Dagur - 10.12.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 10.12.1921, Blaðsíða 3
49. tbl. DAGUR 195 J ö r ð i n Ytra Kálfskinn á Arskógsströnd er til sölu og Iaus til ábúðar á fardögum 1922. Jörðin er í góðu standi og vel ræktuð. Semja ber við annanhvorn undirritaðann, sem gefa allar frek- ari upplýsingar. jón Guðjónsson, Freymöður fóhannsson, Kálfskinni. málari, Akureyri. Bændanámsskeid. Ræktunarfélag Norðurlands gengst fyrir báendamámsskeiði í Oróðrarstöðinni á Akureyri dagana 9.—15. jan. n. 'k. Verða þar fluttir fyrirlesfrar og haldnir búnaðarmálafundir. Pess skal getið, að Búnaðarfélag Islands sendir tvo ráðunauta sína til fyrírlestra- halds á námsskeiðimi; Þeir, sem sækja námsskeiðið, sjái sér sjálfír fyrir fæði og húsnæði. Umsóknir sén komnar til Ræktunarfélagsins fyrir 1. jan. n. k. Akureyri 9. des. 1921. Stjórnin. herskipa náð fram að ganga. Nýtt bandalag rís upp úr pess- um samningum milíi Frakka, Breta, Bandaríkjanna og Japana. Hlu'abréf íslandsbanka í Khöfn hafa hækkað upp í 65 kr. hvert hundrað. Heima fyrir engin breyting. Talið að bankinn hljóti að gefa sumum fisk- og síldar- kaupmönnunum upp stórkost- legar upphæðir. Einn sem talið er að skuldað hafi 850 pús. telur sig ekki geta borgað nema 15% af skuldinni. Prátt fyrir petta virðist stjórnin ekkert vera nær peirri tillögu Tímans að kaupa forgangshluti í bankanum svo fyrstu 8—10 milljónirnar, sem kunna að tapast, Iendi á hluthöfunum, sem grætt hafa hingað íil, en ekki á Iandsjóði. 60 ára afmælis Hannesar Hafstein hefir nýlega verið minst Iofsamlega í hægrimannablöðum Dana. Benedikt Á. Elfar hefir sung- ið hér nokkrum sinnum fyrir fullu húsi. Farmgjöld lækka um nýár. Spánverjar láta undan Norð- mönnum. Banninu borgið. Fréttaritari Dags. Kol auglýsir Landsverzlunin áöðrum fékk kolafarm. fyrir nokkru sfðan og seldi á 8o kr. á bryggju. Þá brá svo við, að kol Ragnars Ólafssonar, sem áður höfðu verið seld á ioo kr. féllu ofan f 8o kr. úr húsL Kol þau, sem Landsverzlunin auglýsir, eru góð og brenna í hvaða eldsíæði sent er. Karíöflur með góðu verði fást í VERZLUNINNI BRATT^HLÍÐ. Brynj. E. Stefánsson. stað f blaðinu. Verðið er kr. 72 00' úr Eimskipafélagsins húsi og er það mun lægra en áður hefir verið hér f bænum. Espholin Co. sér það, að almenningur er kaupfélags- skapnum trúr, verða til þess að vekja slfkan misskilning hjá almenningi. Skal svo ekki fjölyrt um þetta meira. Eg held mér sé óhætt að segja, að býsna almenn óánægja með stjóinar- far landsins geri vart við sig hér um slóðir. Mönnum ógar við lántökunni og fjárreiðum íslandsbanka, sem að sögn hefir fengið mestan hluta brezka Iánsins upp á einhverjar spýtur. Enginn hávaði er þó hér í syslunni. Menn eru orðnir þvf svo vanir hér, að látast vera dauðir í pólitfk. Þó hefir brytt á viðbragði við bankastjóraskipunina og er óhætt að segja, nð þingmaður- inn okkar hefir aflaö sér nokkuð ai- mennrar andúðar með þessu sfðasta stjóinarafteki sínu. Argæzka hefir verið hér undanfari* tvö missiri. Búfé gekk vel íram al- staðar og sumarið var að vfsu mjög óþurkasamt og kalt en þó mun hey- skapur hafa orðið í meðaiagi viðast hvar og sumstaðar vel það. Heilsufarið bærilegt nema bvað infiuenzan flakkaði hér um sumar sveitir um sláttinn og veitti mönnum þungar búsyfjar. Eg skal svo ekki hafa þetta lengra að sinni, en er vís til þess að senda þér Ifnu seinna. Vona eg að þú takir því ekki illa, þó eg leýsi oían af pokanum þegar mér ógnar þögn og fálæti sýslunga minna eða langar til að gera lítilsháttar athugasemdir við hugsunarhátt eða þá hugsunarleysi Þineyinga. Bið þig svo að fyrirgefa. Þingeyingur. Simskeyti. Reykjavik, 9. des. Hungraðir verkamenn í Vínar- borg hafa rænt matsöluhús og gistihús. Enska stjórnin reynir að sann- færa Frakka um að veita purfi Pjóðverjum greiðslufrest. Frakkar eru dræmir, en gefa pó vonir um frest á janúargreiðslu, ef Pjóðverjar greiði vexti af er- lendu láni er peir sjálfir purfi að taka í staðinn. Sættir eru komnar á milli Englendinga og Ira og samn- ingar eru undirskrifaðir. Stór- kostlegur fögnuður yfir pessu