Dagur - 10.12.1921, Síða 1
AFOREIÐSLAN
er hjá Jóni l>. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Innheimtuna annast ritstjórinn.
Akureyri, 10. desember 1921.
49. blað.
DAOUR
U.
k«mur út á hverjum laugard.
Kostar kr. 8.00 árgangurinn.
Ojalddagi fyrir 1. ágúst.
IV. ár.
E-L-D-F-Æ-R- A-V-E-R-Z-L-U-N.
Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda-
vélum, þvoffapoffum, ofnrörum, rörþnjám,
eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj-
andi og selt með verksmiðjuverði.
Panfanir afgreiddar ú f u m l a n d.
Jón Stefánsson.
Talsími 94. Akureyri.
Heilsuhæli Norðurlands
og berklaveikisnefndin.
í 18 —20. tbl. Dags þ. á. hefir
Jónas Rafnar læknir skrifað grein um
oNefndarálit berklaveikisnefndar-
innar." Hann kemst þar að sömu
niðurstöðu og drepið var á í síðasta
blaði, að róttækustu ákvæði Iaganna
veröi undir núverandi skilyrðum
gersamlega óframkvæmanleg og
ekki eingöngu undir núverandi skil
yrðum, heldur og undir þeim skil-
yrðum, sem tillögur nefndarinnar
að öðru leyti gera ráð fyrir. Jónas
læknir er nefndinni í ýmsu ósam-
tnála. Fyrst og fremst lítur hann
svo á, að miklu fleiri berklasjúkir
menn séu á landinu, heldur en
nefndin virðist gera ráð fyrir. í ööru
lagi að ekki veröi úr því skorið til
hlítar, hverjir séu smithættulegir,
nema með enn öflugri eftirgrenslan
en nefndin gerir ráð fyrir og hægt
er að koma við. í þriðja Iagi að
miklu meiri áherzlu þurfi að Ieggja
á það að taka fyrir veikina á byrjunar-
stigi, heldur en nefndin gerir og í
fjórða lagi er hann henni ósam-
þykkur um íö!u sjúkrarúma í land-
inu og niðurskipun þeirra. Álit Jón-
asar Rafnars í þessu máli er alger-
lega samhljóða áliti Steingr. læknis
Matthíassonar (sbr. ritling Steingr:
„Mannskæðasta sóttin") og annara
norðlenzkra lækna og austlenzkra,
sem lögðu það til einróma og
lögðu á það mikla áherzlu, að
heilsuhæli þyrfti að rísa upp hér á
Norðurlandi. Læknum hér noðan
Iands og austan, sem eru kunnugir
ástandinu, dylst ekki, að fyrsta skil-
yrðið fyrir því, að geta komið við
einangrun, er að sjúklingarnir geti
fengið hælisvist auk þess sem það
er bráðnauösynlegt skilyrði fyrir
því, að hægt sé að taka fyrir veikina
nægilega snemma.
í síðasta blaði var farið nokkrum
orðum um það, hvernig nefndin
ætlaðist til, að búið yrði um þessa
hnúta. Hún ætlast til að sjúkrarúmin
verði alls 145. En ef fylgja ætti
fram kröfum laganna um einangrun,
kemst sú tala ekki í námunda við
það, sem þyrfti, að kunnugra manna
sögn.
Hér nörðan Iands hefir verið uppi
allmikil hreyfing undanfarið um að
koma á fót heilsuhæli, helzt í Eyja-
firði. Læknarnir hafa stutt að þessari
hreyfingu. Efnt var til almennra
samskota og ýms félög hafa gefið
stórar gjafir t. d. K E. og Eimskipa-
félagið 10.000 kr. hvort og Ung-
mennafélag Akureyrar hátt upp í
þá upphæð. Ýms önnur félög og
einstakir menn hafa Iátið fé af hendi
rakna. Jafnvel var í Reykjavík efnt
til samskota s. 1. vetur þessu til
styrktar. Er óhætt að segja, að þessi
hugmynd var og er enn ástfóstur
almennings norður hér og víðar,
þó litið hafi kveðið að framkvæmdum
síðustu árin.
