Dagur - 17.09.1921, Blaðsíða 1
DAGUR
kemiir út á hverjum Iaugard.
Kostar kr. 8.00 árgangurinn.
Gjalddagi fyrir 1. ágúst.
__
IV. ár.
AFOREIÐSLAN
er hjá Jóni í>.. I>ór,
Norðurgötn 3. Talsími 112.
Imihrimluna annast ritstjórinn.
Akureyri, 17. september 1921.
37. blað.
E-L-D-F-Æ-R-A-V-E-R-Z-L-U-N.
Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda-
vélum, þvoftapottum, ofnrörum, rörþnjám,
eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj-
andi og selt með verksmiðjuverði.
Panfanir afgreiddar úf um land.
Jón Stefánsson.
Talsími 94. 'M' Akureyri.
Ketsala
Samb. ísl. Samvinnufélaga.
Útdráttur úr slcýrslu.
Eitt af því, sem hefir valdið
nokkrum umræðum innan sam-
vinnufélaganna, er það, að við
verðsúthlutun hins selda kets, hefir
enginn munur verið gerður á vænstu
og rýrustu dilkum, sem nú eru í I.
flokki. Þetta hefir þeim, sem fram-
leiða meira af vænum dilkum, ekki
þótt vera sanngjarnt. Hefir þvi þess-
vegna' verið hreyft, að ketið væri
meira flokkað og talið sjálfsagt, af
sumum, að hærra verð fengist' fyrir
hvert kg. í þyngri kroppum. Því
hefir verið haldið fram aftur á móti,
að útlendingar gerðu engan mun á
þyngri og léttari kroppum, sem nú
eru flokkaðir nr. I. Og meðan svo
vœri gæti tæplega heitið sanngjarnt
að þeim, sem að sumu Ieyti vegna
betri aðstöðu framleiddu vænni dilka,
væru goldin verðlaun á kostnað
þeirra, sem stæðu lakar að vígi.
Talsverðar umræður hafa sömleið-
is orðið um það, hvort ekki væri
hyggilegt að beita heimasöltunarað-
ferðinni við útflutningsket og vinna
því álit þannig meðförnu. Því hefir
verið haldið fram á móti, að þessu
fylgdi svo mikil áhætta, að mjög
varlega þyrfti að fara, enda likurn-
ar litlar fyrir því, að ketið seldist
betur eöa yrði kaupendunum geð-
þekkara:
En til þess að taka af öll tvímæli
um þessa hluti, hefir Sambánd ís-
lenzkra Samvinnufélaga snúið sér til
helztu viðskiftavina sinna á Norður-
löndum og beðið þá að láta uppi
álit sitt um ýms atriði viðvíkjandi
ketverzluninni. Fara hér á eftir spurn-
ingarnar og svörin. Er það tekið
upp úr ítarlegri skýrslu um ketsöl-
una s. 1. ár, sem framkvæmdastjóri
lagði fram á aöalfundi Sambands-
ins:
„1. Hvaðá merki hafa reynst bezt
og hver verst að verkun og gæð-
um?
2. Hafa ekki komið fram aðfinsl-
ur frá almenningi um söltun, um-
búðir og fleira viðvíkjandi verkun
ketsins?
3. Álítið þér að minní söltun í
sambandi við örari útfluttning strax
í lok sláturtíðar myndi auka ketsöl-
una og hækka verðið?
4. Álítið þér að líkur séu til að
niðursoðið ket myndi seljast vel?
5. Myndi ket, verkað á sama hátt
og til heimanotkunar á íslandi, selj-
ast betur en venjulegt útflutnings-
ket? (Lýsing á heimaverkuðu keti
fylgdi).
6. Gera neytendur ekki mun á
ketflokbunum að öðru leyti en hvað
sé dilkaket og hvað kindaket*
7. Myndi nákvæmari flokkun bæta
markaðinnf t. d. ef Nr. I. a. væri
eingöngu ket af dilkum með minst
15 kg. skrokkþyngd?
