Dagur - 30.12.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 30.12.1921, Blaðsíða 1
DAGUR keniur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFOREIÐSLAN er hjá Jóni I>. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112, Innheimtuna annast ritstjórinn. IV. ár. Akureyri, 30. desember 1921. 52. blað. E-L-D-F-Æ-R-A-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvotfapoífum, ofnrörum, rörþnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selt með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar ú f u m 1 a n d. Jón Stefánsson. Talsími 94. Akureyri. yjirlæknirmn á Vifilsstöðum og Jíeilsuhæli Jlorðurlands. Pað er orðið þjóðkunnugt, að yfir- Iæknir Sigurður Magnússon var sá í berklaveikisnefndinni, sem fastast lagðist á móti hreyfingunni fyrir berklahæli á Norðurlandi og taldi hana firrur einar og óráð. Mönnum gengur afar illa að skilja, af hvaða toga afstaða yfirlæknisins til þessa máls geti verið spunnin. Hann hlýtur að vera allra manna kunnugastur þörfinni fyrir heilsuhæli í landinu. Til hans streyma hvaðanæfa umsóknir um hælisvist. Telji hann ekki þörf á meira hælisrými, en nú er kostur á, er hægt að skiija afstöðu hans til þessa heilsuhælismáls á Norðurlandi. En nú vill svo til, að fleiri vita nokkuð um þetta mál en háttvirtur yfirlæknir Sig. Magnússon. Það eru Iæknar þeir, sem þurft hafa að koma fyrir sjúklingum á Vífiisstöðum og það eru sjálfir sjúklingarnir. Dagur hefir gert sér far um að kynnast þessu máli á þann hátt aö tala við ýmsa norölenzka sjúklinga, sem hafa verið á Vífilsstöðum. Spurn- ingar blaðsins hafa þá einkum verið þessar: ,/Hvernig gekk þér að fá sjúkrarúm í hælinu?" »Álítur þú, að þú hafir verið nógu lengi á Vffils- stöðum?" „Varðst þú var við, að þér eða öörum sjúklingum væri ýtt burt úr hælinu of snemma vegna bráðrar nauösynjar að koma þar fyrir öðrum sjúklingum enn Iakar á vegi stöddum?" Svörin við fyrstu spurningunni hafa því nær öll hnigið í þá átt, að mjög erfitt reynist alloft að komast að á Vífilsstöðum vegna þrengsla. Yfirlæknirinn gæti auövitað jafn- réttsins og svör hans verði: „Nú liggja fyrir 10—20 umsóknir og að öðru jöfnu verður röðin að ráða." Svörin við annari spurningunni hafa því miður alloft verið þau aö sjúklingarnir þykjast hafa farið of snemma úr hæiinu og einmitt þess- vegna farið á mis við það, sem þeim hafi iöið mest á, að fylgt vœri eftir batanum til fulirar tryggingar. Qera má ráð fyrir, aö slíkt álit og ummæli sjúklinga verði létt á metun um hjá yfirlækninum og öðrum skoðanabræðrum hans í heilsuhælis- málinu. En hvorttveggja er, að sjúklingarnir fá í viðureigninni við sjúkdóminn, undir hendi sérfræðings, ekki litla þekkingu á sjúkdóminum og þeir vita allra manna bezt, hvernig þeim líður og hvað þeim verður fyrir beztu. Petta styður og sú óþægi- Iega reynsla, að sjúkdómurinn tekur sig alloft upp f þeim mðnnum, sem úr hælinu koma og taldir eru á góðum batavegi eða slopnir. Svörin við þriðju spurningunni eru þó aivarlegust og sorglegust. Sumir sjúklingarnir staðhæfa að sér og öðrum hafi verið ýtt burtu vegna bráðrar nauðsynjar annara sjúklinga einmitt þegar þeir hafi verið orðr.ir rólfærir, en um leið, þegar nauðsynin var sem mest, að fylgja eflir batanum. Yfirlæknirinn segi: „Jú, þú ert nú að verða góður og þér er nú bezt að fara" og svo gefur hann sjúkl- ingunum reglur að lifa eftir: drekka mikið af nýmjólk, sofa í góðura húsakynnum, viuna létta vinnu o. s. frv. Petta getur nú alt verið gott og blessað og alt gæti farið vel jafnan, ef allir sjúklingarnir œtiu alls kosti. En því miður er nú allmikill misbrestur á því um allan fjöldann af sjúklingum. Pað er óskiljanlegt, ef yfirlæknirinn getur með köldu blóði afgreitt umkomulausa sjúklinga með slíkum allsherjarreglum í bata stað og sent þá út í óvissu, skilnings- leysi almennings á berklamálinu; sent þá út á hrakhóla almennings- fordómanna gegn slíkum sjúklingum, sem of fáir vilja rétta hjálparhönd af hræðslu um sitt auma líf. Það er óskiljanlegt segi eg urn þann mann, sem hefir sagt, það sem bezt hefir verið sagt í þessu máli, þar sem hann sagði: „Framkoma almennings í málinu snýst upp í baráttu gegn berklaveikum en ekki berklunum sjálfum." Yfirlækniíinn veit ef til vill ekki um það sem skyldi, við hvað sjúklingar hans eiga að strfða, þegar hann sleppir af þeim hendinni, hversu margir veikjast að nýju og hversu margir deyja eftir tiltölulegan stuttan tíma. Yfirlækninum er að sjálfsögðu vorkunn, stór vorkunn, þó hann