Hvernig hefir nú nefndin snúist
við þessari hreyfingu, — þessari ein-
róma ósk allra lækna og almenn-
ings hér á Norðurlandi ? Meirihluti
nefndarinnar hefir fordæmt hana og
forsmáð. Minnihlutinn hefir að vísu
lýst yfir því mjög fagurlega, að
hann geti ekki gengið fram hjá
þessari einróma ósk, en gengur þó
fram hjá henni. Hann leggur til að
reistur sé kumbaldi við sjúkrahúsið
hér á Akureyri, sem rúmi 28—30
sjúklinga. Er þar gengið fram hjá
þeim kröfum, sem allir sérfræðingar
gera til heilsuhæla að þau séu í
sveit og að sérfræðingar stundi
sjúklingana. Auðsæilega er það
sparnaðarandinn, sem þarna rekur
upp höfuðið, sá andi sem hefti
nefndina í tillögum hennar um fram-
kvæmdir gífurlega kröfuharðra laga
og geröi verk hennar að hlægilegri
mótsetningu. í stað þess að reisa
hæli yfir 40 sjúklinga í sveit á að
hola 30 sjúklingum niður í kvef-
pestarbælið Akureyri, þar sem loftið
er megnað af ryki, reyk og grútar-
fýlu. Byggingarkostnaður veröur
ekki ýkjamikið minni, eins og sézt
á framangreindum tölum, en hugs-
unin hefir að líkindum verið sú, aö
spara lækni og láta héraðslæknirinn
í Eyjafjarðarsýslu og Akureyri bæta
þessu við þá 35-40 sjúklinga, sem
hann hefir undir hendi auk læknis-
héraðs með 5000 íbúum. Það má
segja um Magnús Pétursson að
hann réttir okkur hendina í þessu
máli mjög vinarlegur, en úr því
verður snoppungur.
Niðurstaða nefndarinnar verður
þó enn aumari í garð okkar Norð-
Iendinga. Hún er sú, að hér verði
reist geymsluhús fyrir 12 — 15 sjúkl-
inga ekki með það fyrir augum aö
lækna, heidur geyma, þar til sjúkl-
ingarnir eru ferðafærir annaðhvort
yfir.í annan heim eða að Vífilsstöðum,
sem vandséð er, hvort er betra, eftir
því sem látið er af loftslagi og
umhverfi Vífilsstaða- Þesskonar
geymsluhús ætlast nefndin til að
reist verði á nokkrum stöðum á
Iandinu fyrir alls 31—35 sjúklinga.
Þetta eiga að vera einskonar útibúr
Vífilsstaða. Þangað þykir árfðandi
að hrekja alla sjúklinga úr fjarstu
héruðum. Eru slíkar ráðstafanir víta-
verðar í hæsta lagi, þar sem vitan-
Iegt er, að öll sýktustu héruðin eru
norðan og norð-austan Iands, að
hér eru að jafnaði sólríkari dagar
og ótvíræð þörf er á hæli hér nyrðra.
Aldrei verður unninn neinn veru-
Iegur sigur í þessu máli, nema al-
þýða leggist á eitt með læknum,
Iöggjafar- og framkvædarvaldi. Það
er því ekki eingöngu ónærgætnis-
legt gagnvart okkur Norðlendingum
heldur mjög óskynsamlegt, ef sæmi-
legra úrslita er Ieitað, að forsmá
hreyfinguna hér nyrðra fyrir heilsu-
hæli á Norðurlandi. Það er illgirnis-
Ieg tilgáta, sem þó hefir verið fleygt,
að tillögum meirihluta nefndarinnar
hafi ráðið sveitardráttur og einskær
umhyggja fyrir Vífilsstöðum. Sveitar-
dráttur ætti ekki að komast að f
þessu máli. Það mundi ekki hafa
nein áhrif á gagnsemi Vífilsstaða
þó við Norðlendingar fengjum hæli
fyrir 40 sjúklinga. Slíkt tnundi að-
eins bæta úr bráðri nauðsyn, sem ekki
yrði bætt úr að öðrum kosti.
Nú er þess að vænta að Guðm.