í Englandi. Öll blöð pakka Lloyd George sættina nema versta afturhaldsmálgagnið The Morn- ing Post. Margir kveða svo að orði, að pessí sætt sé meira virði fyrir England, heldur en sigur pess í stríðinu. Með henni sé endi bundinn á 7 alda blóð- uga deilu. Irland verður frjálst ríki í brezka heimsveldinu með sama konungi og England. Á Washington fundinum hefir tillaga Bandaríkjanna um fækkun Aureyri. Skemtiíamkomu hélt hjúkrunar- félagið Hlff s. I. sunnudagskvöld. Þorst. M. Jónsson alþm. flutti erindi og leikinn var kafli úr einu leikriti Hol- bergs. Og að lokum var dansað. Einar Sigfússon kennir stefnu- vottunum um rangan málatilbúnað sinn. Mundu þeir eiga að útbúa málskjölin f málum, sem Einar hefir höfðað og færir sjálfur ? Lögin kveða skýyrt á um það, að afrit af stefaum skuli af- hent, en samkvæmt eldri lögum var það skyldugt aðeins, ef stefndur æskti þess. Yfir þetta sást Einari og kennir svo stefuuvottunum um, sem áreiðan- lega eiga ekki að sjá um tilbúning skjala f málum hans. Ennfremur notar Einar sér prentvillu eða ritvillu, sem slæddist inn f Dag, þar sem vitnað var í Mbl. Þar stóð 30. okt. fyrir 20. okt. Má segja, að »litlu verður Vöggur feginn.« Sakleysi Júlíusar bankastjóra. Eftir þvf sem íalendingi segist frá, er Júlfus bankastjóri Kklega einhver sak- lausasti maðurinn hér í bæ. Hann er alsaklaus af þvf, að hafa skrifað nokk- urn staf í íslending og er varað við að drðlta slíku að honum og hann er saklaus af þvf að veia við málaferli Einars á Stokkahlöðum riðinn. Sakleysið hans Júlfusar rfður ekki við einteyming og væri ástæða til að gefa þvf gaum. Frímann B. Árngrímsson hefir skrifað grein f íslending, þar sem hann heldur því fram, að verkið sem fram- kvæmt var við rafveitu bæjarins sé að ýmsu leyti svikið. Er sú ásökun viðurhlutamikil og lfklegt að rafveitu- nefndin liggi ekki undir henni þegjandi. Sandell varkfræðingur, sem stóð fyrir stíflugerðinni, var af öllum álkinn samvizkusamur og íær í sfnu starfi og er því þetta mjög ósennilegt. Reynist ásökun þessi á engum rökum bygð, er ástæða til að vlta hana harðlega. Fullveldisdans var háður hér í Samkomuhúsinu 1. des. Þegar sú réttarbót íékst, að æðsta stjórn allra mála, önnur er konungur, fluttist inn f landið, héldu menn hátíð til minn- ingar um það áilega t. d. f Þingeyjar- sýslu og lfklega vlðar nokkur ár á eftir. Var þá mikið um ræðuhöld og ýmsan fagnað. Nú er öldin önnur og verður ekki séð, að íilendingar þykist vera færir um að sýna nokkur merki þess, að þeir get.i staðið á eigin fótum öðruvísi en dansandi. 0fugmælí. Rltstj. Dags var íyrir skömmu síðan staddur í vinahóp, þar sem við voru staddir Björn Lfndal og Einar á Stokkahlöðum. Varð þá meðal annars tilrætt um samvinnumál. Út úr þeim umræðum lýsti Björn Lfndal yfir þvf, að hann væri einhver bezti sam- vinnumaður á landinu,— »og þar næst eg,« gall við Einar á Stokkahlöðum. KvÖldsKemtun til ágóða fyrir sjúkrahús bæjarins verður haldin f kvöld kl. 9 f Samkomuhúsinu. Stein- grfmur læknir segir frá ferð sinni til Kíná og sýnir skuggamyndir þaðan. Frú Júlfana Friðriksdóttir leikur smá- leik (Hjartslátt Emilíu) Kvartett verður sungið og að lokum dansað. Skemtunin hefst kl. 9. e. h. Bókasafnið er opið á þriðjudögum, fimtudögum, föstudögum, og laugar- daginn kl. 5 — 8 e. h. Gjafir til nauðstaddra barna í Austurríki. Framhald. Frá Nesi í Fnjóskadal 1 kr., frá Skógum 2, Lundi 1, Vöglum 2, S. og V. Hálsi 5, Birningsstöðum 2, Kambs- stöðum 1, Sigríðarstöðum 2, Forna- stöðum 3.50, Hallgilsstöðum 5, Drafla- stöðum 4, Vestari Krókum 3, Austari Krókum 12, Garði 6, Böðvarsnesi 9, Hóli 5, Végeirsstöðum 5, Vatnsleysu 2, V. D. Siglufirði 10, S K Mógili 10, Onefndur á Ak. 10, Ónefnd Ak. 5, N. N. 5, Kristjana Árnad. Hellulandi 5, Frá Fagranesi 10, Frá Hellul. 10, Elfsabet Jónsdóttir Grenjaðarstað 5, Elfsabet H Jónsdóttir s. st. i, P. Helgi Hjálmarsson s. st. 5, Soffía Helgad. s. st. 2, Karen ísaksdóttir 8. st. 5, Vilborg Jónsd. s. st. 2, Þórhálla Jónsd. s. st. 2, Helga Sigurjónsd. Kraunast. 2.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.