vilji rýma til eftir föngum, þegar bráð þörf kallar, að bjarga strax og lff getur Iegið við. En slíkt getur dregiö á eftir sér alvarlega' dilka. Fyrst og iremst getur það orðiö til þess að margur maðurinn deyi fyrir hreina og beina handvömm þjóð- félagsins og i öðru lagi til þess, að almenningur fær falska hugmynd um gagnsemi Vífilsstaða, álítur hana minni en hún er eða gæti verið og fær ef til vill ótrú á öllutn heilsu- hælum. Dagur Ieyfir sér að vekja athygli allra fyrverandi sjúklinga Vífilsstaða og annara sem bera skyn og kunn- Ieik á þetta mál. Ef svo er að sjúkl- ingar geta oft og einatt ekki fengið nógu langa hælisvist vegna aðkall- andi þarfa að bjarga öðrum, liggur þar f sterk röksemd fyrir þörf á auknu hælisrúmi, en um leið verður afstaða yfirlæknisins til heilsuhælis- máls Norðurlands hin mesta ráðgáta. Að sjálfsögðu er ýmislegt ótalið og órannsakað, sem eykur þessa ráðgátu og sýnir þörfina fyrir heilsuhæli á Noröurlandi. Hversu margir skyldu þeir sjúklingar til dæmis vera, sem hætta við að fara til Vífilsstaða, vegna þess hve tregt gengur að komast þar inn? Hversu margir hafa engin tök á að komast þangað í tíma úr fjarlægustu og sýktustu héruðunum? o. s. frv. Enginn vafi er á því að hugur almennings á Norðurlandi rís önd- verður gegn gerðum berklaveikis- nefndarinnar og geræði hennar Norður- og Austurlandi til handa í þessu máli. Menn vilja yfir höfuð fá að skilja hug þeirra trúnaðarmanna, sem falin eru slík þjóðheillastörf, sem það er, að ráða fram úr betklavarna- málinu ekki einungis í bráð, heldur fyrir óbornar kynsióðir. Mönnum virðist að enn hafi ekki komið fram í þessu máli annað en falsrök og vitlausar, óframkvæmanlegar tillögur að viðbættum óframkvæmanlegum lögum, sem hljóti að verða þjóðinni til hneykslis og minkunar. Pörfin fyrir heilsuhæli á Norðurlandi er svo augljós norðlenzkum læknum og öllum almenningi, að menn sætta sig ekki við það, að málið verði afgreitt með tillögum um byggingu geymslukumbalda fyrir berklaveikt fólk, sem sé öliu og undir öllum kringumstæðum stefnt til Vífilsstaða. Oft vill það verða þegar mönnum gengur illa að skilja hlutina aö menn geta sér ýmislegs til og þá ekki ætíð þess bezta. Svo er og hér. Menn geta sér þess tii um yfirlækn- inn, að hann óttist um framtíð Vífilsstaða, óltist samkepni trá norð- lenzku heilsuhæli. Afsakanlegt er að menn geti sér þessa til, þegar alt virðist mæla á móti því, að afstaöa hans til málsins geti verið á viti bygð og skilningi á þörfum þjóðar innar í þessu efni. Margir munu þeir menn vera, sem líta svo á að Jaröarför okkar ástkæru eigin- konu og móður Valgerðar Arinbjarnardóttur, sem andaðist 25. þ. m., er ákveðin miðvikud. 4. janúar næstkomandi og hefst með húskveðju frá heim- ili okkar, Brekkugötu 19, kl. 1 eftir hádegi. Akuréyri 29. des. 1921. Daniel Gunnarsson. Guðrún Danielsdóttir. Helga Daníelsdöttir. Magnea Danielsdóttir. heilsuhæli á Norðurlandi mundi auka gagnsemi Vífilsstaða auk þess sem það veitti húsrúm einhverjum af þeim berklasjúku mönnum, sem lögum samkvœmt á að taka burt af heimilunum tafarlaust! Þessari tilgátu er slegið hér fram til þess að yfirlækninum gefist kostur á að verja sig og um leið, að færa gildari rök fyrir afstöðu sinni í mál- inu, heldur en enn eru fram komin. > A Vesturvegum. x. 1 A akri. Því var lofað seinast, að segja eitt- hvað frá verkbrögðum bænda vestra. Það er alkunnugt að hér heima hafa menn gengið í skóla meðal annars til þess, að læra að plægja. Margt ber til þess, að við ólikt er að eiga hér heima og vestra í því efni, enda kunna menn ekki verkið, þrátt fyrir skólagöngu, sem ekki er heldur von, þar sem rétt aðferð hefir enn ekki verið tekin upp f skólunum sjálfum, eins og 3fðar skal á vikið. Nú kemur maður vestur ungur og ókunnandi öll verkbrögð, sem að land- búnaði lúta. Ekki kemur til mála fyrir hann að ganga í neinskonar verknáms- skóla, til þess að læra jafn algeng störf, sem landbúnaðarstörf eru Hann ræðst til einhvers bónda og tekur upp algeng störf fyrir fult eða því sem næst fult kaupgjald. Bóndi skipar hon- um fyrir um verk. Plæging er algeng- ust. Til hennar gengur lengstur tími eða því nær jafnlangur og til allrar annarar akurvinnu til samans, þó gert sé ráð fyrir einni plægingu árlega. Bóndi sýnir honum fyrstu handtökin við að leggja aktýgi á hesta og beita þeim fyrir plóginn. Hann sýnir honum hvernig plógnum er stjórnað með 2^-3 vogstöngum: plógfarið grynt éða

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.