8. Myndi það greiða fyrir söl-
unni, ef sérstakt verð væri ákveðið
fyrir hvern flokk í stað þess að selja
fyrir meðal verð eins og nú tíðkast?
Jafnframt því sem þér eruð vin-
samlegast beðinn að fá sem greini-
legust svör við spurningum þessum
hjá smásölum og neyteiidum, eftir
því sem unt er, biðjum vér yður
að leyta umsagnar hins lögskipaða
kjötskoðunarmanns í umdæmi yðar".
Fyrirspurnum þessum var tekið
mjög vel í Noregi. Fetevareimpor-
törernes Landsforening héldur ár-
Iega aðalfund, þar sem mættir eru
flestir ketihnflytjendur landsins. For-
maðurinn tók bréf Sambandsins sem
sérstakt mál á dagskrána. Var í ráði
að maður frá Sambandinu sæti á
fundinum, en limskeyti um fundinn
barst ekki til Khafnar, fyr en hon-
um var lokið. Hér fer á eftir út-
dráttur úr svörum kaupendanna í
Noregi og ennfremur svör fram-
kvæmdastjóra Amund Lo, sem er
yfirmatsmaður á keti í Kristjanía:
„1. Innflytjendur í Noregi álitu
ekki rétt að hreyfa þessu atriði. Bæði
væri sjaldgæft að mörg merki færu
gegnum hendur sama manns og
væri því Iítið á dómunum að byggja
og svo gæti líka farið svo. að kaup-
endur fengju þá flugu í höfuðið
að setja sem skilyrði fyrir kaupum,
að þeir fengju ákveðið merki og
gæti það hamlað greiðri sölu á
ketinu.
2. Alroenn ánægja með verkun
söltun og umbúðir.
3. Ráðum algerlega frá minni
söltun vegna áhættunnar, sem því
er samfara.
4. Ketinnflytjendur hafa litla trú
á niðursoðnu keti, enda eru það
* Ket af fulloiðnu fé er í skýrslunni
kallað kindakei til aðgreiningar frá
dilkaketi.
nýlenduvöru salarnir, sem verzla með
það. Til þess að geta rannsakað
þessa hlið málsins þyrftu nánari
upplýsingar að liggja fyrir og jafn-
framt sýnishorn.
5. Ket, sem verkað er á sama
hátt og til heimanotkunar á íslandi,
er vonlaust um að hægt sé að selja,
enda er i*ú bannaður innflutningur
á keti sem verkað er á þenna hátt.
6. Neytendurnir gera aðeins mun
á dilka og kindaketi. Allir vilja helzí
ket af mfðlungsdillcum; stœrsta og
feitasta ketið er ekki eftirsókt*
7. Nákvæmari flokkun er ekki
álitin að muni greiða fyrir sölunni.
8. j Þetta er aðeins fyrirkomulags-
atriði. Vér álítum núverandi fyrir-
komulag bezt, því sé hvor tegund
verðlögð i sínu lagi er hætt við að
kaupendurnir setji sem skilyrði, að
þeir kaupi aðeins dilkaket. Allir vilja
helzt dilkaket og það gengur alt af
ver og ver að selja kindaketið, sér-
staklega ef ekki er hægt að finna
markað fyrir það annarsstaðar."
Svör Dana voru í öllum höfuð-
atriðum hin sömu; nema ef vera
skyldi að þeir legðu enn meiri
áherzlu á að losna sem mest við
kindaketið og væru enn fráleitari
margbrotinni flokkun en Norðménn.
Frá Svíþjóð hafa engar upplýsingar
komið, enda var ekki selt þangað
meira en 500 tn. af síðasta árs
framleiðslu.
