hinum indverska gesti. Gullu þá við húrrahróp og blómum rigndi yfir öldunginn. Sunnu- daginn 22. maf las hann upp nokkur af kvæðum 3Ínum í stúdentafélaginu, og um kvöldið fóru stúdentar blysför heim til hans. Á mánudaginn hélt hann fyrirlestur við háskólann, er hann nefndi >Östens og Vestens Möde.« Var þar vitanlega húsfyllir, og lá við að fólk ryddist inn. Þegar Tagore kom, gullu við fagnaðartíp, sem aldrei ætlaði að linna; stóð þá upp úr þvög- unni maður einn og skoraði á fólkið að krefjast þess, að það fengi Tagore að heyra. Var þá send nefnd manna á fund háskólarektors, og lofaði hann að sjá um, að Tagore talaði af svölum háskólans, þegar erindi hans væri lokið. Varð þetta úr, og þegar hann hafði talað til fólksins af svölunum, voru fagnaðarópin hálfu meiri en áður, enda þótt fullyrða megi, að fæstir ákildu mál hans. Um kvöldið fór Tag- ore svo yfir til Stokkhólms, til þess að þakka fyrir Nóbelsverðlaunin. Tag- ore hefir verið á heimsferðalagi, sem staðið hefir yfir nær þvf heilt ár. Hér var hann gestur hjá Povl Branner bóksala (V. Pios Forlag), sem hefir gefið út nokkrar af bókum skáldsins. byrjar að íerma í Kaupmannahöfn 4. ágúst n. k. Fer þaðan 12. s. m. ^Þeir, sem vilja fá vörur fluttar með skipinu, eru beðnir að tilkynna það sem fyrst. Akureyri, 2sh 1921. yVfgreiðsIar>. Stjórn Klæðaverksmiðjunnar Gefjun hefir á- kveðið að mr lækka vinslulaut) og söluverð ~m á vörutegundum þeim, er vérksmiðjan framleiðir, um 10°|o fyrst um sinn. Verðskrá verksmiðjunnar er nú, sem ?að und- anförnu, án skuldbindingar. C Ritstjóri: JÓNAS ÞORBERGSSOJl' Prentari: OPDUR BjÖRNSSOJf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.