Björnsson líti á mál okkar Norð-
lendinga og vonandi að Norðlend-
ingar dragi feld af höfði sér og
láti ekki slíka fo:smán yfir sig ganga,
sem nefndin hefir búið þeim.
Svipur
Norður- og Austurlands.
Eftir K- T. Sei]. M A.
Þar sem eg hefi ferðast alla leið
frá Leith með skipinu Lagarfossi
sfðan 22 nóv, hefi eg verið svo
lánsamur að fá tækifæri, til þess að
heimsækja í fyrsta skifti norður- og
austurströnd fögru eyjarinnar ykkar.
Suðurströnd hennar er eg þegar
allkunnugur, eftir að hafa tvisvar
áður fariö til Reykjavíkur. Á leið-
inni hingað til Akureyrar, kom
skipið við á nokkrum einkennileg-
um smáhöfnum á Austurlandi: Fá-
skrúðsfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og
Seyðisfirði. Á öllum þessum stöð-
um notaði eg tímann eftir föngum
á þann hátt að fara f land, til þess
að sjá og skoða svo margt, sem
hinn takmarkaði tími Ieyfði. Vegna
óbrigðullar alúðar minna íslenzku
vina alstaðar, finn eg, að eg hef
óafvitandi safnað miklu af skemti-
Iegum fróðleik, sem ásamt minni
eigin athugun hlýtur að gera mér
ferð þessa eftirminnilega á marga
vegu. Á ókomnum árum mun eg
jafnan með ógleymanlegri ánægju
og þakklátssemi, minnast þessa ferða-
lags míns hér á norðurleiðum.
Án þess að ganga inn á smá-
atriði, sem að sjálfsögðu krefðist
meiri tíma og betra tækifæris að
taka til meðferðar áður en birt væri,
vil eg gera tilraun að gefa í fáum
pennadráttum lýsingu af áhrifunum,
sem eg hafði orðið fyrir á þessu
ferðalagi, eins og þau hafa koroið
yfir mig, Iangferðamanninn, einn af
aðdáendum íslands.
Fyrst af öllu vil eg taka það fram,
að mér hefir verið bæði ánægjuleg
og óvænt mildi veðuráttunnar hér
á norðlægum breiddarstigum, á
þessum tíma árs. Þar sem veður-
farsskýrslurnar hafa staðhæft, að loft-
hitinn hér á Akureyri væri 8 gráð-
um minni á Fahrenheit, heldur en
í Edinborg, var eg að hugsa um
það, áður en eg lagði af stað, hvort
ekki mundi vera nauðsynlegt að
hafa með sér sérstakan SkjólkJæðnað
í þetta ferðalag og að áeggjan vina
minna tók eg með mér loöfrakka,
sem eg hefi nú enga þörf fyrirj
Þvert á móti verð eg að segja, aði
hvað sem Iofthitamælirinn kann að
sýna, þá finst mér kuldinn hér
hvergi nærri eins bitur og hann er
stundum í Edinborg og er það að
líkindum, af því að Ioftið er hér
tæplega eins rakt.
Það er einkum einn staður á
Austurlandi, sem hreyf mig óvið-
jafnanlega, — Reyðarfjörður, þar
sem fjöllin stórvaxin og tignarleg
spegluðust í dökkbláum haffletinum.
Sum fjöllin kring um þennan fall-
ega fjörð eru einkennilega Iík Pyra-
midum Egyptalands í Iaginu. Uppi
á þessum hæðum hefir hinn æfa-
gamli snjór Iagt sig fyrir á sinn
eigin sérkennilega og reglubundna
hátt. Frá toppi fjallanna niður á við
að ákveðnu hæðartakmarki, taka
fannirnar á sig lögun síbreikkandi
jarðlaga. Þaðan eru til umskifta hlíð-
arnar skreyttar hvítum dreglum, sem
Iiggja upp og ofan. Útsýnin er
töfrandi, hún er skínandi björt og
yfir henni hvílir kyrð og svali. Jafn-
vel virðist hún ekki að öllu vera af
þessum heimi. Kyrð og friðsæla
I