Svarið frá Direktör Lo er og í
fullri samhljóðan en lýtur eingöngu
að verkun ketsins. Yfirleitt gefur
hann ketinu bezta vitnisburð. Hann
ræður frá minni söltun, enda áskilji
norsk lög að stærstu ketstykkin inni-
haldí,.. innst sem yzt minst 4% salt.
í bréfi hans koma fram ágizkanir
um orsakir þeirra ketskemda, sem
hafa átt sér stað og er það að
sumu Ieyti bygt á misskilningi, eins
og til dæmis að ekki muni látið salt
á milli allra laganna, þegar ketið er
lagt niður í tunnurnar.
(Meira.)
♦
Avextirnir
af vitsmunum
Jóns E. Bergsveinssonar kaupm.
Jón E. Bergsveinsson, kaupm. hér
í bænum hefir nýlega lokið við að
birta fullra 25 dálka grein í íslendingi,
sem hann kallar: »Ávextirnir af starf-
semi samvinnufélaganna og skattfrelsi
* Leturbr. mín. Ritstj.
þeirra.c Grein þessi á auðsæilega að
vera gífurleg atlaga gegn samvinnu-
félögunum og samvinnulögunum nýju.
En atlagan hefir mistekist. Fyrst og
fremst má heita að greinin sé órök-
studd. Lengstu máli er varið, til þess
ao tiggja upp eftir samvinnumönnum
það sem þeir hafi sagt um félagsskap-
inn og svo er úrræðið að hrista höf-
uðið og skella á lærið af undrun yfir
ósvífni þeirra, en ekki leitast við að
hnekkja því með öðru en fullyrðingum
um, að þetta eða hitt sé ósannað og
ósannanlegt eða þá satt og sannan-
legt eftir því sem betur hentar f hvert
skifti.
En jafnvel fullyrðingarnar einar njóta
sfn illa, þær ríða hver annari á slig f
þessari löngu ritromsu. Það er engu
lfkara en að margir hafi verið um að
setja þetta saman og að samvinnan
hafi verið svipuð þvf, sem á sér stað
f síldarsölunni. Það sem fullyrt er í
einum kafia greinarinnar er rifið niður
í öðrum. Að þvf leyti er greinin
ávöxtur þeirrar stefnu, sem fylgt er
f herbúðum andstæðinganna og »hin
frjálsa samkepni* nýtur sfn mætavel
f henni.
Ekki er annað kunnugt, en að Jón
E. Bergsveinsson sé mesta gæðablóð
og enginn sérlegur tilþrifamaður. Það
er þvf furðulegt, að hann skuli álfta
sig vera um það færan, að brjóta niður
trú fslenzkra bænda á gildi samvinnu-
stefnunnar og rfða niður samvinnu-
lögin fiá síðasta þingi. Og það verður
að telja það blátt áfram illa farið, að
hann, jafn sauðmeinlaus maður eins
og hann virðist annars vera, skyldi
fara að gera sig hlægilegan með þvf
að bendla nafn sitt við þenna langa,
leiðinlega og röksemdasnauða sam-
setning.
Málefnisins vegna er ekki þörf á
að verja löngu máli til andsvara og
væri ekki vel varið. En þar sem grein
Jóns ber vott um, að hugmynd hans
um eigin getu er orðin afvegaleidd,
mundi alger þögn hérna megin gera
þá hugmynd fráleita og gera hann
þar á ofan montinn. Verður því gripið
niður hér og þar f grein hans, en f
sem styztu máli.
Fyrsti geislinn af vitsmunaljósi Jóns
birtist f fyrirsögn greinarinnar, þar
sem hann talar um skaltfrelsi samvinnu-
félaganna. í þá birtu dregur síðar
skugga, þar sem hann fer að skýr-
skota ( 28. gr. samvinnulaganna og
telja upp þá margvfslegu skatta, sem
þeim er gert skylt að greiða til rfkis
og sveitar (ísl. 41. 2. d.). Veiðibræðin
hefir f upphafi opnað munninn á honum
óþarflega mikið, úr þvf hann þurfti
I